Morgunblaðið - 25.05.1929, Side 3

Morgunblaðið - 25.05.1929, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ S r | f í Erlendar símfregnir. Khöfn, FB. 23. maí. Óeirðir í Kína. Frá Shanghai er símað: Stjórn- inni í Nanking (kínversku þjóð- ernissinnastjórninni), veitist stöð- ugt erfitt að halda hylli alls hers- ins og bæla niður mótspyrnu ým- issa hershöfðingja, sem sífelt erU ■að gera tilraunir til þess í ýms- «jn hjeruðum, að mynda hervakls- stjórnir gegn Nankingstjórninni. Her Nankingstjórnarinnar virð- ist nú að vísu liafa unnið sigur á Kwangsihernum skamt frá Can- ton, en hinsvegar virðist Nanlcing- síjórninni nú hætta búin frá Féng- yuh-siang hershöfðingja, er veitti Nankingstjórninni stuðning í ó- friðnum gegn Norður-Kína. En Feng-yuh-siang- snerist seinna á móti Chiang-lcai-shek, sem nú er raunverulega forseti Kínaveldis. Hjer Feng-yuh-siang og fleiri hers- höfðingjar, sem valdagjarnir eru, ofsjónum yfir því, hve mikils trausts og virðingar Chiang-kai- shelc nýtttr, og vilja steypa lion- um af stóli og með því koma í veg fyrir að það starf, sem Chiang- kai-shek á svo mikinn þátt í, að sameina Kínverja undir einni stjórn, verði til ónýtis unnið. — Feng-yúh-siang safnar nú liði í Honanhjeraði. Birti hann þar yfir- lýsingu í gær og er henni beint gegn Chiang-kai-shek. Kveðst Feng-yuh-siang hafa verið kosinn .yfirmaður hersins og’ telji hann það hlutverlc sitt að hreinsa til í landinu og steypa Nanking-stjórn- inni, sem hann kveður hafa verið .myndaða með ólöglegum hætti. Herskylda í Bandaríkjunum. Frá Washington er símað: Unit- »ed Press skýrir frá því, að laga- frumvarþi því, sem áður hefir ver- sð um getið, viðvíltjandi her- •rskyldu, hafi verið frestað fyrst um sinn, svo að stjórnin geti íhugað hvaða aðferð skuli notuð við liðs- ;safnað á meðal verkamanna í iðn- -aðargreinunum. Búast menn við, «ð frumvarp þetta mæti mikilli mótspyrnu innan iðnaðarins, þar *eð foringjar verkamanna hafa lýst j'i'ir þeirri skoðun sinni, að frum- varpið sje skerðing á rjettindum werkamanna. Samsæri gegn ráðstjórninni í Rússlandi. Khöfn, FB. 24. maí. Frá Moskva er símað til Ritzau- frjettastofunnar: Frjettastofa Rússlands tilkynnir, að rússneska lögreglan hafi komist að því, að tvö byltingafjelög höfðu unnið að þ>ví að steypa i}áðstjórninni af ■stóli. Tveir háttsettir embættis- menn í samgöngumálaráðuneytinu <og einn prófessor, sem stjórnuðu Stofnandl: Vilh. Finsen. ntgefandi: FJelag I Reykjavlk. Ritstjörar: Jön KJartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstrætl 8. Slmi nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasimar: Jön KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.60 - ---- t lausasöiu 10 aura elntakiB. fjelögunum, hafa verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Fór aftaka þtirra fram í gær. Aðrir þátttak- endur í byltingaáformnnum hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Khöfn, FB. 24. maí. Stefnuskrá Lloyd George. Frá London er símað: David Lloyd George birti í gær stefnu- skrá frjálslynda .flokksins. Við- víkjandi utanríkismálunum kvað hann svo að orði, að aðaltakmark floltksins væri að reyna að koma í veg fyrir að styrjaldir verði '<þna r útkljá deilumál þjóðanna. Kvað hann flokkinn vilja láta minka fljótlega vígbiinað allra þjóða og endurskoða friðarsamn- iugana, til þess að lagfæra gall- ana á þeim. Ennfremur kvað hann það vilja flokksins, að komið yrði á aftur stjórnmálasambandi við Rússiand gegn gagnkvæmum lof- orðum um áð forðast undirróður. New York ekki örugg fyrir loftárásum. Frá New York er símað: Flug- æfihgar yfir New York City í fyrrinótt leiddu það í ljós, að borgin getur eklti varist árásum úr loftinu. — Sprengjuflugvjel hepnaðist að sleppa fram hjá leit- arljósunum inn yfir borgina. Er álitið af sjerfræðingum, að flug- vjelin hefði getað skotið á og eyðilagt mikinn hluta borgarinnar. Frá Kína. Frá Nanking er símað: Nanking stjórnin hefir samþykt, að gera Feng-yuh-siang rækan úr flokki þjoðernissinna og senda her manns á móti honum. Uppreisnin í Mexiko. Frá Mexiko City er símað til Ritzau-frjettastofunnar, að 4000 menn hafi beðið bana í uppreist- inni, sem nú er niður bæld, en eignatjón er áætlað að nemi 10 miljónum sterlingspunda. Að norðan. Rafmagnsmál Akureyrar. Akurayri, FB. 24. maí. Bæjarstjórnin hefir ályktað að Jata undirbúa rafmagnsvirkjun í stórum stíl við ár í grendinni, vegna þess að fyrirsjáanlegt er að rafmagnsþörf bæjarins muni mik- ið aukast í nánustu framtíð. Leit- að verður samvinnu um undirbún- ingsstarfið við Eyjafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslu og ríkisstjórnina. Vinnustöðvuninni af ljett. Siglufirði, FB. 24. maí. Hlaðafli af fullorðnum þorski og dálítill síldarafli. í fyrradag var ofsarok á norð- austan og allir bátar á sjó, en þeir komust allir heilu liöldnu til hafnar. ríðarfar gott. Fannir að liverfa. Vinnustöðvuninni í verksmiðju dr. Paul er afljett. Varð það að samkomulagi að einn útlending- anna færi. Var það verkstjórinn. Sjö útlendingar, faglærðir menn, unnu í verksmiðjunni, að fengnu leyfi stjórnarvaldanna, er deilan liófst. —-—-------------- Dagbók. Veðrið (í gærkv. kl. 5): Lægð fyrir sunnan land og háþrýstisvæði- fyrir norðan. Engar fregnir af hafinu suður undan og lieldur ekki frá Bretlandseyjum. Lægðin, sem var sunnan við Færeyjar í morgun, hefir dýpkað og færst norður á móts við Austfirði. Þó er þæpið að hún verði svo öflug, að hún valdi N-átt hjer á landi á morgun nema helst á NA-landi. — í dag hefir verið mikil rigning á SV-landí, einkum í grend við Rvílt (17 mm. frá kl. 6 til kl. 17) en ekki liefir sú úrkoma náð til Stykk’ ishólms eða Vestfjarða og í Grinda vík hefir heldur ekki rignt að mun. — A Halamiðum er emiþá snarpur A-vindur og slæmt veiði- veður. Veðurútlit í dag: SA- og A- kaldi. Skúrir. Messur á morgun. f dómkirkj- unni kl. 11 síra Fr. Hallgrímsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 síra Árni Sigurðsson. Hjúskapur. í dag verða gefin sarnan í lijónaband María Jóns- dóttir verslunaírmær og Jakob Jónsson kaupmaður. Heimili þeirra verður Miðstræti 10. K. F. U. M. A-D-menn koma sam an í kvöld kl. 8i/2. Kaffi. Valtýr Albertsson læknir hefir dvalið ytra í 6 ár við framhalds- nám, lerrgst af á sjúkrahúsum í Noregi og Danmörku. Vann ault þess um tíma á rannsóknastofu og var eitt ár hjeraðslæknir í Noregi. Hann er nýkominn heim og setst að hjer í bænum; opnar lælminga- stofu í dag í Austurstræti 7 (sbr. augl. í blaðinu). Björgunarbátur Slysavarnafje- lagsins verður fluttur úr Slippnum um miðjan dag á mongun og hon- um ekið niður á Steinbryggju og verður liann þar bæjarbúum til sýn is. Kl. 3 heldur forseti Slysa- varnafjelagsins (Guðm. Björnson) ræðu og lýsir bátnum, en að henni lokinni gefur frú Guðrún Brynj- úlfsdóttir bátnum nafn. Þá vígir biskup bátinn. Er það algengur sigur erlendis, að klerkar eða bisk- upar vígi nýja björgunarbáta, áð- ur en þeir hefja starf sitt. Að því loknu verður bátnum hrundið á flot, honum róið út úr höfninni og þá sett upp segl, ef byr gefur. Verður þetta án efa mjög hátíðleg viðhöfn eins og’ vera ber, þegar fyrsti björgunarbátur íslendinga er settur á i'Iot. — Á morgun verða seld merki á götunum til á- góða fyrir sjóð Slysavarnafjelags- ins og gefst þá öllum kostur á að styrkja gott málefni og þjóðinni hjartfólgið, með því að láta nokkra aura af höndum rakna. Nýja- rafmagnsstöð, 85 kw., á að reisa í Fáskrúðsfirði í sumar. — Verður það jafnspennustöð og knúi(i vatnsafli. H.f. Rafmagn hjer í bænum hefir tekið að sjer að koma stöðinni upp fyrir 57,680 ltrónur, og er þar í falið að leggja heimtaugar að húsum frá stöðinni. Byrjað verður á verkinu í næsta mánuði og á því að vera lokið 1. október og á stöðin þá að talta til starfa. Jarðarför Guðlaugs heit. Lárus- sonar fór fram í gær. Nemendur Mentaskólans fylgdu honum til grafar í skrúðgöngu. Ellen Buurmeister ensajn. Frá því var sagt lijer í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að Ellen Buur- meister ensajn í Hjálpræðisherniim hefði verið kvödd hjeðan til Dan- merkur og væri á förum þangað. En sú breyting hefir á orðið, að skipunin hefir verið afturkölluð, og fer7 ensajninn ekki fyrst um sinn hjeðan. Auglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu á morgun, þurfa að koma tímanlega í dag og alls ekki síðar en kl. 6 vegna þess að blaðið verður að fara fyr í prentun en vant er, þar sem lokað verður fyrir rafmagnsstrauminn kl. 1 í nótt. Eimreiðin. Annað hefti þessa ár- gangs er nýkomið. Hefst það með „ljóði í mæltu máli“ eftir dr. Al- exander Jóhannesson og heitir „Flugferð“. Er það lýsing á fyrsta flugi frá Akureyri til Reykjavík- ur. Ragnar E. Kvaran skrifar „TTm bíl og stíl“, Oddur Oddsson skrifar grein um „Skinnklæði“, en Knútur Arngrímsson ritar grein er nefnist „Guðfræðinám -og góð kirkja“, og er það svar við grein Ragnars Kvarans í næst seinasta hefti Eimreiðarinnar. Jakob Smári ritar um Nietzche, en ljóð eru þar eftir' Jón Magnússon og Rögnvald Þórðarson. „Veraldir í smíðum“ heitir grein eftir Clyde Fischer, forstöðumann stjörnufræðideildar náttúrusögusafns Bandaríkjanna, og liefir ritstj. þýtt. Upphaf er þar að ferðasögu frá Afglianistan eftir sænska konu, Áróru Nilsson og nefnist „Flóttinn úr kvennabúr- inu“. Sundfjelagið hjelt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Var þar útbýtt reglu- igerð fyrir róðraræfingar. Kosin var stjórn: Erlingur Pálsson form. log meðstjórnendur Valdimar Svein björnsson, frú Gerda Hanson, Ól- afur Pálsson og Sigurður Þorkels- son. Hrossasýningar. Hjeraðssýning- ar á hrossum á að halda á Vestur- landi "frá Hvammsfjarðarbotni að Ritru. -— Fyrsta sýningin verður haldin að Leirá þ. 29. maí og sein- asta sýningin í Kollafjarðarnesi þ. 20. júní. Engar sýningar verða þó í fsafjarðarsýslunúm. — Theodór ráðunautur Arnbjörnsson frá Ósi hefir unjsjón með sýningum þess- um og l'eggur hann af stað hjeðan í þeim erindum upp úr helginni. Gert er ráð fyrir 11 sýningum að þessu sinni. (FB). Aðalfundur Ræktunarfjelags Norðurlands verður lialdinn að Laugum í Reykjadal, Suður-Þing- eyjarsýslu, í lok júnímánaðar Aðalfundur Búnaðarfjelags fs- lands verður haldinn að Laugum í Reykjadal, í lok júnímánaðar, að aflöknum aðalfundi Ræktunarfje- lags Norðurlands. (FB). Landnám Hallsteins lieitir lítið ljóðakver eftir Ásg. H. P. Hraun- dal og er nýkomið út. Er það lje- legur kveðskapur, enda er bókin öll orkt á einum degi, 28. janúar 1929, að því er segir í henni sjálfri. Óþarfa leikur var það, er nokkr- ir drengir í Suðurpól höfðu sjer til ánægju í fyrrakvöld. Þeir tóku körfu, sem einhver hafði skilið eftir hjá veginum, settu liana á vegarbrúnina og röðuðu stórum steinum frá henni yfir veginn til þess að stöðva bíla umferð. For- eldrar þessara barna ætti að líta eftir því að þau geri þetta ekki oftar. Látum oss fara til íslands. Ný- lega stóð í bresku blaði grein með þessari fyrirsögn. Var þar frásögn nm tíðarfarið á íslandi, höfð eft- ir Taylor skipstjóra á s.s. Chis- wick, þá nýkomnum hjeðan. Seg- ir Taylor, að Island sje hinn rjetti Euðmundur Hamban flytur í 3. sinn erindi um í Nýja Bíó sunnudag 26. maí kl. 4 síðdegis. Aðgöngumiðar á kr. 1,50 fást- í Bókaverslunum fsafoldar og Sigf. Eymundssonar og við innganginn. Karlmannaiöt, Regnfrakkar, Regnkápnr, drengja. Manchester, Laugaveg 40. — Sími 894. Niðurjöfniinarskrá. Skrá yfir aðalniðnrjöfnun út* svara í Reykjavík fyrir árið 1929 liggur frammi almenningi til sýn- is í skrifstofu borgarstjóra, Aust- urstræti 16, frá 25. ]i. m. til 7. júní næstkomandi að báðum dög- um meðtöklum, kl. 10—12 og 1—5 (á laugardögum aðeins kl. 10—- 12). Kærur yfir útsvörunum skulu konmar til niðurjöfnunarnefndar, Hafnarstræti 10, áður en liðinn er sá tími, er niðurjöfnunarskráin liggur frammi, eða fyrir kl. 12 síðdegis þann 7. júní. Gjalddagi á fyrri helmingi út- svaranna er. 1. júní. Borgarstjórinn í Reylcjavík, 24. maí 1929. K. Zimsen. Aðeins Laugavegs Apótek, Lyfjakúðin Iðnun, hárgreiðslustofur og margir kaupmenn, hafa hið Ekta RosoI-GIycerin sem eyðir sprungri húð, fílapensum og húðormum. Varist eftirlíkingar. Gætið að nafnið sje rjett. Aðeins Rósól ekta. H.f. Efnagerð Reykjaviknr. Kemisk verksmiðja. Allskonar Mrtm. Vald. Poulsen, Sfml 24. Klappapstlg 29.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.