Morgunblaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 2
2
»10H(Í!' Ntíl.O'in
i*
Jóu Anfonsson
Hveiti ,„GLENORA“
do. „CREAM OF MANITOBA“
do. „CANADIAN MAID“
do. „BUFFALO“
Höfum allar ofangreindar hveititegundir fyrirliggj-
andi, á mjög sanngjörnu verði.
Tegifóðrm.
Tilboð óskast í að •'Strigaklæða og veggfóðra 18 íbúðarherbergi í
húseign bæjarins, Grimsbý, við Smirilsveg. Herbergin eru c. 6x6 álnir
að stærð. Góðan striga skal strehgja á alla veggi og loft herbergj-
anna og líma pappír á loft undir málingu, eh undir veggfóður á veggi.
Alla loftlista, gólflista gérikti um glugga og dyrakarma, svo og lista
við ofntöflur skal taka niður áður en strigi er strengdur og setja
upp aftur, þegar búið er að líma á pappírinn. Þegar síðan er búið að
mála herbergin, skal líma veggfóður á veggina. Málning er þessu
útboði óviðkomandi, en alt annað efni og vinnu. leggur verksali til, að
undante’knu veggfóðri, sem verkkaupi leggur til.
Tilboð, merkt „Grimsbýr" — Veggfóðrun, sjeu komin til borgar-
stjóra fyrir miðvikudag 29. janúar kl. 11 árdegis og verða þá opnuð
í viðurvist bjóðenda, er mæta kunna.
Byrja skal á verkinu undir eins og tilboði er tekið og skal því
lokið undir málningu innan loka febrúarmánaðar.
Nánari upplýsingar má fá hjá Magnúsi V. Jóhannessyni fá-
tækrafulltrúa.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. janúar 1930.
K. Zimsen.
T11 b o ð
óskast í innanliússmálningu í húseign bæjarins „Grimsbýr“ við
Smirilsveg.
Upplýsingar hjá Magnúsi V. Jóhannessyni fátækrafulltrúa.
Tilboð merkt „Grimsbýr“ .— Málning, sjeu komin til borgar-
stjóra fyrir miðvilcudag 29. þessa mánaðar klukkan 1 árdegis og
verða þá opnuð í viðurvist bjóðenda er mæt.a kunna.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. janúar 1930.
K. Zimsen.
Höfel Borg.
Til að tryggja gestum sínum að þægilegar bifreiðir sjeu ávalt
við hendina, hefir hótelið samið við „Bifröst“ um að hafa jafnan
bifreiðir fyrir framan hótelið.
• Eftir kl. 10% á kvöldin og allar þær nætur, er dansleikir eru
5 hótelinu, mun maður frá „Bifröst“ vera til taks og leitast við að
fullnægja bifreiðaþörfum gestanna.
Bifröst. Sími 1529.
Annan vjelstfðra
vantar ná þegar á Es Þormððnr.
Upplýsingar nm borð,
Klósið C-iistann!
frá Amamesi.
Að kvöldi sunnudags þess 19. þ.
m. andaðist, Jón Antonsson frá
Arnarnesi við Eyjafjörð, 84 ára að
aldri. Síðusta missirin hafði hann
eigi haft fótavist, var farinn að
kröftum eftir langan erfiðisdag.
Ejaraði lff hans út smátt og smátt,
án þess hann tæki út þjáningar.
Við andlát Jóns frá Arnarnesi
dettur mjer í hug atvik úr lífi
hans, sem hann sagði mjer frá
fyrir mörgum árum. Hann var
um tvítugt, ráðsmaður hjá föður
sínum, Anton Sigurðssyní í Arnar-
nesi, og formaður á bát í kaup-
staðarferð inn á Akureyri. Ut á
firðinum hittu þeir skip — gufu-
skip — það fyrsta sem j^ir höfðu
sjeð á æfi sinni. Það var breskt
lystiskip. Þótti sltipverjum þe’im
sækjast seint, róðurinn, og tóku
bátinn í eftirdrag inn á Akureyri.
SVo langa starfsæfi hafði Jón
frá Arnarnesi að baki, svo mikil
gerbreyting hefir orðið á öllu
meðan æfi ha»s entist, að hann
var fulltíða sjógarpur áður en
gufúskip kom á Eyjafjörð, áður en
nokkrur framfarir komust hjer á.
Jón í Azmarnesi var í hóp þeirra
manna, sem brutu ísinn á sviði
itvinnuvega, einkum útvegs við
Eyjafjörð. Lyndiseinkenni hans
standa mjer fyrir hugskotssjónum
sem höfuðeinkenni forvígismanna
þeirra, er lögðu af stað úr kyrstöð-
unni og hófu framfarastarfið á
síðasta aldarfjórðungi 19. aidarihn
ar.
Meðan hann var í blóma lífsins,
var hann eldheitur framfaramað-
ur, bjartsýnn á alt, bæði eigin hag
og þjóðarvelferð, gleði- og fjör-
maður með afbrigðum. Umbætur
á öllu sem hann kom nálægt, smáu
sem stóru voru honum nauðsyn.
Hann tók upp þilskipaútveg, í
stað bátaiítgerðar, fór til Noregs,
lærði skipasmíðar, keypti þilskip
og kom með heim. Síðan smíðaði
hann sjer skipið Arnarnes-Gest,
og þá hvað af öðru, bæði fyrir
sjálfan sig og aðra. Skipstjóri var
hann á Gesti í mörg ár. Mun -það
fátítt., að sami maður hafi verið
yfirsmiður, eigandi og skipstjóri
sama skipsins. ,
Alt Ijek í höndum hans, alls-
konar smíði og ve'iðar. Orðlagður
var hann sem skytta, og st.undaði
þær veiðar af kappi. En þó klyfja-
bestar færu úr Arnarnesshlaði, var
oft lítt talað um endurgjald. —
Og þegar sjósóknum hans lauk,
var hlut.ur hans í fjármunum ekki
mikill. Ávöxturinn frekar hinn, að
hafa vísað þeim veginn sem á eftir
komu.
-Áuægja hans var óskert fyrir
það. Hann var e'inn þeirra manna,
sem lagði svo, að segja ástríka
alúð við alt sem hann hafði hönd
á. Starfsgleðin var svo mikil.
En hann hafði ekki einasta á-
riægju áf eigin umbótum. Vakandi
auga hafði hann á öllu þvi sem
fram kom nýtilegt í blöðum og
bókum. í hvert sinn sem hann sá,
að einhver nýung var á ferðinni,
-sem til framfara horfði fyrir þjóð-
ina, gladdist liann svo sem honum
sjálfum væri gefin verðmæt gjöf.
Þegar kraftar hans tóku að
þverra, og hann fann til vanmátt-
ai að taka sjálfur þátt í athafna-
lífinu, tók hann að aðhyllast mjög
kenningar þeirra, sem ákveðnast
halda fram sífeldri framþróun ein-
staklinganna stig af stigi.
Jón Antonsson var fæddur í Arn
arnesi þ. 13. júní 1845. Foreldrar
hans voru þau Anton Sigurðsson
og Margrjet Jónsdóttir er bjuggu
þar um 30 ára skeið rausnarbúi.
Árið 1878 giftist Jón, Guðlaugu
Helgú Sveinsdóttur frá Haganesi,
hinni mestu atgervis- og fríðleiks-
konu. Lifir hún mann sinn. Hvíldi
búst.jórn mjög á herðum hennar,
á þeim árum, er útgerð var mest.
frá -Arnarnesi, og var löngum við
brugðið, hve þar fór saman ráð-
deild og rausn.
Þau hjón eignuðust 13 börn, og
dóu 5 þe'irra í æsku. En þrem
uppkomnum börnum áttu þau á
bak að sjá. Jóni, er druknaði 1895 í
Hörgá, þá 19 ára að aklri, hinn
mesti dugnaðarmaður og orðinn
skipstjóri. Sveinn dó árið 1900, í
)ann mund er hann var að taka
við bústjórn í Arnarnesi, og Helga
tveim árum síðar.
Árið 1903 fluttu þau hjón frá
Arnarnesi, og reistu hús á Hjalt-
eyri. Hóf' Jón var ræktunarstarf,
og húsaði vel nýbýli sitt. Nokkur
síðustu æfíárin gat hann lítið að-
liafst, enda var Árni sonur hans
tekinn þar við búsforráðum.
Börn þeirra sem eru á lífi, e'ru
Margrjeí, veitingakona á Hótel
Akureyri, Anton, útgerðarmaður á
sama stað, Ámi útvegsbóndi á
Iljalteyri, Kristín listmálari í Rvík
og Jonna á Akureyri.
V. St.
Frá Seyðisfirði.
Seyðisfirði, FB. 20. jan.
Snjó'flóð nokkur hjer við fjörð-
inn um fyrri helgi og urðu nokkr-
ar símaskemdir af þeirra völdum.
Eitt þeirra fjell á sunnudagsnótt
þ. 12. þ. m. og tók grindahúsin
með bryggju í sjó fram. GeTeyði-
lagðist annað húsið. í enda hins
hússins bjuggu þrír menn. Björg-
uðust þeir allir. Snjóþyngsli mikil.
Hreindýraflokkar komnir á Út-
Hjerað.
Umsækjandi um bæjarstjórastöð
una er Hjálmar Vilhjálmsson lög-
fræðingur frá Hánefsstöðum.
í bæjarstjúrn eru allir sömu
menn o gáður.
Munið, að listi Sjálfstæðis-
manna er C-listi.
Kjósið C-listann!
E.8. Lvra
fer hjeðan á morgun 23. þ.
mán síðdegis til Bergen um
Vestmannaeyjar og Færey-
jar. — Farseðlar óskast sótt-
ir fyrir hádegi á fimtudag.
Flutningur afhendist fyrir
kl. 6 í kvöld.
Nic. Bjarnason.
Frá Alþingi.
Forsetakosningar o. fl.
Klukkan 1 í gær hófst fundur
í sameinuðu þingi og skyldi fram
fara kosning forseta og annara
starfsmanna Sþ. Voru þá allir al-
þingismenn til þings komnir- nema
Þorleifuí- í Hólum; einn þingmað-
ur var fjarverandi sakir lasleika
(S. Eggerz).
Aldursforseti þingsins Björn
Kristjánsson stýrði fopsetakosn-
ingunni.
Áður en gengið var til kosninga
ávarpaði hann þingheim með því
að minnast þriggja látinna manna,
er átt höfðu sæti á þingi, eú. þeir
eru: Þorleifur Jónsson póstmeist-
iri, Eiríkur Breim prófessor og
Bogi Th. Melsted.
Mintust þingmenn þessara
manna með því að standa upp.
Kosningar í sameinuðu þingi.
Þá fór fram kosning á forseta
sameinaðs þings og var kosið tvis-
var. Við fyrri kosningu hlaut Ás-
geir Ásgeirsson 19 atkvæði, Jón
Þorláksson 16 og Jón Baldvins-
son 5. — Við síðari kosninguna
hlaut Ásgeir Ásgeirsson 19. atkv.,
Jón Þorláksson 15 og 6 seðlar
voru auðir. Lýsti aldursforseti þá
Ásgeir Ásgeirsson rjettkjörinn
forseta.
Varaforseti Sþ. var kosinn Þor-
leifur Jónsson með 19 atkv.; Sig-
urður Eggerz lilaut 16 atkv., en 5
seðlar voru auðir.
Skrifarar voru kosnir þeir Ing-
ólfur Bjarnason og Jón A. Jónsson
Kosningar í Efri-deild.
Forseti var kosinn Guðmundur
Ólafsson með 8 atkv., Halldór
Steinsson hlaut 6 atkv. — Fyrri
varaforseti: Jón Baldvinsson og
annar varaforseti Ingvar Pálma-
son.
Skrifarar: Jón Jónsson og Jón-
as Kristjánsson.
Kosningar í Neðri-deild.
Forseti var leosinn Benedikt
Sveinsson með 12 atkv.; Magnús
Guðmundsson hlaut 9 atkv.
Fyrri varaforseti: Jörundur
Brynjólfsson með 11 atkv. og
annar varaf. Bernhard Stefánsson
með 11 atkv.
Slrrifarar: Halldór Stefánsson og
Magmis .1 ónsson.
r