Morgunblaðið - 30.04.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1929, Blaðsíða 3
s gftorðtmWafcifc •tofnandl: Vllh. Flnjen. Dt*»fandl: FJelag t Reykjartk. JUtJitJórar: Jön KJartanason. Valtýr Stefánsson. A.n*lýslngastjörl: K. Hafber*. ■krlfstofa Austurstrœtl 8. ■laai nr. 500. AuKlÝalngaskrlfstofa nr. 700. Halsnasl snar: Jön KJartansson nr. 742. Valtýr Stef&nsson nr. 1110. B. Hafbers nr. 770. Aakrlf taz Jald: Innanlands kr. 2.00 á ssánuOL Dtanlands kr. 2.60 - —— 1 lausasölu 10 aura elntaklB. Eriendar sfmfregnír. Khöfn, FB. 28. apríl. AfvOpnunarmálin komin í nýtt öngþveiti. Frá Genf er símað; Afvopnun- ■arnefnd þjóðaibandalagsins hefir byrjað á annari umræðu um af- vopnunar-uppkast.ið frá árinu 1927. í gær var rætt um takmörk- un landhers. Cushendun, fulltrúi Bretlands, og Gibson, fulltrúi Bandaríkjanna, lýstu því yfir, að Bretland og Bandaríkin hefði á- kveðið að hætta mótspyrnu gegn þeim kröfum frakknesku stjórn- arinnar, að áformaður samningur viðvíkjandi takmörkun herbúnað- ar áltveði ekki tölu æfðra varaliðs- hermanna. Fulltrúi Þýskalands andmælti kröfum frakknesku stjórnarinnar. Kvað hann nauðsynlegt að tak- marka einnig stærð varaliðsins. Búist er við, að tilslakanir Bret- lands og Bandaríkjanna viðvíkj- andi varaliðinu, leiði til þess, að hægt verði að ljíika við starf nefndarinnar, og kalla saman al- þjóðaafvopnunarfund fyr en hing- að til hefir verið biíist við. Til- slakanirnar minka hinsve'gar von- ir manna um verulegan árangur viðvíkjandi takmörkun. landhers. •Crerða.rdómur í máli „I’m alone“. Berliner Tageblatt skýrir frá því, að það hafi orðið nð sam- komulagi á milli stjórnanna í Bandaríkjunum og Canada, að lájta •gerðardóm útkljá „I’m alone“- máþð. Vilhjálmur Stefánsson mælir með flugleiðinni um ísland. Khöfn FB 29. apríl. Frá London er símað: Sam- kvæmt London Tiines hefir Vil- hjálmur Stefánsson landkönnuður haldið ræðu um .framtíðarhorfur á flugmálasviðinu. Áleit hann ’bestu viðskiftaflugleið á milli Chi- >cago ög London vera yfir Ontario- fylki í Kanada, Labradorskaga, ‘Orænland, Island og Færeyjar. Á þeirri leið sje hvergi meira en 5 hundruð mílur á milli lendingar- -staða. Auk þess sjeu stormar og þokur eig'i eins tíðar á þessari leið og Newfoundlandleiðinni. Verður lagður talsími um Atlantshaf? Frá Köln er símað: Blaðið Köln- ische Zeitung skýrir frá uppfinn- ingu, sem þykir merkileg. Upp- finningamaðurinn er Zapf, for- tjóri. Ætla menn, ‘að uppfinning hans muni gera mönnum kleift að nota sæsíma til viðtals á milli AmeTÍku og Evrópu. Sæsíminn verður lagður innan í holan þráð, sem getur þolað vatns- þrvsting á miklu hafdýpi. Skaðabótamálið. — Markið fellur. Frá Berlín er símað: Talsverðr- ai viðskiftatruflunar hefir orðið vart vegna gullútflutningsins. — Samkomulagshorfurnar í skaða- bótamálinu eru slæmar og hafa valdið mikilli eftirspurn eftir doll- urum á kauphöllinni. Gengi marks ins hefir fallið dálítið. Sjerfræð- ingar fullyrða, að ríkisbankinn sje fær um að koma í veg fyrir að M O R G UNBLAÐIÐ markið falli til muna. Þar að auki sje ástæðulaust að halda, að mark- ið muni falla, þótt enginn árangur verði af starfi skaðabótanefndar- innar. Dawes-samþyktin ákveðnr nefnilega, að Þýskaland skuli hætta skaðabótagreiðslunni um stundarsakir, ef færsla skaðabót- anna frá Þýskalandi til Banda- manna skaði gengi marksins. Þíngtfðlndi. „Ömmufrnmvarpið,,. Sameining pósts og síma o.il. Jónas frá Hriflu kemst í marg- sín sjernefni. Ó. Th.: En hásetar ? faldan bobba. j Þá varð J. J. orðfall. En síðan 9. mál á dagskrá í Nd. í gær vax frv. stjórnarinnar um eftirlit á loftskeytum togaranna. Er það komið úr Ed.. Frv. þetta er af sama toga spunnið og frv. það, er Sveinn í Firði flutti fyrir Jónas frá Hriflu i fyrra, en breytti síðan gagngert, og aldrei komst neitt áleiðis í þinginu þá. Nú er frv. talsvert breytt, þó á því sjeu margir mjög tilfinnanlegir annmarkar. Tóku þessir þátt í umræðunum: Jónas, ÓlTh. JóhJós. og SvÓl. — Töluðust þeir fyrst við Ólafur og Jónas Sagði Ól. Th. að hann myndi vinna að því í sjútvn., að sníða af frv. mestu vankantana. Vildi hann gjarna að frv. næði fram að ganga í viðunanlegri mynd, því með því móti yrði hnekt þeim rógi og briglsum, sem Jónas ráðh. bæri á útgerðarmenn og sjómenn, er hann sakaði þá um landhelgis- veiðar. En er J. J. alvara. Trúir hann þvi, að ástæða sje til þess að sam- þykkja þetta frumvarp? , komst hann aftur í essið sitt og sagði að skipstjórar og stýrimenn væru ekki sekir. — Út- gerðarmenn einir væru sekir, því þeir skipuðu skipstjórunum í land- helgina. Þá fór Ól. Th. fram á að þessi ummæli dómsmálaráðherra væru skjalfest, að skipstjórar þeir sem veiddu í landhelgi væru ekki sekir. Var J. J. þá sýnilega nóg boðið. Auðsveipur forseti. Ól. Tli. hafði nú talað tvisvar og auk þess fengið að gera athuga- semd. Hann var því ,steindauður‘. Gekk hann þá til Magnúsar Jóns- sonar og stakk upp á því að hann minti dómsmálaráðherrann á þenn- an „sýknudóm", er hann hefði kveðið upp yfir skipstjórunum. En M. J. situr næstur ráðherr- anum, og mun J. J. hafa fengið veður af hljóðskrafinu. Beindi hann því orðum sínum til forseta, sem þá var Þorleifur í Hólum, og skipaði honum að banna þeim Ól. Th. og Magnúsi að tala saman í deildinni. Ólafur Thors sagði meðal annars að ef J. J. áliti að brögð væru að því að íslenskir togarar veiði í landhelgi, ]>á væri það skylda hans að grenslast eftir því, með því að hafa eftirlit með skeytum. Hann hefir vald tij þess samkv. núgild- andi lögum. J. J. var bent á þetta í fyrra. Hann hefði því á engan hátt notað þetta vald, af þessu sæist glögg- lega. að hann tryði eltki sjálfur óhróðri þeim, sem hann sjálfur bæri út, en vildi aðeins nota þetta mál til að svívirða pólitíska and- stæðinga. Jóhann Jósefsson árjettaði þetta. Jafnframt færði hann rök að því, að njósnarstarfsemi sú, sem J. J. talaði um, að útgerðannenn hjeldu uppi, væri blátt áfram ómöguleg. Aðaltilgangur J. J. með mála- rekstri þessum væri fyrst og fremst sá, að fá tækifæri til þess að halda á jofti illmælgi sinni um útgerðarmenn. J. J. talaði hvað eftir annað í málinu. Tók hann upp sína marg- spiluðu „grammóf ónplötu‘ ‘, um ummæli Aug. Flygenring, um sekt Ólafs Thors o. s. frv., o. s. frv., sem hann notar á eldhúsdögum og þegar landhelgismál eru á döf- inni. Þegar Ól. Th. benti honum á, að hann bæri óhróður á sjómenn, varð J. J. hinn versti, sagði að sjó- menn ættu hjer engan hlut að máli —- nema skipstjórar og stýri- menn. — Ól. Th.: Eru þfeir ekki sjómenn. J. J.: Jú, en þeir hafa Þorleifur tók ti] bjöllunnar og hlýddi fyrirmælum J. J. afdrátt- arlaust. Þótti auðsveipni varafor- seta. honum' til lítils vegsauka, ekki síst þegar tilmælin komu frá manni sem frá öndverðu hefir ver- ið þingskömm fyrir hvíslingar, skraf og hverskonar málæði — meðan aðrir lialda ræður. Efri deild. Sameining pósts og síma. Samgmn. klofnaði. Stjórnarliðar (PHerm. og Ingvar) vildu samþ. frv. óbreytt, en H. Steinss. lagði til að það yrði fe]t. H. Steinsson taldi óþarft að samþ. lög um þetta efni. Á þeim stöðum, þar sem hag- kvæmt þætti að sameina starf- rækslu pósts og síma, mætti gera það án lagafyrirmæla. Slík sam- eining hefði átt sjer stað sum- staðar. Frv. þetta væri hvorki fugl nje fiskur, þar sem gripið væri af handahófi til sameiningar út um land, en hjer í Rvík ætti alt að vera óbreytt. Þá taldi ræðum. það óhæfu, að ætla sumum stöðv- arstjórum í kaupstöðum út um land hærri laun en landssímastjór- inn hefði. Erl. Friðjónsson mintist á sam- einingu á Alcureyri og taldi ýmsa erfiðleika á henni. Nefndin áætlaði um 2000 kr. sparnað af sameinmgu þar, en hún hefði gjeymt út- gjaldapósti (ljós og liita), er næmi 1600 kr. Þar með væri sparnað- urinn nærri horfinn. Bæði póst og símastörfin á Akureyri væru orðin svo umsvifamikil, þess vegna mundi erfitt að sameina þau. Erl. kvaðst þó fylgja frv. til 3. umr. Frv. var aígreitt til 3. umr. með atkv. allra stjórnarliða. íhaldsm. greiddu atkv. á móti. Rannsóknir í þarfir atvinnuveg- anna var afgr. sem lög frá Alþ. Lögreglustjórinn á Akranesi. — Allshn. mælti með frv., þó vildu stjórnarliðar gera þá breytingu á 1. gr„ að stjórnin sltipaði lög- reglustjóra ,að fengnum tillögum' hreppsnefndar í stað „samkvæmt tillögum.“ Var það samþ. og frv. afgr. til 3. umr. Breyting á 1. um brunamál. — Fjhn. lagði til að fvr. yrði samþ. með þeirri breytingu, að frá 1. jan. 1932 greiði Brunabótafjelag íslands allan kostnað við yfireftir- litið. Var það samþ. og frv. afgr. til 3. umr. Eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra. Sjútvn. mælti með frv. eins og Nd. hafði gengið frá ])ví, og var því vísað fil 3. umræðu. Frv. um lækningaleyfi og Menn- ingarsjóð fór nmræðulaust til Nd. Neðri deild — xnánudag. Frv. um gjaldþrotaskifti var til 2. umr. Hafði meirihL allshn. tekið málið til meðferðar hjer um dag- inn meðan Magnús Guðmundsson var veilrur, og hafði ekki gefið Hákon tækifæri til þess að taka þátt í meðferð málsins.. Flutti meiri hlutinn nokkrar ómerkilegar brtt., eru voru samþ. Kjördagsfærslan, að færa kjör- daginn frá haustinu til 1. laugar- dags í júlí var samþ. með 19. atkv. gegn 7. Höfnin á Skagaströnd var til 3. úmr. og samþ. með bráðabirgða- ákvæði um að gera megi nokkurn hluta hennar fyrst í stað. „Óíinn" tekur tngarn. Vestm.eyjum, FB. 28. apríl. Oðinn kom í morgun með þýsk- an botnvörpung, Island, frá Cux-, Íiaven. Var bötnvörpungurinn tek- ínn með veiðarfæri ólöglega um- búin, skamt austur af Eyjum. — Rjettarhöld byrja í fyrramálið. Skipstjórinn á þýska togaran- um þóttist órjetti beittur, þóttist ekki hafa verið í landhelgi, sím- aði hingað til Reykjavíkur og krafðist þess að eftirlitsskipið Ziethen, sem hjer lá, kæmi þangað suður og mældi hvar hann hefði verið. Ziethen fór hjeðan í fyrra- kvöld í þessum erindum og kom til Vestmannáeyja í gærmorgun, en fór þaðan brátt aftur. Óðinn og togarinn liggja I Vestmannaeyjum og bíða eftir mælingum Ziethens. I Vestmannaeyjum segja þeir, áð Óðinn hafi tekið togarann hjá Bjarnarey! Dagbók. Veðrið (í gær kl. 5): Breytileg átt og hægviðri með 6 stiga hita sunnan lands og hæg N-gola á Norður- og Austurlandi, með 0— 2 stiga hita. Dálítil snjójel í út- sveit.um á N-landi, en annars úr- komulaust. Grunn lægð suðvestur af Reykjanesi, hreyfist hægt aust- ur eftir fyrir sunnan land. Hins vegar er loftþrýsting alt af há S.8. Lvra fer hjeðan fimtudaginn 2. maí klukkan 6 síðdegis til Bergen um Vestmannaeyjar og Færeyjar. Stysta sjóleið til megin- lands Evrópu. — Framhadds- farseðlar seldir til Kaup- mannahafnar, Hamborgar, Rotterdam, Gautaborgar og Newcastle. Farseðlar óskast sóttir sem fyrst. Flutningur tilkynnist sem fyrst. í síðasta lagi fyrir kl. 5 á miðvikudag. Nic. Bjarnason. Nl.s. Dronning Alexandrine fer í kvöld klukkan 6 til ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Ak- ureyrar, og þaðan aftur sömu leið til baka. C. Zimsen. fer hjeðan á fimtudagskvöld 2. maí, vestur og norður um land, til Hull og Hamborgar. Vörur afhendist á morgun og farseðlar óskast sóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.