Morgunblaðið - 25.02.1930, Page 3
M 0 R G U N B L A Ð I Ð
S
3ttoröunblaí>ið
<etofn*ndl: Vllh. Flnaan.
'Tt*»f*ndl: Fl«l»* 1 KeykJ»Tl3u
Ititatjðrar: Jðn KJartanaaon.
Valtýr Stefinaaon.
toa’lFainKaatJðrl: H. Hafbar*.
fkrlfatofa Auaturatraotl t.
5ta»l nr. 100.
vaKlýalnraakrlfstofa nr. 700.
4almaalaaar:
Jðn KJartanaaon nr. 741.
Valtýr Stefánaaon nr. 1110.
JB. Hafber* nr. 770.
iíkrlftaeJald:
Imnanlanda kr. 5.00 á aaácnf!-.
nlanda kr. 1.80 - —
eðlu 10 aura aintaklð
Erlsndar sfmfrsgnlr.
London, FB. 23. febrúar.
Skríðuhlaupin í ítalíu.
Unted Press tilkynnir:
Frá Rómaborg er símað': Geysi-
mikil fannkoma var í Appenine-
fjöllum skömmu fyrir skriðuhlaup-
in í Macerata-hjeraði. Auk þeirra
níu, sem áður var getið, að hefði
farist, hafa fjórir meiðst. Enn-
fremur er nú talið víst, að þeir tólf
menn sem saknað var, hafi farist
af völdum skriðuhlaupanna.
.Stjómarflokkurinn japanski
sigrar.
Frá Tókíó er símað: Urslit þing-
kosninganna: Minseitoflokkurinn
hlaut tvö hundruð sextíu og eitt
þingsæti og því yfirgnæfandi meiri
hluta í þinginu.
London, FB. 24. febr.
S j úkrahúss-bruni.
Frá Providenee er símað:
Eldur braust út í St. Jósepsspí-
talanum hjer í borg, en ve'gna
skjótrar og djarflegrar framkomu
hjúkrunarkvenna, systranna,
lækna, slökkviliðs og lögre^luliðs-
manna, tókst að bjarga eitt hundr-
að og sextíu sjúklingum úr spítal-
anum, þrátt fyrir mikið reykhaf
í allri byggingunni. — Aðstoðar-
menn í spítalanum lögðu sig í
hættu til þess að flytja úr bygg-
ingxmni þrjátíu tanka með nitro-
us-oxide og komu þannig í ve'g
fyrir hræðilega sprengingu. Skað-
inn af brunanum er áætlaður einn
fjórði úr miljón dollars.
London, FB. 22. febr.
Slys.
United Press tilkynnir: Frá
lCenosha í Wisconsin er símað:
Ellefu menn biðu bana, en 80
meiddust, er bifreið rakst á
járnbrautarlest hálfa aðra mílu
vegar suður af Kenosha. Slys-
ið vildi til laust fyrir hádegi á
sunnudag.
* Síðar: Slysið vildi til á brauta
mótum, er bifreiðin rakst á
vörul st á norðurleið. Bifreiðin
kastaðist af vöruflutningalest-
inni beint fyrir farþegalest á
suðurleið, á næsta spori, og velt-
ust nokkrir vagnar úr þeirri
lest um. Þrettáu vagnar úr
vöruflutningalestinni ultu af
teinunum.
Lók um ísland. Þess er getið í
blaði se'm gefið er út í Kiel, að
„Schleswig-Holsteinsche' TJniversi-
táts-Gesellschaft“ ætli að gefa iit
bók um ísland — minningarrit í
tilefni af þúsund ára afmæli Al-
þingis. Formaður þessa fjelags e^
dr. Anton Schefferer, og í því eru
11.800 fjelagsmenn.
Þingtíðindi.
Tekju- og eignaskattur.
Tekju- og eignaskattsfrum-
varp Haralds Guðmundssonar
var til fyrstu umræðu í neðri
deild. Eins og áður hefir verið
skýrt frá hjer í blaðinu lenti
hann í' minni hluta í milliþinga-
nefndinni, og ber nú fram frv.
þar sem fylgt er skattamála-
stefnu sósíalista, og tekju- og
eignaskatturinn hækkaður stór-
kostlega, tekjuskatturinn til
jafnaðar um 50% og þó miklu
meira en það á hæstu tekjum,
og eignaskatturinn upp yfir
100% á hæstu eignum.
Flutningsmaður fylgdi mál-
inu úr hlaði með stuttri ræðu og
vísaði að mestu í greinargerð
frumvarpsins, sem er afar löng.
Magnús Jónsson andmælti
frumvarpinu. Með þessu frum-
varpi væri farið inn á nýja
stefnu í íslenskri skattalöggjöf.
Hingað til hefði mikið af tekj-
um ríkissjóðs verið tekið með
tollum á óþörfum og miður
þörfum vörum, en reynt að
stilla í hóf beinum sköttum. —
Þetta væri gert til þess að draga
ekki úr vjlja og getu þeirra,
sem vilja beita sjer fyrir þarf-
legum framkvæmdum. I þessu
efni mætti ekki fara eftir dæmi
annara þjóða, þar sem margfalt
meira væri um efnamenn, og
flest búið að framkvæma, sem
hjer stæði ógert. Margt af toll-
um væri nokkurskonar tekju-
skattur í neyðinni.
Haraldur varði frumvarp sitt.
Kvað hann rjettara að leggja
gjöldin beint á menn en taka
þau óbeinlínis með tolli á ó-
þarfavörum. Vildi ekki viður-
kenna að um margar óþarfa-
vörur væri að ræða.
Magnús Jónsson tók þá
dæmi, af tveim mönnum, sem
iefðu t. d. 40 þús. kr. atvinnu-
tekjur. Annar væri sparsamur
og legði ágóða sinn í fyrirtækið
og yki með því atvinnuskilyrði
og bætti efnahag þjóðarinnar.
Hinn eyddi miklu í ,,óþarfa“.
Með beinum tekjuskatti væru
báðir skattaðir jafnt í' þetta
sinn. En með tolli á óþarfavör-
um væri sá sparsamari verðlaun
aður fyrir sparsemi, og tekj-
ur hans gætu runnið óskiftar til
eignaaukningar. En hinn væri
skattaður hátt fyrir eyðslusemi
sína, og mikið af arði hans tek-
ið til framkvæmda hins opin-
berlega.
Magnús Guðmundsson benci
á það, að tekjuskattur væri
mjög ótryggur gjaldstofn fyrir
ríkið. Hann gæti orðið helmingi
hærri eitt árið en það næsta.
Hann sýndi líka fram á, að
skifting Haralds í beinar og ó-
beinar tekjur væri ekki rjett,
því að Haraldur teldi margar
tekjur óbeinar sem væru beinar.
Regla Haralds, að þær tekjur
~'5*u beinar, sem ekki væri
hægt að velta yfir á aðra, væri
alveg ófullnægjandi, því að eng-
in skattur væri til, sem ekki
mætti í ýmsum tilfellum velta
yfir á aðra, t. d. fasteignaskatt-
ur af húsum og leigujörðum.
Halldór Stefánsson tók í
sama streng um þetta, og sýndi
með tölum, að þessi skifting í
beinar og óbeinar tekjur væri
ófullnægjandi og röng.
Umr. stóðu til kl. 4, og var þá
málinu vísað til 2. umr. og fjár-
hagsnefndar.
Hin málin á dagskránni voru
tekin út.
Efri deild.
Frv. um Mentaskóla á Akur-
eyri var afgr. til Nd.; voru
nokkrar smábreytingar gerðar
á frv.
Frv. um breyting á 1. um
kosningar til Alþingis. þar sem
farið er fram á að hafa kjör-
dagana tvo, annan (1. laugar-
dag í júlí) fyrir sveitirnar, en
hinn (l.vetrardag) fyrir kaup-
staðina.
Allshn. hafði fallist á frv.,
þó vildi meiri hluti nefndarimi-
ar einskorða kjördaginn 1. vetr-
'i'dag við þá kaupstaði, sem
væru sjerstakt kjördæmi. J.
Bald. lagði hirtsvegar til, að 1.
vetrardagur yrði ekki aðeins
kjördagur allra kaupstaða, held
ur yrðu kauptúnin einnig látin
hafa þennan kjördag. Einnig
vildi hann fresta talning atkv.
til mánudags fyrsta í vetri.
Þessar till. voru feldar, en frv.
afgr. til 3. umr. með nokkr-
um breytingum.
Sala lands undan prestssetr-
inu Borg á Mýrum var afgr. til
3. umr., og frv. stjórnarinnar
um 12 milj. kr. lántöku afgr.
sem lög frá Alþingi.
í Færeyjum?
(Frá frjettaritara Morgunbí.).
Þórshöfn í febr.
Samningatilraunir þær, sem
staðið hafa yfir í vetur milli fje-
lags útgerðarmanna og sjómanna-
fje'lagsins um kjör á næstn ver-
tíð, hafa því miður mishepnast,
enda þótt alt hafi yerið reynt til
að finna hagkvæman samnings-
grundvöll fyrir báða aðila.
Það mun flestum kunnugt, að
Færeyingar veiða eingöngu á
handfæri, og hafa sjómenn fram
að þessu fengið % hluta þess, sem
þeir hafa dregið, en útgerðarmaður
% hluta, enda he'fir hann lagt til
fæði, veiðarfæri og salt. En sjó-
menn eru misjafnlega fisknir og
bera þvi misjafnan hlut frá borði,
og það er nú ekki eftir kokka-
bókum sósíalista.
Sjómenn fóru fram á það að
aflahluti sinn væri hækkaður úr
33% í 36% og að smávegis breyt-
ingar aðrar yrðu gerðar á fyrri
samningi. — Utgerðarmenn buð'u
35% aflahluta af skípum þeim,
sem hafa hjálparvjel, en olíukostn-
aður yrði tekinn af óskiftu. —- Á
vjelalausum skipum, sem afla fyrir
40,000 kr., eða meira buðu þeir
35%', en 33% á þeim skipum, sem
öfluðu minna.
Þetta er í fáum orðum það, sem
deilan stendur um. Bæði útgerð-
armenn og sjómehn hafa auglýst
kjör sín.
Fiskveiðarnar eru aðalatvinnu-
grein Færeyinga, og hið mikla drif
hjól í öllu þjóðlífi þeirra. — Sjest
það best á því, að í fyrra færðu
skipin hinu litla þjóðfjelagi heim
afla fyrir 12 miljónir króna.
Veiðarnar við Island í fyrra
gáfu af sjer 4—5 miljónir króna.
Þessar veiðar ættu nú að byrja
aftur eftir nokkrar vikur, en enn
eru málsaðilar ósveigjanle'gir í
kröfum sínum og er ekki unt að
segja liver endir þar á verður.
Menn bíða þess með óþreyju að
einhver lausn fáist innan skamms,
því að ef fiskveiðafloti vor á að
liggja kyr í höfn um bjargræðis-
tímann, þá mun það hafa í för
með sjer óútreiknanle'gt böl fyrir
hið litla þjóð'fjelag vort.
•••• ••••
Dagbók.
□ Edda 59302257 — Fyrirl.
Veðrið (mánudagskv. kl. 5).
Lægð yfir Grænlandshafi en há
loftþrýsting yfir NV-Evrópu
hefir valdið allhvassri S-átt og
hlýviðri hjer á landi og um
austanvert Atlantshafið í gær
og dag. Hinsvegar er hvöss og
köld austan átt fyrir norðan
landið en norðlæg átt yfir
vestanverðu Grænlandshafi. —
Má mjög litlu muna til þess að
kuldabylgja frá Grænlandi
brjótist lengra suður eftir og
geri NA-hríðargarð um NV-
hluta landsins. Er sennilegt að
'ægðin verði yfir SV-landinu á
morgun og má vænta snöggra
veðurbreyinga.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Allhvass SA og A en getur snú-
ist í N-átt þegar líður á daginn.
„Ungfrú ísland“. í „Berliner
Illustrierte Zeitung" birtust 16.
febr. myndir af nokkrum fegurð-
ardíotningum álfunnar, sem
kepptu fyrir skemmstu í París um
titilinn: „Fegurðardrotning Ev-
rópu“. Þar stendur undir einui
mydinni: Ungfrú ísland. (Líst
yklcur á hana?). — Sá galli er á
þessu að það er írska fegurðar-
drotningin sem blaðið' hefir gefið
okkur.
ísland í erlendum blöðum. Blað-
ið „Christian Science Monitor“ í
Boston flutti fyrir skömmu nokkr-
ar myndir hjeðan og mintist í sam-
bandi við það á Alþingishátíðina
og heimför Vestur-íslendinga.
Togararnir. Max Pemberton
kom frá Englandi í fyrradag. Ar-
ribjörn hersir kom af veiðum í
fyrrinótt með 45 tunnur. Geir
kom frá Englandi í gærmorgun.
S.s. Vestri losar nú fisk í Neapd.
Hljómsveit Reykjavíkur bauð 1
fyrrakvöld til „kammermúsík“ -
kvölds nokltrum gestum. Fóru
hljómleikarnir fram í sal K. R.-
hússins, undir stjórn dr. Franz
Mixa, sem æft hefir sveitina í vet-
ur. Fyrst var á skránni sónata fyr-
ir klaver og fiðlu eftir Mozart, þ i
sónata fyrir klaver, tvær fiðlur og
cdlo eftir Hándel og loks þrír
menúettar og fimm tríó fyrir strok
hljómsveit, eftir Schubert. — Dr.
Mixa ljelt klaverhlutverkin og
stjórnaði strengjasveitinni. Á und-
án síðasta kafla skrárinnar söng
Sigurður Markan nokkur lög eftir
Schubert, með að'stoð dr. Mixá. -
Einar E. Markan
(Baritou)
Einsöngnr
miðvikndaginn 26. febrúar
kl. 7*/* síðd. í Gamla Bió.
Dr. Frauz Mixa
aðstoðar.
Aðgöngumiðar fást á 2.50 og
3 kr, (stúku) í Hljóðfærahúsinu
og Hljóðfæraverslun K. Viðar
og Helga Hallgrimssonar og í
Gamla Bíó kl. 7 miðvikudag
ef eitthvað er óselt.
M.s. Di*onning
Alexandrine
fer í kvöld klukkan 6.
0.8. Botnla
fer annað kvöld klukkan 8
til Leith (um Vestmannaeyj-
ar og Thorshavn).
Farþegar sæki farseðla
fyrir hádegi á morgun.
Tiikynningar um vörur
komi í dag.
C. Zimsen
Bollur
estar
BJörnsbakarl
ISokkar
úr Riifci, nll
og bómnll,
ijölbreyttast nrval.
Verslunin
Egill lacobsen.
mm^mmmmmmmmmmmmmmm
V.ieyreudum gatst prýðilega að
hljómleikuuum og launuðu á-
hugaleikurunum og lcennara þeirra
með öflugu lófataki. Er enginn
vafi á því, að slíkir hljómleikár
mundu verða vel sóttir hjer, og
nmndu áreiðanlega margir fást cil
að sækja þá, ekki síður en fvrii
hljómleika Hljómsveitarinnar.