Morgunblaðið - 23.06.1929, Síða 3

Morgunblaðið - 23.06.1929, Síða 3
M 0 R G U N B L A Ð ) I Leit að sauðnautum. Irtnan skamms fer leiðangur hjeðan til austurstrandar Grænlands til þess að reyna að ná í lifandi sauðnaut. Hjer í höfninni liggur vjelbát- nrinn Gotta frá Yestmannaeyjum og hefir undanfarna daga verið að útbúa hann þannig, að allir gátu sjeð, að hann átti að nota til einhverra stórræða. Enda er það svo. Bátur þessi á að fara til austurstrandar Grænlands og er það erindi þeirra, sem á honum eru, að freista þess hvort þeir geti ekki náð í lifandi sauðnaut og flutt hingað. Aðalhvatamaður þessa fyrirtæk- is er Þorsteinn Jónsson kaupmað- ur frá Seyðisfirði. Hefir hann leugi liaft áhuga á því að flytja hjer inn sauðnaut, og mun líklega vera fyrsti maður lijerlendur, sem fekk þá hugmynd að það gæti orð- ið landinú til heilla að flytja sauð- naut hingað.. Annars er það fje- lagssltapur, sem nefnist „Eiríkur rauði“, er kostar förina, og eru í þeim fjelagsskap ýmsir mætir menn, þar á meðal Ársæll Arnason bóksali. Hann verður með í leið- angrinum til Grænlands, og hefir Morgunblaðið náð tali af honum -og spurt hann um hitt og annað viðvíkjandi þessu fyrirtæki. — Honum sagðist 'svo frá: — Eins og kunnugt er samþykti seinasta Alþing að veita 20 þús. króna styrk til þess, að flytja inn lifandi sauðnaut. Fjelagsskap- ur okkar leitaði til Tryggva Þór- hallssonar forsætisráðherra og' fór þess á leit að fá þennan styrk. Var þetta rjett áður en hanu sigldi. Við höfðum þegar fengið vil.vrði fyrir styrknum, með vissum skil- yrðum. En áður en gengið yrði frá samningnum um það, kemur skeyti frá Sveini Björnssyni sendiherra og var á þessa leið: „Dýrin lík- legá . fáanleg,“ Verður það varla skilið á aðra ieið en þá, að danska ntjórnin hafi boðist til að útvega þau. Vegna þessa viídi forsætis- ráðherra ekki ganga frá samning- um við okkur fyr en hann vissi nánar um þetta. Lofaði hann að ^íma hingað er hann vissi hvernig- þessu væri varið', en ennþá hefir ekkert skeyti komið frá honum um þetta. En við ætlum nú samt að brjótast í því að fara vestur og reyna að ná í nokkur dýr. Teljum við tækifæri svo gott til þess núna af mörgum orsökum, að ekki sje vert að sleppa því. — Hvert er förinni heitið? — Norður til Franz Jósefs-fjarð- •ar, sem er all-langt norðan við Seoresbysund. Þar ér enn „aímenn- ingur“ og öllum frjálst að veiða þar. En einmitt þess vegna er hætt. við, að sauðnautin gangi til þurðar, og hver veit hvenær sein- asta dýrið verður skotið? Vera má, að þess verði ekki langt að lúða, og þetta, ásamt ýmsu öðru, hefir ýtt, undir okkur að ráðast í þennan leiðangur nú þegar í sumar. — Hvernig hugsið þið ykltur að ná dýrunum? — Það verður að ráðast þegar vestur kemur; fyrst er að finna þau. Annars höfum við með okk- ur allar hugsanlegar tilfæringar til þess að handsama þau og koma þeim til skips. En okkur er sjer- lega umhugað að ná eigi aðeins í kálfa, heldur einnig í mæðurnar, því að hætt er við, að kálfarnir drepist í höndunum á okkur, eða verði ekki langlífir hjer, af við- brigðunum, ef þeir fá ekki að Kort, er sýnir afstöðu íslands og Austur-Grænlands. halda móðurmjólkinni. Við förúm með dálítið af heyi með okkur, en svo höfum við með okkur hey- skaparverkfæri og ætlum að heyja vestra, ef svo skyldi til takast, að við næðum í nokkur dýr. — Hvað getið þið flutt mörg dýr á bátnum? — Við ættum að hafa rúm fyrir 10—20 dýr í lestinni, og auðvit- að reynum við að ná í-eins mörg og við getum. — Hvernig eruð þið útbúnir í þetta ferðalag og hvað búist þið við að vera lengi? — Ef alt gengur að óskum, gæt- um við komið aftur eftir rúman mánaðar tíma, en við búum okkur út til raiklu lengri tíma. Við höf- um t. d. nauðsynlegustu matvæla- birgðir, svo sem kornmat, til eins árs, en veiðiskap búumst við við að fá nógan. Erum við útbúnir til þess að veiða fisk og skjóta dýr og fugla. Eða hvað segið þjer um hana þessa, er hiin ekki nógu veiðileg? — Og Ársæll bregður á loft, heljarmikilli skammbyssu, sem hlaðin er með dynamitskotum og „dum-dum“ kúlum. — Auk þ.ess höfum við haglabyssur og riffla. Olíu tökum við eins mikla og báturinn getur borið, en til þess að spara hana sem mést, notum við segl eftir' því sem hægt er. Það er því óþarfi að óttast um okk- ur, þótt, heimkoman dragist nokk- uð. — — En hvað gerið þið nú, ef þið hittið engin sauðnaut? — Þá svipumst, við eftir ein- Húsmæður! BiðjiöJ kaupmanninn sem þjer skiftiö viö um Every Day mjólkina. Every Day hefir áunniö sjer allra hylli. Heildsölubirgðir fyrir kaupmenn og kaupfjelög bjá: O. JOHNSON & KAABER. A. E. 6. ritvjelin er framleidd - af stærsta verksmið'jufyrirtæki í Evrópu, er hefir um 80000 manns í þiónustu sinni. A. E. G. RITVJELIN Mod. Nr. 6. er fullkomnasta og vandaðasta ritvjel, sem framleidd hefir verið. Hún hefir allar þær fullkomnustu endurbætur, sem þekkjast á öðrum vjelum að viðbættum fjöl- mörgum kostum, sem eru algjörar nýjunar á sviði ritvjelaiðnaðarins. NÝTÍSKU RE IKNIV JELAR. Q PtglHAt-(*)DHNKP RE1KNIV7ELAR SAHLABNINRARVJEL s (RARRETT. Kaupið ekki ritvjel og; ekki reiknivjelar án bess að láta sýna yður fyrst. A e G ORGINÁL ODHNER BARRETT. HEILDV. RARÐARS RISLASONAR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.