Morgunblaðið - 07.02.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1929, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ 0111=100 SSEE0®s] Huglýslngadagbók p ViMdfti. Fegnrstir Túlipanar fást á Vest- nrgötu 19. Sími IV* Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktusplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. HarlmannafOt blá og mislit. Ávalt íallegast og fjölbreyttast nrvaL ManGhesfer. Langeveg 40. Sími 894. Obels mnnnlóbak er best. GilletteblBð ávalt fyrirliggjandi í heildsölu Vilh. Fr. Frimannsson Sími 557 Liebig-Harmoniwn, Einkasali: E. SÖEBECH, Lækjargötu 4. Fjrirliggjandi: Molsykur í kössum. Strausykur í pokum. Kartöflur í pokum. Rúg- mjöl í pokum. Hveiti í pokum. Hrísgrjón í pokum. Lægst verð. Von. nýir litir komnir tll S. lúhannesdöttur Austuretræti 14. (Beint i móti Landsbankanua) Sfml P887. I bæjarkeyrslu hefir B. S. R. 5 og 7 manna-dross iur. — Studebaker eru bíla bestir Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla er hjá B. S. R. Ferðir til Vífilsstaða og Hafn arfjarðar með Studebakerdross íum, alla daga, á hverjum klukku tíma. — Ferðir austur í Fljótshlít þegar veður og færð leyfir. Bifreiðastöð Reykiavíkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. Lækkað verð. íMolasykiir, strásyknr, Kaffi, Hveiti, Hrísgrjön, Smjör, egg o. H. VersL Ffllinn. Laugaveg "9. — Sími 1551. Sv. Jðnsson & Cn. Kirkjustræti • b. Um| C9f. Munid eftii* nýia veggfóðrinu. Hvað er að sjá þettal Ertu vlrkilega orðin svona kvefaður? Þjer batnar strax, ef þú notar Rósól-Mentol og Rósól- TBflur. Ennþá er hægt að komast að tæki- færiskaupum á ýmsum ágæt- um vörum, t. d. Drengjafataefni '|2 virði. Verslun Egill lacobsen. loriiabliBII f»»t á Laugavegi 12. Allar vörnr seld- ar mjög ódýrt. Verslunin Vík. Laugaveg 52. Sími 1485. Rannsöknír Horðmanna f Grænlandi. Verslunarmálaráðuneytið norslta gerir ráð fyrir að veita 15 þús. kr. til vísindalegra rannsókna í Græn- landi í sumar. Er |iað að vísu ekki mikið fje, sem ríkið leggur þar fram, en þess ber að gæta að það á að sameina þennan vísindaleiðang- ur og veiðimanualeiðangur sem gerður verður út frá Tromsö iil austurstrandar Grænlands. Var ráðgert að gera út. þennan veiði- mannaleiðangur í fyrra, en það lenti í eindaga og varð ekkert úr. Slcip það, sem sent verður til Græn lands í sumar, fer með fjölda veiðimanna með sjer og á að dreifa þeim niður' á ýmsa staði rtorðan við Scoresbysund. Þar haf- ast engir skijælingjar við og þess vegna er talið að þessar fyrirætl- anir komi ekki í bág við fyrirmæli Dana. Vísindamennirnir eiga að gera landmælingar og dýptarmælingar og veðurathuganir. Á að setja þar upp margar veðurskeytasendingar' stöðvar. Síldareinkasalan. Eins og um hefir verið getið áður hjer í blað- inu, er von á Birni Líndal hingað til bæjarins í þessum mánuði. Hef- ir komið til orða, að útgerðavmenn lijeldu hjer fund um síldareinka- söluna, og viðskifti sín við hana. Hefir heyrst, að allverulegar breyt- ingar sjeu á döfinni á fyrirkomu- lagi einkasölunnar, er útgerðar- menn varða mjög, og má búast við, eins og nú horfir við, að brsyt- ingar þær sjeu iilt annað en tieppi- legar fyrir framtíð síklarútgerðar- innar. — Björn Líndal er þessum máluin manna kannugastur, og því tilvalið fyrir útgerðarmenn að koma hjer saman og ræða þessi mál á meðan hánn verður um kyrt hjer í bænum. Kírkjubyggingarmál Akureyr- inga er gamalt orðið; langt síðan bæjarbúar fundu til þess, hve kirkjan er lítil, og hve óhentugt það er, að liafa kirkjuna í syðsta útjaðri kaupstaðarins. — Bygging Akureyrar hefir breyst afarmikið sem kiumugt er, síðan kirkjan var bygð. Þá var hygðin mest fram- undan og sunnan við Búðargilið, en er nú mest á Oddeyri og Torfu- nefi, og þar um slóðir. Eitt sinn kom fram sú hugmynd, að nota nú verandi kirkju fyrir elliheimili. Skal eigi um það dæmt hjer, hve byggingin sjálf væri hentug til þess. En það er aðlaðandi hug- mynd, að hafa þar verustað fyrir gamalmenni, því sunnan við kirkj- una er einhver fegursti og gróð- ursælasti blettur á landinu, trjá- ræktarstöð Ræktunarfjelagsins. Inflúensa er mögnuð víða í ná- grannalöndunum um þessar mund- ir. Var talið, að % af öllum íbúum Oslóar væru sýktir um síðustu mánaðamót. Infíúensan er fremur væg. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband í Dresden í Þýska- landi Jónbjörg Björnsdóttir og Magnús Magnússon rafmagnsfr.- nemi, föstudáginn þ. 8. þ. m. kl. 10 árd. IJtanáskrift þeirra er N. 6. Ileinrichstrasse 2, Dresden. Skólahátíð Aknreyrarskólans. — Árið 1980 eru 50 ár liðin síðan Möðruvallaskólinn var stofnaðnr. Hefir það lengi verið í ráði að eldri og yngri nemendur skólans mintust þessara tímamóta með veglegri skólahátíð það ar. Hefir komið til orða, að gamlir nemend- ur skólans, sem búsettir eru hjer í bærnvm, haldi með sjer fund inn- an skamms til þess að ræða um undirbúning hátíðar * þessarar. Furðuljósin. Samkv. fregn, sem hirtist hjer í blaðinu, liafa Akur- eyringar orðið varir við furðulegt ljós, sem þeir setja í samhand við samskonar fyrirhrigði í _ öðrum landshlutum. Áður en þessi Akur- eyrarfregn kom, hafa Mgbl. borist fregnir af þessháttar fyrirbrigðum úr öllum hjeruðum landsins á svæðinu milli Seljalandsmúla og Hvammsfjarðar. Hafa hingað bor Rapmótoiinn Osló er einn besti fiskiskipamótor. Rapmótorinn er nálægt tvisvaij sinnum útbreiddarí í norska fiskiskipa- flotanum, en sá, sem næstur honum er. Rapmótorinn hefir hlotið besto* meðmæli og viðtir- kenningu verkfræð- inga háskólans norska (Niðarósi) eftir að hafa veriH þar þrautreyndur. Rapmótorinn er steyptur í „elek- trojárni“, sem er 100% sterkara e» vanalegt steypujám. Rapmótorinn hefir síðasta ár ver- ið endurbættur til muna. * Islendingar! Kaupið Rap og þið verðið ánægðir. Semjið við herra O. Ellingsen, Reykjavík. Verkfæri: Koparplötur, Koparstangir, Vjelareimar, Boltar. Vald Poulsen. ist allmargar fregnir um ljós þessi,- sem eigi hafa enn birst frásagnir af í blaðinu, þar sem sjónarvottar liafa verið margir og jafnvel í mikilli fjarlægð livorir frá öðrum. Frá Noregi hefir frjest, að menn liafi á þessum vetri orðið varir við samskonar ljós og hjer á landi, og eins í Frakklandi, sem fyr er getið hjer í blaðinu. ^ „Drabbari". brátt að halda áfram, að mig fór að gruna margt, svo að jeg braut upp brjefið. Og þú mátt vera guði þakklátur alla æfi fyrir að jeg skyldi gera það. — Var þetta Kenneth Stewart? spurði Crispin. — Þú átt kollgátuna. — Bölvaður strákurinn! hreytti Crispin úr sjer. En svo stilti hann sig og mælti í bljúgari tón: Nei, jeg geri honum rangt til. Jeg hefi spilt æfi hans — að minsta kosti heldur hann það sjálfur. Jeg lái honum það ekki þótt liann vilji nú losna við mig. —• Pilturinn er asni, mælti Hog- an. Hann hefir ekki haft neina hugmynd um það í hvaða erindum hann fór. En það er best að jeg lesi brjefið fyrir þig. Það skýrir málið.þ Hogan dró ljósið nær sjer, fletti sundur brjefinu og las: — Heiðraði herra! Brjefberinn ætti að ná yður, ef hann ríður hart, áður en annar maður kemur ineð brjef til Lane nokkurs í Thames* Street. Sá maður er eng- inn annar en hinn alræmdi þorpari Sir Crispin Galliard, sem drap son yðar í Worcester. Vona jeg að þjer veitið lionum varmar viðtök- ur. Hann er einnig svarinn óvinur okkar og megum við vænta af honum alls hins versta. Fyrir hjer um bil 18 árum hjelt Galliard að hann hefði mist son sinn, sem frænlca mín hafði alið honum. En þessi sonur hans er á lífi og það er einmitt í þeirri von að fá að sjá son sinn, að hann hefir gengið í þessa gildru. Vona jeg að þjer látið hann ekki ganga úr greip- um yðar. En áður en þjer látið hann fá makleg málagjöld, annað hvort í Tyburn eða Tower, bið jeg yður að gefa honum þær upplýs- ingar um son sinn, sem hann væntir að fá. Segið honum Sir, að sonur hans, Joceljm Marleigh----- Hogan þagnaði og gaf Crispin liornauga. Crispin sat álútur, dró andann þungt og sviti spratt hon- um í enni. Það var eins og hann liefði hitasótt. — Haltn áfram! mælti hann hásum rómi: Og Hogan las ennfremur: —• — að sonur hans, Jocelyn Marleigh, sje sami maðurinn og sá, sem færir yður þetta brjef •Crispin hefir breytt illa við hann og pilturinn hatar hann af lífi og sál. Hann gengur undir nafninu Kenneth Stewart. —- Ó, guð minn góður! stundi Orispin. En svo rauk hann upp alt í einu og hrópaði með ]nirm- andi röddu: — Þetta er lýgi! Þetta er nýtt uppátæki þessa lygara til þess að særa mig. Hogan lyft-i hendi. — Brjefinu er ekki lokið enn, mælti hann og las svo: — Ef hann -skyldi efast um þetta, þá lofið honum að virða piltinn vandlega fyrir sjer, og spyrjið hann svo hvort hann sjai ekki ættarmótið. En efist liann enn, og segi að það geti verið til- viljnn ein, þá látið hann skoða hægri fót piltsins. Á honum er móðurmerki, sem liann mun kann- ast vel við. Annars hið jeg yður að láta piltinn ekki vita neitt um þetta því að hann er okkur vanda bundinn. Jeg vona að jeg fái að sjá yður nokkrum dögum eftir að þjer fáið þetta brjef, og til dauð- ans er jeg yðar auðmjúkur þjónn Jósef Ashhurn. Þeir litu hvor á annan, Hogan og Crispin. í svip Hogans mát-ti lesa meðanmkun, en í svip Cris- pins skelfingu og viðbjóð. Nokkra stund sátu þeir þannig. Svo stóð Crispin á fætur og gekk hægt út að glugga. Hann opnaði glugg- ann og Ijet storm og regn leika um höfuð sjer. Meðan hann stóð þarna rifjuðust upp fyrir honum allir atburðir þeir, sem gerst höfðu að undanförnu, frá því að þeir' Ken- netli hittust í Perth. Hann mint- ist þess, að þegar er hann liafði sjeð Kenneth fjekk hann svo góð- an þokka á honum, að liann ákvað að taka hann í herdeild sína. Það var einhver óskiljanleg innri hvöt, sem knúði hann til þessa, því að pilturinn var ekki þannig inn- rættur, að honum geðjaðist vel að því. Hann mintist þess einnig, að hann hafði þráfaldlega reynt að ávinna sjer hylli Kenneths, enda þótt Kenneth hefði ekkert við sig, það er honum líkaði vel, en hefði marga ókosti í lians augum. Gat það verið að eðlisávísun liefði vak- ið þessar tilfinningar hjá honum? Jú, það hlaut að vera svo. Það gat ekki annað verið en satt væri frá sagt í brjefi Josel Ashburns til Pride ofursta. Og úi því að svo var, hlaut Kenneth að vera sonur hans. Crispin rifjaði upp fyrir sjer andlitsfall hans — æ, því hafði honum aldrei dotti? þetta fyr í hug? Hann var lif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.