Morgunblaðið - 19.01.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1930, Blaðsíða 6
6 MQRGUNBLAftfÐ Frambiððenöur 5jálfstceðisflokksins 1. Jón Ólafsson, alþingismaður. 2. Jakob Möller, bankaeftirlitsm. 3. Guðm. Ásbjörnsson, kaupm. 4. Guðrún Jónasson, frú. 5. Pjetur Halldórsson, bóksali. Bæjarstiórnarkosningin. Yið bæjarstjórnarkosninguna á laugardaginn kemur verður fyrst og fremst um það deilt, hvort bæj- nrbúar eigi að halda áfram að hjóía þftss atvinnufrelsis og við- skiftafrelsis, sem á úhuShfÖrnum tveim áratugum hefir lift svo undir Reykjavík, se'm vöxtur bæj- arins ber vitni um. Sjálfstæðisflokkuilnn teflir fram C-listanum, lista einstaklingsfram- taksins, atvinnu- og viðskiftafrels- isins, þeirrar stefnu sem hefir á undanförnum árum borið uppi svo miklar framfarir í bænum, að eng- 5nn hefði þorað að spá þeim fyrir mannsaldri síðan. Það er vanþakklátt starf að stjórna hraðvaxandi bæjarfjelagi eins og Reykjavík. Altaf má finna c'itthvað, sem „orkar tvímælis þá gert er“. Á flestum jarðneskum hlutum sjást einhver missmíði, ef þeir eru skoðaðir gegnum smásjá. Svo er og um gerðir bæjarstjórna. En almennar kosningar eru tíma- mót, sjerstaklega til þe'ss fallin að líta yfir heildarárangur af unnu starfi og átta sig á stefnum. Fyrir rúmum tuttugu árum vant aði hjer svo að segja alt, sem þarf til þess að breyta sjóþorpi í höfuð- borg. Hjer var engin vatnsveita, engin götuholræsi, engin höfn, ekki raf- magnsstöð, ekki gasstöð, e'kki við- unandi slökkvitæki, ekki neinar fullgerðar götur. Og aðalatvinnu- vegur bæjarins, sem þá var, þil- skipaútgerðin, á heljarþröminm. En framtakssemi einstaklinganna hefir á síðustu 20 árum tekist að skapa svo þróttmikið atvinnulíf í bænum, að hvergi er annað eins á þessu landi, enda lætur nú nærri að % allra viðskifta milli Islands og útlanda sjeu bundin við at- I vinnulíf þessa bæjar, se'm telur ■ þ]nta Jandsmanna. I Þetta atvinnulit hcfir fengið að þróast í skjóli þeirrar stefnu í bæjarmálum, sem Sjálfstæðisflokk urinn einn ber nú fram. Framtaks- semin hefir ekki verið hindruð. Hún hefir verið látin bera byrðar til bæjarþarfa, sem oft hafa fund- ist þungar, en aldrei sligað eða drepið. Og tekjunúm hefir verið varið til þess að útvega bæjar- búum þau fríðindí, sem að ofan voru nefnd, auk margs annars, sem rniðar jöfnum höndum að því að styðja atvinnuvegi bæjarbúá bein- línis, eins og höfnin og raforkan til iðjurekstrar, og að því að gera lífið í bænum vistlegra ár frá ári. Og' þessum góða árangri hefir ver ið náð með fjármálastjórn, sem i heildinni má teljast góð og gætileg Að vísu- hvíla nú talsverðar skuldir á sjerstökum- fyrirtækjum bæjar- ins, svo sem höfn, vatnsveita, raf- magnsstöð o. s. frv., en þau standa ölj stráum af skuldunum af sínum eigin tekjum, án þess að nokkurn jtima hafi þurft að leggja útsvör á bæjarbúa þeirra vegna. Á bæjar- sjóðnum sjálfum hvíla tiltölulega litlar skuldir. ( Vitanlega e'r ennþá margt ógert ^margt sem umbóta þarf. Tveir ára tugir eru ekki nema stuttur tími af æfi upprennandi höfuðborgar, og þarf þvi engan á þessú að furða. Það sem nú skilur flokkana, ej' það, hvort halda skuli áfram hinni sömu frjálslegu og affara- sælu framfarastefnu, sem hingað til hefir farin verið, eða snúa nvi við; halda aftur á bak yfir í ó- frelsið og kúguöarstefnu sósíalista, þjóðnýtingarstefnuna. Alþýðuflokkurinn hefir það efst á baugi við þessar kosning'ar, að taka edgnir bæjarbúa af þeim, og eyða þeim til bæjarútgjalda, þeir tala um að taka svo sem 1 milj. kr. af eignunum, se'm til eru í bæn- um, á bverju ári, eða sem sVarar 3 togurum. Fyrsta afleiðingin af eignarýrnun, verður atvinnuskort- ur. Þessi stefna Alþýðuflokksins miðar beinlínis að aukningn fátækt arinna.r. Hún á að vera einskonar undirbúningur undir framkvæmd- ina á þjóðnýtingarstefnunni, sem felur í sjer algerða hindrun á fram ' takssemi einstaklinganna og eyðileggingu allra þeirra ávaxta, sem sú framtakssemi hefir skapað og er líkleg til að skapa í bæjar- j fjelaginu. Að lista Framsóknarflokksins ætti ekki að þurfa mörgum orðum að eyða. Þar er verið að reyna að ginna Reykvíkinga til þess að fela þeim flokki íhlutun um bæjarmál, sem altaf hefir verið skilningslaus- astur á þarfir og hagi bæjarins, jafnvel f jandsamlegur vexti og viðgangi bæjarins. Allir góðir borgarar í bænum sameina sig nú um C-listann. Jón Þorláksson. RBsnæðismðl bæiarins og afskifti sósíalista. Gósíalistabroddarnir hjerna Reykjajvík eru smeykir við bæjar stjórnarkosningarnar. Það leynir sjer ekki. Þeir láta venju fremur lítið yfir sjer. Þeir reyna nýjar að- ferðir til að vekja eftirtekt á sjer. T. d. e.r þeir boðuBu 1000 konur á fund í Garula Bíó. — En 950 komu ekki „urðu hrjðteptar", eft- ir því sem kallað var. Haraldur Guðmundsson fyllir dálka blaðs síns dag eftir dag með frásögnum um húsnæðisástandið bænum. Fer hann þar eftir skýrsl um húsnæðisnefndar. Tilgangur hans með frásögnum þessum er, að réyna að telja ókunnugu fólki trú um, að húsnæðisástandið sje verra hjer í Reykjavík en nokkursstaðar annarsstaðar, og að sósíalistabrodd- arnir sjeu manna færastir til þess að bæta úr því. Fáir taka mark á orðum Harald- ar Guðmundssonar í þessu máli. Því að það eru þeir einir, sem blindir eru og vankunnandi um for- tíð og framtíðarmöguleika þjóðar vorrar. Það eitt er rjett hjá H. G. að margar, fjölmargar íbúðir hjer í bænum eru slæmar, að lökustu íbúð irnar verða að hverfa úr sögunni En hvernig hefir liúsnæði manm verið hjer á landi, hjer í Reykja vík? Sjer ekki hver maður sem vill sjá, að ekki alls fyrir löngu átti mestur liluti þjóðarinnar að búa við ámóta húsakynni og þau sem verst eru hjer nú? Og hvað hefir orðiö til þess að bæta húsakvnni manna hjer á landi ? Hafa sósíalistabroddarnir hlaupið þar undir bagga með ráð- um og dáð? Húsakynnin hafa batnað hjer á landi yfirleitt, vegna þess að fjár- hagur manna hefir farið batnandi, erfiði manna hefir orðið meira arðberandi en áður. Þetta er og sá grundvöllur, sem fyrst og fremst verður að byggja á í húsnæðismál- inu. En sósíalistabroddar róa að því öllum árum sem kunnugt er, að draga úr framtaki manna, lama at- vinnuvegina, og sétja alt og alla á hreppinn. Það er þeirra pólitík. Með blómlegri framleiðslu batna skilyrði til húsnæðisbóta. Þá getur hver einstaklingur betur hjálpað sjer sjálfur — og þjóðarheildin þeim sem síst megna sjálfir að sjá sjer fyrir húsnæði. En pólitík sósíalistabroddanna snýr í þveröfuga átt að svæfa fram- tak manna til sjálfbjargar, lama at- vinnuvegi þjóðarinnar, og koma hjer á atvinnuleysi. í þeim jurta- garði uppskera þeir sína ávexti þeir herrar. Yfirráð sósíalista bera með sjer kyrstöðu atvinnuvega, kyrstöðu eða afturför, þar sem undanfarið hefir hjer verið sæmilega góð framför. Fái atvinnuvegir þjóðarinnar að njóta sín án íhlutunar sósíalista, þá — og aðeins með því móti verð- ur þjóðarheildin þess megnug að leggja fje svo um munar til íbúðar- húsa, fyrir þá sem lakast eru settir. Þessa staðreynd er Haraldur Guðmundsson að reyná að fela með ritsmíðum sínum. En fær litla áheyrn. t 6. Guðm. Eiríksson, trjesmíðam. 7. Pjetur Hafstein, lögfræðingur. 8. Einar Arnórsson, prófessor. 9. Guðm. Jóhannsson, kaupm. 10. Stefán Sveinsson, verkstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.