Morgunblaðið - 08.03.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1929, Blaðsíða 6
'6 MORGUNBLAUIÐ Þónrnn Jónsdóttir. I Morgunblaðirru sá jeg, að X>ór- nnn .Jónsdóttir frá Árgilsstöðum lefði átt 75 ára afmæli 3. okt. síðastl., og hafa þá að verðleikum margir minst hennar með hlýjum huga. Þórunn er fædd og uppalin á Árgilsstöðum í Hvolhreppi í Rang- árvallasýslu; dóttír hjónanna Jóns bónda Bergsteinssonar og konu hans Þuríðar Eyjólfsdóttur í Pljótsdal. Þórunn misti snemma föður sinn, en móðir hennar bjó æftir það sem ekkja allmörg ár, en er hún ljet af búskap rjeðist Þór- unn til móðurbróður síns, Odds bónda Eyjólfssonar á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Yar þar mannmargt í heimili, og skyldi Þórunn annast um klæðagerð og sauma, er til heimjlisins þurfti, sem var allmik- ið verk, því þá var allur klæðnað- ur heima gerður. Fór Þórunni þetta sjerlega vel úr hendi, því hiin var bæði hraðvirk, smekkvís og vandvirk. /• Að Sámsstöðum rjeðst um sama leyti maður sá, er Guðjón hjet Jónsson, frá Fagurhlíð í Land- broti; sjerlega duglegur og hinn mesti drengskaparmaður. Þau Þórunn og Guðjón feldu hugi saman, og kom svo að þau fóru frá Sámsstöðum eftir nokkur ár og reistu bú á Stórólfshvoli í Hvolhreppi, við allgóð efni. Það- an fluttu þau að Sölfholti í Flóa, og bjuggu þar allmörg ár. Börn þeirra voru þessi: Helgi, hið mesta mannsefni, druknaði ungur; Olgeir, fór til útlanda; Kristján, prentari í Rvík; Guðný, við verslun G. Johnsen konsúls í Vrestmannaeyjum, og Sigríður, býr í Ameríku. >011 bera systkini þessi vitni um gott uppeldi og ágæta meðskapaða hæfileika; hafa þau áunnið sjer hylli allra, er þeim kyntust. Á yngri árum var Þórunn mjög fríð sýnum, ekki há vexti, en svar- aði sjer vel. Fríðleikanum heldur hún enn alveg furðanlega, sama hýra og fallega brosið og bláu skæru augun; en lífsbaráttan og gigtin hafa lamað hana svo, að henni er erfitt um göngu, en þó hefir hún ferlivist. Þá er öll börnin voru komin upp, brugðu þau Guðjón og Þór- unn búskap og fluttu til Reykja- víkur. Þar andaðíst Guðjón nokkru síðar, en Þórunn fluttist ásamt Jætrum sínum til Vestmannaeyja og býr þar enn í Dal, ásamt með Guðnýju dóttur sinni, og getur eigi meira ástríki en er milli þeirra mæðgna. Þessi mörgu og stundum erfiðu starfsár hefir Þórunn leyst öll sín störf af hendi með mestu snild, dugnaði, þreki og góðfýsi, og allir! þeir, er þekkja hana, þakka henni | nú fyrir starf hennar og viðkynn-1 ingu, og óska, að æfikvöld hennar | mætti verða sem friðsælast og gleðiríkast. Sá sem þessar línur ritar, þekti einu sinni lítinn móðurlausan dreng sem minnist Þórunnar með þakk- læti, ást og virðingu, svo lengi sem hann lifir. 0. 0. --------------- Ellibeimilið. Hinn 23. f. m. fann jeg að máli hr. cand. theol. Sig'urbjörn Á. Gíslason og bað hann að sýna mjer nýju elliheimilisbygginguna. Hann varð ljúflega við ósk minni og sýndi mjer alt, sem komið var. Jafn mikils vert fyrirtækí sem þetta er, virðist mjer þess vert að yerða sem, fyrst kunnugt almenn- ingi, og í því skyni leyfi jeg mjer, herra ritstjóri, að beiðast rúms í blaði yðar fyrir þessar línur. Aðalálma byggingarinnar er 35 in. löng og 7—10 m. breið. Tvau hliðarálmur 27 m. langar og 11 m. breiðar. I húsinu verða 38 tveggja manna og um 40 eins manns herbergi; auli þess tvær sjúkrastofur fyrir 14 sjúklinga alls. Þrjár stórar vinnustofur; borðstofa fyrir 70 og fundarsalur fyrir 100 manns. — Lyfta verður fyrir fólkið, og önu- ur fyrir mat og annað, sem Upp þarf að flytja. Baðherbergi og Jivottahús, og yfir höfuð öll þæg- indi af fylstu gerð. Byggingunni miðar undra vel áfram; er búið að steypa kjallarann og næstu hæð fyrir ofan. Svo er til hagað, að gluggar vita á sólsíðu í aðalálm- unni út að garði, sem hliðarálm- urnar mynda. Svalir mót sólu verða eftir húshliðinni. tJtsýnið frá íbúðinni verður yndislega fagurt og eftir allri til- högun að dæma, ætti það helst að heita Sólskinsheimili. Bæjarstjórn Reykjavíkur gaf til hins nýja elliheimilis 6300 ferm. lóð milli Hringbrautar og Brá- vallargötu, og lánaði gamalmenna- hælissjóð bæjarins, um 90 þús. kr. Mest öll sú upphæð var í skulda- brjefum og hefir stjórn elliheimil- isins tekist að selja þau öll hjer í bænum. , Þegar jeg hafði nú virt fyrir mjer þessa stórmyndarlegu bygg- ingu og aflað mjer upplýsinga um hana, skoðaði jeg elliheimilið Grund. Yirtist mjer fjöldinn af fólkinu með friðsælum blæ, þrátt fyrir það, þó inflúensan væri þar að ganga um garð. Tilhögun öll utan húss og innan virðist bygð á hagsýni, og umönnun á vellíðan heimilisfólksins. Jeg bað hr. Sigurbj. Á. Gísla- son að fræða mig dálítið um á- stæður elliheimilisins Grund, og fjekk þessar upplýsingar: Þegar húsið Grund var keypt handa elliheimilinu árið 1922, var vart til í fyrstu afborgun (4000 kr.). Nú á elliheimilið um 30 þús. kr. skuldlaust í eigninni, enda hefir húsið verið stórbætt síðan, og timburskáli og fjós verið bygt. Að meðtöldum gjöfum voru ■ auk þess til um 27 þús. kr. í sjóði, til nýju byggingarinnar. Meðlag hefir verið kr. 2,00—2,50 á dag, fyrir gamalmenni. Eftir- spurn er að jafnaði miklu meiri en unt er að verða við, bæði úr Reykjavík og nágrenni, og stund- um úr fjarlægum sýslum. Og' strax er farið að spyrjast fyrir um hælisrjett í nýju byggingunni. — Reykjavíkurbær hefir veitt elli- lieimilinu 4000 kr. árlegan styrk, enda haft forgangsrjett „að rúm- um helming“ þess er húsið rúm- aði, „fyrir þurfafólk sitt“. Hr. cand. theol. Sigurbjorn Á. Gíslason og meðstjórnendur hans — þeir Flosi Sigurðsson trjesmið- ur, Haraldur Sigurðsson bóltsali, Júlíus Árnason kaupm. og Páll Jónsson verslm. — hafa fórnað miklum starfstíma í þarfir þessa mikils verða málefnis, án þess að taka laun fynr. Eiga þeir miklar þakkir skilið frá bæjarins og þjóð- arinnar hendi, fyrir hina óeigin- gjörnu og nytsömu starfsemi. Mjer virðist hjer líkt að verki verið, fyrir hönd þjóðarinnar, eins og þegar áhugaríkur skógræktar- maður gróðurselur fyrstu viðar- hrísluna á afgirtu bersvæði, og eftir nokkur ár er þar kominn fag- ur og skýll skógarlundur. Elliheim- ilið Grund er fyrsta hríslan að íramtíðarlundi ellinnar, en með þeim viðgangi, sem þessi fyrsta tilraun hefir hlotið, má fjdlilega vænta þess, þá er hið nýja elii- heimili er fullbúið, að fleiri fari á eftir og dreifi sjer um landið. Það skal tekið fram, að stjórn elliheimilisins kvað hafa visan kaupanda að Grund, og sennilega fái færri en vilja. iMiklar líkur eru taldar til, að leigja mætti nýju bygginguna fyr- ir mjög álitlega upphæð til gisti- húss 1930, ef húsið yrði þá kom- ið upp, en til þess vantar enn ná- lægt 200 þús. kr.; það eru hjer um bil 8 kr. á hvern mann í Rvík en tæpar 2 kr. á hvern mann í landinu. Nýlega liöfðu 2000 kr. komið í sjóðihn. Bæri svipaðar gjafir oft að garði, færðist hin vantandi uppliæð skjótlega niður. En vegg- ir eru líka bygðir af smærri stein- um, og ekki eru sandkornin í steypunni stór. Þar er það fjöld- inn, sem fyllir upp skörðin. Elliheimilið nýja þarfnast þess að eiga vinar- og aðstoðaryl allrar þjóðarinnar. Margar hendur vinna ljett verk. Tvær krónur frá hverjum fermd- um þjóðareinstakling gerðu það að verkum, áð auðið yrði að leigja hið nýja hús 1930 fyrir álitlega upphæð, auk hinnar auknu kynn- ingar, er húsið með því áynni sjer. Ef sjerhvert sveitarfjelag ann- aðist áminst samskot í tíma,- mætti ætla, að ekki liði mjög langt um þar til slíkir bústaðir risu upp í sveitum landsins, ef slík smáfjár- söfnun færi fram árlega, auk hinna stórtæku sjálfboðaliða, er með hugarfari miskunnsama Samverj- ans léggja fram þróttmiklar upp- hæðir, til þess, að opna þeim dyr, sem á ellinnar braut, sjer eiga eklti hlýlegt nje viðfeldið skaut. Ýmsir hafa þegar rjett stofnun þessari' höfðinglega hjálparhönd, Og munu enn eflaust margir gera, sem efnum hafa yfir að ráða, enda er öllum kunnugum Ijóst., að stjórn elliheimilisins hefir meðhöndlað fjeð með fylstu vandvirkni og hagsýni. Lífið er mörgum langferð. Þessi uýja bygýing verður áreiðanlega þægilegur áfangastaður fyrir það af langferðafólki þjóðarinnar, er þreytt og lúið á sjer ekkert skýli. Svo munu og sumir þeir,. er ann- Plasmon hafra- mjöl 70% meira næringargildi en í venjulegu haframjöli. Ráð- lagt af læknum ars ættu þó kost, kjósa sjer að eiga þar rósama ellidaga. Tvær hliðar mannlífsins, æsk- an og ellin, eru viðkvæmar. Vjer höfum svo margt móður- höndunum að þakka á sviði barn- anna, sem mýkt hafa sársaukann sem barnslegri viðkvæmni er sam- fara, en á ellinnar árum virðist haustnepjan oft hafa yfirhöndina, gullsandur hjálpfýsinnar býr í skauti þjóðarinnar, ekki þarf stóra skóflu frá hverjum einstakling, ef treysta má margfaldaranum 100 þús., þá sæist ljóst hve margar liendur innu Ijettlega að því, að bygg-ja upp hlífðarvæng gegn haustnepjunni. Jeg er sannfærður um, að um- önnun fyrir sannri velferð barn- anna, heilnæmum þroska æskunn- ar og friðsæld elliáranna, eru hin- ar áhifasælustu guðsþjónustur. Peningur ekkjunnar var mikils metinn, því hún gerði eins og liún gat, af einlægum hug; hinn efna- litli getur því eins komist að með litla peninginn sinn gefinn í sama anda og hún gaf. Heiðruðu þjóðfjelagar, eldri og yngri! Sýnum Elliheimilinu vel- vild. Oss að náuðalausu getum vjer stutt að því, að leigja megi það fyrir góðar tekjur beinar og óbeinar 1930. Prestum landsins vil jeg treysta til að lireyfa umræddu sainskota- máli í söfnuðum sínum, mynda örugg samtök um þetta mál, er verða til þess að með tímanum rísi sólskinsheimili í hjeruðum landsins, þar sem ellin nyti haust- sólarinnar í fullum friði. Útvarp- ið, hið merka sambandstæki, ef rjett er með farið, mun og á sín- um tíma, verða einn þáttur elli- heimilunum til ánægju og fróð- leiks. Reykjavík, Grettisgötu 8. Ágúst Jónsson. „Drabbari“. — Þetta er svei mjer gaman að sjá! Það var einn gesturinn frá höf- uðborginni. Hann stóð þar í miðj- um ganginum með krosslagðar hendur og beið þess að komast fram hjá þeim. — Það er fögur sjón, mælti hann ennfremur við gestgjafa, að sjá mann á yðar aldri gera gælur við konu sína. Mjer þykir fyrir því að trufla ykkur, en ef þið vilj- ið gera svo vel að hleypa mjer umfram, þá getið þið haldið áfram í næði mín vegna. .Teg lofa ykkur því, að jeg skal ekki snúa mjer við til að horfa á ykkur. Veitingamaðurinn og kona hans hlupu hvort frá öðru. Og áður en gesturinn kæmist fram hjá þeim, var frúin komin inn í stofu, og gat bóndi hennai- ekki hindrað það. Inni í stofunni sat Sir Crispin og gegnt honum skrautbúinn mað- ur, en umhverfis þá stóðu nokkrir menn áðrijr, sem höfðu sest að í Stafford á leið sinni til Lundúna. Hinn skrautbúni maður bölvaði hástöfum og helt sýnilega, að hann gerði sig mikinn mann í augum gestanna með því að nota hinn argasta munnsöfnuð frá Lundún- um. Þeir höfðu farið í fjárhættuspil til þess að eyða tímanum. Fyrst hafði Lundúnabúinn, Mr. Harry Foster, unnið, en eftir því sem meira var lagt undir, eftir því varð hann óheppnari, og í þann mund, er Cynthia lagði á stað, hafði hann fleygt seinasta gull- pening sínum á borðið. — Andskotans ólán er þetta, mælti hann. Nú hefi jeg tapað níu hundruðum. Crispin bjóst til að standa upp úr sæti sínu. — Kyrrir, herra minn! hrópaði hinn. Jeg er ekki uppgefinn enn. Við skulum hakla áfram lengur! Og svo dró hann dýrindis hring af hendi sjer og fleygði honum á borðið. — Hve mikið leggið þjer á móti honum þessum? mælti hann drýg- indalega. Og svo kallaði hann í þjóninn: Eitt glas enn! Crispin virti hringinn kæruleys- islega fyrir sjer. — Tuttugu pund, mælti hann. — Eruð þjer Gyðingur, herra minn? Nei, við skulum segja tutt- ugu og fimm pund og svo kasta jeg fyrst. - Crispin brosti og ypti öxlum eins og honum stæði á sama, hvort það væri tuttugu og fimm pund eða hundrað. Svo köstuðu báðir. Crispin vann. — Hve mikið viljið þjer gefa fyrir þennan? hrópaði Foster og henti nýjum hring á borðið. Áður en Foster gæti svar'að, var hurðinni að veitingastofunni hrund ið upp og frú Quiem kom æðandi inn. Á eftir henni kom veitinga- maðurinn hlaupandi og var slcelf- ingin uppmáluð. Frú Quiem laut að Crispin og ætlaði að hvísla frjettunum að honum, en hún var svo móð, að allir heyrðu, hvað hún sagði. — Farin! hröpaði Crispin skelfdur. Konan benti á mann sinn, og skildi Orispin það svo, að hann ætti að fá allar upplýsingar hjá honum. Kallaði hann því veitinga- mann til sín. — Komið þjer hingað, veitinga- maður, og segið mjer alt. Hvert fór hún ? — Jeg veit það ekki, mælti veit- ingamaður og skalf á beinunum. En svo sagði hann Crispin frá öllu því, sem þeim Cynthiu hafði íarið á milli og sagði, að sjer hefði sýnst hún vera mjög reið. — Lánið mjer hest! hrópaði Crispin og stökk á fætur, og skaut um leið hringnum yfir borðið til Fosters, eins og hann væri einkis virði. Sögðuð þjer, að þau hefði farið til Denham? Flýtið yður, maður, að ná í liest! Og svo sópaði hann saman gull- peningunum og hringnum og stakk öllu í vasa sinn. —• Hvaða læti eru nú í yður?- spurði Foster. Hvað liggur yð- ur á? — Mjer ‘ þykir fyrir því, herra. minn, að óheppnin skuli; hafa elt yður, en nú verð jeg að fara. Kringumstæðurnar---------- — Mig varðar ekkert um kring- umstæður yðar! hrópaði Foster og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.