Morgunblaðið - 12.04.1929, Page 2

Morgunblaðið - 12.04.1929, Page 2
2 MORGU N B L A ÐIÐ Mngtldliidl. Er hægt að sökkva dýpra í hlut- ’lrægni og spilíingu? EldhAsdagnrlnn, Stórkostleg sókn á bendnr stjórninni. Áiengisverslnnar- hneykslið. Útdráttur úr ræðu Jóhanns Jósefssonar Hinn rauði þráður. Hlutdrægnin gengur sem rauður jjráður gegn um alt sem núver-1 -andi landsstjórn aðhefst. Ætla1 jeg mjer ekki að rekja marga þætti í keðju stjórnarafglapanna,1 en víkja máli mínu fyrst og fremst að Áfengisversluninni. 1 blöðum stjórnarinnar hefir ver ið af því látið, að óskilamenn hafi' verið við Afengisverslunina. Að svo miklu leyti sem þetta var rjett, var og rjettmætt að láta þá menn fara. Utsöhunönnum verslunarinnar var öllum sagt upp starfinu. Var það gert undir því yfirskyni að J>essir menn væru óskilamenn. Þó var á þessu gerð ein undan- tekning. Utsölumaðurinn á Akur- æyri fekk að halda starfi sínu. — Eftir frásögnum stjórnarblaðanna hefðu menn haldið, að hann væri ’ æinn hvítur sakleysingi meðal út-' sölumannanna. En þegar litið er í Landsreikningana, verður annað uppi á teningnum. Akureyrarmað- urirni skuldaði mest í árslok 1927, eða 50.913. Sá, sem næstur var í vanskilunum, skuldaði um 33 þús. Hann var látinn fara. Og þeir, sem -ekkert skuiduðu og enga van- rækslu höfðu sýnt voru einnig látnir fara, eins og t. d. vitsölu- mennirnir í Vestmannaeyjum, ísa- firði og Seyðisfirði. Hvernig stendur nú á þessu ó- samræmi? Það er auðskilið. Þar er hinn rauði þráður hlutdrægninnar. Út- sölumaðurinn á Akureyri er flokks maður stjórnarinnar. Hjá honum er óskilsemin ósaknæm. En aðrir eru reknir sem eru andstæðingar stjórnarinnar, þó þeir hafi ekkert af. sjer brotið. Og þeir eru reknir, þó svo sje fyrirmælt í reglugerð, að bæjar- stjórnir eigi að vera með í ráðum um útsölumenn. Gengið er fram hjá því ákvæði. En dómsmálaráð- herranum er ekkert nýnæmi á því að stjaka við gildandi. lagaákvæð- um, ef honum býður svo við að horfa. Uxahöfuð og vörufals. Nýtt „yfirhöfuð" setti lands- stjórnin í Áfengisverslunina — er síðar fann „þjóðráðið“ fræga með .„uxahöfuðin". Var eigi þar frek- ar en annarstaðar leitað út fyrir geitarhiis stjórnarliðsins. Tekinn var þangað maður, sem vitanlega hafði aidrei nálægt vín- eða lyfja- verslun komið. Hinn nýi forstjóri var ekki fyr kominn í stöðuna en hann fór að rita í stjórnarblöðin um ólag á versluninm í tíð fyrirrennarans, of miklar vörubirgðir, skuldasöfn- un o. þ. h. Dettur mjer ekki í hug að afsaka neitt í því efni hjá fyrir- rennaranum. í einni af greinum sínum segir forstjórinn m. a.: „Undir hinni nýju stjórn tókst að finna ráð“ til þess að lcoma vínbirgðunum örar út en áður. Og aðferðin var sem kunnugt ér, að sulla saman þrem vínteg- undum og selja blönduna undir ákveðnu merki tilgreindrar versl- unar suður í Portúgal. Þegar forstjóra og landsstjórn var bent á, að hjer væri um full- komna vörufölsun að ræða af sví- virðilegasta tagi, fór forstjórinn að ympra á því, að fyrirrennari' sinn ætti nokkurn „heiður“ af blöndun þessari. Hann hefði þó aðeins „kjótlað“ í 10 lítra mæli- keri; en nú væri blandað í ámu er tæki 5 uxahöfuð. í stað þess að iðrast glanna- skapar og miggerða sinna, hælist forstjórinn um af vörufölsuninni, í skjóli þess að haim sem flokks- maður stjórnarinnar sje friðhelg- ur fyrir öllum ákærum. Nú er mjer spurn. Hvað hefir landsstjórnin gert í þessu máli? Hefir hún enga rannsókn látið fram fara ? Hugsar hún sjer að láta það líðast að þjónar hénnar falsi vörur undir nafni erlendra verslana? Við höfum svo mikil við- skifti við Portúgal, að varfærni og kurteisi væri sannarlega æski- leg í þessu máli. t Kaldhæðni örlaganna. Meðan fyrverandi stjói’n sat við völd klíngdi það sífelt í ræðu og riti hjá núverandi stjórnarflokki, að íhaldsmenn hefðn komið hjer upp xitsölu Spánarvína handa liin- um vínhneigðu. fhaldsmenn örfuðu víndrykkju í landinu. En síðan uxahöfuðin komu til sögunnar í Afengisversluninni, er annað uppi á teningnum. Forstjór- inn nýi hælist um af því, í ræðu og riti, að hann hafi með blöndun sinni getað selt fyrir 60 þúsundir á einum mánuði, umfram það, sem annars hefði selst. Jafnframt því, sem þessi maður hælir sjer af vörufölsun, hælir hann sjer ennfremur af því, að hann hafi fundið ráð til þess að örfa víndrykkju landsmanna. Með framkomu sinni í málum ÁfengisVerslunartnnar hefir lands stjórnin sýnt, að hún læst veifa svipu rjetlætisins yfir alla lands- menn, enda þótt hún sjái svo til að flokksmcnn hennar verði eigi víttir, eigi snertir, eigi ákærðir, að hún hlífist ekki við að láta ofsóknarsvipu sína dynja á alsak- lausum skoðana-andstæðingi; að flokksmenn stjórnarinnar og staxfs menn hennar mega óátalið gera sig seka í vörufalsi, og lætur stjórnin sjer vel líka, lofar slíkum mönnum að hælast um vörusvik- ii. og fölsunina, og ljær því sjálfs- hóli rúm í blöðum sínum. Að umtalið um bindindishug stjórnarinnar er ekki einlægara en það, að hún lætur sjer vel líka er vörufalsarinn er hróðugur yfir því, að hann gat ausið út sviknu víni fyrir 60 þús. kr. á mánuði, umfram venjulega sölu. Þyngdarpunkturinn á reiki. Eins og kunnugt er, urðu mis- smíði á varðskipinu Óðni. Fram- sóknarmenn vildu kenna Magnúsi Guðmundssyni um þær misfellur. Vitanlega voru þær trúnaðarmanni þáverandi landsstjórnar að kenna. Mikill glumrugangur hefir ver- ið í dómsmálaráðherra út af þeirri vanrækslu, sem þar átti sjer stað; komu ásakanir hans eingöngu trúnaðarmanni þessum í koll. Nú hefi jeg heyrt að lands- stjórnin hafi snúið við blaðinu, og kveðið þær ásakanir niður — krossað yfir þær. Eða hvort mun það satt sem heyrst hefir, að maður sá, sem umsjón liafði með smíði Óðins, hafi nýlega verið gerð ur að Fálkariddara? Bláa bókin. (Meðan Jóh. Jós» hjelt ræðu sína, handljek dómsmálaráðherra bók eina í blárri kápu. Var því fleygt að þarna væri komin hin marg umrædda bók, sem J. J. hefir talað um síðasta m’issiri, að hann ætlaði að gefa út málum sín- um til stuðnings á ríkisins kostn- að. í endalok ræðunnar mintist Jóh. Jós. á bók þessa). — Þegar jeg sje þessa bláu bók, sem ráðherrann hefir í höndum, detta mjer í hug bækur þær, hin- ar bláu sem ófriðarþjóðirnar gáfu út í ríkum mæli, þar sem hver reyndi sem betúr gat að afsaka sig, og verja gerðir sínar. Hefir dómsmálaráðherra boðað það fyrir löngu, að hann myndi gefa út varnarrit. Er líkt á komið með honum og ófriðarþjóðunum. Hann sjer að liann þarf að neyta allra ráða til þess að bera af sjer sakir, gera hreint fyrir sínum dyrum. Ásakanirnar koma úr öllum átt- nm, fyrir hlutdrægni hans, of- sóknir, einræði og frekju. Að hann lætur prenta „sáltara“ þenna, sem hann nú handfjallar, er talandi vitnisburður um það, að hann veit sjálfur, að hann þarf að reyna að breiða yfir og fegra raunalega margt, sem hann hefir gert síðan hann tók við völdum. Fjáranstnr og bitlingar. Ræða Pjeturs Ottesen. Hinn þriðji í röðinni af stjórn- arandstæðingum, sem upp kom á eldhúsdegi, var Pjetur Ottesen, þm. Borgfirðinga. Sneri hann sjer aðallega að fjáraustri og bitlingum stjómarjnnar. Var aðalefni ræðu hans þetta: Hin gálauslega meðferð stjórn- arinnar á fje ríkissjóðs fer að verða alvarlegt umhugsunarefni öllum hugsandi mönnum. Stjórn- in eys út fje ríkissjóðs á báðar hendur; hún verðlaunar með bit- lingum þá menn, er hafa sjerstak- ar pólitískar skoðanir, enda hefir bitlingaflóðið aldrei verið þvílíkt sem nú. Þessi stefna markaði mjög afstöðu síðasta þings til þessa máls — þá náðu bitlingar og per- sónustyrkir í fjárlögum hámarki sínu. En það er fjarri því, áð stjórnin telji sig bundna við fjár- lög eða önnur gildandi lög í þessu efni; byggist það á hinni sterku einræðistilhneigingu hennar. Hún hefir ekki vílað fyrir sjer að brjóta skráð lög — áð jeg ekki nefni hin óskráðu lög. Bitlingar. Hjer mun jeg nefna nokkur dæmi til þess að sýna meðferð stjórnarinnar á ríkisf je : 1. 1 fjárl. 1928 var stjórninni heimilað í 15. gr. að verja 6000 kr. til utanfarar, en hún mun hafa meir en tvöfaldað þá upphæð — varið kr. 13,700 í þessu skyni, að því er sjeð yerður. En auk þess liefir stjórnin ausið út fje-til Pjet- urs og Páls, sem þurft hafa að bregða sjer út yfir pollinn. Skulu hjer nefnd nokkur dæmi. 2. Fræðslumálastjóri hefir feng- ið 1000 kr. utanfararstyrk til þess að kynna sjer fræðslumál og skal jeg ekkert út á það setja. En fleiri hafa þurft að fara í sömu erinda- gerðum. 3. Þannig hefir sjera Sigurður Einarsson áður prestur i Flatey fengið 1000 kr. útanfararstyrk til þess að kynna sjer skólamál; og hann hefir fengið upphæðina greidda í dönskum krónum, eins og kóngurinn! ' 4. Sigurðui' Guðmundsson skóla- meistari á Akureyri hefir fengið 1200 kr. utanfararstyrk, til þess að kynna sjer skólamál. 5. Hallgrímur nokkur Þorbergs- son — mun vera bróðir ritstjóra Tímans — hefir fengið 1000 4kr. að því er sjeð verður, til þess að kynna sjer skólamál í Noregi. . 6. Sigurður Ólafsson, sonur Ól- afs læknis Thorlacius, hefir og fengið 500 kr. til þess að kynna sjer skólamál í Sviss. 7. Þá hefir forstjóri letigarðs- ins, Sigurður Heiðdal, fengið 1000 kr til þess að ganga á letigarða í Noregi; og lögfræðingur, sem dvelur í Þýskalandi, aðrar 1000 kr. til hins sama. — 8. Hermann Jónasson- fór utan áðv r en hann tók við embætti lög- reglustjóra í Reykjavík og hlaut 2500 kr. í ferðastyrk. 9. Þá hefir Helgi Lárusson (frá Klaustri) fengið 1000 kr. og Bryn- leifur Tobíasson 1000 kr. — en til hvers þessir herrar hafa farið 'utan, verður ekki sjeð. 10. Hallbjörn Halldórsson, áður ritstjóri Alþýðublaðsins, fjekk 1800 kr. og var sú upphæð veitt af þeim lið f járlaganna, er ætlaður er fátækum iðnnemum. — Hlaut Hallbjörn helming þeirrar upp- hæðar. 11. Einar Einarsson áður stýri- maður á Óðni, hefir fengið 9000 kr. ferðastýrk, en mjer er ókunn- ugt um, hve lengi hann hefir verið erlendis. 12. Þá virðist undirbúningur hinnar nýju síldarverksmiðju ætla að vera æði kostnaðarsamur. Guðm. Hlíðdal símaverkfræðing- ur mun dvelja erlendis til þess að undirbúa þetta fyrirtæki. Fjekk. hann 1500 kr. ferðastyrk áður en hann lagði á stað. — Nú skyldi maður ætla, að verkfræðingurinn væri fær um að vinna verkið upp á eigin spýtur. En svo virðist ekki vera, því að hann hefir orðið að fá norskan verkfræðing sjer til að- stoðar og hafa honum verið greiddar 2500 krónur. En þessi aðstoð virðíst ekki hafa nægt, því Þorkell Clements hefir fengið 2000 kr. — Loks má nefna þýskan mann, dr. Paul, sem liefir fengið 1200 kr. fyrir „upplýsingar“ við- víkjandi síldarverksmiðju! Þetta, sem hjer hefir verið talið, e-r tekið af handahófi. Hvað mikið er ótalið, verður ekki hægt að upplýsa fyr en Landsreikningur- inn 1928 keinur í dagsljósið. Þá er alkunnugt, að stjórnin hefir stungið álitlegum bitum að flokksmönnum sínum. Þannig hafa allir forvígismenn sósíalista hlotið bitlinga. Blöðin hafa skýrt frá þessari starfsemi stjórnarinnar. Þá er og liitt vitað, að æðimargir í sjálfum stjórnarflolcknum hafa fengið drjúga sneið. En auk þessa hafa einnig lirotið molar til ýmsra hinna smærri spá- manna. Skulu nokkrir þeirra hjer taldir. 1. Steingrímur nokkur Guð- mundsson — mun vera bróðir rit- stjóra Alþýðublaðsins — liefir feng ið riimar 1400 krónur fyrir að að- stoða stjórnina við undirbúning rikisprentsmiðju. 2. Bóndi einn norðan úr Húna- vatnssýslu, Hannes Pálsson frá Undirfelli, hefir nýlega fengið 750 kr. fvrir vinnu við reikninga. — Hvaða reikningar sltyldu það nú vera ? 3. Þá hefir Stefán Jóh. Stefáns- son lögfræðingur fengið iiokkrar þúsundir fyrir margskonar mála- rekstur fyrir stjórnina. 4. ólafur Thorlaeius fyrv. hjer- aðslæknir virðist liafa verið gerð- ur að aðstoðar-landlækni með 6600 kr. árslaunum, auk dýrtíðarupj)- bótar. 5. Þá hefir „rannsóknardómar- inn yfir íslandi“ — dómarinn, er ekki vildi láta konuna sverja við nafn Guðs, heldur borgara í Bol- ungarvík — kostað álitlegan skild- ing. Halldór Kr. Júlíusson hefir lagt land imdir fót, enda munu reikningar ríkissjóðs bera þess menjar. Mun þegar búið að greiða lionum yfir 25 þúsund krónur. 6. Sendir voru í fyrra tveir menn norður á Akureyri til þess að vera við próf fárra skólapilta og kostaði 850 kr. 7. Tveim mönnum hefir verið falið að hafa eftirlit með bifreið- um og hafa 6000 kr. árslaun hvor. Auk þess liefir annar 1000 kr. fyrir að vera trúnaðarmaður stjórnarinnar, og ferðalcostnaður þeirra hefir orðið 2000 kr. Undirbúningur þingmála. Þegar breyting var gerð á sliip- un æðstu stjórnar hjer í landinu órið 1916, ráðherrum fjölgað, var þetta m. a. gert með það fyrir augum, að undirbúningur þing- mala yrði betri þegar ráðlierrar yrðu þrír. En best er, að sem flest mál komi undirbúin af stjórninni, ])ví þá ætti að fást trygging fyrir því, að undirbúningur málanna væri góður. Auðvitað mátti gangá út frá, að stjórnin þyrfti aðstoð sjerfróðra manna við undirbúning mála, enda hafa allar stjórnir þurft einhverja aðstoð við samn- ing frumvarpa. En það kastar fyrst, tólfunum eftir að núverandi stjórn tók við völdum. Þarf ekki annað en minna á þann aragrúa nefnda, er stjórnin hefir skipað. Til þeirra hefir verið varið miklu fje. En þar að auki hefir stjórnin haft við lilið sjer sæg aðstoðar- manna til þess að undirbúa þing-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.