Morgunblaðið - 13.01.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1929, Blaðsíða 6
« IORGUNBLAÐIÐ ast bjó Biríkur í Syðra-Pirði í Lóni, en brá búi fyrir nokkrum árum og fluttist þá að Djúpavogi til Guðlaugar dóttur sinnar og manns hennar Elísar verslunar- stjóra Jönssonar. Er frú Guðlaug nina barn þeirra Eiríks, er upp komst. Búa þau hjón nú í Skild- inganesi við Skerjafjörð og er Ei- xíkur þar með þeim. Ekki verður það sagt um þá ur sv0 Hoffellsbræður, að þeir væru menn framgjarnir, og mætti margur auk ’visinn ýmislegt af þeim læra, því að fyrir flestra hluta sakir mátti um þá segja, að þeir væru vel til foringja fallnir, og var þó Eiríkur fyrir þeim jafnan. En þeir kunnu •ekki kuldabrölti ýmissa nútíðar- manna, "er af algerðum vanefnum ftildra sjer upp til metorða. Ekki ——«m komst þó Eiríkur hjá því að gegna hreppstjórn um nokkur ár í Nesj- um og margvíslegan trúnaðar- starfa hefir hann orðið að hafa með höndum. Eiríkur er vel ern eftir aldri; er þó alloft þjáður af gikt; fótar- mein tók hann á besta skeiði og ber þess jafnan merki. En hann hefir einlægt verið glaður og reif- sem haún eitt sinn kvað sjálfur: — — „samt er á mínum sálarglugga sæmilega bjart' ‘,----- og mun bjartsýni hans og mann- dómur endast ekki skemur en æfiárin. Útsýn er einatt fögur yfir Skerjafjörð, og er hinum háva öld- ungi þar „ljóst út að líta“. Skaftfellingur. Iðnaðurinn 1928 Eftir Helga Hermann. Allar stærstu iðngreinir vor ís- Iendinga eiga afkomu sína undir gengi sjávarútvegsins, járnsmíði ug skyldar iðngreinir og skipa- og bátasmíði beinlínis, og flestar hinna óbeinlínis. Árið 1928 var ágætísár fyrir útgerðina, og það hefir það líka verið fyrir iðnaðinn. Veldur þar um miklu hin góða og hagstæða veðrátta, sem segja má að hafi staðið alt árið, að minsta kosti hjer sunnanlands. Veðráttan Tijer norður á íslandi hefir áhrif á fleiri atvinnuvegi en búskap og sjósókn; hún hefir bein áhrif á flesta atvinnuvegi vora og óbein á þ>á alla, af því að allir eru þeir háðir útiveru að einhverju leyti. Járn-, renni-, eir-, plötu- og ketil smiðir og báta- og skipasmiðir u. fl. hafa mesta sína atvinnu við útgerðina, hinir fyrnefndu við tog ara og vjelskip, og hinir síðari við smærri og stærri fleytur, einkum til fiskiveiða. Þegar svo vel gengur veiðin og sala hennar, að allar fleytur fara á sjó og fiska vel, er nóg að gera fyrir ofannefndar iðngreinir, kaupið er sæmilega hátt og greiðslan nokkurnveginn viss. Og þannig hefir það verið síðastliðið ár, bæði hjer og út um land. Undantekningar eru að vísu alstaðar, og mönnum getur gengið misjafnlega, eins í góðærum sem öðrum, en hjer verður aðeins drep- ið á það almenna. Húsagerð almennings var með rneira móti síðastliðið ár; t. d. Reykjavík einni um 170 hús, auk barnaskóla, elliheimilis o. fl., og byrjað á fjölda fleiri. En einnig í öðrum kaupstöðum landsins hefir verið bygt mikið. Má þekka það bæði almennri velmegun vegna stöðugrar, góðrar atvinnu, og svo veðráttunni, sem aldrei hefir tafið útivinnu að teljandi sje. Atvinnu við húsagerð hafa vitanlega aðal- lega trje- og múrsmiðir, rafvirkjar, hita- og gaslagningamenn, málarar og veggfóðrarar, en auk þess þarf töluvert af húsgögnum í öll þessi r.ýju hús, svo að húsgagnasmiðir, húsgagnafóðrarar og tágriðar hafa emnig haft nóg að gera. Aftur á móti eru mannvirki ríkisins, sem síðastl. ár voru með meirá móti, meira komin undir afkomu fyrri ára. Húsagerð ríkisins mun hafa kostað ríim 600000 kr., til brúa- gerða var áætlað 190000 kr., til nýrra síma og viðhalds símanna 455000 kr., til vita- og sjómerkja 94000 kr. og til • hafnarvirkja kr. 87000.00 auk kr. 195000.00, sem heimilað var að lána til hafnabóta. Talsvert af þessu fje (sem samtals er rúm kr. 1600000.00) hlýtur að hafa farið til iðnaðarmanna, er að þessum mannvirkjum hafa unnið, þótt meiri parturinn fari fyrir efni og algenga verkamanna- viimu. Um iðjuverjn er svipað að segja, að þau hafa haft nóg að gera og gengið vel árið sem leið. Á Ála- fossi var sett upp talsvert af nýj- um vjelum, sumpart til viðbótar og sumpart í stað gamalla. Pjelag var stofnað til að reysa nýtt ölver, sem sennilega tekur til starfa á þessu ári, og hjá Hrein og smjör-. líkisgerðunum virðist alt í góðu gengi. Af lögum og reglugerðum, sem samin hafa verið á árinu og gefin út, og sjerstaklega snerta iðnað, má nefna lög um eftirlit með verk smiðjum og vjelum og lög um slysatryggingar. Auk þess hafa lög um iðju og iðnað og lög um iðn- aðarnám komið til framkvæmda á þessu ári (1928). Af reglugerðum eru komnar út og til framkvæmda byggingarsamþyktir fyrir Akur- eyri, Akranes, Eskifjörð og Pat- reksfjörð; reglugerð um skoðun bifreiða og um iðnaðaráfengi. Samdar hafa verið og undirbúnar reglugerðir um iðnaðarnám og eft- irlit með verksmiðjum og vjelum, og munu báðar vera um það bil að koma út. Fjelagslíf og fjelagastarfsemi iðnaðarmanna var með mesta móti áríð sem leið. Var þó stórt skarð höggvið í hóp áhugamanna þeirra, þar sem Gísli Guðmundsson, gerla- fræðingur, formaður Iðnaðar- mannafjelagsins í Reykjavík fjell frá. Hafði starfsemi fjelagsins og fjelagatal farið sívaxandi undir stjóm hans, og hefir það aldrei venð ,eins fjölment og nú. Auk þess hafa ýms sjeriðnaðafjelög ris- ið upp hjer í Reykjavík á árinu, og mun það nokkuð vera vegna hinnar nýju iðnlöggjafar, að svo hefir orðið. Ennfremur gerðist það fyrir jólin, sem mestra tíðinda er vert, að stofnað var hjer iðnráð af fultrúum frá öllum helstu iðn- greinunum hjer í Reykjavík. Á það mikið verk fyrir höndum, og jr þegar farið að byrja starfsemi ■sína. Utan Reykjavíkur hefir verið stofnað iðnaðarmannafjelag í Hafn arfirði og undirbúið annað á Seyð- isfirði á síðastliðnu ári. Þrír reglulegir iðnskólar hófu göngu sína í haust, á Akureyri, ísafirði og í Hafnarfirði. Á Akur- eyri hefir undanfarið verið náms- skeið eða skóli til húsa í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, en í ,sumar bygði Iðnaðarmannafjelag Akur- eyrar sjálfstætt skóla- og funda- hús fyrir sig, og heldur þar nú uppi reglulegum iðnskóla og í sambandi við hann unglingaskóla, alls 60—-70 nemendur. Á ísafirði hefir undanfarið verið haldið náms skeið í teikningu, að tilhlutun Ung mennafjelaganna, en í sumar f jekk Iðnaðarmannafjelagið á ísafirði leyfi til að klæða og útbúa á sinn kostnað aukastofu í barna- skóla ísafjarðar, og halda þar kvöldskóla fyrir iðnlærlinga. í Hafnarfirði höfðu þeir sjera Þor- valdur Jakobsson, kennari í Flens- borg, og Guðm. Emil Jónsson, bæjarverkfræðingur haldið uppi námsskeiði fyrir iðnaðarmenn nokkra undanfarna vetur, en í haust var þar stofnað iðnaðar- mannafjelag og tók það um leið að sjer að halda uppi iðnskóla, sem það hefir fengið leigt fyrir í hinum nýja barnaskóla þar. Hjer í Reykjavík er nú fleira í Iðnskól- anum en nokkru sinni fyr, yfir 230 nemendur nú en 194 mest áð- ur. Af þessari tölu eru járnsmiðir, tr jesmiðir og múrarar fullur helm- ingur, eða 121 nemandi, sem bend- ir til þess, hvar mest er að gera. Iðnaðarmenn eru að færast í aukana, starfið hefir gengið vel og áhugamálum þeirra miðað í átt ina síðast.liðið ár. Hvort. það er alt góðærinu að þakka, eða þeir reyna að halda í horfinu, þótt aftur kreppi að, verður reynslan að sýna, en við skulum vona að svo verðí. Frð Vestmannaeyium. Vestmannaeyjum, FB. 11. jan. Gæftir tfegar undanfarna viku. Þrír bát- ar á sjó í gær. Afli 3 til 5 hundruð þorska og mikið af ýsu. i Fyrirspurnir hafa borist hingað, hvort hjer væri verkfall, en engu slíku er til að dreifa. Alt með kyrrum kjörum Bæjarstjóra hefir verið veitt lausn frá embætti og Jóhann Gunnar Ólafsson lög- fræðingur settur bæjarstjóri, þang að til bæjarstjórn ákveður live- nær nýr bæjarstjóri verður kosinn. Þór er kominn hingað til þess að gegna b j ör gun ar st ar f semi. . Borgarafundur, afar fjölmennur, var haldinn í gærkvöldi. Umræðuefni: Bæjar- stjórnarkosningin á morgun. Ræðu menn voru margir af beggja hálfu, íbaldsmanna og jafnaðarmanna. Farsóttir á öliu landinu í Desember 1928. Rvík Suður- land Vestur- land Norður- land Austur- land Sam- tals Hálsbólga 177 22 26 28 12 267 Kvefsótt 169 54 30 51 16 320 Kveflungnabólga 27 14 14 3 2 60 Barnaveiki 0 0 0 0 0 0 Barnsfararsótt 0 0 0 0 0 0 Gigtsótt 4 1 0 0 1 6 Taugaveiki 0 4 1 0 0 5 Iðrakvef 41 28 7 4 3 83 Influensa 251 213 51 66 22 603 Mislingar 282 24 45 392 134 877 Lungnabólga (taksótt) .. 0 3 3 4 0 10 Rauðir hundar 6 0 0 0 0 6 Heimakoma 0 2 0 4 0 6 Heilasótt (Enceph. leth.) 0 0 0 1 0 1 Mænusótt 0 0 0 1 0 1 Hláupabóla 6 0 0 2 0 8 Ath. Influensan hefir stórum rjenað (1427 tilf. í nóv.). Mis- lingarnir halda áfram (856 tilf. í nóv.). Báðar þessar sóttir eru vægar.. 10 janúar 1929. G. B. ———•— Síldveiðin 1928. Eftir Kr. Bergsson, Síldveiðin gekk mjög vel á ár- inu, og má telja að þetta ár hafi verið með allra bestu árum hvað veiði snertir á því sviði. Þó var ekki saltað eins mikið og stundum áður, og mun það að nokkru Jeyti hafa stafað af breyttu fyrir- komulagi á sölu síldarinnar, þar sem það var fyrsta ár síldareinka- sölunnar. Margir voru óvissir um, hvernig það fyrirkomulag mundi gefast, og voru því nokltrir af þeim, sem áður höfðu haft mikla síldarverkun, sem drógu sig al- gerlega til baka og fengust ekki við síldarverkun að þessu sinni. Reglugerð sú, sem út var gefin um verkun á síld, og sem koma átti í stað laga um mat á síld, kom heldur ekki út fyr en rjett áður en síldarverkunin átti að byrja. Yoru í reglugerð þess'ari ýms strangari ákvæði en verið hafði áður um flokkun og mat á síldinni, sem að áliti sumra virt- ust í fljótu bragði í lítt framkvæm anleg, sökum þess hve reglugerðin kom seint út. Ef t.il vill af mót- þróa þeim, sem hún í upphafi mætti af ýmsum þeiin, sem síld söltuðu, þá var henni aldrei álger- lega framfylgt. Verður að telja það illa farið, því í henni voru ýms ákvæði nákvæmari og auðsjáan- lega til mikilla bóta, frá gamla fyrirkomulaginu. En um hitt. má deila hvort heppilegt hefir yenð að leggja niður síldarmatið, og fá það í hendur þeim aðila, sem hefir með söluna að gera, því eftir eðli sínu á niatið að vera dómari, milli kaupanda og seljanda. Síldaraflinn á öllu landinu var 6 okt.óber, er veiðinni var hætt: Umdæmi, ísafjarðarumdæmi Siglufjarðarumdæmi Akureyrarumdæmi Seyðisfjarðarumdæmi______ Samtals 1928 — 1927 — 1926 — 1925 Samkvæmt þessum samanburði virðist veiðin hafa verið nokkub minni en árið áður. En svo er ekki, því árið 1927, voru miklu fleiri útlend skip, sem lögðu hjer á land veiði sína, þar sem bræðslu- stöðvunum á Siglufirði var bannað í ár að hafa útlend skip til þess að véiða fyrir sig. Sömuleiðis var mjög lítið keypt til söltunar og kryddunar í ár, af útlendum skip- um, nema það sem bræðslustöðin í Krossanesi keypti. Þátttakan í síldveiðunum mun liafa verið nokkuð lík og árið áð- ur, þó munu heldur fleiri skip hafa stundað snurpunótaveiði á þessu ári, en reknetaskipin voru miklu færri. Verð á nýrri sfld var svo lágt, að það borgaði sig ekki fyrir reknetaskip að stunda þá veiði. Auk þess var þorskveiðin svo góð, eins og áður er getið, að sú veiði gaf í ár meiri arð, og hjeldu því margir bátar þeirri veiði áfram. Sumir hafa viljað kenna síldar- einkasölunni um þessa slæmu af- komu reknetabátanna, að hennar vegna liafi verðið ekki getað hækk að. En slíkt er ekki rjett athugað, jiví sama gerðist árið 1927. —• Margir bátar urðu, þá að hætta, vegna þess að þeir gátu ekki selt veiði sína fyrir verð sem svaraði framleiðslukostna.ði. Virðist þessi sama saga endurtaka sig altaf þegar síldveiðin er meiri en í með- allagi. Stafar jiað af jiví, að marg- ir reknetabátarnir, hafa ekki fyr- irfram sölusamning um veiði sína, en selja fyrir það verð, sem er fá- •anlegt þann dag, sem þeir afla. Þegar því nægilegt framboð er á Saltað Kryddað í bræðslu tunnur. tunnur. tunnur. 5.481 « 190.838 83.442 39.095 180.323 31.662 11.081 136.500 3.572 » » 124.157 50.176 507.661 180.816 59.181 597.204 97.242 35.079 112.428 215.011 39,099 220.083

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.