Morgunblaðið - 09.01.1929, Síða 4

Morgunblaðið - 09.01.1929, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Besta saltkjötið í bænutn fæst í Ármannsbúð, bæði í smásölu • og heilum tunnum. Fegurstir Túlipanar fást á Vest- urgötu 19. Sími 19. Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktusplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. Útsprungnir túlipanar fást í Hanskabúðinni í Austurstræti 6. m Kensla. Fiðla og Kontrabassi. Tilsögn í ofantöldum hljóðfærum veitir L. Frederikssen, til viðtals þriðjud. og föstud. kl. 2—4 og eftir kl. 7, á Vesturg. 36 a. Gólfmottur. Gólfklútar, — Þvottasnúrur, —- Burstavörur, — Jólatrjesskraut og Búsáhöld, íæst á Klapparstíg 29 hjá VALD. POULSEN. Sv. Jðnsson & Co. Kirkjustretí 8 K. Sígj 4M, IMIunið efiir nvia veggfóðriitu. Morgunblaðið fest á Laug&vegi 12. I bæjarkeyrslu hefir B. S. R. 5 og 7 manna-dross- íur. — Studebaker eru bíla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla en hjá B. S. R. Ferðir til Vífilsstað'a og Kaí'n- arfjarðar með Stndebakerdross- íum, alla daga, á hverjum klukku- tíma. — Ferðir austur í Fljótshlíð þegar veður og færð leyfir. o Bifreiðastöð Reykjavlkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. Nú er tækifærið að kanpa Vetrarkápur Mikill aisláttnr. Verslun Egiil lacobseu. Lnndafiðnr. Nýtt Lundafiður frá Breiða- firði í Yfirsængui', Undirsængur, Kodda og Púða. Styðjið það íslenska. Von. Van Routens konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. »4,1 heildsölu hjá * 0 "fobaksverjlun lslandsh.t Nýársnóttin verður leikin á morgun. ísfisksala. Kári Sölmundarson seldi afla sinn í Englandi í gær og fyrradag fyrir 1220 sterlings- pund. Próf. Johs. Velden heldur kirkju- hljómleika í Fríkirkjunni á sunnu- aaginn, með aðstoðs Páls ísólfs- sonar. Skjaldarglíma Ármanns verður háð í Iðnó hinn 1. febrúar. Ættu glímumenn nú að æfa sig kapp- samlega það sem eftir er mánað- arins og koma svo fjölmennir á hólminn..Það sæmir ekki svo göf- ugri íþrótt, sem glíman er, að menn dragi sig í hlje vegna þess að þeir vita að þeir geta ekki sigr- að. — Þeir, sem vilja sýna glím- unni heiður með því að keppa um Ármannsskjöldinn, eiga að gefa sig fram við formann Ármanns fyrir hinn 24. janúar. S j ómannakveð j a .• FB. 8. jan. Farnir til Englands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Hásetab á Arinbirni hersi. fsfisksala. Þessir bbtnvörpung- ar hafa undanfarna daga selt ís- fiskafla í Englandi: Skúli fógeti .. .. fyrir ca. £1400 Leiknir.............— £1329 Draupnir............— £ 819 Otur.............. —* £ 934 Gyllir..............— £ 779 FB. Germania. Nokkrir nemendur, bæði byrjendur og aðrir, geta enn fengið kenslu í þýsku. Menn snúi sjer til Einars Magnússonar, Lauf- ásveg 44; sími 1991. Gamla Bíó sýnir þessa dagana mynd er nefnist „Bogmaðurinn“ ; er það leynilögreglusaga, við- bnrðarík og „spennandi.“ Stokkseyrarbruninn. Það mál kom aftur fýrir Hæstarjett á mánudaginn var og var þá lagt í dóm. Málflutningur fór fram skriflega, því málið er mjög um- fangsmikið og flókið. Hæstarjett- ardóms er varla að vænta fyr en seint-í þessum mánuði eða í byrj- un næsta mánaðar. FiOldi itrra höia ísleuskra oy erleuúra, heutugar til tækifærísyjaia f Bókav. Sigff. EymundtsonaPn LESBÓK MORBUNBLAÐSINS. 1. árgang (1925-6), nokkur eiutök, hefir blaðið verið heð- ið að átvega. Þeir sem kynnu að vilja selja hana snái sjer til afr. Morgunbl., Austurstr. 8, sem greiðir —>- 10 krónur <—<m fyrir hveru ógallaðau árgang. ™Vififsstaða, Hafnarfjarðar, Keflavikur og austur yfir fjall daglega ffrá Steindópi. Sími 581. liagur danskra banka. í nóvember 1927 skulduðu dansk- ir bankar erlendum bönkum 97 miljónir króna, en í nóvember s.l. áttu þeir inni hjá útlendum bönk- um 30 milj. króna. Er mismunur- inn því alls 127 miljónir króna, en var ekki orðinn nema 110 milj- króna um áramót. Sjóðir bank- anna hefir jafnframt hækkað um 20 milj. króna. (Sendiherraf r j ett). ----------------- Moderne smaa baatmotoreí Hfc. t i 4 e » Kr. »»!— Ui:— IM:— «30:— 760: P.ahang.motor Hfc. fcr. 285:—._________ f. komplot. metorer fraktfrlt. Prlsllstor tfo fr. JOH. SVENSON, S AL A, Kvennærfatnaðir. Nærbolir frá 1.75 Buxur frá 1.50 Sokkabandabelti Lífstykki Ljereftsnærfatnaður misl. Náttkjólar, flónels Tricotinenærf atnaður frá 3.40 stykkið, best hjá S. Jóhanixesdðttir* Ausfupstrœti 14. (Beint á .móti Landsbank&num),, Simi P887. „Drabbari". Það var eins og þessari svívirði- lega afbrýðissemi vekti allar verstu hvatir hjá honum en svæfði hina góðu eiginleika hans — ef skinhelgi skyldi þá kölluð góður eiginleiki. Og jafnhliða þessari byltingu í sál lians breyttist hann líka að ytra útliti. Fyrst fleygði hann svarta hattinum og fekk sjer ann- an brúnan'með fjaðurskúf miklnm. Svo lagði hann niður stífa krag- ann og fjekk sjer nýtísku háls- skart. Svo Ijet hann setja silfur- kniplinga á treyjuna sína og þann- ig breytti hann ldæðaburði sínum smám saman — hinum ytri tákn- um trúar sinnar — þangað til í vikulokin að hinn siðavandi kirkju þjónn var orðinn að páfagauksleg- um spjátrnng. Hann har í sig moskus og hárið, sem hann hafði áður sljettkembt, skrýfði hann nú og liðaði í lokka og við liægra eyra hafði hann bundið í það bláu silkibandi. Galliard horfði undrandi á þessa breytingu, en þegar hann komst að því af hverju þetta stafaði, kendi hann Cynthiu um alt saman og brosti eins hæðnislega og hon- um einnm var Iagið að piltinum. Kenneth roðnaði og tantaði eitt- hvað milli tannanna. Gregory brosti Iíka, en Cynthia varð svo einkennileg á svipinn, að Crispin braut lengi heilann um hvað henni hefði búið í brjósti. Kenneth gleymdi ekki heldur að stæla, háttu, og framkomu heldri manna þegar hann var kominn í nýju fötin. Hann varð teprulegur og tilgerðarlegur í tali og í staðinn fyrir að vitna í ritningargreinir tók hann sjer nú þráfaldlega í munn ýms af hinum miður sæmi- legu orðatiltækjum Crispins. Hann sór þess dýran eið með sjálfum sjer, áð úr því að Cynthia vildi helst gortara og mann, sem væri 'mikill á lofti, þá skyldi hann Verða það framvegis. Að hinu gáði hann ekki, að alt þetta gerði hann aðeins hlægilegan í hennar augum. En fljótlega komst hann þó að því, að hylli hennar ávann hann sjer ekki með þessu móti. — Til hvers er alt þetta stáss? spurði hún hann einu s'inni. Er það líka eitthvert ytra tákn? — Við getum gjarna kallað það svo, madame, mælti hann gremju- lega. Þjer leitst ekki á mig eigs og Jeg var áður. — Og þeim mun síður lítst mjer á þig nú. — Cynthia, þú dregur altaf dár að mjer, hrópaði hann. — Nei, það sje fjarri mjer, mælti hún. Jeg hefi aðeins tekið eftir breytingunni. Þú ert kominn í nýjan grímubúning í staðinn fyrir þann gamla. Áðnr Ijetstu vera guð hræddur, en núna, já, nú veit jeg ekki hvað þú þykist vera. Jeg veit aðeins það, að hvorugt er sam- kvæmt eðli þínu og innræti. Hann skildi við hana í bræði og fór á fund Gregory og rakti fyrir honum raunir sínar út af því hvað Cynthia væri vond við sig. Árang- urinn varð sá, að Gregory áminti dóttur sína, en Cynthia ljet það ekkert á sig fá og sagði honum skýrt og skorinort að hún vildi ekki giftast fífli. Gregory ypti öxlum og brosti kuldalega. Hann sagði henni að yfirleitt væri állir ungir menn heimskingjar, og í heimskupörum þeirra væri vísir viskunnar. —• Það getur vel verið, mælti hún æst, en þessi heimska er alveg takmarkalaus. Það væri hest fyrir Master Stewart að fara heim til sín á skotsktu heiðarnar. Hann eyðir tíma sínum til ónýtis hjer í Marleigh-höll. — Cynthia! hrópaði faðir1 henn- ar. — Já, pabbi, það þýðir ekkert fyrir þig að reiðast. Þú vilt ekki gifta mig nauðugá, og þú munt ekki geta fengið af þjer að gefa mig þeim manni, sem jeg fyrirlít. — Hvaða rjett hefir þú til þess að fyrirlíta hann? spurði hann og sperti brýrnar. — Það er rjettur hinnar sönnu dómgreindar, sá eini rjettur, sem kona hefir. Ef hún neytir eigi þess rjettar, þá er hún skynlaus skepna og þá hefir hún sömu þýðingu fyr- ir mann sinn eins og uxi hans eða asni, enda setur heilög ritning hana á hekk með þeim sképnum. Hún er! aðeins gripur, sem hægt er að gefa eða taka, kaupa eða selja, alt eftir því livað manninum sýnist. — Barn, barn, hvað veitst þú um þetta? hrópaði hann. Þvi ert ekki með sjálfri þjer, barnið mitt! Svo tók hann loforð af henni um það, að hún skyldi lilusta á það, sem hann ætti eftir að segja henni, þegar hún væri orðin stilt- ari í skapi. Síðan skildi hann við hana. Hún fór út. í trjágarðinn til þess að geta verið ein og í næði. En þar ralcst hún á Sir 'Crispin. Sat hann þar á föllnum trjábol og var í þungum þönkum. Hún sá hann nokkuð tilsýndar og hann heyrði skrjáfið í kjólnum hennar. En er hún kom nær, stóð hann á fætur og kvaddi hana kurt- eislega og ætlaði svo að fara. —. Sir Crispin! kallaði hún. Hann sneri við. — Yðar reiðubúinn þjónn, jung- frú! — Eruð þjer hræddir við mig, Si.r Crispin? — Fegurð eykur manni kjark, en gerir mann ekki hræddan, svar aði hann og brosti hæversklega. — Þjer farið undan í flæmingi, en^ svarið ekki hreint og beint, mælti hún. —• Þetta var fullkomið svar, ef vað er skilið á rjettan hátt, sagði hann. — Eruð þjer þá ekki hfæddir við mig? —• Það er ekki vani minn að v vera liræddur. — Hvernig stendur á því, að þjer hafið forðast mig undanfarna daga ? Crispin fann hjartað slá örara í brjósti sjer, og ástæðan var sú, að honum þótti vænt um að hún liafði tekið eftir því, að hann forðaðist hana og saknaði hans. — Yegna þess, mælti hann, að jeg óttaðist að þjer mundnð að öðrum Icosti forðast mig. Jeg er steigurlátur maður, jungfrú. — Það var kölski líka, en það varð honum til falls. — Það verður mjer máske til falls líka, mælti liann, úr því að dramblæti mitt stíar okkur sundur. ' — Nei, Sir, mælti hún lilæjandi, þjer gerið það af ásettu ráði að< forðast mig. — Nei, Cvnthia, jeg geri það ekki af ásettu ráði, mælti hann, en þagnaði svo eins og hann þættist hafa hlaupið á sig. En svo brosti hann og mælti. — Af tvennu illu. skal taka það skárra, madarne!. — Madame! endurtók hún ei'na’ og hún hefði ekki lieyrt neitt ann- að. Það er Ijótt orð — áðan nefnd- uð þjer mig Cynthiu! — Já, jeg leyfði mjer það, vegna þess, livað jeg er gamall, en þjer hefðuð átt að setja ofan í við mig fyrir það. — Nei, þjer eruð ekki svo gam- all, að þjer liefðuð leyfi til þess að þeim ástæðnm, mælti hún. En ef jeg gæfi yður nú leyfi til þess að- kalla mig Cynthiu?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.