Morgunblaðið - 24.02.1929, Side 6

Morgunblaðið - 24.02.1929, Side 6
6 MORGUNBLAFUÐ Jjví, að högg mín væru svo þung, að þau gætu valdið áverka, enda ■er það algerlega ósannað mál, að nokkra minstu vitund hafi á drgngnum sjeð af mínum völdum. I>ess vegna kemst meirihluti skóla- nefndar að þeirri niðurstöðu, að lokinni rannsókn málsins, að refs- ing mín „hafi eigi verið harðari en, refsingar þær, sem alt til þessa ihefir oft og tíðum verið beitt í skólum hjer á landi“. Jeg held líka, að mjer sje ó- kætt að segja, að minni hluti skóla- nefndar hafi alls ekki talið þenn- an atburð út af fyrir sig refsing- arverðan. Þess vegna leituðu þeir stuðnings í öðrum sakaratriðum, «g lögðust að lokum svo langt,-að draga fram 6 ára gamlan ágrein- ing milli mín og skólanefndar, sem var alt annars eðlis og fyrir lif- andi löngu úr sögunni. Veigamesta sakaratriðið af þessu tægi var ákæran um eyrnaklip mitt á börnunum, sem fyrir 4 ár- nm síðan átti að hafa valdið lang- varandi eyrnaveiki á dreng einum. Um þetta er rjett að taka orðrjett upp skýringu mína, eins og jeg * iagðí hana fyrir nefndina. Um eymaklipið er rjett að taka það fram, að þegar jeg stend við hlið bamanna í reikningstímum og er að athuga dæmi þeirra eða verkefni, þá er það fastur siður hjá mjer að taka til þeirra hend- inni, sem að þeim snýr. Venjuleg- ast strýk jeg hendinni um ltoll þeirra eða legg hana á herðar þeim eða háls. En stöku sinnum tek jeg eym þeirra milli fingra mjer, venjulegast eyrnasnepilinn. Ef í hlut eiga harðgerðir drengir, sem jeg hefi sjeð, að annaðhvort eru harðleiknir við fjelaga sína, eða kippa sjer lítt upp, þó harðlega «je á þeim tekið, þá kemur það fyrir, að jeg klemmi að, stundum allþjett. Má vel vera, að dreng- irnir vilji heldur vera lausir við þessi eyraatök, en algengast mun þó hitt, að þeim þyki frami að að verða fyrir þeim. Enda trúi jeg því ekki, að hægt sje að finna nokkurt dæmi þess, að nokkurt harn hafi meiðst af þessum sökum. Um Haulr Helgason er það nú full- sannað, að vetur þann hinn fyrri, >er hann tók eyrnaveikina, kendi jeg honum alls ekkert, og seinni veturinn aðeins kristin fræði. Tel jeg því hjer um bil útilokað, að jeg hafi nokkurntíma tekið í eyru hans á þeim tíma, þar sem eyma- tökin og önnur handatilþrif eru eingöngu bundin við reiknings- tíma. Framburður barnanna um eyrna tökin staðfestir algerlega það, sem hjer er sagt. Kærandinn, Sigurgeir Jónsson, hefir og fyrir nokkru leitað sátta við mig út af fram- lagning kærunnar og gefið mjer skriflega yfírlýsingu um, að hann óski eftir að kæran verði ekki tekin til greina „á hærri stöðum“. Jeg er líka nokkurn veginn örugg- ur um það, að það verður erfið leit að þeim foreldrum barna í um- dæmi mínu, sem í alvöru halda því fram, að jeg beiti harðleikni eða þrælatökum við börnin. Jeg hefi viðurkent það áður, og skal viðurkenna það enn, að refs- ing mín við ' drenginn Guðbrand Hlíðar 16. f. m. var of hörð. Þó það sje í fyrsta sinn á 11. ára skójaferli, sem undan því er kvart að, að jeg beiti of hörðum refsing- um við börnin, enda áreiðanlega í fyrsta sinn, sem jeg gef tilefni til þess, þá tek jeg, eins og vera ber, rjettmætum áminningum yfirboð- ara minna fyrir það. Jeg tek líka með þögn og þolinmæði áminning- um fyrir önnur atriði, enda þótt jeg sje í vafa um það með sjálfum mjer, hvort jeg verðskulcfi fyrir þau opinberar aðfinslur. En jeg get ekki tekið því þegjandi, að blöðin sjeu í algerðu þekking- arleysi að nota mig og kærumálin á hendur mjer sem pólitíska svipu á stjórnarvöld landsins. Þess vegna rjeðst jeg í að skýra málið fyrir lesendum blaðanna. Hugulsemi íhaldsblaðanna við að halda málinu uppi, sýnir hvers eðlis það er frá rótum. Ekki svo að skilja, að jeg hafi neitt á móti því, að opinber rannsókn sje haf- in í málinu. Jeg held meira að segja, að þess gerist fullkomin þörf, eftir það, sem á hefir geng- ið. En það greiðir ekkert fyrir slíkri rannsókn, að blöðin haldi áfram að flytja ýmist alrangar eða þá einhliða og hlutdrægar frásagn- ir um það. Ærumeiðandi ummælum lands- málablaðsins „Yarðar“ um mig mun jeg svara á þann einn hátt, sem við á, með lögsókn. Staddur í Reykjavík, 19. febr. 1929. Steinþór Guðmundsson. Er grein skólastjórans þá lokið. Skal það tekið fram, að flestar let- urbreytingar eru gerðar hjer. Að endingu er rjett að benda á það, að þar sem skólastjórinn tal- ar um „hugulsemi íhaldsblaðanna“ í þessu máli, þá mun enginn geta el'ast cnn, eftir lestur greinar þess- arar, að hún hefir beinst að nem- endum barnaskólans á Akureyri, og skólamálum þar nyrðra, því það munu að voru áliti vera vand- fundnir þeir foreldrar, sem fela vilja Stþ. G. uppeldi og kenslu barna sinna. Skúgrækt í Horegi. Svo heitir kvikmynd, sem Bún- aðarfjelag íslands sýndi í Gamla Bíó síðastliðinn sunnudag. Hefir norska skógræktarf jelagið lánað Búnaðafjelaginu myndina ókeypis, en lagt svo fyrir að ágóðanum af sýningu myndarinnar yrði varið til skógræktar. Er myndin í tveimur aðalþátt- um. — Fyrri hluti hennar sýnir skógarhögg og viðarflutning, og eru þar margar ljómandi fallegar landlagsmyndir. Er og mjög gam- an að fylgjast með viðarfleyting- unni niður árnar og kynnast öll- um þeim viðbúnaði, sem til þess þarf að viðurinn komist þangað sem honum er ætlað. Síðari hluti myndarinnar sjinir skógrækt og trjárækt vestan fjalls í Noregi. Er sá hluti myndarinnar' mjög lærdómsríkur og sýnir hvað hægt er að gera, þegar vakin er trú þjóðarinnar á því að takast megi að klæða landið. Eru þar sjálfboðaliðar hvaðan æfa frá, sem leggja fram krafta sína. Sýnir myndin hóp skólabarna, ung- mennafjelaga og hermenn, sem vinna að gr'óðursetningu, eða öðru Sparnaðarmál stjórnarinnar. SkrifstofukoBtnaður hinna nýj.u þriggja embætta stjómarinnar í Reykjavík er um 40 þús. krónum hærri en áður var. cr að skógrækt lýtur.Gg er ánægju gt að sjá vinnugleðina ljóma af andlitum eldri og yngri, sem jjarna eru að verki. Slík kvikmynd sem þessi, er sannkölluð fræðslumynd fyrir okk- ur Islendinga, og ætti að geta vakið okkur til meiri framkvæmda í því efni, að hefjast nú handa með að auka trjágróður landsins. Þetta mun og hafa vakað fyrir þeim mönnum, sem fengu mynd- ina lánaða. En því miður vantaði talsvert á að húsið væri fult síð- astliðinn sunnudag, og má það undarlegt heita, þar sem um jafn fágæta og ódýra skemtun var að ræða, og þess er jafnframt gætt, að auglýst var að ágóðanum af sýn- ingunni yrði varið til þess að koma upp trjástöð kringum heilsuhæli Norðlendinga í Kristnesi. Nú verður myndin sýnd aftur í dág í Nýja Bíó (sbr. auglýsingu í blaðinu í dag) og ágóðanum var- ið til hins sama og síðast. Er nú ac vænta þess, að bæjarmenn fylli Nýja Bíó í dag. Með því styðja þeir gott og þarflegt málefni og veita sjálfum sjer um leið tæki- færi til þess að horfa á mjög fall- ega og lærdómsríka mynd fyrir lítinn pening. Draumur. „Höggva skal hægri höndina af öllum karlmönnum í landinu, og byrja á 2 ára drengjum“. Mig dreymdi að þessi fyrirskip- un var borin um bæinn og lögð skrifleg inn í húsin í Reykjavík. Spurði jeg gröm og hrygg: Hver ræður þessu? en fáu var svarað, enginn vildi kannast við að vera valdur að þvílíkri uppástungu. Tók mig sjerstaklega sárt til litlu drengjanna, sem áttu að sæta svona illri meðferð. — Hvers áttu þeir að gjalda? Rjett á eftir að mig dreymdi drauminn, skall verkfallið yfir, og jeg spyr aftur: Hver ræður þessu? En ætli það verði ekki fátt um svör, líkt og í draumnum mínum? Og hver vill bera ábyrgðina af tjóni því, mæðu og böli, sem af verkfallinu leiðir, bæði fyrir þjóð og einstaklinga ? — Er við því að búast, að úr verði bætt á meðan „blindni og hatur halda ráð?“ Rísi nú upp, ef til eru, rjett- sýnir menn í landi vom, og leitist til með viti, stillingu og sanngirni að ráða bót á þjóðarböli, þjóðar- smán og — þjóðarsorg! Látum ekki höggva liendur drengjanna okkar! Svo sem kunnugt er, bar stjórn- in fram frumvarp á þingi í fyrra um breyting á embættaskipaninni hjer í Reykjavík. í stað tveggja embætta, bæjarfógeta og lögreglu- stjóra, lagði stjórnin til, að kæmu þrjú embætti: lögmannsembættið, lögreglustjóra og tollstjóra. Breyt- ing þessi náði fram að ganga og eru þær nú orðnar þrjár embættis- mannaskrifstofurnar hjer í bænum í stað tveggja áður. A þi'ngi í fyrra ljet stjórnin í veðri vaka, að breyting þessi væri gerð í sparnaðarskyni fyrir ríkis- sjóð. Talaði hún um 80 þús. kr. árlegan sparnað. — Þingmönnum þótti þetta undarlegt og óskuðu eftir upplýsingum. En þær fengust ekki. Hinsvegar var stjórninni nmrgboðið að gera sparnaðarmál úr frumvarpinu, þannig^ að taka ýmsar aukatekjur undan embætt- um bæjarfógeta og lögreglustjóra. En það vildi stjórnin ekki, heldur' heimtaði fjölgun embætta og lið hennar varð að hlýða. Eftirtektarvert er að athuga f j árlagafrumvarp st j órnarinnar fyrir árið 1930. Þar er' áætlaður skrifstofukostnaður hinna þriggja nýju embætta í Reykjavík. Til þess að þjóðin sjái, hvað verður úr sparnaðinum, sem mest v,‘ar gumað af í fyrra, verður hjer gerð- ur samanburður á skrifstofukostn- aði bæjarfógeta og lögreglustjóra eins og hann er áætlaður í fjárlög- um 1929 og skrifstofukostnaði lög- manns, lögreglustjóra og tollstjóra eins og stjórnin áætlar hann í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 1930. Ý Skrifstofukostnaður bæjarfógeta og lögreglustjóra er áætlaður þann ig í fjárlögum 1929: Skrifstofukostnaður bæjarfógetans í Reykjavík: a. Laun .................................. kr. 24,600 /b. Húsaleiga .............................. — 3,240 c. Hiti, Ijós og ræsting .................. — 2,100 d. Ýms gjöld, alt að ....................... — 2,400 Skrifstofukostnaður lögreglustjórans í Reykjavík: a. Laun fulltrúa og 4 skrifara ............ kr. 18^700 b. Laun 6 tollvarða ....................... —• 25,500 e. Húsaleiga ............................... — 4,500 d. Hiti og ljós ........................... — 1,800 e. Innheimtukostnaður ...................... — 7,500 f. Ýms gjöld, alt að ....................... — 11,000 kr. 32,340 69,000 En skrifstofukostnaður lög- manns, lögreglustjóra og tollstjóra er áætlaður þannig í fjárlagafrum- varpi 1930: Samtais stjórnarinnar kr. 101,340 fyrir árið Skrifstofukostnaður lögmannsins í Reykjavík: a. Laun 2 fulltrúa og 3 skrifara ......... kr. 22,000 b. Húsaleiga, hiti, ljós og ræsting .... — 4,200 c. Ýms gjöld, alt að .................... — 2,400 Skrifstofukostnaður tollstjórans í Reykjavík: a. Laun 4 skrifara ....................... kr. 15^120 b. Laun 6 tollvarða ........................ — 30,380 e. Húsaleiga ............................. — 4,500 d. Hiti og ljós............................. — 2,000 e. Innheimtukostnaður ................ — 16,000 f. Ýms gjöld, alt að ............... — 18,000 Skrifstofukostnaður lögreglustjórans í Reykjavík: a. Laun fulltrúa og 3 skrifara .......... kr. 17,100 b. Húsaleiga ............................... — 3,600 c. Hiti og ljós ............................ — 2,400 d. Ýms gjöld ...........;................ — 1,900 kr. 28,600 — 86,000 — 25,000 K o n a. íþröttaskölinn f Raukadal Skrifstofukostnaðurmn er þann- ig um kr. 40,000,00 — fjörutíu þúsund krónum — hærri í frum- Samtals kr. 139,600 varpi stjórnarinnar heldur en hann hefir áður verið. .. Þetta er sparnaðurinn! Starfstíma eldri deildar, sem er frá 1. nóv. til 15. febr., er lokið í þetta sinn. Námsskeiðið sóttu 19 nemendur: Jóhann Bjarnason, Kaðalstöðum, Mýrasýslu, Kjartan B. Guðjóns- son, Flóðatungu, Mýrasýslu, Ólaf- ur Benónýsson, Háafelli, Borgar- fj.sýslu, Sigurður Kristjánsson, Skerðingsstöðum, Barðastrandar- sýslu, Arilíus Asmundsson, Rófu, Húnavatnssýslu, Lýtingur Jónsson, Lýtingsstöðum, Rangárvallasýslu, Þórður Jónsson, Lýtingsstöðum, Rangárvallasýslu, Gunnar Sigur- mundsson, Laugarási, Árnessýslu, Aðalsteinn Hallgrímsson, Skarði, Árnessýslu, Böðvar Guðmundsson, Sólheimum, Árnessýslu, Vilhjálm- ur Þórsteinsson, Húsatóftum, Ár- nessýslu, Jón Bjarnason, Hlemmi- skeiði, Árnessýslu, Jón Þórðarson, Reykjum, Árnessýsiu, Guðmundur Magnússon, Austurhlíð, Árnes- sýslu, Kristbergur Jónsson, Laug, Árnessýslu, Greipur K. Kristjáns- son, Haukadal, Árnessýslu, Baldur Kristjónsson, Útey, Árnessýslu, Óskar Guðmundsson, Vatnsleysu, Árnessýslu, Tómas Tómaisson, Auðsholti, Árnessýslu. Nokkrir af nemendum fóru áð- ur en skólaslit urðu, vegna þess að þeir voru bundnir vertíðarstörfum. Fleiri sóttu um inntöku á náms- skeiðið en hjer greinir, en húsa- kynnin voru svo þröng, að það varð að vísa þeim frá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.