Morgunblaðið - 19.01.1930, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAPIÐ
(C-listans) uið bœjarstiörnarkosningarnar.
11. Hjalti Jónsson, framkvstj.
12. M. Júl. Magnús, læknir.
14. Sigurður Jónsson, rafvirki.
13. Pjetur Sigurðss., hásk-ólaritari.
0
„Hlntverk
stiörnmálnmanna".
? - —
Pult útlit er á, að hinn nngi
«iaður, sem orðinn er ritstjóri höf-
uðmálgagns stjórnarinnar ætli
ekki að verða neinn „föðurbetrung
ur“. Jónasi Þorbergssyni hefir
aldrei orðið nein skotaskuld úr >ví
að hagræða sannle'ikanum. Eftir-
maðuxinn virðist hafa líkar til-
Imeigingar, en hann skortir enn til
finnanlega æfingu fyrirrennarans
í handverki sínu.
1 .Tímanum, sem út kom í gær,
tekur hann upp úr Verði og prent-
ar með feitu letri þessi orð: Hlut-
verk stjórnmálamannanna e'r ekki
koma auga á þörfina. Þessi orð
«ru rjett hö’fð eftir, það sem þau
ná, en þau eru slitin út úr sam-
hengi.
1 Verði stóð:
„Hlutverk stjórnmálamannanna
■er ekki að koma auga á þörfina —
hana sjá allir, — heldur hitt að
meta hvers sje mest þörf“.
Tímamenn hafa altaf og allsstað
ar talið það sjerstaka dygð á
stjórnmálaskúmum sínum, gf þeir
hafa getað bent á eitthvað sem all
ir sjá. En það er miklu ljettara
verk, að gera kröfur á kröfur ofan,
heldur en að meta gildi hverrar ein
stakrar, og finna ráðin til fullnæg
ingar. Það er altaf ljettara að
heimta e« fullnægja.
Þótt leitað sje um allar jarðir,
land úr landi, heimsálfu úr heims-
álfu, er ekki hægt og hefir aldrei
verið hægt að benda á nokkurn
þann stað, að ekki verði að lionum
fundið með rjettu i einhverri
grein. Altaf er hægt að koma auga
m nýja kröfu.
Það er þess vegna hreinn barna-
-skapur, þegar Tímamenn halda að
þeir eigi „rje'ttmætar kröfur“ á
fylgi almennings fyrir það eitt, að
geta bent á eitthvað sem ógert sje
eða betur geti farið.
En þessi barnaskapur Tíma-
manna he'fir orðið sjerstaklega aug
ljós á fundunum um bæjannálin
undanfarið. jeff hlustað á
Uvkrar ræður frambjóðenda
þeirra og lesið sumt af því, sem í
kcsningablaðinu stendur. Alt er
þetta á sömu bókina lært. Tíma-
menn halda að þeir fullnægi þeim
■shyldum, sem ge'ra verður til for-
^fáðamanna bæjarins, bara með því
að heimta nóg. Þeir benda ekki á
únæðin. Þvert. á móti. Skatta-
stefna þeirra er nákvæmlega hin
sama og sósíalista. Og sú stefna
leiðir ekki til annars en gamja. ó-
yndisúrræðisins, að slátra gullhæn-
unni. Ef gert væri ráð fyrir að
þessir lagsmenn, næðu tökunum á
stjórn bæjarmálanna og hjeldu
fram þeirri skattastefnu, sem þeir
láta uppi nú í kosningunum, yrði
afleiðingin ekki önnur en sú, að
áður en fá ár væru liðin, væri
gjaldþoli borgaranna svo gersam-
lega ofboðið, að engin leáð væri
að fullnægja frekari kröfum um
auknar framfarir.
í bæ eins og Reykjavik, sem þot
ið liefir upp með þeim liraða, að
lengi má leita að hliðstæðu dæmi,
er það Ijett verk og löðurmann-
legt, að beUda á ótal atriði, sem
til bóta standa. Það þarf engan Her
mann til þess að upplýsa, að marg
ar götur eru ófullgerðar, að ung-
lingunum er þörf á leikvöllum, að
borgurum bæjarins væri hressing í
að geta fengið sjer skemtigöngur
á kvöldin að loknu erfiði dagsins.
Þetta sjá allir og viðurkenna. Ef
ekki þyrfti annað en upplýsa það,
að Bergstaðastræti væri ómalbikað,
eða rottugangur væri í Bjarnaborg,
tii þess að kippa öllu í liðinn, þá
væri auðvelt að vera bæjarfulltrúi.
Svo auðvelt að jafnvel Tímamönn-
um væri felandi forsjá bæjarmál-
anna.
Kröfurnar, sem getðar eru til
bæjarfjelagsins, eru þvi aðeins
rjettmætar, að sjeð sje fyrir get-
unni til að verða við þeim. Sjálf-
stæðismenn telja það lilutverk sitt,
að sjá svo um að getunni sje e'kki
ofboðið. Það er þýðingarmesta hlut
verkið í stjórn bæjarmálanna. Kröf
urnar koma af sjálfum sjer.
Það er svo fjarri því að jeg hafi
talað af mjer, þegar jeg ritaði orð
þau, sem jeg hefi skráð hjer að
framan, að jeg vil að endingu
levfa mjer að taka þau upp aftur
mönnum til hugleiðingar nú um
kosningar:
„Hlutverk stjornmálamannanna
er ekki að koma auga á þörfina
—- hana sjá allir — heldur hitt að
meta hvers sje mest þörf“.
Árni Jónsson.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
manna er í Varðarhúsinu við Kalk
ofnsveg, sími 2339.
titsvörin
og
Signrðnr Jðnasson.
Eitt af fyrstu verkum Sigurðar
Jónassonar, eftir að hann komst í
bæjarstjórn, var það, að sparka
Magnúsi V. Jóhannessyni úr niður
jöfnunarnefnd, og setja sjálfan sig
í sætið.
Kunnugir vissu vel, að þetta var
ekki gert af umhyggju fyrir efna-
minni gjaldendum þessa bæjar.
Páir hjer í bæ munu vera kunn-
ugri á heimilum fátækra manna, en
Magnús V. Jóhannesson. Þe'ir, sem
þelckja Magnús vita vel, að hann
vill alt gera til þess að ljetta byrði
þeirra sem bágt eiga, hVort heldur
það er af efnaskorti eða öðrum
ástæðum.
En þe'ssi maður mátti ekki eiga
sæti i niðurjöfnunarnefnd að áliti
fulltrúa Alþýðuflokksins. Sigurður
Jónasson var valinn í hans stað.
Hvað er Sigurður Jónasson?
Hann er þegar orðinn stóreigna
maður og hluthafi í risavöxnum
auðfjelögum í þessum í bæ. Hann
er önnur hönd Hjeðins, sem er
erindreki og umboðsmaður erlends
miljónafjelags. Hann er stór hlut-
hafi í Tóbaksverslun íslancfs, ein-
hverju stærsta gróðafje'lagi hjer á
landi og framlcvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Þessum manni var falið að gæta
hagsmuna hinna efnaminni gjald-
enda í bænum; Magnúsi V. Jó-
hannessyni var ekki trúað fyrir
því starfj.
Hvaða erindi átti svo þessi Sig-
urður í niðurjöfnunarnefnd? —
Fyrst og fremst það, að gæta hags-
muna þeirra auðfjelaga, sem Sig-
urður var við riðinn og hafði
sjálfur hag af.
Árið 1928 var Olíuverslun ís-
lands, sölufjelagi hins erlenda mil-
jqnafjelags gert að greiða 10 þús.
kr. í útsvar, og hafði það þá aðeins
starfað stuttan tíma ársins. —
Næsta ár var Sigurður Jónasson
kosinn í niðurjöfnunarnefnd. Þá
fje'klt auðfjelag þetta aðeins 9600
kr„ og hafði þó starfað alt árið!
Var þetta veltiár fyrir fjelagið
°g aðstaða öll góð. ]iví að fjelagið
I tók við viðskiftum steinolíiieinka-
! sölunnar. En Sigurður var þarna
trúr þjönn samherja síns, Hjeðins.
Og hvað um Sigurð sjálfan. Árið
1928 var honum gert að greiða
1100 kr. í útsvar. En næsta ár,
fyrsta árið sem hann sat í niður-
jöfnunarnefnd, lækkaði útsvar
hans niður í 440 kr.!
Þá er eftir að athuga annað áuð
fjelag, sem Sigurður er stór hlut-
hafi i og stjórnar sjálfur, þ. e.
Tóbaksverslun íslands. Árið 1928
var lagt 10 þiis. kr. útsvar á fje-
lag þetta. Fyrsta árið eftir að Sig-
urður var settur í niðurjöfnunar-
inefnd, lækkaði útsvarið niður í
8750 kr. — Þó var þetta ár eitt-
hvert mesta veltiár, sem þetta auð-
fje'lag hefir haft.
Slík er umhyggjan fyrir þeim
fátæku!
Maðurinn, sem þannig hefir
liagað sjer í niðurjöfnuuarnefnd,
básúnar það blað e'ftir blað í Al-
þýðublaðinu, að stefna niðurjöfn-
unarnefndar hafi verið sú, að hlífa
stóreignamönnum og fjelögum við
útsvari!
Hver barðist fyrir því, að útsvar
miiljónafjelagsins erlenda yrði
lækkað? Var það ekki einn af
hlaupasveinum fjelagsins, Sigurð-
ur Jónasson?
Hver barðist fyrir lækkun á
útsvari Tóbaksverslunar Islands,
einhvetju voldugasta auðfjelagi
sem til er hjer á landi? Var það
ekki sjálfur liluthafinn í fjelaginu
og framkvæmdastjórinn, Sigurður
Jónasson?
„Þjer ferst Flekkur að gelta.“
Sigurði Jónassyni ferst að gala
hátt um hlífð við auðfjelögin!
Þessi erindreki burge'isa Alþýðu-
flokksins er að þakka sjer það,
að útsvörin á miðlungs- og lág-
tekjumönnum voru lægri síðastlið-
io ár heldur en sum árin undan-
farið. Auðvitað er þetta vitleysa
og bull, eins og flest annað sem
þessi grunnhyggni froðusnakkur
er að gjamma um.
TTsvör miðlungs- og lágtekju-
manna lækkuðu síðastliðið ár af
þeirri einu ástæðu, að togarafje-
lögin voru ]iess megnug að bera
drjúgan skerf af útsvörunum. —
Súm árin undanfarið hafa togara-
fjelögin lítið sem ekkert vitsvar
greitt, vegna þess að þau höfðu
e'kkert annað en skuldir og töp
á töp ofan.
Nvi eru það einmitt togarafjelög-
in, sem Sigurður Jónasson og hans
nótar vilja koma fyrir kattarnef.
Hvernig yrði umhorfs í þessum
bæ, ef sósíalistabroddarnir fengju
þenna vilja sinn í gegn? Hverjir
fengju þá að bera útsvörin ? Ekki
aðeins þau útsvör, sem nú eru
lögð á bæjarbúa, heldur 1—2 milj.
að auki, sem sósíalistar eru að
heimta? Skyldu miðlungs- og lág-
tekjumenn ekki fá sinn .skerf af
útsvörunum ef sósíalistum tækist
að steypa togarafjelögunum.
Reykvískir borgarar! Verum
samtaka í að styðja heilbrigða
framþróun þessa bæjar. Kjósum
því lista Sjálfstæðismanna við bæj-
arstjórnarkosningarnar 25. þ. m.
Kjósum C-listann!
Sliustu erlendar frjettlr.
London, FB. 18. jan.
Fregnin um boð Mussolini röng.
United Press tilkynnir:
Ítalski flotamálafulltrúinn,
Grandi, hefir tilkynt United Press,
að enginn fótur sje fyrir fregnum
þeim, að Mussolini hafi lagt fyrir
ítölsku fulltrúana á flotamálafund
inum, að stinga upp á því að meg-
inhluti herskipaflotanna vetði rif-
inn.
Frá flotamálafundinum.
Fulltrúar Bandaríkjanna á flota
rcálafundinum hafa heimsótt Mae
Donald í Downingstreet. Voru þeir
hjá honum eina klukkustund, en
vildu ekkert láta uppi um hvað
rætt var um. — Stimson er farinn
til Stanmor í Middlesx og dvelur
þar fram yfir helgi. — MacDonald
tekur á móti Briand og Tardieu
á sunnudagsmorgun kl. 9.30 e'. h.
Allir fulltrúar koma saman á fund
jkl. 10 á mánudag.
I
Frð Vestmannaeyjum.
Vestrn., FB. 18. jan.
Nýr vjelbátur ca. 26 smálestir
bygður'í Rosör í Noregi, kom hing
að í fyrrakvöld. Skipstjórinn er
norskur. Tveir íslendingar voru
á bátnum. Eigandi Ólafur Auðuns
son útgerðarm. Báturinn er smíð-
aður úr eik og heitir Veiga, lagði
frá Rosör 12. des. til Bergen, þaðan
20. dc's., en sneri aftur. Lagði aftur
af stað 31. des. um Shetlandseyjar
til FæreVja og var f jóra daga milli
Shetlandseyja og Færeyja, hrepti