Morgunblaðið - 26.11.1929, Page 3

Morgunblaðið - 26.11.1929, Page 3
M O R O f N' K l M H í) 8 | JpftorgnMblaðtð Btofnandl:'Vllh. Flnaen. tllseíandl: FJelas 1 ReykJaTtk. fflstatjðrar: Jön KJartaneeon. Valtýr Stef&nason. AusltainKaatJörl: B. Hafber*. ðkrifatofa Auaturatrœtl S. 9Imí nr. 600. Atacl?alnBackrifatofa nr. 700. SciBaaaimar: Jön KJartanaaon nr. 74S. • Vaitýr Stefánaion nr. 1IS0. H. Hafberar nr. 770. AakrlftasJald: Innanlanda kr. 2.00 & ■aknutli. — .nlanda kr. 2.60 - --- aölu 10 aura aintakiö. Erlendar símfregnlr. FB. 24. nóv. Frá París er símað: Clemenceau andaíist í nótt. Clemencean. Myndin tekin skömmu áður en iiann dó. I FB. 25. nóv. Frá París er símað: Andlát "Clemenee'au hefir vakið þjóðar- sorg í Frakklandi. í gær söfnuð- ust menn í þúsimdatali saman fyr- seti Frakklands og ráðherrarnir ir utan bústað Clemenceau. — For- gengu í skrúðfylkingu fram hjá líkbörunum. Fjöldi samhrygðar- skeyta hefir komið frá ýmsum löndum. Frakknesk blöð hylla minnmgu 'Clemenceau, minnast þau einkum starfsemi hans á ófriðarárunum. Poincaré hefir skrifað um Cle'- menceau og sagt: Clemenceau bjargaði Frakklandi í heimsstyrj- •öldinni. Clemeneeau hafði óskað þess, að útför sín færi ekki fram á kostnað Tiins opinbera. Samkvæmt ósk hans verður' hann jarðaður i kyrþei á landareign sinni i Bretagne. Líkle'ga liefir jarðarförin farið íram í dag. Ófriðurinn í Austurálfu. Frá Harbin er símað: — Her' iRússa hefir hertekið Chahainor og Manchuli. Tólf rússnesltar flug- vjelar hafa skotið á aðalstöð kín- verska hersins í Hailar, en fót- göngtilið siðan hertekið Hailar. — Tólf þúsund kínverskir hermenn ern fairnir og særðir. Kínverski herinns e*r á nndanhaldi. — Her Rússa hefir umkringt Muling fyrir vestan Pogranichnaya. Þýsku landflóttamennimir. Ráðstjórnin rússneska og stjórn- í Þýskalandi semja um leyfi handa þýsk-rússnesku bændunum til þess að flytja frá Rússlandi. Samt halda rússnesku yfirvöld- in áfram að senda hændurna til heimkynna sinna. Líflát liggur við ef rússneskir borg arar hverfa ekki heim frá útlönd- um er stjómin kallar þá. Frá Moskwa er' símað: Ráðstjórnin rússneska hefir á- kveðið, að ef rússneskir borgarar, sem starfa erlendis í þjónustu ráð- stjórnarinnar, neiti að fara heim til Rússlands, þá ve'rði eignir þeirra gerðar upptækar og heim- ilt að dæma þá til lífláts. Sannleikspostulinn. „Leitið sannleikans“, sagði hann, „og haldið leitinni áfram, þó að hún fjarlægi ykkur kjötkötlun- um“. Bn hann gleymdi að geta eins í „fjallræðu“ sinni: „Þið megið bara ekki vera svo barna- legir að blína á það, þó að jeg standi nú báðum fótum í jötu —. fóðurgeyminum mikla. Það eV sem sje hægara að kenna heil- ræðin en haida þau; þið vitið það náttúrlega!‘ ‘ Það gekk sú saga hjer um bæ- inn í heilt ár, að Jónas frá Hriflu væri altaf að ganga eftií Pálma Hannessyni um að taka að sjer rektorsembættið, eli Pálmi myndi ófánlegur með öllu. Þótti ýmsum þetta ekki ólíklegt, enda ljet Pálmi það í veðri vaka við hvern sem var, að slíkt kæmi sjer ekki til hugar. Síðast nú í ágústmánuði, er hann var á förum til útlanda, sagði hann kunningja sínum, að einn af Mentaskólakennurunum ætti að verða re'ktor — og nafn- greindi kennarann. Leið svo og beið, uns nöfn umsækjenda voru birt í hlöðunum; kom þá í ljós, að P. H. var einn umsækjendanna, en alls ekki sá kennari, er hann nefndi. Það er svo að sjá, að heVra Pálmi Hannesson hafi farið all- einkennilega leið til þess að „leita sannleikans“ í þetta sinn, er hann fullyrðir hvað eftir annað hluti móti betri vitund. Bn hvað hefir nú manninnm gengið til þess að liaga sjek svona? Hefir hann ætlað að sníkja sjer' samúð annara með því að reyna að telja mönnum trú um, að hann væri rekiim í rektorsembættið ? — Heldur ósennileg tilgáta, það. En hvað hefir þá gengið að mann- inum 1 Fyrra fimtudag, har svo við, að aðalfundur var haldinn í Stú- dentafjelagi Reykjavíkur — og sjá, Pálmi Hannesson e¥ þar kominn og vill verða kosinn formaður fjelagsins. Er nú eklci þarna nokkur skýring á fyrri framkomu mannsins? Á næsta stúdentafje- lagsfundi á undan var einmitt til umræðu það mál, er mjög varð- aði framkomu Pálma, setning hans í rektorsembættið. Maðurinn er sjálfur staddur á þeim fundi — til andsvara, að menn hjeldu. Ó-nei, hann steinþagði, og fór >á he'rfi- legustu hrakför, sem enn hefir verið farin á fundi stúdenta. Skyldu nú margir hafa ætlað, að slíkum herra væri það sjálfum áhugamál að koma sem minst við sögu stúdenta fyrst nm sinn. En hvað skeður? Sami maðurinn tranar sjer fram á næsta fundi sömu manna og heimtar að verða Tormaður þeirra — öldnrmennið orðlaus! Sami maður, seta á hinum fundinum hafði ekki getað kreist upp úr sjer eitt einasta orð ■ til andsvara ákúrum þeim, er hann sætti þar! Er nú ekki þarna fengin sönnun fyrir „sannleiksleit‘ ‘ mannsins, sem við skólasetningu kunngerði það kennurum Mentaskólans, að sannleiksljós sitt væri svo skært, að þeir gætu fe'ngið glýju í aug- un! Er það ekki hann sjálfur og eniginn annar, sem heimtað hefir, að hann yrði rektor Mentaskólans — hann, sem alt heimtar? Auð- vitað — „biygðunarlausum best, að lifa.“ Nýfundnir hellar í Noregl í Ranefjorden í Norður-Noregi liggur lítið sveitaþorp, sem kallað er Mór. Það er fæstum kunnugt, að þar í grend eru stærstu hellar í Evrópu. í Rövasdalnnm liggur einn fegursti kalksteinshellir Norður- evrópu, Grænuhlíðarhellir. Fáir eru þeir se'm komið hafa í þennan he'lli, aðeins örfáir menn úr ná- grenninu og jarðfræðingar, sem hafa mælt hann og rannsakað. Hann er 1220 metrar á lengd, og var til skamms tíma álitið, að hann væri lengsti hellir í Norður- evrópu. En nú er komið í ljós, að and- spænis þe'ssum helli í Rövasdaln- um, eru tveir gríðarstórir hellar, Larshellir og Lappahellir, sem tæplega tugur mann hefir enn augum litið. Þeir eru hvorugir rannsakaðir að nokkrum mun, en óhætt er að gera ráð fyrir, að þeir sjeu að minsta kosti 3000 metra langir hvor. Larshellir er ne'fndur eftir Lars Björneset bónda í Rövasdalnum, sem fann hann fyrir nokkru. Út- lendur hlaðamaður', sem gekk í hellinn, ásamt aðstoðarmönnum sínum, eftir tilvísun Lars segir svo frá ferðalaginu: Larshellir. — Þegar við höfðum úthúið okk- ui með ljóskerum, ljósmyndavjel- um, köðlum, vistum -og magnium- ljósum, lögðum við af stað áleiðis til Larshellisins. — Það e'r ekki hlaupið að því að finna hellis- munnann, því að opið er' svo lítið, að ótrúlegt má þykja, að svo mikill hellir sje fallinn á bak við það. Það er engin furða, að hellarnir hafa ekki fundist fyr, en á okkar tímum. Þeir eru á afrjett, þar sem engin umferð er, og Rövasdalur'- inn er fámeún sveit, enda þótt fögur sje. Hjer í dalnum var hin ódauðlega saga Hamsuns, „Gróin jörð“ (Markens Gröde) tekin á kvikmynd. Það væri ekki kostnaðarsamt að ryðja til í hellismunnanum, þann- ið að auðvelt yrði að lromast niður í hellinn. En eins og munninn er nú frá náttúrnnnar hendi, er það miklum ierfiðleikum bundið að komast niður í hellinn. Það olli okkur líka, mikillar fyrirhafnar' 3 . Foss í GrænuhlíðarheHi. að komast me'ð ljósmyndatækin niður um hellismunnann, sökum þess, hve þröngur hann er. En hjer um bil 100 metrum fyrir innan munnann víkkar gangurinn og við blasir undrafögur hvelfing. 300 metrum fyrir innan mnnnann er smáfoss, sem ekki er hægt að stikla yfir, nema með því að ganga fast upp að honum. En við eigum eftir að undrast enn meira, því að brátt komum við að anddyrinu á háreistri hve'lfingu, sem er' svo stórkostleg, að maður lækkar sjálf- rátt róminn. Hvelfingin er að minsta kosti 15 metra há. — Til vinstri handar rennur áin og til liægri breiðist hellirinn út eins og feiknastór salur, þar til hann endar á geysistórum kletti, sem snýr sljettum fleti sínum fram í salinn. Á klettinum eru daggar- dropar úr ánni, og þeir glóa í öll- um. regnhogans litum í ljósinu frá ljósketum okkar. Út úr hellinum liggur langur gangur, þar sem áin fellur í miðju, en beggja vegna eru rennisljettir stallar eins og gangstjettir. Þessi gangur er mörg hundruð metra á lengd. Við endann á þessum gangi skift- ist hellirinn í tvo hluti. Liggur annar'svegar gangur til vinstri, og rennur áin fram eftir honum. Hann heldnr áfram um 800 metra, en þá tekur við hotnlaust gap. Við ljetum karbid-ljós síga niður í 60 metra löngum kaðli. Ekki kendum við botns, en það sloknaði að lokum á ljósinu af vatnsúða. í ganginum til hægri eí rólegra. Botninn er hulinn smágerðum sandi. Sumstaðar er sandurinn í hrúgum, og gf'rir það manni erfið- ara að komast áfram. Hjer' sjást líka drög að dropsteinamyndunum. Loks komum við að hárri sand- hrúgu, og urðum við þá að skilja ljósmyndatækin eftir, en skríða sjálfir yfir hrúguna, uppi undir hvelfingn gangsins. Komnm við þá í aðra hvelfingu, miklu fegursta. Þar eru dropsteinar, ekki tröll- auknir, heldur smáir og i fegurstu tilbrigðum. Ýmist hanga þeir í lofti hve'lfingarinnar, eða þeir risa frá gólfinu. Sumir standa í vatnspollum eins og kórallai* og sumir liggja eins og íshroði á veggjunum. Me'ð ónákvæmum mælingum reiknaðist okkur að hellirinn mundi vera um 3000—3500 metra Inngur. Við vorum klukkutíma og 20 mínútur á leiðinni upp á yfir- borðið, og flýttum við okkur' þó mikið.Hæðarmælir okkar sýndi, að botn hellisins er 350 metrum fyrir neðan hellismunnann ng 50 metr. fyrir ofan sjávarmál. Lappaliellir. Daginn eftir gengum við í Lap'pa- hellinn. Hann er hið fnrðulegasta vöhmdarhús, sem hægt er að hugsa sje*r. Aðeins 50 metruin fyrir neðan munnann byrjar hell- irinn að greiðast í ýmsar áttir. Gangarnir liggja sumstaðar sam- síða, sumstaðar í kross og viða í greinum. Þeir eru hver yfir öðr- um á ýmsa vegu. En allsstaðar er hátt undir loft. Aftur á móti er erfitt að komast áfram, því að víða þarf að klifra, og urðum við því að neyðast til að skilja eftir ljósmyndatækiu okkar, og gátum við ekki tekið með okkur annað en ljósker og hæðarmæli. Veggirnir' eru ósljetttir og með ótal nybbum og hnullungum. Hj!er og hvar eru hyldjúpar sprungur, og alt fjallið virðist sprungið og tætt sundur. Við vorum 180 metrum fyrir neðan hellismunnann, þegar við fórum að hugsa um það, hvort við mundum geta rataS út aftur, því að þarna voru göngin orðin svo flókin, að erfitt var að finna rjetta leið. Við áætluðnm, að við hefðum gengið um 3000 metra itm á við. Jeg hirði ekki að þreyta lesarann með því, hve' oft við viltumst af leið, en nóg er að geta þess, að eitt skiftið vorum við algerlega viltir og áttuðum okkur ekki nema fyrir tilviljun eina. — Eitt sinn datt geisistórt bjarg úr loftinu, og munaði minstu að það kæmi í höfuð eins af förunautum mínum. Okkur ljetti, þegar við komum aftur út í dagsbirtuna. He'llir þessi er eitt hið mesta furðu verk, sem jeg hefi sjeð, en end- urminningin um hann er ekki skemtileg. Mjer rennur enn kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar je,g hugsa til æfintýra þeirr'a, er við lentum í þarna niðri. í ! Grænuhlíðarhellir. Loks ákváðum við að ganga í Grænuhlíðarhelli til að reyna, ef hægt væri að taka Ijósmyndir. — Enda þótt við ættum við hina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.