Morgunblaðið - 05.09.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1929, Blaðsíða 6
6 MORGU NBLAÐIÐ .áliyí Rlfinnur dlfakóngur. &&& FEfintýri með 120 mynðum eftir B. TH. R O T fD H H. * ' ' 89. „Það var Ijótan, að við sáum þetta ekki sjálf! Þetta er þjóðráð,“ sagði fílapabbi. Storkurinn sagði við sjálfan sig: „Ráðsnilld er betri en lík- amskraftar, það er enginn efi á því.“ Fílarnir báru nú að mikið af greinum og fleygðu þeim ofan í gryfjuna, en hinir horfðu á. Svo trömpuðu þeir nið- ur bakkana, svo að jörðin titraði. — Trítill hlaut nú að viðurkenna, að þetta gat hann ekki gert með ráðdeildinni. 93. Fyrst sáu þeir ekkert fyrir myrkrinu, en síðan sáu þeir langt trýni. „Verið þið ekki hræddir,“ sagði dýrið. „Ég er mauræta, og ég skal fara með .ykkur langar leiðir eftir neðanjarðar- göngum.“ Og nú fór maurætan að grafa og grafa, og hún fór svo hratt, að þeir áttu fult í fangi með að fylgja henni eftir. Þarna niðri var hálf kalt og myrkur, en þarna vory þeir vissir um, að fíllinn mundi ekki finna þá. 90. Nú leið ekki á löngu þar til gryfjan var orðin full og litli unginn gat komizt upp úr henni. Fílarnir hopp- uðu og dönsuðu af kæti og það kom jafnvel svo mikið fjör í skjaldbökuna, að Alfinnur datt af baki. Nú vildu þeir Trítill og pabbi hans fara, en þá sagði fílapabbi: „Nei, þið verðið að vera með okkur framvegis, því að við getum ekki án ykkar verið. Þið eruð svo úrræða- góðir og sniðugir.” erum við víst komin nógu langt, og nú hætti ég að grafa.“ Svo ýtti hún mold- inni til hliðar og nú skein sólin ofan í jarðgöngin, því að nú var nóttin liðin og komið fram á dag. Þeir skriðu upp úr holunni og þökkuðu maurætunni. „Verði ykkur að góðu,“ sagði hún og nú skreið aftur niður í holu sína. Og skreið aftur niður í holu sína. Og mörkinni. 91. Þá feðga langaði ekkert til að vera þjónar fílanna, heldur vildu þeir halda frelsi sínu. En fílarnir voru stór- ir og sterkir og þeir tóku þá með valdi og ráku storkinn burtu. „Ég kem bráð- um aftur og hjálpa ykkur,“ sagði hann um leið og hann flaug burt. — Nú tók að rökkva, og þeir feðgar sátu saman niðurdregnir, en fílapabbi gætti þeirra vandlega og hafði gát á hverri hreyfingu þeirra. n 95. Þeir sáu ekkert, svo langt sem augað eygði. Sólin var beint uppi yfir ]»eim, og sandurinn var brennandi heit- ur undir fótum þeirra. „Svona er þá eyðimörkin,“ sagði Alfinnur. „Ef við hefðum verið kyrrir hjá fílnum, þá myndum við nú hafa eitthyað að borða og drekka.“ „Storkurinn kemur kann- ske að sækja okkur,“ svaraði Trítill, að minnsta kosti lofaði hann okkur því.“ 92. Svo skall nóttin á og loksins sofnaði fíllinn. „Eigum við að flýja?“ sagði Trítill í hálfum hljóðum. En pabbi hans svaraði: „Það er til einskis, drengúr minn, því að fíllinn fer í einu spori lengra við í hundrað skrefum, og þes's vegna mundi hann ná okkur und- ir eins.“ En hann hafði varla sleppt orð- inu fyr en þeir heyrðu einhvern hvísla bak við sig: „Komið þið fljótt, ég skal hjálpa ykkur“. 96. Þreyttir og þyrstir ráfuðu þeir um eyðimörkina, þangað til þeir voru orðnir alveg örmagna. Þá settust þeir á sandhrúgu. Trítill stóð samt upp rétt strax og fór að hoppa um. En allt í einu sökk hann ofan í sandhrúguna, upp að mitti. Þeir þeir gættu betur að, sáu }>eir, að það var stóreflis egg, sem hann hafði brotið. „Þarna fáum við nóg að borða og drekka,“ sagði Trítill í kæti. Áslin sigrar. í fyrir henni og brosti hæðnislega, þjer getið dæmt um það sjálfar. Og hann útskýrði fyrir henni í fáum orðum, hvaða snöru þeir Mr. Newlington og hann höfðu sett: — Mr. Newlington er ríkur, sagði hann, en liertoginn er í peninga- vandræðum. Newlington fer til hans í dag og býður honum 20 þús. sterpd. Hertoginn gerir hon- um þann heiður að borða kvöld- verð hjá honum annað kvöld, þegar hann fer að sækja pening- ana. Það er eðlilégt að Mr. New- lington fari fram á það undir þesum kringumstæðum, og her- toginn þorir ekki að neita því. — En hvað kemur þetta fyrir- ætlunum yðar við, spurði Ruth, því að Blake þagnaði og var eins og hann áliti að nú lægi málið í augum uppi. — 1 garðinum hjá Newlington býst jeg við að hafa eina 20 menn vel vopnum búna. Jeg þarf ekkert að óttast það, að menn þeir, sem jeg tek til þess frá Bridgewater, svíki okkur. Jeg fæ þann liðsafla, sem jeg þarf frá Feversham hers- jhöfðingja. Við tökum Monmouth fastan, meðan liann situr að kvöld- verði og förum að öllu hljóðlega og tökum menn þá um leið, sem eru í fylgd með honum. Við bind- úm og keflum hertogann og förum með hann í kyrþey til Bridwater. Fesversham sendir hertleild til þess að bíða -eftir mjer við veginn til Weston Zoyland. Þangað förum við með fanga okkar, og flytjum þá síðan til herforingja konungs- ins. Þetta er alt svo einfalt og óbrotið, sem það framast getur verið. Richard hafði staðið upp frá borðum. Hann hafði nú algerlega breytt um skoðun á fyrirætlunum þeim, sem Blake hafði í huga. — Hann var nú hinn ákafasti að láta til skarar skríða. Klappaði hann vini Sínum á öxlina og sagði: — Þetta er sannarlega mikið og gott áform, eða finst þjer ekki svo, Ruth? — Þetta ætti að geta orðið til þess sagði hún, að frelsa hundruð ef ekki þúsundir mannslífa og ætti þvi sannarlega að hepnast. En hvað um liðsforingjana, sem verða ,með hertoganum? spurði hún síðan. — Það er ekki líklegt, að þeir verði margir, einir sex eða sjo kannske. Við föruni ekhi að prútta um það, svo að þeir geri okkur engan óskunda eða havaða. Hann sá, að við þessi orð kom alvöru- svipur á andlit hennar og var hann því fljótur að bæta við: — Já, þetta er í raun og veru leiðasti þátturinn í málinu. En hvað skal segja. Betra er að þessir fáu verði að taka út þjáningar heldur en, eins og þjer segið, að þúsundir mannslífa fari forgörðum uns uppreisnin loks verður bæld niður. — Áuk þess, hjelt hann áfram, eru liðsforingjar hertogans metn- aðargjarnir' og framsýnir menn, sem hafa blandað sjer í þessi mál, til þess að hafa hagnað af því. Þeir em æfintýramenn, sem hafa vogað lífi sínu og vita það að þeir eru í hættu staddir. En það er þetta afvegaleidda fólk, sem hef- ir lagt út í ófriðinn til þess að berjast fýrir frelsi sínu og trú, sem jeg er að reyna að hjálpa. Hann talaði ákaft og djarfmannlega. — ;Rutli horfði á hann og spurði sjálfa sig hvort hún fram til þessa tíma hafði misskilið hann. Hún varpaði öndinni og hugsaði um Wilding. Hann var með hinum, en hvar var hann. Fluguíregnir hermdu, að hann væri dáinn, að hann og Grey hefðu orðið ósáttir í Lyme og sú deila hefði endað með því að Wilding hefði fallið. Hefði Díana ekki beðið hana inni- lega um að trúa ekki þessum sögu- sögnum, hefði hún áreiðanlega trú- að þeim. Og oft hafði hún til hans hugsað og þeirrar stundar, er hann kvaddi hana í Walford og hvað eft- ir annað er hún yfirvegaði þau orð sem hann sagði og kallaði fram í huga sínum, hvernig svipur' hans var og augun tárvot, komu tár í hennar eigin augu. Hún fann að enn voru tár að koma í augu henni og stóð hún því snögglega á fætur. Hún leit augnablik á Blake, en hann horfði á hana rannsakandi augum og var að velta þv» fyrir sjer, hverskonar hreyfing hefði á hana komið og hvort hann hefði í þett-a slrifti haft áhrif á hana. — Jeg lield, sagði hún, að þið takist á hendur mjög áríðandi og mikilsvarðandi verk og jeg er viss um, að ykkur mun heppnast að leiða ]»að til farsælla lykta. — Hann hneigði sig, er hún stóð upp og gekk út um dyrnar út í sól- slcinið í garðinum. Rowland stökk á fætur glaður í bragði. — Hjer er mikið verk að vinna, Dick, sagði liann, og þú liggur vonandi ekki á liði þínu. — Nei, sagði Dick, og var nú anægður með að hafa fengið ástæðu til að næla sjer í hressingu. Leyndardómar Parísarborgar saga mcO Joo myndum, byr)ar a0 koma út innan skamms 1 heftum (4S bl9. hvert hefti) — eignlst gðOa bök meO gðOum kjörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.