Morgunblaðið - 27.11.1929, Page 3

Morgunblaðið - 27.11.1929, Page 3
M O K G V N «1 A 1» 8 jptorfísmMa&ifc gtoínandl: Vílh. Fln»en. EJte^fandi: Fjeíag: 1 Reykjaríh. Bltatjðrar: J6n KJartanaaon. Valtýr Stefán»»on. Ansif*lnga»tjðrl: B. Hafber*. •krlfatofa Auaturstrœtl S. •Iraí nr. 500. Auzlf»lnsra»krlf»tofa nr. 700. H»lmaal»aar: Jðn Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. H. Hafbers nr. 770. &£&rlfta*Jald: Innanlands kr. 2.00 & aainuBí. “' .nlands kr. Z.60 - — aölu 10 aura elntaklö. Erlendar símfregnir. f t - - FB 26. nóv. Jarðarför Clemenceaii. Frá París er sómað: Clemenceau var jarðaður í gær við hlið föður síns í dálitlum lundi í Yendeé- hjekaði. Engin kirkjuleg athöfn fór fram i sambandi við jarðar- förina. Enginn prestur var við- staddur' og engin ræðuhöld fóru fram. Að eins nokkrir ættingjar og vinir Clemenceau voru við- staddir. Samkvæmt ósk . Clemence- au var hann látinn standa upp- rjettur í gröfinni, þannig, að and- litið veit að Atlantshafinu. Um leið og kveðjuathöfniíi fór fram var skotið 101 kveðjuskoti í öllum setuliðsbæjum Frakklands. Minn- ingarræður voru haldnar í frakk- neska þinginu. Rússar sækj'a á. Frá Shanghai er símað: Sókn Rússa í Mansjúríu heldur áfram. Ibúarnir hafa flúið frá Hailar. Samkvæmt ósk frá Unite'd Press segir Wang, utanríkisráðher'ra að rússneskir flugmenn hafi skotið á kolanámu við Manchuli. Náma- veggirnir hrundu og eitt þúsund manns, sem leitað höfðu hælis í námuoum, biðn bana. Stórkostleg sprenging. Frá Essen er símað: Sliáli á markaðstorginu hjer í borg sprakk í loft upp. Vita menn eigi hvað orsakaði sprenginguna. — Fjöldi markaðsgesta var á torginu, er sprehgingin varð. — Greip menn felmtur og flýði hver sem betur gat og skildu alt eftir, peninga, varning o. s. frv. Að minsta kosti tuttugu og fjórir menn fórust, en tuttugu og sex særðust. Húsin í nágrenningu skemdust mikið. Til dæmis um það, hve stórkostleg sprengingin varð, má geta þess, að fjögur hundruð punda steinar vörpuðust upp á húsþökin. !Frá Þýskalandi. Frá Be'rlín er símað: Yfirvöldin bafa uppgötvað, að fjelag samsær- ismanna. þeirra, sem riðnir voru við sprengjutilræði þau, sem áður hefir verið getið í skeytum, ætl- -Uðu að hetja árás á lögreglustöð- ina í Altona, en þar sitja margir' ^prengjutilræðismenn í varðhaldi *og biða dóms. Samsærismenn ætl- hðu að nema á brott einn þe'irra, Serbert Yolk, og1 ef til vill drepa bann, þar eð þeir óttuðust, að hann myndi gefa lögrelglunni ýms- ar upplýsíngar, sem myndu baka fiamsærismönnUm óþægindi. Fjárhagsáællnii Reykjavlkur Frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir Keykjavík árið 1930 var lagt, fytir síðasta bæjarstjórnarfund. Hafa helstu liðir áætlunarinnar verið birtir hjer í blaðinu og mun mörgum gjaldendum eigi hafa lit- ist á blikuna, þegar þeir sáu að hækka átti útsviirin um 8—900 þús. krónur. En Mbl. vill hugga Reykvíkinga með því að fullvissa þá um, að þessi fjárhagsáætlun á eftir að breytast mikið. Þegar borgai’- stjóri lagði fjárhagsáætlunina fyr- ir bæjarstjórn gat hann þess, að hún væri að mestu leyti samin eft- ir tillögum nefnda þeirra er hefðu hin einstöku mál til meðferðar'. Á- ætlunin sýndi ekki samhuga vilja fjárhagsne'fndar um fjárveitingar; allir nefndarmenn væru og ó- bundnir viðvíkjandi einstökum til- lögum, se'm nefndirnar bæru fram. Vafalaust verður' það aðalverk fjárhagsnefndar og bæjarstj., að fá iitgjöldin lækkuð til muna. Út- gjöldin á áætluninni eru 3—500 þús. kr. of há, því óverjandi væri, ef nú ætti að hækka útsvörin um 30—40%. Þó að flestir út- gjaldaliðir fjárhagsáætlunarinn- ar sjeu þarfir og nauðsynlegir verður fyrst og fremst að líta á hvað skattþegnarnir geta borið.Það dugir ekki að heimta og heimta í sífellu, eins og sósíalistar hafa gert að undanförnu. Einhver tak- mörk eru fyrir þvi, hvað gjaldend- ui geta borið. Reykvíkingar munu árejðanlega fylgjast vel með afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar að þessu sinni. GoðmnRdnrJðnsson Fæddur var hann á Auðnum á Vatnsleysuströnd 10. júlí 1858 son- ur hinna merku hjóna þar Jóns Erlendssonar dbm., og hrepps- stjóra og Guðnýjar ívarsdóttur. Ólst hann upp hjá þeim til þroska- aldurs og fluttist með þeim að Grímsstöðum á Grimsstaðaholti við Reykjavík. Störfin voru sjóróðrar og venjuleg landvinna þess á milli. En um miðbik æfinnar stundaði hann nær eingöngu sjóróðra, bæði á Suðurnesjum og þess á .jnilli á Austfjörðum á sumrum. Var hann þá jafnan formaður og þótti happa sæll og stjórnari góður, og þá be'st- -ur ef ilt var veður, eður sitthvað sjerstakt reyndi á. En 1905 ljet Guðmundur af allri sjómennsku, fór liann þá til Reykjavíkur að leita sjer lækninga og eftir það átti hann heima hjer í bænum, stundaði hann þá fyrst innheimtu- störf um nokkur ár, uns honum í janúar 1910 var veitt dyravarðar- staða við Landsbankann, er hann hjelt til dauðadags 16. þ. m. Gift- ur var Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Eyvöru Gísladóttur, e'ignuðust þau hjónin tvö börn, Agnesi, sem verið hefir hjá þeim heima og Guðjón er dó nokkurra vilma gamall. Guðmundur sál. var hreinn ís- lendingur í anda, heill og heiður þeirra var honum hið hjartfólgn- asta mál. Kærustu umræðuefni hans voru fofnsögúr vorar og í þeim var hann fróður vel og kunni mörg samtöl úr þeim er honum þótti bera vott um. mannvit, hygg- indi, áræði, dre'nglyndi og dáð. Hagmæltur var hann vel, og báru vísur þær og erindi er hann orkti, ekki hvað síst vott um áhrif fornsagna vorra, á hugsun hans mál og rím. Finst mjer nú vel mega kveðja hann með einni af stökum þeim er hann orkti til skipstjóra eins hjer í bænum. Hún hljóðar svo: „Stýrðu knör með igiftu í geim, og glöðu formanns lyndi, í gisling Þórs á heimsleið heim, liafs í geysi vindi“. SjómannakveSjur. FB. 26. nóvember. • Liggjum á Önundarfirði. Ágajt líðan. Kærar kveðjur til vina og ættingja. Skipshöfnin á Surpriee. Liggjum á Kálfshamarsvik. — Stormur. Óviss heimkoma. Vel- líðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Maí. DagbAk. Veðrið (þriðjudagskvöld ki. 5) : Djúp lægð (726 mm.) við Færeyj- ar og stormsveipur um allan N- hluta Atlantshafsins. Einkum e*r hvöss NA-átt hjer á landi og um norðanvert Grænlandshaf, en fyrir sunnan land er' hvöss NV og V- átt. Það rignir á N og A-landi, en suðvestan lands er úrkomúlaust. Hiti er 3—4 stig fyrir N og A en 6—7 stig syðra. Veðurútlit í Reykjavík í dag: NA eða N-hvassviðri, en lygnir heldur þegar líður á daginu. — Úrkomulaust. - Hafnarf jarðarveg er nú verið að lagfæra, og verður víst biúð að taka af beygjuna:— S-ið, — i þess- ari viku, sem svo oft he'fir reynst bifreiðarstjórum erfitt yfirferðar á vetrum. R. Valentinus, danskur ciiarge cl’affaires, kom hingað á Islandi og gegnir störfum sendiherra Dana hjer um hríð, meðan Fontenay sendiherra fer í orlof sitt til út- landa nú á næstunni. Hjcnaband. í dag verða gefin saman í hjónaband í Bygggarði, ungfrú Hildur Þorste'insdóttir, Fossvogi og Þorvaldur Kolbeins, prentari. Síra Halldór Kolbeins gefur þau saman. Á morgun verða gefin saman í hjónaband norður á Akureyri ung- frú María Einarsdóttir Gunnars- sonar lionsúls og Einar Malmquist, útgerðarmaður. Guðmundur Björnson landlæknir tók sjer far til Isafjarðar með fs- landi í gærkvöldi. Hann kemur aft- ur með sama skipi. Trúlofun. Þann 16. þ. m. opin- berðuðu trúlofun sína ungfrú Ás- dís Káradóttir frá Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi og Sigurbergur H. Þorleifsson, á Hofi í Garði. Hinrik Erlendsson læknir var fyrir nokkru sóttur til Öræfa. — Slasaðist hann þá eitthvað og hef- ir legið siðan. Var nauðsynlegt að Grammófónar Hfs REasfiers Yoice. Skáp- Borð- Ferða- Grammfiffinar Hljóðfæraverslun. Lækjargötn 2. Franska peysufataklæðið er komið aftur. Peysufatasilki — ágæt teg. Crepe de Chine í kjóla. Upphlutasilki. Prjónasilki — tvíofið. Vaskasilki — margir litir. ALT TIL PEYSUFATA. Ásg. 6. Guuulaugsson & Co. Austurstræti 1. Vfnbsr skínandi falleg og góð, mjög ódýr/ Versl. llíslr. Vindlar, Cigaretfinr, Hvergi meira úrval. Anstnrstræti 4. Sími 1964. Lægsta verð, Saltaður silungur á 0.35 aur'a % kg., sanðatólg á 90 aura, kæfa, hangikjöt, saltkjöt, saltfiskur, rik- lingur og mjólkurostur á 75 au. Versl. Ffllfnu. Laugaveg 79. Sími 1551. Munið A. S. I. G.S. BOtOlð fer í kvöld klukkan 8 til Yestmannaeyja, Seyðisfjarð- ar, Thorshavn og Leith. Farþegar sæki farseðla fyrir klukkan 3 í dag. C. Zimsen. Epll, Perur Glóaldin Bjúgaldin Gulaldin Vínber.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.