Morgunblaðið - 22.12.1929, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
.
f iV-r-'v-
Læknir nin:
Hafið hugfaet æð borða Eelloggt
AU Bran
daglega, og þá mrm heilsu yðar
borgið.
ea> ALL-BRAN
Ready-to-eat
Alao makera of
KELLOGG’S
CORN FLAKES
Sotd by all Grocora—/n tho
Rcd axtd Grean Packago
TOL
Hin dásamiega
Tatol-handsápa
mýkir og hreinsar hörundið
og gefur fallegan og bjartan
Utarhátt.
Einkasalar:
I. Brynjóifsson $ Kvaran.
Eruð bið ánægð
með gamla grammófónverkið ? Ef
ekki, þá komið og látið setja nýtt
verk í stað hins gamla.
Orninn.
Laugaveg 20.
Sími 1161
SoDSsa
eru bestu egypsku Oigarettumar.
20 st. pakki
á kr. 1.25.
Góðar jólagjafir:
Borð-, vegg- og dívanteppi.
— Einnig kaffi- og tedúkar í
smek/blegu úrvali.
Versl. Vlk.
awrn >3. mt im
mannlegasta skóbúðin á Noxður-
löndum. Manni finst næstum því,
að hún sje of stór í ekki stærri
bæ, og að ein skóverslun þurfi
naumast á slíku stórhýsi að halda.
Maður trúir varla sínum eigin aug-
um, þegar gengið er um húsið, að
hátt og lágt e'r það fult af skó-
fatnaði. Það gerir þá ekki betur
en að rúma birgðirnar!
Ekki verður um það deilt, að
stórhuga eru þeir bræður og sköru
legir, hvort sem þeir hafa sniðið
sjer stakkinn eftir vexti eða ekki.
Það ke'mur í ljós á sínum tíma, en
ekki verður annað sjeð en að versl-
un þeirra sje enn í uppgangi,
enda á hún ítök um alt land
En það er annað, sem þeir bræð-
ur hafa unnið sjer til ágætis sem
færri sögur fara af, en mætti þó
engu síður kunnugt vera. A 50
ára afmæli verslunarinnar gáfu
þeir Landsspítalanum 20 þúsund
krónur til minningar um foreldra
sina, og er fje þctta ..Minningar-
sjóður ‘Lárusar Q. Lúðvígssonar
og könu hans Málfriðar Jónsdótt-
ur.“ Skal vöxtum sjóðsins varið til
þess að „greiða kostnað eins sjúkra
í'úms í Landsspítalanum árið um
kring, fyrir fátækt fðlk, sem ekki
er fært að greiða sjúkravistina á
spítalanum af eigin fje.“ He'fir
fje þetta verið nýskeð afhent land-
iækni og stofnskrá sjóðsins birt
; Stjórnartíðindum.
Höfðinglega var þetta gert, og
sýnir jafnfrarnt að svipað er inn-
rreti þeirra bræði-a og sagt er um
fo-reldra þeirra: brjóstgæði og
hjálpfýsi. Þeir, sem daglega hafa
umgengist sjúka, og þekkja hve
hörmulegar ástæður margra eru,
kunna best að meta slíka gjöf. —
Hún ljettir áhyggjufargi af bág-
stöddum mönnum i tugataii ár
eftir ár, mannsaldur eftir manns-
aldur. Þegar þeir bræðurnir kom-
ast áT efri ár, verður það ekki lítill
hópur manna, sem þeir hafa rjett
hjálparhönd, þegar mest reið á.
Svona á þetta að ganga! Vel
eigum vjer með fje að fara, og
það er hverjum manni sómi að
safna anð og ,byggja hús, sem sjeu
bæjarprýði. En auðinn þarf að
nota til góðs, til þess að skapa
atvinnu fyrir unga fólkið, til þess
að auka og bæta fyrirtækin og
stofna ný, en hinu má heldur ekki
gleyma að rjetta þeim hjálpar-
hönd, sem lífið leikur grátt.
Með þessum hætti eigum vjer
að sjá landinu borgið og brúa
bilið milli fátækra og ríkra. Það
er bæði rjett og sjálfsagt, að spar-
sömu, iðjusömu og skarpskygnu
mennirnir auðgist, og það er nauð-
synlegt, til þess að þeir ge'ti gert
eitthvað gott og drengilegt. —
Auðmennirnir eru hvort heldur
sem er ekkert annað e'n ráðsmenn,
•sem trúað er fyrir nokkru broti
af þjóðarauðnum.
Þetta er þá stefnan hjá þeim
börnum Lárusar Lúðvígssonar.
Fn hvað er svo um hina Reyk-
víkingana sem hafa efnast vel?
Ilvaða “sómastrik hafa þeir gert
öðrum til gagns margir hver.jir?
Sumir hafa unnið sjer mikið til
ágætis eins og t. d. Thor Jensen,
en öllum auði fylgir sú skylda, að
ncta hann til afreksverka og öðr-
um til góðs.
TTm þetta á að vera kapphlaup
milli allra forkólfanna, en ekki
um það hrer geti jetið mest, eða
átt skrautlegastan bíl.
Það lcann að vera þrekvirki að
safna auð, en hitt er hin göfugasta
íþrótt,. að kunna svo með hann að
fara, að hann komi að sem fylstn
gagni og verði til sem me'stra
heilla fyrir land og lýð.
Pelr sem ekki kvarta.
Fyrir nokkrum dögum fluttu
blöðin ávarp frá Mæðrastyrks-
nefndinni, þar sem beðið var um
liðsinni bæjarmanna til að gleðja
I'íilsháttar fátækar mæður, núna
um jólin. Það skal fúsjega játað
að við erum nokkuð seint á ferð-
inni með þessa bón. Nefndin hefir
það markmið að vekja almenning
til umhugsunar um þörfina á að
bæta kjör einstæðrá mæðra, ekkna
og. annara, rannsaka kjör þeirra
og að vinna að því, að komið verði
á lögum um styrki til þeirra af
opinberu fje. I þessu skjmi höfum
við safnað skýrslum um alt land
um hagi þessara kvenna. Erfitt er
að vera vott.ur að bágindum únn-
ara og geta ekkert bætt úr þeim
með öðru en von um framtíðar-
löggjöf. Þess vegna snúum við
okkur til bæjarbúa, í þeirri trú,
að allir þeir, sem gjarna vilja lið-
si'nna öðrum eftir mætti, ef þeir
vita að þeir líða skort, vildu gefa
okkur dálítinn skerf.
Ef til vill hefðum við betur get-
að hrært hjörtu bæjarbúa ef við
segðum þe’im sögur af þessum
mæðrum, en olckur finst við varla
hafa leyfi til þess. Fæstar þessara
kvenna hafa beðið okkur hjálpar,
en margar þeirra hafa þó komið
ti! okkar af því að þær vonuðust
eftir því, að við hefðum ráð á
einhverjum styrk. Við höfum lesið
sögu þeirra út úr því, sem þær
hafa sagt og látið- ósagt. Flestar
þeirra eru ekkjur, sem eru að
reyna að komast hjá sveit og berj-
ast áfram með ótrúlegri þraut-
seigju, eða fá afarlítinn styrk. —
Sumar eru fráskildar konur og
aðrar ógiftar mæður, sem eru
bundnar yfir barni sínu, se'm þær
eru að reyna að halda hjá sjer.
Oft. hefir • verið skotið hjer sam-
an handa ekkjum, en þær eru þó
fleiri sem orðið hafa útundan og
aldrei hafa fengið styrk, og þó
þær hafi einhverja hjálp fengið i
bili, þá nær hún ■ skamt. Lífsbar-
átta þe'irra heldur áfram og við
gleymum þeim.
Nú er komið að jólunum þegar
mennirnir snöggvast muna eftir
því að þeir eru allir bræður og
systur og það kyrrir svo í sálun-
um að þeir heyra hver til annars,
í hvert sinn og við syngjum gamla
jólasálminn „Eitt barn er fætt í
Betlehem“ minnumst við ósjálfrátt
allra litlu barnanna, se’m altaf eru
að fæðast í heiminn og mæta svo
misjöfnu, þó hvert eitt einasta
þeirra ætti heimtingu á umönnun
og góðum lífsskilyrðum.
Við treystum því, að allir þeir
sem nú eru að húa sig undir að
gleðja sín eigin börn á jólunum
og eitthvað hafa aflögu, vilji
styrkja okkur _til þess að hjálpa
mæðrunum sem erfiðast eiga og
ekki kvarta.
Mæðrastyrksnefnclin.
Dagbók.
Veðrið (laugardaskvöld kl. 5) ;
Stormsveipurinn, sem var suður af
íslaaidi á föstudagskvöldið, var í
morgun yfir SA-strönd íslands og
hefir valdið NA-roki á V- og N-
landi í dag. Stórhríð hefir verið á
öllu Norðurlandi, en leligst af hríð
arlítið vestan lands. Á S-landi hef-
ir hinsvegar verið hæg SV-átt, og
úrkomulítið þar sem frjest hefir
tii. En yegna símabilana hafa litl-
ar fregnir borist úr íjarlægari
sveitum. Vindhraðinn hefir oftast
verið 20—25 metrar á sek. í Rvík.
Veðurútlit í dag: Minkandi N-
átt og getur jafnvel orðið SA með
kvöldinu. Frostlítið og dálítil snjó-
koma.
Jólamessur.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði að-
fangádagskvöld jóla kl. 7. Á jóla-
Tag kl. 2 e. h„ stlra Ólafur Ólafs-
son. ir
f Aðventkirkjunni (við Ingóíf.s-
stræti óg Hallveigarstíg: Jóladag-
ísn kl. 8 síðdegis. Annan jóládág
kl. 8 síðdegis, O. J. Olsen.
Samkomur á Njálsgötu 1. Engin
samkoma á aðfangadagskvöld, en
samkomur báða jóladaga kl. 8 e.
m. Allir velkomnir.
Eggert Stefánsson ætlar að
halda jólahljómleika í Nýja Bíó á
annan í jólum kl. 3Y2. Verða á
söngskránni eingöngu íslensk lög.
Jólabrjef,. sein eiga að afhendast
á aðfangadagskvöld, eiga að vera
komin í póst kl. 8 að morgni þann
dag-
Mjólkurbú Flóamanna byrjaði
daglega flutninga hingað til bæj-
arins á afurðum sínum þ. 8. þ. m.
Hefir það nú opnað tvær sölu-
búðir fyrir vörur sínar hjer, aðra
á Týsgötu, hina á Vestnrgötn 17.
Bíla hefir mjólkurf.jelagið fengið
á'gæta, bæði til flntninga að búinu
og hingað til bæjarins. Þátttaka
bænda í samlagi þessu fer- sífelt
vaxandi.
Sigurður Hjálmarsson, Grettis-
götu 46, hefir fengið viðurkenn-
ingu bæjarstjórnar til að . standa
fyrir húsasmíði í Reykjavík.
Guðm. Stefán Gíslason, Frakka-
stíg 6, hefir fengið viðurkenn-
ingu bæjarstjórnar til að standa
fvrir múrsmiði' í Reykjavík.
Fimtugustu prestskaparjólin á
síra Ólafur * Ólafsson fríkirkju-
prestur að þessu sinni. Staðhæfa
má, að jólaguðsþjónustur eigi hann
að baki sjer eitthvað á anuað
hundrað.
Heimdallur heldur fund í Varð-
arhúsinu í dag kl. 2 e. h. Verður
þar samkvæmt ályktun síðasta
fundar rætt um bæjarstjórnarkosn
ingarnar.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 8 síðd. Ensain
Gestur J. Árskóg stjórnar. Horna-
flokkurinn og strengjasveitin að-
stoðar. Allir velkomnir.
Björn í Grafarholti biður þess
getið, að svar til Guðrúnar Gísla-
dóttur á Skipaskaga og annara óá-
nægðra ljósmæðra, sje í ríkisgjalda
skýrslunni, fyrsta hefti bls. 54 og
síðasta hefti hk. 101.
| OOOOOOOOOOOOOOOOOC
••••••••••••••••••••••••••%
iversha ro
Lindarpennar og Ritblý.
Viðurkendir um allan heim.
Ágætis jólagjöf.
Bökaverslun
Sig. Hristjánssonar
Bankastræti 3.
oooooooooooooooooc
......7...........
Fyrir .n.. 50
anra
ekur enginn í bifreið í Rvík, en
fyrir sanngjarnt gjald ferðast þeir
sem aka í bifreiðum frá
715 B. S. R. 716.
Til Vífilsstaða kl. 12, 3, 8, 11 e. m.
Til Hafnarfjarðar á hverjum klt.
Um bæinn allan daginn.
Kokoshnetur
nýkomnar
Versl. Foss.
Sími 2031. Lanyaveg 21.
lólabasarinn.
Mnniö að viö gefnm
25°/o afslátt af öllnm
leikföngnm og
jólatrjesskranti
KnOU,
gott árval.
Homið meðan
úrvaiið er mest.
lODaiisnusi!
Anstnrstræti 17.
Austur yfir fjall fóru nokkrir
bílar í gær, og eins austan yfir.
Færðin var allgóð, á einnra stað
yar stór skafl, sem bíiarnir þurftu
al krækja fyrir.