Morgunblaðið - 21.09.1929, Qupperneq 3
PrnpnbM
■tolnandl: Vllh. Flmen.
trt*efandl: Fjelag 1 Reykjaylk.
Kltatjörar: Jön KJartan**on.
Valtýr Stefánnon.
Au*lý*lnga*tjörl: E. Hafbergr.
Rkrlfctofa AusturBtrætl S.
■lml nr. 500.
AuKlS*lnga*krifstofa nr. 700.
Holmailniar:
^ Jön KJartansson nr. 741.
Valtýr Stefánsson nr. 1110.
E. Hafberg nr. 770.
: ÁckrlftaKjald:
Innanland* kr. 2.00 á ieaánuöl.
nland* kr. 2.50 - ----
»ölu 10 aura ointaklB.
Erlendar símfregnir.
Khöfn 20. sept.
Óeirðir í Aiisturríki.
Prá Vínarborg er símað: Deil-
nrnar á millli sósíalista og fas-
eista í Austurríki, svo kallaðra
Heimwehrsmanna, ágerast stöðugt.
Heimwehrsmenn heimta, að breyt-
ing verði gerð á stjórnarfarinu,
sem fari m. a. í þá átt að auka
"vald ríkisforsetans. Afornia Heim-
wehrsmenn stórfeldar kröfugöng-
ur 29. sept. Óttast margir, að þeir
muni gera tilraun til þess þá, að
koma af stað byltingu. Sósíalistar
-segjast vera staðráðnir í að vernda
stjórnarskipunarlögin.
Ríkisstjómin kveðst vera reiðu-
búin til þess að koma í veg fyrir
byltingartilraunir, en telur hins-
vegar nauðsyn bera til þess, vegna
Heimwehrsmanna, að flýta fyrir
endurskoðun stjórnarskipunarlag-
nnna.
Norska skipið
;sem sökk fyrir Austfjörðum
Nánari fregnir.
Við viíjum vekja athygii allra á því, að við höfum nú fengið miklar birgðir af nýjum vörunt og eigum enn von
á ýmsu með næstu skipum. Vershinin mun því eftirleiðis ávalt verða mjög vel birg, og viljum við til dæmis nefna
eftirtaldar vörur, sem upp hafa verið teknar síðustu daga:
Kvennkápur í stóru úrvali
Kvennkjólar frá kr. 15.85.
Samkvæmiskjólar, f jölbreytt úrval
Regnkápur á fullorðna, og böm
Regnslár fyrir börn, í mörgum litum.
Golftreyjur m. kraga, fyrir fullorðna og börn
Tricotine nærfatnaður
Náttkjólar
Náttföt
Silkisokkar
Isgarnssokkar
Ullarsokkar
Dívanteppi
Borðteppi
Skinnkragar
Skinnkantar
Silkihálsklútar, fjölbreytt úrval.
Káputau,
Kjólatau, stórt úrval,
Peysufataklæði 4 tegundir
Peysufatasilki
Silkiflauel
Crepe du Chine, m. teg. og litir
Crepe Georgette
Crepe Satin
Flauel, margar teg., einl. og misl.
Morgunkjólaefni
Tvisttau
Flonell margar tegundir
Ljereft einbr. og tvíbr.
Undirsængurdúkur
Yfirsængurdúkur, blár, bleikur og rauður
Rekkjuvoðir
Rúmteppi o. m. m. fl.
VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST,
VÖRURNAR BESTAR EN VERÐIÐ LÆGST.
Verslunin Egill Jacobsen
******************••••••••••••••••••••••••••••••••••••»•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
(Einkaskeyti til Mbl.)
Seyðisfirði, 20. sept.
Norska skipið sem sökk fyrir
ntan Glettinganes var síldveiði-
skip, sem hjet „Defender^* (ekki
,,Norman“) og var frá Hauga-
sundi. Var skipið fullfermt af
síld. Lagði það á stað hjeðan frá
Seyðisfirði á þriðjudagskvöld, en
hrepti afspyrnurok um nóttina svo
að leggja varð því til. Er rokið
;Stóð sem hæst hrotnaði stór-„gaff-
allinn“. Undir morguninn lægði
veðrið, og ætlaði vjelamaður þá
að setja mótorinn af staf, en er
hann kom í vjelarúmið, var þar
mikill sjór. Kom síðan brátt í ljós,
:að óstöðvandi leki var kominn að
skipinu. Skipshöfnin, átta manns,
fór í skipsbátinn, en skipið söklt
>eftir tæpar tvær klukkustundir.
Var þetta nm 50 sjómílur undan
'Glettinganesi. Bátverjar liittu nú
línuból og- lögðust við það. Síðari
hluta miðvikudagsins gáfu þeir
neyðarmerki með púðnrsprengjum.
Enskur línuveiðari „Tubal Caine“
átti línuna og var við hinn enda
hennar. Heyrðust skothvellirnir
þangað og kom línuveiðarinn brátt
og bjargaði mönnunum og flutti
til Seyðisfjarðar.
Barði Guðmundsson hefir fyrir
nokkru lokið magisterprófi í sögu
•við Kaupmannahafnarháskóla.
-------------------------
Samfylkingiu
gegn sósialistum
Sennilega eru þeir fáir í hóp
íslenskra bænda, sem af sann-
færingu fylgja stefnu sósíalista.
Þó eru enn æði margir bændur,
sem við alþingiskosningar greiða
þessari stefnu atkvæði. — Þessir
menn hafa vilst inn á ranga hraut
í stjórnmálum, vegna þess, að þeir
hafa valið sjer til forystn menn,
sem eru grímuklaéddir sósíalistar.
Höfuðstefnurnar í stjórnmálum
hjer á landi eru aðeins tvær. Ann-
arsvegar er sósíalistastefnan eða
þjóðnýtingarstefnan. Hún vill ger-
breyta þjóðskipulaginu. Vill svifta
einstaklinga umraðarjetti allra
framleiðslutækja. Bondinn má ekki
eiga jörðina, sem hann býr á;
kanpmaðurinn eða kaupfjelagið
má ekki eiga verslunina; xitgerð-
armaðurinn má ekki eiga skipið,
sem hann gerir út o. s. frv. Ríkið
á að eiga og starfrækja allan bú-
skap, verslun og útgerð. Einstak-
lingarnir eiga að vera þjónar rílc-
isins, og verður því athafnafrelsi
þeirra háð margskonar takmörk-
nm. —
Hin ráðandi stefnan í stjórn-
málum er stefna Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann vill vernda núverandi
þ jóðskipulag, sem reist er á grund-
velli atvinnu- og persónufrelsis.
Sjálfstæðisflokkurinn vill vernda
atvinnufrelsi einstaklinganna og
persónufrelsi gegn kúgunarstefnn
sósíalista.
Sósíalistastefnan fer nú með
völdin hjer í landi. Þó er langt
írá, að valdhafamir hafi meiri
hluta kjósenda að baki sjer eða
sinni stefnu. Með brögðum hrifs-
uðu þeir völdin í sínar hendur.
Þeir bændur, sem í blindni
fylgdn sósíalistastefnunni við síð-
ustu kosningar munu nú
farnir að sjá hvaða óhappaverk
þeir nnnn. Þingsaga síðustu
‘veggja ára ætti að hafa vakið þá
af svefni. Ef ekki, þá ætti stjórn-
arfarið í landinu að hafa vakið þá.
Varla hafa bændur gleymt þing-
mannsráninu í Gullbringu- og
Kjósarsýsln? Muna ættu þeir og
hina. gengdarlausu sóyn á rikisfje
á öllum sviðum. Ríkissjóður er
notaður sem einkasjóður stjórnar-
klíkunnar. Nauðsynlegar fram-
kvæmdir í sveitum verða að bíða,
vegna þess að valdhafarnir þurfa
að nota ríkissjóðinn til bitlinga- og
beinagjafa handa vikaliprum
flokkssnápum. Trúnaðarstöður og
emhætti fá aðeins jáhræður klík-
unnar. Saklausir menn eru ofsóttir
og svívirtir og frá embætttim
flæmdir. Ný embætti eru stofnuð,
ef þau sem fyrir eru nægja ekki
handa hinnm mörgu, sem stjórnin
hefir lofað bita.
Ríldssjóður er látinn jafna kaup
deilur við útgérðina. Hann verður
að greiða hundruð þúsunda til þess
að forsprakkar sósíalista fái sínar
kaupkröfur í gegn. Bændur verða
að taka afleiðingunum, með hækk-
andi kaupgreiðslu.
Sveitirnar tæmast smám saman,
uns þeim hefir blætt út.
Þannig eru spor núverandi vald-
hafa. — Þau hræða.
Með sameining íhaldsflokksins
og Frjálslynda flokksins var mynd
uð ein samfylking gegn öfga og
byltingastefnu sósíalista Með þeirri
samfylking rís Sjálfstæðisflokkur-
mn nýi.
Flokksblöð stjórnarinnar hamast
gegn Sjálfstæðisflokknum. Þau
f'inna, að Sjálfstæðisflokkurinn
beinir fyrst og fremst áhlaupinn
gegn sameiginlegu vígi stjórnar-
flokkanna — sósíalistavíginu.
Sósíalistastefnan, eins og hún er
rekin hjer, er sett til höfuðs fram-
leiðendum í landinu. En aðal fram-
leiðendur eru bændur og atvinnu-
xekendur í kaupstöðum. Því berj-
ast þessir menn banaspjótum? Því
standa ekki .adlir þessir menn sam-
an og mynda eina samfelda brjóst-
fjdking gegn ofbeldisstefnu sósíal-
ista?
Atvinnurekendur í kaupstöðum
hafa fyrir löngu skilið sína köllnn
í þessu efni; einnig margir bænd-
nr, en ekki allir.
Bændnr á þingi hafa gengið í
lið með sósíalistnm og svift síldar-
titgerðarmenn umráðarjetti sinnar
framleiðslu. Því gera þeir þettaf
Því verja þeir ekki eignar- og um-
láðarjett útgerðarmannsins þegar
á hann er ráðist af ofstækiéfull-
um byltingarmönnum ?
Bráðum kemur röðin að ykkur
sjálfuih; bændur góðir. Hvað ætlið
þið þá að gera ? Hvað ætlið þið að
gera, þegar taka á af ykkur fram-
leiðslutækin, jarðirnar og búin?
Æitlið þið að ganga í lið með sósí-
alistum, eða ætlið þið að verja
eignarrjett ykkar?
Þetta verður hver einasti bóndi
að hafa í huga, áður en hann leyf-
ir þingfulltrúa sínum að fara eign-
srránsherferð með sósíalistum,
gegn framleiðendum landsins!