Morgunblaðið - 23.06.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1929, Blaðsíða 6
€ Bödtker í miklum mettun. Hefir hann sjerstaklega gert landi sínu góðan greiða með útvegun mikils fjár erlendis, bæði handa hinu norska ríki, sveitarfjelögum í Noregi, og handa norskum bönk1- um. Er«orð á því gert, með hversu góðum kjörum honum hefir tekist að útvega slík lán. Hefir hann með þeirri starfsemi unnið þjóð sinni stórmikið gagn og styrkt lánstraust hennar og fjármála- stöðu alla út á við. J. Sejersted Bödtker mun nota komu sína hingað til lands til þess að ferðast um landið og kynn ast öllu hjer svo sem tími leyfir, og verður honum að sjálfsögðu alls staðar vel tekið. ------<«»;->—-- Kappskákir Óslóar og Reykjavíkur. Dómurinn kominn. íslendingar og Norðmenn skilja jafnir. í gær barst forseta Skáksam- bandsins, Pjetri Zophóníassyni, skeyti frá Smedal forstjóra og for- seta Skáksambandsins norska svo- hljóðandi: „Sænska skáksambandið hefir dæmt skákirnar unnar hjá hvítu, nema jafntefli Jón Guðmundsson og Martinsen. Skákimar því jafn- ar (þ. e. a. s. hvorugir unnið). Oska til hamingju. Smedal.“ Hjer heima var búist við því, sem versta dóm fyrir íslendinga, að þeir yrðu jafnir, og hr. Bemdt- sen ritstjóri „Sehackwárlden“ seg- ÍL’ hið sama í blaði sínu, en telur þó ekki ólíklegt, að þær verði dæmdar íslendingum. Samkvæmt þessum dómi hafa uiniið af hálfu íslendinga: Eggert Gilfer og ’ og Brynjólfur Stefánsson, ii tapað hafa Asmimdur Asgeirsson og Einar Þorvaldsson, en jafntefli gerðu Sigurður Jónsson og •Jón Guðmundsson, og hefir því hvor aðili fengið 3 vinninga. fslensku skákmönnunum þykir fremur hart, að skák Einars slculi dæmd töpuð, og um skák Jóns, er var ger jafntefli, má taka það fram, að skák hans stendur betur, enda þótt skákin sje dæmd jafntefli. ■ ——----------- HnattspymumðtlS. Valur og Akureyringar jafnir. í gærkvöldi þreyttu þeir Valur •og Akureyringar. Veður var kalt og hvast á hánorðan. Urðu Akur- eyríngar fyrst að leika á móti vindi, en vörðust svo vel, að marki þeirra var aldrei hætta búin. f seinni hálfleiknum var meiri sókn af Akureyringa hálfu og skutu þeir oft vel til marks. En þó fóru leikar svo, að hvorugir skoruðu mark. Olfert Richard er látinn í Kaupmannahöfn, eftir uppskurð, 57 ára gamall. Er þar fallinn frá einn mesti kennimaður Danmerkur. Með framkomu sinni, ræðum sínum og innileik sínum í guðsþjónustu, skipaði hann sjer aðalssess ineðal presta, og hin fjöl- mörgu rit hans bera. í senn vott um afburða hæfileika og einlæg- an vilja á því að leiða menn til guðs. Æskulýður Danmerkur saknar leiðtogans. Hina sjerstöku afstöðu hans til lærðra og leikra, skapaði ekki hvað síst hin ötula framganga hans í stofnun K. F'. U. M. A unga aldri safnaði hann ungum mönnum undir merki Krists og með áhuga og ötulleik hvatti hann þá til stórræða, og að forgöngu hans var bygt stærsta samkomuhús K. F. U. M. á Norð- urlöndum. Þar var það, að hann ft kk kr’aft þann og guðmóö í prjedikanir sínar, að við dauða hans á landið á bak að sjá sínum fremsta ræðusnillingi, enda flykt- ust menn svo í kirkju til hans, að aldrei var nóg húsrými, og það skeði ósjaldan, að konungsfjöl- skyldan hlýddi á messu hjá hon- um. Orðsins list er hverful, en á- hrifin og straumhvörfin, sem hann olli, eru varanleg. Olfert Richard. Jafnframt prestsstarfi sínu rak hann mikla bókmentaiðju, sem í sinni röð er með því fremsta, er Danir hafa skapað, og sem í þýð- ingum hefir farið viða um heim. Eftir kenniugum hans er víða farið úti um heim í uppeldi ung- iiru-a, Fyrirlestrar hans við liá- skólann voru afar fjölsóttir, og það er því merkilegra fyrir þá sök, að hann valdi ekki vísindaefni, heldur gaf ráð um starf ’prest- anna. En efnið var hugðnæmt og flutt af þeim krafti, að áhrifin munu lengi lifa. Aðstaða hans gagnvart söfnuði sínum var hin fegursta, enda hafnaði hann meir en einum biskupsstól, til þess að geta þjónað enibætti sínu í Kaup'- mannahöfn. Sá er þetta ritar, spurði einu sinni Olfert Richard, hvaða ritn- ingarstað honum þætti vænst um. Hann svaraði, að sjer þætti vænst um Matteus 2,10, þar sem sagt er frá vitringunum frá Austurlönd- um: „En er þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög.“ Þetta er skiljanlegt, vegna þess, að hann fann, að hann átti sjer leiðar- stjörnu í lífinu, og að hann leit- aði sí og æ barnsins í jötunni. Starfsemi hans byrjaði meðal barna, og með andríki sínu og eklheitri trú skapaði hann sjer söfnuð feðra og mæðra. Hann gat leýst hið erfiða hlutverk, að safna hinum hverfula æskulýð nútímans undir merki Krists, vegna þess að hann var sjálfur nútímamaður — MÖRGUNBLAÐIÐ RECORDS prove more than Sþeed Hinn nýi Studebaker’s Erskine Six Club Sedan fyrir 5 menn. — Trje- hjól og hristingsafnám í hverjum bíl. Til sannindamerkis um það hvað Erskine s e d a n fer ljett yfir og er sterkur, er það, að hann ók 1000 mílur á, 984 mínútum, og náði þann- ig meti þeirra bíla, sem seldir eru fyrir líkt verð. Þetta opinbera met Erskine Six sannax meira en það að hann sje hraðskreiður. Það sannar einnig hvað hann er smíðaður úr vönduðu efni og er vandaður að öllu leyti, enda hefir þetta verið einkenni Studebaker’s bíla í 77 ár. Það sannar einnig vfirburði hreyfivjelar- innar. Og vegna alls þessa hafa Studebaker’s bílar náð öllum opin- berum ameríkskum metum fyrir þol og flýti. Komið í dag og sjáið með yðar eigiln augum hvað Erskine Six Club Sedan er framúrskarandi fallegur og skrautlegur. Reynið hann og þá munuð þjer komast að raun um hvað hann er mjúkur undir og1 hverja yfirburði hann hefir yfir aðra bíla. Umboðssaíi á ísSandi: ■ > \ EOILL VILHJALMSSON STUDEBAKER óhræddur við að leggja inn á nýj- ar brautir í prjedikunum sínum. Hann talaði ætíð blátt áfram, ó- liáður allri hefð í ræðulist, en prje- dikanir hans voru þrungnar töfra- krafti, og þótt mál hans væri blátt áfram, var það þróttmikið og lipurt, og hann notaði oft dæmisögur úr daglega lífinu, að dæmi meistarans frá Nazaret. — Vegna meðfædds smekks hans, fór hann aldrei yfir takmörk þau, er slík venja hlýtur að sétja sjer, en þeir, sem líktu eftir honum, urðu að temja sjer aðferð hans með þjálfun og lærdómi. Þess vegna varð hann líka að hafa það á hendi að kenna öðrum prestum. Hann var alþýðumaður í orðsins fylsta skilningi. Þess vegna syrgja hann allir þeir, er nokkur kynni hafa haft af honum, bæði ungir og gamlir. Frekar en nokkur prest- ur getur hann tileinkað sjer orð guðspjallamannsins: „En er þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög“. Leggi maður þann skiln- ing í stjörnuna, að hún tákni tak- mark lífsins, þá hefir hann fylli- legá náð því takmarki. p. t. Reykjavík. Eyvínd Rafn. IVUDER O F CHAMPIONS Loitskeytastððvar. Upppsetningu og viðgerðir annast fljótt og vel. H.F. RAFMAGN. HafnarPtræti 18. Sími: 1005. Ef nalay n RayRtjavikur. Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Jóhannes úr Kötlum, skáld, er staddur í bænum og dvelur hjer nokkra daga. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.