Morgunblaðið - 22.02.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1930, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ Kosningalygar Framsúknarmanna kveðnar niðnr af þeim sjálfnm. Eftir að skattstjóri hefir athugað bæjarreikningana, er heimildin til útsvarsálagningar veitt eins og ekken hefði í skorist. Bæjarbúum mun e*nn í fersku herra borgarstjóri, dags. 23. des. mimni kosningabragð Framsóknar f. á., vill ráðuneytið hjer með við síðustu bæjarstjórnarkosning- etofnandi: Vilh. Flnaan. Otcafandl: Fjelns I Reykjnvík. Rltatjðrnr: Jön KJartanaaon. Valtýr StefAnaaon. 4,nariyalnaaatjörl: B. Hafbar*. thrlfatofa Auaturatraetl t. tlaal nr. (00. 4.n<rl?einKaakrllatofa nr. 700. Bcleutalaaar: JOn Kjartaneaon nr. 741. Valtýr etefdnaaon nr. 1111. B. Hafbers nr. 770. vakrlf’aajald Innanlanda kr. 1.00 A aaAnuBL nlanda kr. 1.(0 - ■ —— ftðlu 10 aura elntaklll Erlendar sfmfregnlr. FB, 20. febr. Meðt. 21. febr. Lík Eielsons fundið. United Press tilkynnir: Frá New York er símað* Loft- skeyti hefir borist. frá skipinu Nanuk, að lík Eielsons liafi fund- ist. Síðar er símað frá Nome, Alaska, aö lík Eielsons hafi fundist á me'ð- al brota úr flugvjelinni níutíu mílur til suðáusturs frá Cape North. Stjómarskiftin í Frakklandi. Frá París er símað: Chautemps, sem hefir trygt sjer stuðning Bri- ands, fór í heimsókn til forseta Frakklands kl. sjö og fimtíu e. h. Að heimsókninni lokinmi sagði hann í viðtali við blaðamenn, að hann hefði tilkynt Doumergue for- seta, að liann hefði fallist á að mynda stjórn og bætti þvi við: „Stjórn mím verður fullmynduð á morgun' ‘. Tardie'u var boðin flotamálaráð- herrastaðan, en neitaði að taka þátt í stjórnarmyndun Chautemps. London, 21. febr. Frá París er símað: Chautemps liefir tilkynt Frakk- landsforseta að hann hafi lokið við’ stjórnarmyndun. FB. 21. febrúar. Þingkosningar í Japan. United Press tilkynnir: Þingkosningar hafa farið fram í Japan, en enn er ókunnugt um fullnaðarúrslit. Ætlað er, að stjórn arflokkurinn (Minsieito) fá meiri hluta þingsæta. Se'iyukai, leiðtogi nðalandstæðingaflokks stjórnar- innar hefir náð kosningu, sömu- leiðis Innkai, stjórnarandstæðing- Ur Leiðtogi jafnaðarmani»a náði «kki kosningu. Síðar: Kosningaúrslit kl. 8 e. h. Tokiotími: Minsieito er stjórnar- flokkur 49 kosnir, af Seiyukai- nndstöðuflokknum 23, af öðrum flokkum 7. Þingmartnatala meðri ■deildar þingsims alls 466. Afnám kafbátahemaðar. Fulltrúar fimm aðalsendinefnd- anna á flotamálaráðstefnunni komu saman á fumd á skrifstofum Utanríkismálaráðuneytisins, til þess að ræða um mannúðlegri kaf- bátahernað, en þó ræddu fulltrú- srnir einnig um möguleikana fyrir algerðu kafhátaafnámi. Fyrir Bandaríkjanefndina mætti Hublee, fyrir Bretland Malkin, lögfræðiráðunautur utanríkismála- ráðuneytisins, fyrir Frakkland Massigli, fyrir Italíu Rossi og fyrir Japan Enomoto. Bílastæði. Veganefnd hefir falið borgarstjóra, bæjarverkfræðingi og Ágúst Jósefssyni áð gera til- lögur nm það, hvar bílar megi standa í bænum. ar, er ríkisstjórnin— neitaði um heimild til þess að jafna niður þeim útsvörum á hæjarhúa, sem bæjarstjórnin hafði ætlast til. — Kom' 'neitun þessi þrem dögttm fyrir kosningar. Var í henni skírskotað' til brjefs frá skattstjóranum Helga P. Briem þar sem hann finnnr stjónn og reikningsfærslu bæjarstjómar eða einkum borgarstjóra margt til for- áttu. — Segir m. a. svo í brje'fi skattstjóra, er prentað var í kosn- ingahlaði Framsóknar: „Hafa bæjarbúar greitt yfir mil- jón krónur í þrjú ár, án þess að nokkur opinber skýrsla sje til, yfir það' til hvers þetta mikla fje hefir verið notað.“ 1 kosningablaðinu voru þessi um mæli síðan tekin til athugunar og þar birtist sú niðurstaða(!), að borgarstjóri Knud Zimsen myndi e. t. v. hafa hirt miljónina, sem launauppbót(!!!) Hjer skal brjef skattstjórans eigi gert að frekara umtalsefni að þessu sinni. En þar þóttist hann sjá mikil og morg missmíði á reikn ingsfærslu borgarstjóra, og voru margir fáránlegir hlutir þar til tíndir. En hinn „hæstvirti“ atvinnu- málaráðherra segir í enduðu brjefi sínu til vborgarstjóra þ. 22. jan. að heimild þá, sem farið var fram á, til útsvarsálagningar „beri ekki að veita, fyr en glögg svör liggja fyrir.“ Svörin, sem við var átt, voru við aðfinslum skattstjórans. Þá ke'mur annar þáttur þessa máls. Atvinnumálaráðuneytið fær þann hinn sama skattstjóra, Helga P. Briem, til þess aS athuga bæj- arreibningana — sem sje að at- huga hvað sje hæft í því, sem hann sjálfur, skattstjórinn, skrifaði fyr- ir kosningamar til ráðuneytisins. Síðan byrjaði skattstjórinn, H. P. Briem, á athugun sinni og rannsókn, og sendi atvinmumála- ráðuneytinu. ítarlega skýrslu. Sú skýrsla hefir nú um tíma legið upp í stjórnarráði. Og þá er komið að þriðja þætti í þessum bæjarstjórnarkosninga- leik Framsóknar. En hann gerðist í gær. Atvinnumálaráðherrann okkar finnur það sem sje út, að í skýrslu skattstjórans, Helga P. Briem, felist nægilega „glögg svör“ ,við aðfinslum sama skattstjóra, Helga P. Briem, er hann ritaði ráðuneyt- inu þ. 11. janúar. Ilelgi skrifar fyrir kosningar svæsnar árásir á fjármálastjórn bæjarins. Helgi er látinn svara aðfinslun- um eftir kosningamar. — Hann kemst að ])ví, að þær sjeu elcki á rökum bygðar. Og „hæstvirtur“ ráðhe'rra skrif- ar í gær svohljóðandi brjef: „Með tilvísun til brjefs yðar, leyfa, að jafnað verði niður í aukaútsvörum á þessu ári hjer í Reykjavík 1.991.744 krónum, eða kr. 92.973.40 hærri upphæð, en útsvarslögin inr. 46, frá 1926 heim- ila án leyfis ráðnneytisins.“ Menn taki e'ftir. Alt í stakasta lagi. Porgarstjóri fær ekki einu sinni neitt tækifæri til að sVara aðfinsl- um skattstjórans. Nei. Skattstjórimn hefir gert það svo prýðilega sjálfur. Glögg svör fengin. Heimildin veitt. Frá Alþingi. Efri dedld. Frv. um Mentaskóla á Akureyri, Mentamálanefnd hafði málið til meðferðar og flutti allmargar brtt. við frv., sem aðallega miðuðu að samræmi við frv. um Mentaskól- ann í Rvík, er deildin hafði áðnr samþykt. Brtt. mentamálan. voru samþ. og frv .afgr. til 3. umr. Frv. um bæjarstjóra á Sigltt- firði, flm. Erl. Friðjónsson. Er frv. flutt samkv. ósk bæjarstjórn- ar Siglufjarðar, og fer fram á að leyfa ltjósendum á Siglufirði að greiða. atkvæði um, hvort bæjár- stjóri skuli kosinn í stað bæjar- fógeta. — Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar. Neðri deild. Frv. um breyting á lögum nm skipun farkennara; flm. Ásg. Ásg. Er þar farið fram á að hækka nokkuð laun farskólakennara og eftirlitskennara við heimafræðslu; lagt til að þeir hafi 500 kr., auk ókeypis fæðis, húsnæðis, ljóss, hita og þjónustu, þá 6 mánuði ársins, sem skólinn stendur; skulu 350 kr. greiðast úr ríkissjóði, en 150 úr sveitarsjóði. Hannes Jónsson flutti brtt. við frv. og vildi hafa launin 400 kr. og lækka framlag sveitarsjóðs niður í 50 kr., en hún var feld, og frv. afgr. til Ed. Tveir sjútv.-nefndarmenn Nd., þeir Ásg. Ásg. og Sv. Ól. flytja f. It: stjórnarinnar tvö frumvörp, um Fiskveiðisjóð íslands og mun fiskveiðasjóðsgjald. Eru frv. eitt samhengi, því svo er til ætlast, að Fiskve'iðasjóður fái rekstrar- fje með nýrri skattaálögu á sjáv- arafurðir, er nemi Vi% af verði afurðanna. Nemur skattnr þessi 100—150 þús. á ári. Jóh. Jós. andmælti þessari stefnu frv., að verið væri að skattle'ggja enn á ný þenna margskattaða at.vinnuveg, sjávarútveginn. Væri nær að fara þá leið, er Sjálfstæð- ismenn hefðu stungið upp á, að heimila sjóðnum að gefa út vaxta- brjof. Með því móti gæti sjóður- inn fljótt fengið mikið veltufje' en engán nýjan skatt þyrfti að leggja á sjávarútve'ginn. — Hafði Jóh. Jós. einnig ýmislegt að at- huga við ýmsar greinir í frv. stjórnarinnar nm Fiskveiðasjóð, en hann kvaðst vona að sjútvn. gæti komið sjer saman um hag- kvæma lausn á þessu nauðsynja- máli. Báðnm frv. var vísað til sjávarútvegsnefndar. (Sjálfstæðis- menn höfðu áður borið fram frv. um rekstrarlánafjelög fyrir háta- útveg og hefir sjávarútvegsnefnd það einnig til meðferð'ar.) Frv. um breýting á 1. um kosn- ingar til Alþingis (Landskjör 1930) var afgr. til 2. umr. og alls- herjamefndar. Frv. um Sveitabanka var einnig afgr. til 2. umr. og landbn.; engar umr. urðn um þessi mál. Oddnr Oddsson. Austur á Eyrarbakka býr aldr- aður maður, Oddur Oddsson og stundar þar gullsmíðaiðn. Hefir hann reynt sitt af hverju um dag- ama, og þekkir manna best kjör íslenskrar alþýðn, bæði til sjós óg sveita, bæði vond og góð. Og sá veit, margt, „er víða ratar og hefir fjöld of farið“. Svo er um Odd. Hann hefir hirt ótrúlega margt „í heimalningsins reynslusarp*‘, því að ekki hefir hann gengið menta- veginn. En glögt auga, óvenjulega eftirtektargáfn, stálminni og greind fjekk hann í vöggugjöf, eins og| með sjer bera nokkrar greinir, sem hann hefir ritað' í Eimreiðina, um alþýðukjör og lifn aðarháttu hjer á landi — þá lifn- aðarháttn, sem nú þekkjast e'kki og mundn því falla í gleymsku, ef enginn yrði til þess að lýsa þeim og rita nm þá. Hafa þessir greinir Odds stórmerkilega þýðingu fyrir menningarsögu vora. En það er margt fleira, sem hann langar til að rita um ef ástæður leyfðu. Hann hefir nú þe'gar gert drög að milli 10 og 20 ritgerðum um slík efni, en það er aðeins ein þeirra fullger og á hún að birtast í Skími. Oddur hefir nú sótt um styrk til Alþingis til þess að geta gefið' sig meira en áður við ritstörfum. Er vonandi að þingíð daufheyrist ekbi við því. Það, sem það he'fir áður látið af mörkum rakna til alþýð- legra fróðleiksmanna Og rithöf- nnda, hefir horið margfaldan á- vöxt, og svo mnn verða hjer. Högum Odds er þarnnig háttað, að hann má ekki ívanrækja smíðar sínar, vegna ritstarfanna, og enn síður hefir hann tækifæri til þess að kynna sjer söfnin í Reykjavík, og er honum það þó að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt í mörgum tilfell- um. Að sjálfsögðu munu þeir þing- mertn, sem lesið hafa greinir Odds, vera því fylgjandi að veita honum styrk til ritstarfa framvegis. Vjer höfum ekki ráð á því að láta neitt af þjóðlegum fróðleik fara for- görðum. Sjómannakveí jur. FB. 21. febrúar. Liggjum á Ólafsvík. — Vellíðan allra. — Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Tryggva gamla. Liggjum á Ólafsvík. Vellíðan allra. Kærar kveðjnr. — ótíð. Skipshöfn Skúla fógeta. Dagbók. □ Edda 59302257 — Fyrirl. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Vestamáttin er nú að minka og veðurfarið ,að skána vestanlandís, en þó er ennþá allhvast og töln- verð hríðarjel í útsveitum vestaH lands. Á öllu A-landi er bjartviðri. Ný lægð er bomin í námunda við Hvarf á Grænlandi og er eigi ann- að líklegra en að hún fylgi meíð V-áttinni austur á bóginn og valdS vaxandi SA eða A-átt hjer á landi þegar líður á mánudaginn. MuH V-áttinni nú lokið’ að sinni, en A- og N-átt sennilega ráðandi næstru daga. Veðumtlit í Reykjavík í dag: Vaxandi SA eða A-átt og úrkoma. Getur orðið N-átt með nóttunni. Messur á morgim: 1 Dómkirkj- unni kl. 11 síra Friðrik Hallgrímé- son; kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 síðdegis, síra Ólafnr Ólafsson. 1 Fríkirkjunni í Reykjavík; bl. 2 síðd. síra Árni Sigurðsson, Nýi snjóbíllinn fór fyrstu för sína austur yfir Hellisheiði, í gær og til Kolviðarhóls aftur. — Geklk honum vel, en dngum öðrum bíl er fært yfir heiðina. Eru margir bílar fastir í snjó á háheiðinni, hafa verið þar teptir í tvo daga. En í gær var verið að moka skafl- ana og má vera að venjulegum bílum verði fært bráðlega og þess- ir losni. En snjóbíllinn verður hafðnr á Kolviðarhóli fyrst um' sinn, til afnota fyrir þá, sem þurfa að komast yfir heiðina, þegar öðr- um bílum er ófært. Far með bíln- um geta menn fengið ef þeir gera áður aðvart í síma til Kolviðar- hóls. Bíllinn tekur 8 menn Og eitt- hvað af farangri. Hjónaband, í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrn Sigur- laug Guðmundsdóttir og Gunnar Eggertsson frá Bíldsey. Heimili brúð'hjónanna er á Grettisgötu 72. Flutningur Alþingis. Níu Fram- sóknarmenn flytja þingsályktimar- tillögu um það að í sambandi við næsta landkjör (í sumar) farí fram alþjóðaatkvæðagreiðsla nm það hvort. Alþing skuli eftirleiðis háð á Þingvöllum eða í Reykjavíb. Skal þar farið eftir kjörskrá til alþingiskosninga. Póstbíllinn komst með naumind- um austur yfir Hellisheiði á mið- vikudag, áður en snjóaði svo mik- ið, að' vegurinn varð ófær bílum. Veðráttan í septembermánuðí. Skýrsla um septembermánuð er ný ltomin frá Veðurstofunni. — Var yfirleitt ilít veðurfar þennan mánuð' og stormar tíðir. Hiti var 0.8° fyrir neðan meðallag á öllu landinu, en sjávarhiti var 0.5° yfir meðallag. Úrkoma varð 32% yfir meðallag, tiltölulega mest á Akureyri, 95% yfir meðallag, 57.1 mm. Þó er það lítið á móts við úrkomuna í Hveradölum, sem var 310 mm. í þessum mán. Á einum sólarhring var lirfelli þar 70.4 mm. í lok mánaðarins telja 16 veðué- athnganastöðvar snjó og allmikill snjór er þá til fjalla. Rosaljós sáust víða í þessum mánuði og hinn 9. sást vígahnöttur frá Teig- arhorni og fór hann frá norðaustrf til suðvesturs. Stúdentafjelag Reykjavíknr hjeflí fund í Varðarhúsinu í fyrrakvölcL Fundurinn var all-fjölmennui*. Að- alumræðuefnið var íslandsbanka-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.