Morgunblaðið - 20.02.1930, Blaðsíða 3
s
MORGUNBLAÐIÐ
M
&-,iy
SWASTIK A
VALDAR VIR6IN1A
TILBÚNAR AF
TEOFANI
fflST HVHIVETHH FYRIR KRÓHU.
Fiskaili Norðinanna.
Veiði samt. Þaraf hert. Þaraf saltað
15. febr. 1930: smál. 17.792 2.168 12.923
í milj. stk. 5.9 0.7 4.3
16. febr. 1929: smál. 28.509 7.531 19.277
í milj. stk. 9.5 2.5 6.4
Aflinn er miðaður við nýjan hausaðan og slægðan fisk.
■tofc&ndl: VUh. Fin»«n.
Srtgeítndi: FJ«la* I Reykjav'h.
Bitatjdrtr: Jðn Kjartanaaon.
Valttr Steí&naaon.
&a*lýBing:aatJOri: B. Hatbare.
■krifatofa Auaturatrastl I.
■laai m. eOO.
Anarlýaineaakrlfatofa nr. 700.
Helsaaalaiar:
Jðn KJartanaaon nr. 74*.
Valtýr Btefknaaon nr. 11*9.
B. Hafbarg nr. 770.
tshriftaeJalí:
Innanlanda kr. S.00 t m&nolIL
nianda kr. *.B0 - —■- ■
aðln 10 aura elntaklB
Erlendar símfregnir.
London FB. 18. febrúar.
Tillögur ítala um takmörkmi
vígbúnaðar á sjó.
TJnite'd Press tilkynnir:
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum munu ítölsku fulltrúarnir
leggja það til á morgun (miðviku-
dag), að hætt verði að smíða or-
ustuskip um tíma, eins og Musso-
lini lagði til 1928. Ítalía kvað og
vera reiðubúin til þess að' fallast
á afnám kafbáta-notkunar í sjó-
hernaði, svo fremi að allar þjóðir
verði aðilar að afnáminu. Loks
vill ítalía fallast á, að öll orustu-
skip verði rifin og er samþykk
tillögu Frakka viðvíkjandi smá-
lestatölu, en harmar það, að há-
markið er ekki sett hærra.
Glæpamannaveiðar
í Chicago.
Frá Chicago er símað: Barátta
lögreglunnar gegn glæpamönnun-
um hjer í borg heldur áfram í
fullum krafti. Fimm þúsund menn
hafa verið handteknir að' undan-
förnu í „undirheimum" horgar-
innar og síðastliðinn sólarhring
€28, þar af 54 er setið hafa í fang-
■elsi áður. Sjö þeirra eru alræmdir
morðingjar.
Kommúnistaóeirðir í Berlín.
Frá Berlín er símað: Lögreglan
varð að senda eftir liðsafla, er
kommúnistar söfnuðust saman
fyrir framan aðalbækistöð kom-
múnista í Berlín. Stöðvaðist þar
öll umferð', en kommúnistar ljetu
ófriðlega. Lögregluliðið kom á
vettvang og sló hring um bæki-
stöð kommúnista, en kommúnistar
sernlu lögreglunni tóninn, kölluðu
þá „sporhunda", „niður með spor-
hundana" o. s. frv., en lögreglu-
mennirnir tóku þá upp kylfur sín-
ar og dreifðu mannfjöldanum, en
það tókst eftir tæpan stundarfjórð-
ung. Tíu kommúnistar voru hand-
teknir, en undir eins látnir lausir
-aftur.
United Press tilkynnir: Frá Ber-
lín er símqð: Lögreglan hefir látið
húsrannsókn fara fram í aðalbæki-
stöð kommúnista og á skrifstofum
blaðsins „Rauði fáninn“. Síðar:
Lögre'glan leitaði í bækistöðvum
kommúnista að bæklingum, sem
dreift hafði verið út, þar á meðal
til lögreglumanna, en í bæklingn-
um voru menn hvattir til þess að
skeyta eigi fyrirmælum laga og
yfirvalda. Lögregluliðið, sem hús-
rannsóknirnar framkvæmdi, voru
tvö hundruð menn, sumir þeirra
úr leynilögreglunni.
Hræðileg sprenging.
Frá Linden, N^vv Jersey er
símað: Fjórir menn hiðu bana, en
sextíu og fjórir meiddust, þar af
tólf hættulega, er tvær spreng-
ingar lögðu í eyði tilraunastöð
Standard Oil hjer. Ókunnugt um
orsakir til sprengingarinnar.
Síð'ar: Fle'stir þeirra, sem meidd-
ust, er sprengingin varð, voru
verkamenn, sem unnu að smíði
húss skamt frá tilraunastöðinni.
Talið er, að geymir með „nafta
gasoline“ hafi sprungið, en til-
raunastöðin stóð ' á svipstundu í
báli. Lík þeirra sem fórust efu
óþekkjanleg. Sumir hinna meiddu
líða hræðilegar kvalir. Spítalalækn
arnir í Linden segja, að fle'stir
peirra, er meiddust við sprenging-
una sjeu dánir eða taldir af. —
Læknarnir ætla, að sumir þeirra,
er ef til vill halda lífi, verði
ölindir.
Stjórnarmyndun í Frakklandi.
Leygues flotamálaráðherra
Frakklands he'fir verið kallaður
heim til Frakklands (af flotamála-
ráðstéfnunni) og fór hann frá
London kl. 4 e. h. í dag. Fleuriau
er nú aðalfulltrúi Frakklands á
ráðstefnunni. Á meðal Frakka á
ráðstefnunni er ætlað, að ekki sje
ólíklegt að Poincare myndi stjórn,
en Briand verði utanríkisráðherra,
Tardieu flotamálaráðherra og
verði 'hann þá áfram fulltrúi á
flotamálaráðste'fnunni.
fslandsbœklingur
Gunardfielagsins.
Prófessor Halldór Hermannsson
hefir skrifað' forstöðum. Frjetta-
stofu Blaðamannafjelagsins eftir-
farandi, sem eftir atvikum þykir
rjett að komi fyrir almennings-
sjónir:
„Jeg tók eftir því í „Yísi“, sem
jeg fjekk nýlega, þar sem var ráð-
ist á bækling þann, sem Cunard-
linan hefir sent út um íslandsferð-
ina. Skildist mjer sú ásrás vera
bygð á fregn, sem Frjettastofan
hefir sent út og á „Heimskringlu“,
(Ummæla Heimskringlu um hækl-
inginn var getið í FB.-fregn). Á-
rásin er alveg órjettmæt.Bæklingur
inn er hvorki verri nje betri en
aðrir slíkir bæklingar, og það sem
í honum stendur er rjett, þótt þar
sjeu nokkrar smekkleysur. Það,
sém haft er eftir Heimskringlu, að
konungurinn sje „aeting king of
Ieeland“ er rangt, því eins og
þjer sjáið, stendur í bæklingnum
„acting as kiug of Iceland“, til
aðgreiningar frá honum „as king
of Denmark“.
Aths. Ummæli höf. athugasemd-
arinnar í Vísi munu hafa verið
bygð á tilvitnunum Hkr. úr bækl-
ingnum, í trausti þess, að' þar væri
rjett með farið. (F.B.)
Verðlagsnefnd
línugufuskipaeige'nda og sjómanna
tilkynnir: Verð á afla við útreikn-
ing á aflaverðlaunum ber að telja
sem hjer segir til 25. fébrúar n. k.
kl. 12 á miðnætti:
Stórfiskur 0.40 hvert kíló.
Smáfiskur 0.35 hvert kíló.
Lýsi 77V2 hvert kíló.
Samkvæmt þessu bpr að reikna
aflaverðl'aun á línugufuskipum frá
16,—25. febrúar að báðum dögum
meðtöldum, svo se'm hjer segir:
Af stórfiski kr. 6.81 af smálest.
Af smáfiski kr. 5.25 af ^málest.
Af lýsi kr. 1229 af hverjum 105
kílögrömmum. (FB).
Danssýuing.
Ungfrú Ásta Norðmann og Sig.
Guðmundsson ætla innan skamms
að sýna nokkra dansa, sumpart
dansa, er þau hafa æft í vetur
með nemendum sínum, og sumpart
nýja „karakterdansa“. Má búast
við góðri skemtun, því að þau eru
bæði þekt sem vandvirk og fjöl-
hæf og sem góðir kennarar. 12—15
ungar stúlkur munu sýna „plas-
tík“, sem þær hafa æft í vetur
undir stjórn Ástu. Þá mun ung-
frúin sýna noltkra nýtísku dansa
með aðstoð' Sig. Guðmúndssonar.
Nokkra forvitni mun það vékja,
að 14 börn sýna þarna dans. —
Dansa þau Vínarvals. Þau eru öll
á aldrinum 5—7 ára. Eru flest
þeirra afar-útfarin í dansinum, og
hafa þau sýnt óvenjulegar gáfur
og nákvæmni við æfingarnar.
Þá mun ungfrú Ásta djnsa
nokkra sólódansa. Verða meðal
þeirra hollenskur dans og spansk-
ur dans (habanera).
AJls munu um 50—60 mauns að-
stoða við sýninguna. Er það mikið
ve»k að æfa slíkan fjölda til sýn-
ingar, og er að húast við, að fólkið
verði kennurunum til sóma.
Sigvaldi Indriðason, kvæðamaður
og hérmikráka, sem er Reykvík-
ingum að góðu kunnur, ætlar að
láta til sín heyra í Nýja Bíó I
kvöld. Sigvaldi kveður snildar vel
og kann óteljandi kvæðalög; auk
þess hefir hann róm úr hverjum
þeim karli og kerlingu, er hann
vill, og er sprenghlægilegt að
hlusta á hann „syngja með þeirra
nefi.“ — Kvæðaskemtunin hefst
kl. 7% og verði éitthvað óselt af
aðgöngumiðum, fást þeir við inn-
ganginn.