Morgunblaðið - 25.02.1930, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
íslandsbankamálið.
Útdráttnr nr ræðn Magnúsar Jónssonar á Varðarfnndi.
Á þriðjudagskv. s. 1. var haldinn
fundur í landsmálafjel. „Verði“.
Á fundi þe'ssum flutti Magnús
Jónsson alþm. langa og ítarlega
ræðu um Islandsbankamálið.
Orsakir stöðvunarinnar.
Eftir að ræðumaður hafði lýst
því, hve mikla og óvenjulega at-
hygli mál þetta hefði vakið innan
þings og utan, skýrði hann frá því
.hverjar hefðu verið hinar beinu
orsakir þess, að bankanum var lok-
■að. Hafa einkum verið nefndar
tvær orsakir: 1. að Landsbankinn
dró að sjer hendina um víxlaendur
kaup og 2. að Privatbankinn orsak
aði verðfall á hlutabrjefum ís-
landsbanka og óróa um hann eT-
lendis með því að segja upp láni
sínu. En dýpri og varanlegri or-
sakir lokunarinnar sjeu þó eldri
<og alvarlegri. Það eru töp bankans
frá árunum fyrir 1921, sem með-
fram orsökuðust af ofmikiíli seðla-
útgáfu, ófullnægjandi aðgerðir
þingsins 1921,-þar sem bankanum
var veitt dýrt lán i stað hluta-
kaupa og honum gert að' skyldu
uð draga inn seðla sína. Rakti
ræðumaður sögu beggja bankanna
þiessi árin og afskifti þings af
þe'im.
Um hag bankans nú er ekkert
kunnugt nema niðurstaðan af
bráðabirgðarannsókn Jak. Möllers
og Pjeturs Magnússonar, er leiddi
til þeirrar niðurstöðu að bank-
inn ætti fyrir skuldum, og svo sú
skoðun kunnugra manna, að
greiðslustöðvunin stafaði ekki af
f>ví að bankinn væri í raun og veru
lakar staddur nú en verið hefð'i
undanfarin ár.
Hvaið á að gera?
Úr því að bankanum hefir eitt
sinn verið lokað, má e'kki gera
sjer neinar tyllivonir um það, að
hægt sje að sleppa skaðlaus frá
því máli. Nú er aðeins að finna
þá leiðina, sem hættuminnst er.
Maður sem hefir fengið x sig skæð-
an sjúkdóm sleppur ekki skað'laust.
Það er -ekki æskilegt fyrir hann
að þurfa að fara á sjúkrahús, fella
niður starf" sitt um tíma, borga
stórfje' fyrir o. s„ frv. En hann
velur það frekar en bana eða verri
sjúkleik.
Bankinn verður ekki endurreist-
rnr nema með miklu átaki. Lokun
hans hefiF nú þegar valdið miklu
tjóni, bæði í atvinnulífinu og fyrir
bankann sjálfan. Hann hefir nú
misst viðskifti, sem hann fær seint
•eða aldrei aftur. En erfiðleikana
við þetta verður að meta í saman-
burði við erfiðleikana við áfram-
haldandi lokun bankans. Og þá
hlýtur allur efi að hverfa. Því að
svo ægilegt er að horfa fram á af-
leiðingar þess, að hitt verður ekki
nema smávægilegt.
Erfiðleikar út á við.
Símskeyti hafa borist, sdm sýna
■svart á hvítu, hVaða afleiðingar
viðskiftalífi neinnar þjóðar. —
Bankastofnanir eru út af fyrir
sig mjög arðvænleg fyrirtæki. —
Ef litið er t. d. á íslandsbanka, þá
hefir hann haft mjög góð' gróða-
skilyrði að ýmsu leyti. Se'ðlaút-
gáfa er arðvænleg verslun. Út-
lánsstarfsemi hlutafjár og inn-
stæðufjár er einnig mjög arðvæn-
legt. Enda hefir bankarekstur-
inn jafnan sýnt mjög góðan ábata,
alt upp í h. u. b. 2þ4 miljón króna
á ári.
Þegar banki hrynur, er því jafn-
an litið svo á, að bak við það hrun
standi óarðvænlegur og óheilbrigð-
ur atvinnurekstur. Og þegar öðr-
um, af tveim bönkum lijer, er lok-
að, þá hljóta aðrar þjóð'ir að líta
á það sem vantraustsyfirlýsing á
atvinnuvegi vora, og það vekur
ótta við að láta fje sitt hingað. Ef
atvinnuvegir landsins standa völt-
um fótum, þá eru og bankarnir
veikir. En þá er líka ríkið veikt
fjárhagslega. Og alt þetta kemur
fram í erfiðum kjörum á því láns-
fje, sem hingað fer.
_ Lánstraust einstaklinga.
En sjeu útlendir fjármálamenn
hræddir að lána fje' sitt hingað til
ríkis eða banka, þá má þó vita,
að enn meiri ástæða er fyrir þá,
að kippa að sjer hendinni um
lán til einstaklinga og einstakra
fyrirtækja. En því hefir naumast
verið nógur gaumur gefinn hingað
til, hve geysimikið e'rlent fje
starfar í fyrirtækjum hjer á landi
án milligöngu ríkis eða banka. =-
Hagstofan hefir safnað þessu hin
síðari ár, en þó má telja alveg
víst, að langt er frá því, að þar
komi öll kurl til grafar, enda mjög
misjafnt á mismunandi tímum árs.
Mjög mikið af vörum, sem til
landsins eru fluttar, eru seldar
gegn greíðslu eftir ákveðinn tíma,
en það er auðvitað ekkert annað'
en erlent lán til atvinnurekstrar
hjer. Kippi erlend fyrirtæki að
sjer hendinni um þessi lán orsak-
ast a-f því annað tveggja: Stór-
kostlegt hrun í atvinnurekstrinum
með öllu því óláni, sem af því
stafar, eða þá marg-aukin ásókn
að innlqndum lánsstofnunum. En
þær verða að svara með því að
leita á náðir erlenda markaðsins
eða verjast með stórfeldum vaxta-
hækkunum.
Bændur rólegir?
Jeg hefi heyrt, sagði ræð'umað-
ur, að bændur sjeu yfirleitt rólegir
út af stöðvun íslandsbanka. Þeir
hafi, þar fæstir nein viðskifti. Ef
þetta er satt, sýnir það enn, hve
ófróðir menn eru í þe'ssum málum
og skammsýnir. Því að stöðvun ís-
landsbanka, me"ð þeim afleiðing-
um, sem nú hafa nefndar verið,
snerta allan landslýð, hvort sem
i eða hinn hefir viðskifti við
hann éða ekki. Lánstranstsspjöll
hljóta að valda vaxtahækkunum
vaxtakjör en flestur annar at-
vinnurekstur. Aldrei hafa því at-
orkusamir bændur verið settir í
bráðari hættu en nú, ef illa tekst
til og ógiftusamlega um lausn Is-
landsbankamálsins.
Rekstrarfje bankanna rýmar.
Því var hreyft í upphafi þessa
íslandsbankamáls, að enginn heil-
brigður atvinnurekstur þyrfti að
stöðvast við þessa bankalokun, því
að þau viðskifti mundu flytjast
hljóðalaust yfir í Landsbankann.
En þetta eru bara fávísleg orð.
Þesskonar breytingar geta aldrei
orð'ið hljóðalaust, og það er enginn
vegur að ætla að skylda Lands-
bankann til þess að leysa á þann
hátt úr ógæfu þe'irri, sem stjórnin
og flokkar hennar vilja yfir okkur
leiða.
Setjum svo að atvinnurekandi,
sem hefir haft mikil viðskifti við
íslandsbanka komi til Landsbánk-
ans. Þá kemur náttúrlega í ljós, að
þær bankahæfu tryggingar, sem
hann hefir, eru fastar, svo að ef
Landsbankinn ætlar að taka að
sjer viðskiftin er oftast engin önn-
ur leið opin en sú, að Landsbank-
inn greiði skuld viðskiftamannsins
við hinn bankann. En e'fast má
um að' Landsbankinn sje fús til
þess eða fær.
Þetta hefir líka komið í ljós.
Farið hefir verið fram á það, að
Landsbankinn taki nú að sjer
nokkur aðkallandi viðskifti frá ís-
landsbanka. En hvað skeður?
Landsbankinn gerir þetta, en að-
,eins með því skilyrði, að ríkið
gangi í ábyrgð. Jeg tel þetta eðli-
legt. En það sýnir, á hverju má
eiga von, ef mikið skal flytja
þannig milli bankanna, og mig
furðar ekkert, þó að bankastjórar
Landsbankans telji rjettara að
reyna að komast hjá þessum vista-
skiftum viðskiftanna.
í þetta skifti bað Landsbankinn
aðeins um ábyrgð. En að því hlyti
fljótt að reka, að harin yrði að
biðja um aukið' rekstrarfje. Því að
það er langt frá því, að rekstrar-
fjeð flytjist frá íslandsbanka ó-
sjálfrátt yfir til þess banka, sem
ætti að taka við viðskiftunum.
Athugaði ræðumaður svo, sam-
kv. re'ikningum íslandsbanka, hvað
af átarfsfje hans myndi flytjast
yfir til Landsb, Komst hann að
þeirri niðurstöðu, að um 20 miljón
kr. af reikningsle'gu rekstrarfje
bankans nú myndi hverfa við þessi
skifti, eða um það' bil 1/4 allsjxessa
rekstrarfjár beggja banka. Og
margt af þessu væri ekki hægt að
bæta upp með nýju fje, t. d. erl.
lánum, jafnhentugu og því, sem
nú væri starfandi.
Þegar þessi rekstrarfjárrýrn-
un kemur samtímis því, að mörg
fyrirtæki, sem nú útvega sjer f je í
xitlöndum, verða að leita til inn-
lendu lánsstofnananna, svo að þörf
væri á auknu rekstrarfje, þá verð-
ur augljóst hvílíkur voði er fram-
rindan.
)) teimw
Höfnm fyriiiiggjandi:
M LAUK, smáaii, vernleya góðan.
fl Verðið sjerstaklega lágt.
Leig a.
3 stofur og eldhús með nútíma þægindum ásamt öllum
húsbúnaði er til leigu frá 14. maí til 1. október, í miðbænum. —
Umsóknir til A. S. í. merktar „sumar“ fyrir 15 mars.
lokun Islandsbanka hefir á láns-1 innan lands og utan, og það kem-
traust okkar erlendis. Eu þetta ur niður á öllum atvinnurekstri til
sama má sjá með því, að athuga
málið með skynsemd.
Það er aðgætandi, að bankahrun
er aldrei einangraður viðburður í
sjávar og sveita. Og hún .ketour
þó friáske átakanlegast niður á
bændum vegna þess, að þeirra at-
vinnurekstur þolir lakar erfið
Endurreisn bankans.
Um þetta mál kvað ræðumaður
erfitt að segja mikið eins og nú
stæðu sakir. Það væri verið' að
gera tilraunir til þess að afla bank
anum fjár, og árangur þeirra til-
rauna yrði til þess að móta útkom-
una. En nokkra aðilja hvaðst hann
geta nefnt, sem hjer kæmu til
greina:
1. Þegar fyrst bárust fregnir af
vandræðum bankans kvaðst hann
hafa vakið lauslega máls á því,
hvort ekki væri hægt að ná
nokkru af innstæðufje bankans- í
forgangshlutafje. Til þe'ss væru
tvær ástæður: Innstæðueigendur
era illa staddir ef bankinn verður
gerður upp harkalega, og hætt við'
að þeir tapi. Þess vegna má búast
við að þeir vildu láta nokkuð af
mörkum til viðreisnar bankanum.
í öðru lagi er ekki hægt að fá
betri menn til þessa, því að um leið
og þeir eru bxinir að binda fje sitt
í forgangshlutum, má búast við
þeim sem tryggum viðskifta mönn-
um við bankann. Þeir mirndu ekki
nota hvern þyt til þess að rífa fje
sitt út úr bankanum.
2. Af erlendu skuldheimtumönn-
unum má vænta einhvers stuðn-
ings. Hambrosbanki hefir boðið að-
stoð. Ríkissjóður Dana hefir víst
engar tryggingar fyrir láni sínu,
og væri því ekki ólíklegt, að sú
upphæð fengist um eitthve'rt til-
tekið árabil sem tryggingarfje með
einhverjum skilyrðum.
3. Loks er svo ekki nema eðli-
legt, að ríkissjóður hlaupi eitthvað
undir baggann. fslensk stjómar-
völd gáfu bankanum nafn það,
sem gerir hann í augum allra út-
lendra manna að höfuðbanka lands
ins. Islensk stjórnarvöld heimiluðu
bankanum það mikla seð'laflóð,
sem áreiðanlega er drjúgur þáttur
í erfiðleikum bankans. fslensk
stjórnarvöld hafa átt meginþátt í
skipun stjórnar bankans, og loks
átti Alþingi áreiðanlega sinn þátt
í erfiðleikum bankans með því að
taka fulla ábyrgð á öllum skuld-
bindingum Landsbankans. Það er
því mæstum óhugsandi að ríkis-
valdið geti hlaupið frá þessari
stofnun, jafnvel þó að ekkert
sje' litið á þá nauðsyn, sem hjer
kallar að vegna atvinnuveganna.
Ungur maður
ógiftur, sem er búinn að taka
próf í einum æðri skóla íslands,
óskar eftir að komast í kynni við'
góðan mann eða konu, sem gæti
lánað honum 3000.00 krónur gegn
veði í framtíðaratvinnu. Atvinnu,
s*em gefur af sjer 10—12.000
ltrónur um árið. Sá maður eða
kona, sem vildi vera svo góður að
lána þessa upphæð, leggi nafn sitt
inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 1.
næsta mánaðar. Me'rkt Ungur
maður.
000<0>00000000000000
Hvað er mest áríðandi áður
en farið er í ferð?
Að tryggja sig í
ANDVÖKU. Sími 1250
o
>00000000000000000
Meðferð málsins á þingi.
Að síðústu mintist ræðumaður á
meðferð málsins á þingi. Andstæð-
ingar Sjálfstæðisflokksins linna
ekki að breiða út þá skröksögu, að
Sj.st. vilji taka ábyrgð' á öllum
skuldbindingum bankans, og það
eins þó að þeir bæru fram frum-
varp, sem lýsti því, hvað þeir vildu
gera. Frá upphafi hafa Sjálfstæðis
menn viljað forðast að hleypa
flokkapólitík í málið', og á lokaða
fundinum báru þeir fram tillögu,
þar sem þeir buðu stjórninni
óskoráð fylgi sitt til allra skyn-
samlegra ráðstafana bankanum til
Fyrir herra!
Harlmannafðt, Uetrar- og
Rykfrakkar, fiúfur, Bintfi,
Sokkar, Hærföt og
Manchettskyrtur.
Fjölbreytt úrval.
Soffiubtii,
(beint á móti Landsbankanum).
Stjórnin keyrir í þess stað á-
fram frnmvarp sitt um gjaldþrota-
skifti á bankanum. Hitt vanrækti
hún, að láta þegar í stað befja ná-
kvæmari rannsókn á bankanum
eftir að hún hafði lýst því, að
hún þyrði ekki að byggja á bráða-
birgðarannsókninni.
Sjálfstæðismenn standa sjálfsagt
enn við það, að þeir bjóða fram að
stoð sína til endnrreisnar bankans.
En á því veltur, hvort skynsamari
menn finnist í hinnm flokkunum,
se'm hafa einurð til þess að taka-
saman við þá höndnm nm þetta
nanðsynjaverk, og gerast með því
mestu bjargvættir þjóðarinnar.
viðieisnar. En sú útrjetta hönd var j þéim ógæfule'ga
ekki þegin. þjóðhátíðarárinu.
Bankalokunin. Um hana hefir
verið skrifað mikið í Þýskaljindi,
og ætla, öll blöðin að hjer sjé úin
ríkisbanka íslands að ræða.. Þykir
á stað farið á