Morgunblaðið - 30.04.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ^lHlmww&OLSEW Biðjiö um Colman’s Fæst astaðar. Timburverslun P.W.Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. Simnefnli Grenfuru - Carl-L undegade, K&benhavn C. Selnr timbur í Btærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. Zik til skip&smíSfL — r.iTinig heila sMpsfarma fri SviþJóC. Heff werslað við ísland i 80 ár. t borbjörg Helgadóttir. í fyrradag andaðist Þorbjörg Helgadóttir, móðir landlæknis, að heimili sínu Marðarnúpi í Vatns- dal, hjá Jónasi syni sínum. Hún var háöldruð kona, fædd 6. nóv. 1839. Sex börn hennar eru á lífi og er landla;knir þeirra elstur. Regina Thoroddsen kona Guðmundar p'rófessors Thor- oddsens, andaðist í fyrrinótt. Kom eldur upp í svefnherbergi hennar um nóttina og var hún örend þegar að var komið. Regina heitin var dóttir sjera Benedikts Kristjánssonar prófasts á Grenjaðarstað og frú Ástu Þór- arinsdóttur frá Víkingavatni. Hún var fædd árið 1887. KaffikOnnnniar ern komnar. Kafflbrensla 0. Johnson & Kaaber. Fyrirliggjandi: Epli — Laukur — Appelsínur, Jaffa 144. — Appel- sínur 240, 300 og 360 stk. — Kartöflur. Eggert Kristjánsson 5 Co. Símar 1317 & 1400. lei Soðaiossi: Jarðepli (hollensk), Glóaldin, Epli, Kandís, Hrísgrjón. Heildv. Garðars Gíslasonar Kirkjnhljómleika hjeldu þeir, 28. þ. m., Plorizel v. Reuter og Páll ísólfsson. — Var það hin besta skemtun og sæmi- lega sótt, ])ótt fermt hefði verið í báðum kirkjum þennan sunnu- dag, svo að margir voru vant við látnir af þeirri ástæðu. Per ekki tvennum sögum um leik þessara ofangreindu listamanna. Hann var ágætur frá byrjun til enda, svo að erfitt er að gera upp á milli við- fangsefna. En trúlegt þykir, að áhéyrendum hafi ekki hvað síst geðjast vel að Andante úr fiðlu- konsert eftir Mendelssohn, Adagio úr 4. fiðlukonsert eftir Mozart og Ciaeonna eftir Vitali. Erfiðar mun hafa gengið að átta sig á Fúgu í C-dúr eftir Bach, er v. Reuter Ijek einn, jafnvel þótt hún væri flutt með miklum yfirburðum, og tónsmíðin mikilsverð í sjálfu sjer. — Einn Ijek Páll Isólfsson Rhapsodi eftir Saint-Saens, sem æfinlega er vel þegin. Heyrst hefir, að v. Reuter hafi í hyggju að fara með útdrátt úr óperum Wagners áðnr en hann fer, til þess að kynna fólki ofur- lítið verk þess mikla söngleika- skálds. Mun hann þá setjast við flýgilinn, og sýpir hann sig þá frá nýrri hlið. Des. Vfðavangshlaiip drengja „K. R.“ sigrar eim. Á sunnudagsmorgun þreyttu unglingar víðavangshlaup. Urðu þeir 25 sarnan og úr þremur í- þróttafjelögíim bæjarins, Knatt- spyrnufjelagi Reykjavíkur, Glímu- fjelaginu Ármann og Iþróttafje- lagi Reykjavíkur. Veður var hið besta sem hugsast gat, kyrt og svalt og bjart og allir vegir skrauf þurrir. Hlaupið hófst lijá verslun Har alds Árnasonar, og það fyrsta, sem maður tók eftír, þegar litið var yfir hópinn, var hvað keppendur voru ólíkir á vöxt og aldur. Sumir voru drengir langt innan við ferm ingu, en aðrir hartnær fullvaxnir menn. Voru aðrir eins og peð, en hinir eins og risar. Er það ekki nema ágætt, að ungir drengir taki þátt í allskonar kappleikum, en þeim er það ofraun að keppa við sjer miklu eldri og þroskaðri ung- linga. En góðir hlauparar voru þeir sumir, þótt ekki væru þeir liáir í loftinu. Yngsti drengxirinn, 12 ára gamaU, varð t. d. sá 8. að niarki. Hann heitir Gísli Jóns- son og er úr Ármanni. Úrslitin urðu þau, að ,„K. R.“ vann sigur í hlaupinu og tók bikarinn af Ármanni. Feltk það fjelag 30 stig, Ármann 32 stig og í. R. 80 stig. Fyrstur að marki varð Grímur Grímsson (Á), lang- fyrstur. Hann hljóp vegalengdina á 8 mín. 27.2 sek. og er það met. Var metið áður 8—30 og hefir staðið lengi. Næstur varð Olafur Guðmundsson (K. R.) 8 mín. 40 sek. og þriðji Hans Hjartarson (K. R.) 8 mín. 43,1 sek. Af hin- um átti K. R. 5., 9., 11., 12., 15., 17. og 21. mann, Árraann 6., 7., 8., 10., 13., 14. og 19. mann, en í. R. átti 4., 16., 18., 20., 22., 23., 24. og 25. mann. Komu þannig allir að marki. Hafa unglingarnir með þessu skotið þeim iullorðnu aftur fyrir sig, bæði um fjölmenni og úthald. Stauning rððunaytið. Radikalir taka þátt í stjórnar- myndun. Tilkynning frá sendiherra Diina.) Þegar konungur hafði ráðgast um víð foringja flokkanna á laug- ardaginn, mæltist hann til þess að Stauning reyndi að mynda stjórn. Tók Stauning það að sjer og eftir ráðstefnu millú radikala og jafnaðarmanna varð það að samkomulagi að mynda samsteypu stjórn með 3 ráðlierrum úr radi- kala flokknum. 1 gær (29. apríl) lagði svo Stauning fyrir konung eftirfar- andi ráðherralista; Stauning, forsætisráðherra, iðn- aðarmála og siglingamálaráðherra, dr. P. Munch utanríkisráðherra, C. Th. Zahle dómsmálaráðherra, Borg bjerg kenslumálaráðherra, Brarns- næs f j ármála ráðherra, Bertel Dalil gaard innanríkisráðherra, Hauge verslunarráðherra, Bording land- búnaðarráðherra, L. Rasmussen hervarnaráðherra, Dahl kirkju- málarráðherra, Friis Skotte sam- göngumálaráðh., Steineke skipu- lagsmálaráðherra. Fyrir bakara: 'Vj sigtimjöl, do. Rykok, 7* sigtimjöl, rngmjðl, ilorsyknr, marmelade, eldf. steinn og leir fyrirliggjandi. C. Bebrens. Sími 21. Vantar 2 vana llnnmenn straz. Hótel Hekla nr. I. Ljósu dömukápuriiar komnar S. lóhannesdóttir Austupstpatl 14. ÍBeint á móti Lsnd»banksjiru»þ Simi 1887. Feraiingarföf 2 tegundir. Skyrtur — Flibbar. Slaufur — Bindi. Manchester. Laugaveg 40. Sími 894. Munch, Zahle og Dahlgaard eru vir radikala flokknum. Hinir ráð- herrarnir áttu allir sæti í fyrri stjórn Stannings. Það var búist við að konungur mundi útnefna stjórpina í ga;r. Sengiö. Kartöflur 150 lcg. pokar fyrirliggjandi, úr íslenskum görðum, verða seldir næstu daga. Eflið það íslénska. Von og Brekkustfg l. Sterlingspund .. 22.15 Danskar kr .. 121.70 Norskar kr .. 121,79 Sænskar krónur .. .. .. 122.04 Dollar .. 4,56% Frankar . . 17.95 Gyllini .. 183,59 Mörk .. 108,44 ■ —■— Silfurrefir til sölu, vil kaupa blárefi. Gerið tilboð. Anders Kvalvág, Kvalvaag, Nordmöre, Norge Drivremme og tekniske Gummivarer Vi söger en dygtig og velind- fört Repræsentant for Island. NORDISK GUMMI & GUTTAPERCHA CO. Kjöbenhavn. 10 rekoet til sölu. Upplýsingar í síma 2370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.