Morgunblaðið - 26.02.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1929, Blaðsíða 2
2 MORGTTNBLAÐIÐ D ttermiHi & Olseíni (( Ðiðjið um Colman’s Fæst allstaöar. F5-: ■ BU COLMANS i ■Starcm ii’ jÁi -’t* Á !! úsmæður Biðjið ávalt um I! :: • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Erfbrayðbest og drýgst. t Frd Sigrfður Dorsteinsson Icona síra Bjarna Þorsteinssonar í Siglufirði, andaðist í gærmorgnn M. 7. Hún hafði verið heilsuveil í vetur, en þó bar dauða hennar bráðar að en menn hugðu. Hún var dóttir Lárusar Blön- dals sýslumanns í Húnaþingi. ------------- Afmæli. Á morgun, 27. þ.m., verður fyrv. verslunarstjóri P. Nielsen á Byr- .arbakka 85 ára að aldri. Hingað til lands fluttist hann frá Danmörku árið 1872; sem ís- lenskur borgari hefir hann því -dvaiið iijer á landi um 57 ára -skeið. Árið ]880 gekk liann að eiga -eina af dætrum Thorgrímsens sál. Eugeniu, mestu ágætiskonu, en inisti hana 9. júlí 1916. Var heim- ili ])eirra, eins óg heimili tengda- foreldra hans, víðfrægt mjög íyrir gestrisni, höfðingsskap og hýálp- semi við alla sem bágt áttu, og verður þeim jafnan við brugðið, þegar minst er á góða menn og göfuga. Húsbændur þessara góð- kunnu heimila voru sönn fyrir- mynd í röggsamn heimilisstjórn, háttprýði og reglusemi og sem húsbónda við hina umfangsmiklu og mannmörgu stór-verslun, sem Nielsen stjórnaði í fullan aldar- fjórðung. Er hans nú eflaust minst af mörgum með aðdáun og virð- ingu fyrir hlutdrægnislausa stjórn- semi, góðvilja og göfugmensku, er aldrei gleymist þeim er undir hann voru gefnir og skildu hann rjett. Nú er þessi gamli og góði mað- ur búinn að vera veikur, vegna lömunar, um 19 ára skeið; auk þessa hefir og margt andstreymi annað að honum steðjað: Missir konu og barna, stórfeldar breyt- ingar í flestum þeim greinum, er hann vann að og hafði áhuga fyr- i'- o. s. frv., en þó er hann ávalt glaður í anda og fylgist vel með í öllu. Enn er hann með brenn- andi áhuga fyrir ýmsum almenn- um málum, svo sem friðun fugla og því, að ernirnir verði ekki látn- ir verða aldauða hjer á landi eins og t. d. geirfuglinn. Um þetta mál liafa birst hver greinin á fæt- ur annari eftir hann í blöðum og tímaritum landsins, sem vakið hafa almenna eftirtekt og miklu góðu til leiðar komið. Af börnum Nielsenshjónanna eru aðeins tvær dætur á lífi: Frú Kareu Nielsen í Kaupmannahöfn g fröken Guðmunda, sem nú slundar hann með mikilli alúð í veikindum hans. ásamt dótturdótt- ur hans. Verða þeir nú eflaust margir, bæði fjær og nær, sem minnast þessa mikilsvirta öldungs með þakklæti og virðingu á 85. afmæl- isdegi hans. J. Kaupdeilan. Á fundi Sjómannafjel. Rvíkur sl. laugardag komst jeg í fyrsta skifti í nánd við það liugtak, að verða hrifinn af Sigurjóni Á. 01- afssyni. Það er vegna þeirrar á- gætu ræðu, sem hann hjelt, áður en hann las tillögu sáttasemjará. Mjer fanst jafnðarmannshjartað slá svo rólega og andi friðar og bræðralags anda úr hverju orði, þegar hann sagðist ekki vita hvert stefndi, ef við neituðum þessu til- boði. En eftir að Ól. Friðriksson hafði lokið ræðu sinni og lýst yfir því, að stjórn Sjómannafjel. og allir, sem að henni stæðu, væru tilboð- inu mótfallnir, það væri skömm að bjóða okkur þetta, o. s. frv., þessu hefðum við neitað í vetur og gætum þess vegna eltki gengið að því nú, þá getur enginn deilt við sjálfan sig um það, hvort Sig- urjón hafi meint það, sem hann sagði. En jeg get vel skilið hans til- gang; hann hefir fulla þörf á að klóra sig uppeftir bakinu á mjer og öðrum, því að einhvern tíma endar kjörtímabilið hans og það mun hann vita, — manngarmur- inn. Samherjar mínir neituðu tillögu sáttasemjftra í vetur, en allir, sem jeg hefi heyrt um það tala, álíta að rangt hafi verið gert, en sóma okkar vegna getum við nú ekki gengíð að því, sem við neituðum þá, og þess vegna vil jeg spyrja: Er betra að gera rangt tvisvar en einu sinni? Jeg held, að það sje skárra að gera rangt einu sinni, en verst að eiga eftir að gera rangt í þriðja sinn og taka svo öllum af- leiðingum, sem að nokkru leyti eru nú fyrirsjáajílegar. Je.g býst nú ekki við, að meir verði úr samningum að sinni, enda er ekki von til þess, eftir þeim grundvelli, sem þeir eru bygðir á, ef grundvöll skyldi kalla. Jeg liefi ekki hitt nokkurn sjómann, sem hefir látið sjer detta í hug að hin upphaflega krafa fengist í gegn og að S. Á. Ó. hafi eklci hugsað það heldur, og sennilega aldrei komist að niðurstöðu um, hvað væri sæmileg launagreiðsla, úr því enginn varð hungurmorða meðan lága kaupið var goldið og jafnvel ekki síðan það mistist, og Sigurjón bauð mönnum að ganga í land, til annars verra en að bíta gras. Nú, sem kunnugt er, hafa bestu menn beggja aðila barist margar vikur um árangurslausar samn- ingatilraunir, og það er mjög eðli- lfcgt, því að altaf hefir verið leit- að þungamiðju, sem ekki var til. Fulltrúar sjómanna vilja ekki ganga að því, sem þeim er boðið — krefjast ekki þess, sem þeir upp haflega þóttust vilja — og það hefði jeg þó álitið heiðarlega fram komu, ef þeir hefðu haldið sjer fast við eitthvað ákveðið, jafn- vel hversu viðlaust sem það hefði verið. Það hefði þó sýnt hrein- skilni, og liana ætti nú ekki að vanta í jafnaðarmannaleiðtogana. Á tapið, sem af þessu leiðir, ætla jeg ekki að minnast að þessu sinni, en sjómenn vil jeg spyrja: Hvað lengi ætlið þið að lialda á- fram að dýrka og tilbiðja þessa hjáguði — sem leiða yfir ykkur hverja pláguna eftir aðra? Hvenær verðið þið búnir að skilja, að þessir svokölluðu jafn- aðarmenn eru að reyna að ásæl- ast okkur andlega og efnalega, æsa okkur með stóryrðum og rógburði, til haturs gegn þeim, sem veita oltkur atvinnu? Er ekki mál að fara að veita því eftirtekt, að þetta eru illa þrosltaðir efnishyggjumenn, upp- belgdir af eiginhagsmunapólitík, en látast vera boðberar lífsins, byggjandi orð og gjörðir á krist:- legum grundvelli? Togarajaxl. VerkfSIIin og sveitirnar. Þvottapottar inozid. do. hvitemail. do. svartir Eldavjelar, sv. og email. Ofuar sv. og email, Skipsofnar fyrirliggjandi C. Behrens, slmi 21. KOtÍð Nngget skóábnrð. Þegar Tryggvi Þórhallsson hjelt ræðu sína við 1. umr. um Landbiúi- aðarbankann, komst hann að orði á þessa leið : Á þessum tímum erum við mint- ír á, íslendingar, að það getur ver- ið þjóð vorri óholt, að eiga alt sitt úndir sjávarixtvegi, þegar bestu veiðitæki í bestu tíð ligg'ja ónotuð. Þess vegna er það tilgangurinn með frumvarpi þessu, að beina fjármagninu þangað, þ. e. til sveit- anna, þar sem enn ffr eigí komið svo, að menn sjeu aðgerðalausir um bjargræðistímann. — Á þessari skoðun er núverandi forsætisráðherra. Að það sje nú svo komið, að flýja verði með fjór- magnið frá sjávarútveginum —■ vegna þess að verkföllin ætli þar alt að sliga. Og þvi sje nú úrlausn- in, að hverfa frá sjávarútvegi til sveitanna, og fá þaðan meginhlut- ann af þessum 10—11 miljónum, sem ríkið þarf að fá í tekjur á ári. Það má vera, að forsætisráðlierr- ann sje svo bjartsýnn maður, að hann hafi trú á því, að þetta geti tekist í allslcjótri svipau. Hann hefir aldrei haft vit á sveitabú- skap, og getur ekki að því gert. En það er annað, sem er undar- legra. Maðurinn sjer og viðurkenn- ir, að verltfallsplágan muni eigi verði einskorðuð við sjávarsíðuna. Hann sjer, manntetrið, eins og aðr- ir, að að því er stefnt nú, með fullri festu, að koma verkföllunum á við sveitabúskapinn líka. Ef hann í alvöru ætlar að flýja með fjármagnið undan verkfallsbölinu, þá veit hann, að sá flótti er til- gangslaus. Að það er ákveðin stefna sósíalista að verkafóllc til sveita sitji auðum liöndum um bjargræðistímann þar — ef sósíal- istaforingjunum' býður svo við að horfa. Ef Tryggvi Þórhallsson væri maður til þess að liorfast í augu við verkfallsvoðann — þó ekki væri nema fyrir hönd sveitabænda —■ þá myndi hann ekki láta sósí- alista nota sig eins og dulu. En hver er hans raunverulega afstaða? Sjörir skóna fallega og endingargðða. Ódýrt: Molasykur 0.35, Strausykur 0.30, Hveiti besta teg. 0.25, Haframjöl 0.25, Hrísgjón 0.25, Rúsínur stein- lausar 0.75, Sveskjur 0.50, Hangi- kjöt frá 0.60, ísl. Smjör 2 10, Harðfiskur 0.75. Versl. FiMinn. Laugaveg ^9. — Míiuj 1551. m.M W/W Sængnrdnkar, Fiðnrhelt ljereft Rekkjnvoðaefni ' Rúmteppi Sængnrver, Lök Fiðnr Hálfdúnn ísl. æðardúnn Rúmstæði Rúmdýnnr. Lægst verð. flmoÁJu/ifána&on Stofnandi Sjómannaf jelagsins, faðir íslenskra verkfalla, Jónas Jónsson, situr í liinu ráðherrasæt- inu. Upphafsmaður sjómannaverk- fI Isins er enginn annar en Jónas frá Hriflu. Þegar íslenskir bændur í fyrsta sinn finna tll þess, að verkafólk þeirra leggur niður vinnu um bjargræðistímann, þá munu þeir minnast tveggja manna, Jónasar Jónssonar, sem sveikst inn á bænd- nr, tii þess að koma sósíalisöian- um og verkfallsbölinu í sveitirnar og Tryggva Þórhallssonar, hins glamrandi pólitíska hrossabrests Sem -íónas veifar í hendi sjer, til ]>oss að bændur síður sjái, hvert hann stefnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.