Morgunblaðið - 31.08.1929, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.1929, Qupperneq 2
2 t» n p r; tt V T-? T d H í )) teimiHI i ÖLSEIN] (( Höfum til: Umbúðapappír í rúllum. Pappírspoka. Ðinðigarn. Gúmmíbönd, ýmsar stærðir. FyrlrUggJandt: Appelsíunr. Lanknr. Kartöflnr. Eggert Kristjánsson 5 Co, Símar 1317 og 1400. t Sighvatur Bjarnason fyrv. bankastjóri. Fæddur 25. janúar 1859, Um fótaferðartíma í gærmorg- un fóru að koma upp flögg í hálfa stöng hjer um bæinn. Er fram á morguninn kom var auðsjeð, að andlát hafði borið að höndum, er snerti marga bæjarbúa. Eánar voru upp dregnir á opinberum bygg- ingum, svo sem stjórnarráðinu •o. fl. Sighvatur Bjai’nason fyrverandi bankastjóri var dáinn. í fyrradag bar ekki á því, að hann kendi sjer meins. Gekk hann um útivið og hafði tal af mörgum mönnum, eins 'og hann átti vanda til — því margir áttu jafnan við hann erindi, enda þótt hann hefði látið af mörgum þeim störfum, er hann gegndi, meðan heilsa og kraftar voru óskertir. í fyrrakvöld mun hann hafa hugsað sjer fyrir næsta dagsverki. En hinn Iangi vinnudagur hans var á enda. Hann dó í svefni snemma í gærmorgun. Æfisaga Sighvats Bjarnasonar er lesendum þess'a blaðs kunn í öll- um aðalatriðum — einkum þeim, er alið hafa aldur siiin hjer í bæn- um. í Reykjavík var hann fæddur þ. 25. janúaí 1859, og Reykjávík var verustaður hans alla æfi; í Reykjavík var hann sín bernsku- og uppvaxtarár, kom fátækur 15 ■ára á landshöfðingjaskrifstofuna og fjekk þá þegar traust samverka manna sinna, er ætíð fylgdi honum síðan. Er Landsbankinn var stofnaður 1886, varð hann bankgbókari þar. Hafði hann það starf á hendi uns íslandsbanki var stofnaður 1904. Bankastjóri var hann í íslands- banka þangað til 1921, að hann veiktist mjög þungt, og töldu læknar, að hann þyldi eigi þá á- reynslu, að taka við bankastjóra- starfinu aftur. Um það leyti sem íslandsbanki var stofnaður, hófst sem kunnugt er, nýtt tímabil í sögn atvinnuvega Torra. Voru miklar vonir við þá Dáinn 30. ágúst 1929. bankastofnun tengdar meðal þeirra manna, er höfðu trú á því, að at- vinnuvegir vorir væru þess rnegn- ugir að ávaxta aðfengið fje og það væri þjóð voití til góðs, að hún fengi rekstursfje mflli handa. Að Sighvatur Bjarnason var til þess kjörinn að vera bankastjóri í hinum nýja banka, sýnir best, hve rnikið traust var til hans bor- ið, og í hve miklum metum hann var. í þau 16 ár, sem hann vann í þeim banka, er óhætt að fullyrða, að á hans herðurn hafi legið mest af því daglega erfiði, er þurfti til þess að annast stjórn bank- ans. Enda afkastaði hann á þeim árum margfalt meiri vinnu en al- ment gerist. Því banlcastjói’nin var ekki það einasta, sem hann hafði með hönd- um. Eins og til hans var leitað, til þess að annast stjórn hins nýja banka 1904, eins var Óg á hann kallað til ótal starfa annara. Hann var i bæjarstjórn, í niourjöfnun- arnefnd, pg í stjórn fjölmargra fjelaga, er oflangt yrði hjer upp að telja, m. a. hjúkrunarfjel. Líkn, Styrktar- og sjúkrasjóðs verslun- armanna, í stjórn heilsuhælisfje- lagsins, er gekst fyrir stofnuix Vífilstaðahælisins, í stjórn Ekkna- sjóðs Reykjavíkur o. fl. o. fl. Hann var einn af fimm stofn- endum Oddfellowreglunnar hjer árið 1897, ásamt Birni .Tónssyni ritstjóra. Var Oddfellowi’eglan hon um mjög kæi*, og öll þau störf, er hún hefir hjer unnið til almenn- ings heilla. Hjer Terður eigi xæynt að koma tölu á öll þau mörgu fjelög og stofnanir, er hann hafði afskifti af og helgaði krafta sína. En það er sebnilegt, að enginn maður hjer- lendur hafi samtímis starfað í jafn mörgum og margvíslegum fjelög- um eins og Sighvatur heitinn. Hjer hefir aðallega verið minst á þau fjelög, er starfa sem líknar- og góðgerðafjelög. Var slík starf- semi öll honum mjög hjartfólgin. En þá eru ótalin þau atvinnufyr- irtæki, stór og smá, sem hann var við riðinn, svo sem h.f. Völund á sínum tíma, fiskiveiðafjel. fsland o. fl. o. fl. í stjórn Verslunarskólans var hann einnig, og vann að efling hans á fyrstu árum þeirrar stofn-. unai*. Og er hjer aðeins skamt komið þeirri upptalningu, sem þyrfti, til að fá nokkurt yfirlit yfir hið fjölbreytta og margþætta starf, sem eftir þennan sivinnandi atorkumann liggur. Hvað var það þá, sem einkendi þennan mann, sem fyrst og fremst varð til þess, að fátæka piltinum | úr Hlíðarhúsum var falin hver trúnaðarstaðan annari meiri og ein hin vandasamasta, bankastjórn ín 1904? Hvers vegna var eftir því sótt um áratugi hjer í Reykjavík, að fá hann í stjórn fjelaga, eða sem endurskoðanda og umsjónar- mann fyrirtækja? Eftir hinn langa starfsdag hans eru fjölmörgum svörin kunn. , Frábær samviskusemi, reglu- semi og árvekni einkendi mann- inn alla hans daga. Hann lifði til þess að gera öðrum gagn, vann til þess að vinna fyrir aðra — og þá fyrst og fremst fyrir bæjar- og þjóðfjelagið. Hvert hlutverk, sem hann tókst á hendur, varð lionum lijai-tfólgið — srnátt sem stórt. Hann bókstaflega sinti aldrei um það, hve hart hann þurfti að ganga að sjer, til þess að afkasta dags- vei’kinu, meðan heilsa og kraftar entust. Samfara þessum eiginleikum hans var hann maður vinfastur með afbrigðxxm. Hver sá, sem á annað borð eignaðist vináttu hans, gat vitað, að hann átti þar ávalt að mæta ástúð og umhyggju. — Kann sá, er þetta ritar vel unx það að dæma. Sighvatur Bjarnason lxafði sjeð mikil xxmskifti í Rej’kjavíkurbæ — hann hafði fylgt franxþróuninni hjer og efnalegixm framförum bæj- arins flestum öðrunx frernur. Á síð- ari árum, er hann smátt og smátt var að losa sig við ýms trúnaðar- störf, fann hann oft mjög til þess, að samfara hinum efnislegu fram- förxxm, höfðu hjer orðið allmiklar umbreytingar frá því sem áður var á hugsunarhætti og starfsháttum manna, er eigi voru til bóta. — TTonum fanst sínginxi manna vera að vaxa hjer öllu yfir höfuð, en áhugi fyrir almenningsheill lúta í lægra haldí. Þetta var eðlilegt. Hann hafði sjálfur bygt líf sitt og tilveru á umönnun fyrir annara hag. Hann hafði blátt áfram oft. gleymt sjálf- um sjer fyrir áhuga. á almenn- ingsheill. Þessl var einn megin- þáttur í fari hans. Vegna þess er æfisaga Sighvats Bjanxasonar tilvalin leiðbeining fyrir unga menn, sem áfram vilja og gagn gera, en í upphafi standa einmana, með tvær hendxxr tómar. ■Huggun hefði það mátt vera hon- xxm á efri árum hans, hve dæmi hans og lífsferill er fagur til eftir- breytni hinni xxpprennandi kyn- slóð. Þann 29. okt. 1886 giftist Sig- hvatur Ágústu Sigfúsdóttur (Jóns- soixar frá Undirfelli). Þeim vai’ð níu barna auðið. Tvö dóu ung. Tvær dætur mlstu þau fullorðnar, Þorbjörgu, er gift var Magnúsi Pjeturssyni bæjai’lækni, og Jakq- bínu, er gift var Georg Gíslasyni kaupm. í Vestmannaeyjum. Á. lífi eru: Emma, gift Jóni Ki’istjáns- syni lækni, Bjami kaupmaður, Sig- ríður Trybom“ í Stokkhólmi, Ágústa, kenslukona á Blönduósi, og Sigfús, er tekur við vátrygg- iixgarumboði því, er faðir liaxis hefir haft. Frú Lenin segir ráðstjórn- inni til syndanna. Madama Kroupskaya, ekkja Lenins hefir nýverið skrifað rit- gerð í rússneska tímaritið „Kras- naya. Ga,zet,a“. Ræðst hún þar mjög þunglega á ýmsar gerðir ráðst.jórnarinnar, einkum ákærir hún harðlega meðferðina. á slcóla- böi*num. Segir hún að í rússnesk- um skólum ríki eilíft hatur til þeirra barna, sem eru afkomendur borgarastjettanna. Þessi böm fái hvergi að vera með á skemtunum, þau sjeu hædd og svívirt hvar sem þau koma. Vítir frxx Lenin harð- lega þessa framkomn gasnvart saklausum bömunum, og segir að ríkisstjómin sje á glötunarbarmi ef hxxix ekki bæti ráð sit.t í þessu efni. — Margt er það fleira senx frú Lenin finnur að við ráðstjóraina. T. d. segist húix hafa komist, að því, að böm af borgaralegum ætt- ué fái ekki lánaðar bækur á bóka- söfnum. „Hvemig hxigsav ráð- stjórhin sjer að ala xxpp góða þegna með slíki’i framkomu“, spyr frú Lenin. Kínverskir hjúskaparsiðir. Eyrir nokki’um árxxm giftist xxng stúlka í Bxxdapest. Kínvei’ja, sem var þar í borginni er Li-Yenhu hjet. Var hjónaband þeirra hið ást- úðlegasta og þau eígnxtðxxst tvö böm. En nýlega dó maðxxrinn. Kon an fjekk axinan Kínverja þar í borginni til þess að tilkynna lát- ið til ættingja og vina 'austur í Kína. Og að vörmu spori kemxxr til konunnar maður er ííkist mjög Ly-Yen-hu, exxda, var það elsti bróðir hans. Kvaðst hann vera til hennar kominn til þess að giftast henni, svo sem skylda hans væri sem elsta bróður rnanns hennar. Konan kærði sig hinsvegar ekkei’t um að giftast manninnm, en fór samt með honum t,il Hongkong til tengdaforeldranna, og er þar í besta yfirlæti. Hausiulsala í „Ninon" Afsláttnr af öllum kjðlnm i 3 flaga! Langardagnr er annar dagnrinn. „NINON“, Anstnrstræti 12. í dag langardag opið 1 4. Atvinna. Piltur, sem hefir leyfi til að aka bíl, getur fengið fasta at- vinnu nxx þegar. Uinsóknir með tilteknum aldri sendist A. S. í. merkt „B.“ i ÉilsiiÉni í Austurstræti, sem einnig gæti verið íbóxðarlierbergi, er til leigu nú eða 1. október. A. S. t. vísar á. Skiftafnndnr í þrotabúi Ingu Lúders Gísla- son, Vatnsstíg 3, verður hald- inn á Bæjarþingsstofunni rnánudaginn 2. sept. n. k. kl. 10 f. h., til þess að gera ráðlstafanir um verslanir þær, er gjaldþroti rak og annað, er hag búsins varðar. Skiftaráðandiun í Reykjavík, 29. ágúst 1929. Biðrn Þórðarsou. Margar fallegar gerðir af gúmmídúkum frá Leyland & Birmingham Rubber Co. eru fyrir- liggjanði hjá ftwcUdi — Heyrðxx, karl minn, hvei’nig stendxxr á því að þú getur talað fyrst pabbi þinu er mállaus. — Tja — hvemig stendur á því, að þú ert rauðhærður, enda þótt pabbi þinn sje sköllóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.