Morgunblaðið - 15.03.1929, Page 4

Morgunblaðið - 15.03.1929, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Athugið! Hattar nýkomnir, sokk ar, húfur, treflar, axlabönd, man- ehetskyrtur, flibbar o. fl. Ódýrast og best í Hafnarstræti 18. Karl- mannahattabúðin. Einnig gamlir hattar gerðir sem nýir. Bostanjoglo cigarettur nýkomn- ar í Tóbakshúsið, Austurstræti 17. Fegurstir Túlipamar fást á Yest- argötu 19. Sími 19. Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktasplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. Vanan lóðamann vantar á mótor- bátinn Magnús Guðnason. Upplýs- ingar í dag á Bifreiðastöð Sæbergs í Reykjavík frá 2—4. Peysufataklæði og Peysuflauel Sjerlega faUegt f verslnn S. lóhannesdóttur Austurslrœll 14. (Beint á móti Landsbankamum} Siml 1887. Nýtt! Harðfiskur ágætur, lúðu- riklingur, steinbítsriklingur, hákarl og smjör ísl. Von og Brekkustig l. gjaldmælis bifreiðar altaf til leigu hjá B. S. R. — Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla, en hjá B. S. R. — — Studebaker eru bíla bestir. Ferðir til Vífilsstaða og Hafnar- fjarðar alla daga á hverjum kl.- tíma. Best að ferðast með Stude- baker drossíum. Ferðír austur í Fljótshlíð þegar veður og færð leyfir. Afgreiðslusímar 715 og 716. Bifreiðastöð Reykjavíkur. Austurstræti 24. Vorðingborg Hnsmoderskole, Danmark. - Grundig, praktisk og teoretisk Undervisning. Kursus beg. 4. Maj. Progr. sendes. Valborg Olsen. Jnrtapottar allar stærðir. Vald. Poulsen, Klapparstig 39. Sfml 24. Afar ódýrt: ísl. Srnjör, egg skyr, rófnr, Kartöflur í sekkj- nm og lansri vigt. Versl. Fíllinu. Laugaveg '79. — Sími 1551 Eldavjelar, emaill. do. svartar. Ofnar, emaill. — svartir. Ofnrðr, eldi. leir og stein. Emaill. vaskar, fyrirliggjandi hjá C. Behrens, sími 21. Údýr kjötkaup. Reykt HROSSAKJÖT af ungu á 50 aura y2 kg., ódýraxa í stærri kaupum. Verslunin Björninn Bergstaðastræti 35. Súni 1091. Dagbðk. Veðrið (í gærkv. til 5): Lægð yfir vestanverðu Atlantshafi á liægri hreyfingu norður eftir. Er útlit fyrir áframhaldandi S-átt og hlýindi hjer á landi, en vindur fer heldur vaxandi á SY-Iandi. — Fyr- ir austan Island er köld norðan- átt frá Ishafinu milli Grænlands og Svalbarða. Þar norður frá er 20—30 st. frost (36 st. á Green Horbour á Svalbarða) enda er knldabvlgja enn á ný að breiðast suður yfir Norðurlönd. Veðurútlit í dag: Stinningsgola á S. Þykt loft. Dálítil rigning. Hlýtt. I. 0. 0. F. I — 1103158y2 — Fl. Hjúkrunarfjelagið Líkn heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8y2 á Hótel Skjaldbreið. Fjelagsmenn mega taka með sjer gesti. Einsdæmi mun það vera, að svo sumarlegt sje hjer í marsmánuði, að verslanir búi til ís til að svala fólki, en fyrsta auglýsingin um þá vöru í ár er í blaðinu í dag. „Drabbari“. ekki þolað þessa áreynslu, því að nú riðaði hann á beinunum. Hann greip eftir stól til að styðja sig við, en hrasaði um leið og fell kylliflatur á gólfið fyrir framan fætnr hennar. Blóðmissirinn og erfiðið seinustu sólarhringana höfðu ofþreytt hann og yfirbugað. Um leið var henni runnin öll reiði, en hana greip skelfing út af því, að hann mnndi vera dauður og að það væri sjer að kenna. Veinandi af ótta kraup hún niður við hlið hans og lyfti höfði hans í kjöltu sjer og kallaði livað eftir annað nafn hans, eins og það gæti vakið liann til meðvitundar aftur. Hún rejmdi Iíka að losa um föt hans til þess að rannsaka sárið og stöðva blóðrásina ef unt væri, en hún gafst upp við ]iað og gerði ekki annað en kalla: — Crispin, Urispin, Crispin! Hún Iaut niður og kysti á fölt enni hans, og svo á varir hans —. Til Hóladómkirkju frá D. B. 2 krónur. Próf í massage og sjúkraleik- fimi liafa þær tekið ungfrú Stem- unn Sigmundsdóttir, ungfrú Sigur- leif Hallgrímsdóttir og ungfrú Sól- veig Guðmundsdóttir, frá nudd- lækningaskóla Jóns Kristjánsson- ar læknis. Þær hlutu allar 1. eink. Prófdómendur vorn landlæknir, kennarar við háskólann og spítala- læknir Matth. Einarsson. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur heldur skemtifund í kvöld kl. 8i/2 í Kaupþingssalnum. Hljóm- sveit P. Bernburgs spilar, einsöng- ur (þektur söngvari), Sig. Eggerz bankastj. heldur ræðu, góðkunnur upplesari skemtir. Síðan verður sameiginleg kaffidrykkja með ræð- um og söng. Fulltrúar á fund Sam- bands verslunarmannafjelaga ís- lands eru boðnir á fundinn. Stjórn- in væntir, að fjelagsmenn fjöl- menni og komi stundvíslega. Heimdellur. Fundur verður í kvöld kl. 8y2 í Bárunni (uppi). Skemtilegar umræður og eru fje- lagar beðnir að fjölmenna. Togaxar þessir hafa komið úr fyrstu veiðiför: Hilmir, Arinbjörn hersir, Skallagrímur, Geir, Draupn- Sr, Njörður, Otur, Þórólfur, Egill Skallagrímsson og Trvggvi gamli. Lágu 7 þeirra við bryggjur hjer í gær samtímis og hafði verið hart á því að nógur mannafli fengist til þess að afgreiða þá. — Veiði var mjög misjöfn hjá togurunum; sumir höfðu góðan afla og mikmn, aðrir heldur lítinn og ljelegan fisk — mest upsa. Bjami Matthíasson hringjari átti 84 ár'a afmæli í gær. Hefir hann átt heima lijer í bænum í 74 ár, en verið hringjari dómkirkjunnar í 38 ár. Jarðarför síra Jóhannesar L. L. Jóhannssonar fer fram í dag. Óheilindi stjómmálamanna heit- ir fyrirlestur, sem Magnús V. Jó- hannesson ætlar að flytja á sunnu- daginn í Nýja Bíó. Til Strandarkirkju frá Gesti 15 kr., E. B. og F. B. 15 kr., H. J. G. 5 kr., S. K H. 10 kr. Venus, línuveiðari, kom hingað í fyrradag með 160 skpd., er hann hafði fengið á fimm dögum. Hef- ir hann þá aflað alls 950 skpd. síðan 10. jan. að hann byrjaði veiðar. Skipstjóri er Árni Þórar- insson frá Vestmannaevjum. Þorsteinn á Hrafntóftum mun að forfallalausu lesa kafla úr bók Theodóru Þórðardóttur í Hafnar- firði á sunnudaginn, Ármann, línuveiðari, kom inn í gær vegna inflúensuveikinda um borð. en um leið fór titringur um hana, því að hann opnaði augun. Fyrst var augnaráðið sljótt, en svo kom spurnarsvipur á andlit hans. Rjett áður höfðu þau staðið bál- reið hvort framan í öðru, og nú lá hann hjer með höfuðið í kjöltu hennar og hún kysti hann. Hvern- ig stóð á þessu? Hvað hafði komið f yrir ? — Crispin, Crispin! hrópaði hún. Ó, guði sje lof fyrir það, að þjer eruð lifandi! Hann gleymdi öllu nema hinni líðancli stund. í hálfgerðri leiðslu lá hann þarna og var barnslega glaður, ánægðari en hann hafði nolckurn tíma verið á æfi sinni. — Hvers vegna strukuð þjer frá mjer? spurði hann með veikri röddu. — Við skulum gleyma því, mælti hún. — Nei, segið mjer það. — Jeg helt — jeg helt, stamaði hún fyrst en herti svo upp hug- ann. Jeg hjelt, að yður þætti ekk- ert vænt um mig í raun og vern, Guðspekifjelagið. Sameiginlegur fnndur guðspekinema kl. 8y2 síðd.. í dag. Efni: Próf. Östrup flytur fyrirlestur um kjarnann í Muham- medstrúnni. ✓ Alþingi. Dagskrá í dag. Efri deíld: Breyting á 1. um breyting á 1. um útflutningsgjald af síld o. fl. Neðri deild: Þál.till. iim skipun nefndar samliv. 35. gr. stjórnar- skrárinnar til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinnar. Fyrn- ing skulda o;g annara kröfurjett- inda. Innflutningstollur af niður- soðinni mjólk. íþróttir. K. R. og Ármann halda sameiginlegt íþróttamót 17.—18. júní á íþróttavellinum í Reykja- vík. I. S. 1. hefir falið Ármann að sjá um fslandsglímuna 1929 og verður hún háð í Reykjavík 23. júní. Enn fremur hefir Ármann verið falið að halda næsta meist- Hefðarfrúr og meylar nota altaf hið ekta austurlanda ilmvatn Furlana Útbreitt um allan heim. Þúsundir kvenna nota það ein- göngu. A Fæst í smá- <nŒMNAz"Æ- tappa. Verð aðeins 1 kr. t heildsölu hjá H.f. Efnagerð Reykjavtkur arastigsmót, en það er í ágúst. — Sundfjelagi Reykjavíkur hefir 1. S. í. falið að sjá um rekstur sund- skálans í sumar. — f. R. hefir ver i,ð falið að halcla fimleikakepnina um farandbikar Oslo Turnforen- ing. og einmenningskepnina. (íþróttaþl.) Druknaaiir. Árið 1928 druknuðu hjer við land 43 menn og konur. Þar áf var einn maður danskur; fell hann útbyrðis af skipi á Húna- flóa. Þrír menn druknuðu við bryggjur — 2 karlmenn og 1 kona — án þess að vitað verði um or- sakir slysanna. Einn opinn vjelbát- ur fórst með 6 mönnum og tveir árabátar, annar með 4, hinn með 2 mönnum (ein kona þar á meðal). Sjö menn fjellu fýrir borð á vjel- bátum, og einn af togara. Tvo menn tók stórsjór út af togurum. Tvær konur druknuðu af opnum bátum við land, en 15 menn fórust við strand (Jóns forseta). (Árbók Slysavarnafj.). Bœlarstjðmarkosnlngar í Kaupmannahöfn. (Tilk. frá sendiherra Dana). Á þriðjudaginn fóru fram bæj- arstjórnarkosningar í Kaupmanna- höfn. Jáfnaðarmenn fengu 116.417 atkvæði (87.263 atkv. 1925), í- haldsmenn 51.066 ( 49.475) atkv., gjörbótamenn 13.823 (17.079) at- kvæði, vinstrimenn 2.018 (4.366) Nnggot skóábnrð. Sjðrlr skóna fallega og endingargðða. Svea eldspýtnr i heildsölu hjá ■föbaksverjlun íslandsKt atkv., kommúnistar 1115 (1376) atkv. „Retspartiet“ 1106 (826) atkv. Hin nýja bæjarstjórn er þannig skipuð: Jafnaðarmenn 35 (áður 31), ílialdsmenn 16 (áður 17), gjörbótamenn 4 (áður 6). — Vinstrimenn komu engum að, en áttu áður 1 fulltrúa. Á Friðriks- her;gi fengu jafnaðarmenn 7 sæti í stað 6 áður,íhaldsmenn 11 í stað 12, og gjörbótamenn 1 eins og áður. (Tölurnar í svigum merkja at- kvæðamagn 1925). heldur liefðið mig sem leikfang. Og þegar mjer var sagt, að þjer sretuð að teningskasti með ókunn- um manni, þá varð jeg reið út af ])ví, hvernig þjer afræktuð mig. Jeg sagði við sjálfa mig, að þjer munduð alls ekki háfa farið þann- ig með mig, ef þjer elskuðuð mig. Noklcra stund horfði Crispin þegjandi á hana. Svo lokaði hann augunum og reyndi að gera sjer ljóst, hvað hún ætti við. Og þá í einu vetfangi var sem dimmri þoku Ijetti. Sannleikurinn birtist honum eins og glampandi sólskin. Nú skildi hann fyrst óteljandi at- vik, sem fyrir höfðu komið, og hann varð óumræðilega glaður. Hann spurði sjálfan sig að því, hvort þetta væri ekki draumur — hvort sjer hefði lieyrst rjett? Ó, hvað hann hafði verið blindaður! En svo fór hann að liugsa um upphaf alls þessa misskilnings, son sinn, og þá var eins og ískuldi nísti hjarta hans. Hann stundi við. Áð lokum hafði gæfan brosað við honum, ef hann vildi veita henni viðtöku. Honum bauðst sú fegursta og hreinasta ást, sem guð hafði nokkru sinni veitt nokkrum manni. Innileg brennandi þrá greip hann um það að skeyta ekkert um lof- orð sín, skeyta ekkert um lög drengskapar og ganga sjálfur að eiga þessa konu, sem elskaði hann. Því að hann vissi, að hann átti alla ást hennar. Og hann elskaði hana — það uppgötvaði hann nú alt í einu. Hvers virði voru lóforð sam- anhorið við ástina? Átti hann að meta hinn anðvirðilega son sinn meira en ást Cynthiu? Aldrei hafði hann átt í jafn- hörðu stríði við sjálfan sig, eins og meðan hann lá þarna með höfuðið í kjöltu hennar. Ef til vill hefði sómatilfinning Iians sigrað, ef hann hefði ekki opnað angun og litið beint í augu Cynthiu. Eitt andartak horfði hann í augu hennar — og samviska og sómatilfinning urðu að víkja. — Cynthia! hrópaði hann. Guð fyrirgefi mjer — jeg elska yður!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.