Morgunblaðið - 02.03.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SSefaaa Stalins.
Nep-stefnan.
Lenin reyndi strax að fram-
Jívæma sameignarstefnu kommún-
ista þegar hann kom til valda
i Rússlandi. En hann komst hrátt
að raun úm það, að sameignar-
stefnan var ekki framkvæmanleg
fyrst um sinn. Hann breytti því
stefnu haustið 1921 og leyfði aft-
Or atvinnurekstur einstaklinga í
töluvert ríkum mæli. Um sama
leyti hætti Lenin við' heimsbylting-
aráformin að svo stöddu og reyndi
að lifa í sæmilegum friði við aðr-
ar þjóðir.
Stalin snýr við blaðinu.
Þessi stefna Lenins er venju-
lega kölluð „nep“-stefnan („ný
•efnahags-pólitík"). Yaldhafarnir í
Rússlandi fylgdu henni að mestu
cinnig eftir dauða Leúins, þangað
til í fyrra. Þá hvarf Stalin frá
„nep“-stefnunni, tók aftur upp
hina upphaflegu róttæku sameign-
arstefnu og hóf nýja og ákafa
baráttu á móti atvinnurekstri ein-
staklinga. — Ungir kommunistar
knúðu Stalin til þessa. Þeir hafa
verið aldir upp við róttækustu
sameignarkenningar kommúnista
Stalin.
og þótti æskulýðnum því Stalin
vera alt 'of hægfara.
-Þessi stefnubreyting í stjórn-
málum Rússa á síðastliðnu ári
er ef til vill einhver merkasti
stjórnmálaviðburður seinni tíma,
og má búast við að afleiðingarnar
verði miklar bæði innanlands í
Riisslandi og út á við.
Ný ofsókna- og morðöld.
Stalin er nú í rauninni einvatdur
í Rússlandi og reynir nú með
takmarkalausri hörku að fram-
kvæma stefnu róttækustu kom-
múnista út i ystu æsar. Undan-
farna mánuði hefir frjettastofa
rússnesku stjórnarinnar hvað eftir
annað skýrt frá dauðadómum og
aftökum í Rússlandi. Kerenski
hjelt nýlega ræðu á fundi þing-
manna „radikala“ flokksins í
Frakklandi og skýrði hann frá því,
að um 10 manns sjeu daglega te'kn-
ir af lífi í Rvisslandi, suma daga
þó alt að 60; önnur eins ógnaröld
hefir aldrei fyr átt sjer stað þar
i landi.
Ofsóknimar gegn sjálfseignar-
bændum.
Með' afskaplegum hraða reynir
Stalin að endurreisa iðnaðinn á
grundvelli þjóðnýtingarkenninga
kommúnista. Og hann berst fyrir
því að afnema atvinnurekstur ein-
staklinga einnig hvað verslun
snertir. Ráðstjómin birti nýlega
langan lista yfir nauðsynjavörur,
sem framvegis má aðeins selja í
búðum saineignarfjelaganna.
Einkum hefir Stalin hafið misk-
unarlausa baráttu á móti sjálfseign
arbændunum, sjerstaklega á móti
„kúlökkunum“ (efnuðu bændun-
um). Bændurnir í Rússlandi hafa
aldrei aðhylst sameignarstefnuna.
Þeir eru mörgum sinnum fjöl-
mennari e*n kommúnistar, og marg-
ir foringjar kommúnista óttast
því, að einhvern tíma muni nýr
Napóleon rísa upp meðal „kúlakk-
anna“ og steypa rauðu valdhöf-
unum í Moskva. Þess vegna reynir
Stalin nú að útrýma sjálfseignar-
bændunum, afnema atvinnurekstur
einstaklinga í landbúnaðinum og
þjóðnýta landbúnaðinn. —• Stalin
flæmir því sjálfseignarbændur
burt frá jörðunum; leggur á þá
svio þunga skatta, að þeir geta
ekki risið undir þeim; yfirvöldin
geta eignir bændanna upptækar,
þegar þeir geta ekki staðið í skil-
um, og samlagsbúin fá jarðir
þeirra til yfirráða.
Samlagsbúin eru stórbú stofnuð
og rekin undir umsjón ríkisins. —
Þau eiga að koma í staðinn fyrir
bú einstaklinganna. Samlagsbúun-
um fjölgar nú óðum í öllum hjer-
uðum landsins, en víðast hvar vant
ar bæði vjelar og áburð. Iðnaður-
inn getur ekki orðið' við nema litl-
um hluta pantana samlagsbúanna.
Yfirleitt virðast þjóðnýtingartil-
rauir Stálins dýrkeyptar og margt
virðist benda til þess að þjóðnýttu
fyrirtækin ve'rði eltki arðbær.
Árásimar á kristindóminn.
Jafnhliða þessari þjóðnýtingar-
baráttu hafa kommúnistar í Rúss-
landi hafið ákafa baráttu á móti
öllum trúarbrögðum. Sunnudagur-
inn hefir verið afnuminn sem helgi
dagur og mikil barátta hafin á
móti jólunum. 1. jóladagur í fyrra
var í fyrsta sinn almennur vinnu-
dagur í Rússlandi. Dýrlingamynd-
ir kirkna og klaustra hafa verið
bl-endar þúsundum saman. Mörg
hundruð kirkjum hefir verið' lok-
að, sumstaðar eru kirkjurnar not-
aðar sem kvikmyndahús. Mörg
hundruð prestum hefir vehið varp-
að í fangelsi og margir þeirra
seinna teknir af lífi.
Trúarofsóknirnar í Rússlandi
hafa vakið andstygð um allan sið'-
aðan heim og andúðin gegn ráð-
stjórninni rússnesku liefir aukist
að miklum mun bæði í Evrópu og
Ameríku.
Páfinn hefir opinberlega for-
dæmt trúarofsóknirnar og guðlast
bolsjevikanna í Rússlandi. — í
Englandi hafa merkustu kenni-
menn með biskupinn af Oanter-
bury í broddi fylkingar mótmælt
harðlega trúarofsóbnuniym í Rúss-
landi. Biskupinn kvað nauðsynlegt,
að rússneska stjórnin geri sjer það
ljóst, að viðunandi stjórnmála-
samband byggist ekki eingöngu á
efnislegum hagnaði, en er einnig
undir því komið, að ráðstjórnin
viðurkenni almennar meginreglur
um andlegt fre'lsi og rjettlæti. —
Trúarofsóknirnar hafa verið rædd-
ar í báðum deildum enslca þings-
ÚTSALA.
Á morgui!, mánndagmn 3. mars, byrjar okkar ár-
lega vor-ntsala og verða allar vörnr verslnnarinnar
seidar með
io-50°/o afsiætti.
Einnig verðnr dálífið parti af eldri
tannm, kápnm o. fl.
selt laagt fyrir neðan hálfvirði.
4
Marteinn iinarsson s Co.
ins. Henderson utanríkisráðherra
verkamannastjórnarinnar lýsti því
yfir í neðri málstofunni, að fregn-
irnar um aðstöðu kristiuna manna
í Rússlandi valdi miklum áhyggj-
um í Englandi og í öðrum löndum
og að enska stjórnin hafi tekið
málið til alvarlegrar íhugunar. í
efri málstofunni lýsti Parmoor lá-
varður því yfir, fyrir hönd ensku
stjórnarinnar, að hún vilji gera
alt se'm í hennar valdi stendur til
þess að draga úr skelfingunum í
Rússlandi.
í öðrum löndum hafa trúarof-
sóknirnar í Rússlandi einnig mætt
öflugum mótmælum og andúðin í
garð nissnesku stjórnarinnar auk-
ist.
Stj órnmálaundirró$ur Rússa í öðr-
um löndum.
í Þýskalandi og Frakklandi er
þó óvináttan í garð rússnesku ráð-
M1
Hótel Borg
Á matseðlinum í dag er sjerstakur
kvöldverður á kr. 8.00
Croquettes de Camembert.....Ostur
Consommé Printaniere.........Súpa
Filet de Poisson a la Normande .... Fiskur
Choufleur a la Polonaise . ,. . . . . . Blómkál
Caneton Roti et Compote . .' . . . . . Andir
Glace Belle Helene..........ís.
ATH S.:
Menn gleymi ekki aS lesa miðana, sem daglega
eru dreyfðir á borð beggja sala, því á þeim er
einatt eitthvað nýtt.
Til minningar um Lenin var á dánardegi hans sprengt í loít upp Simonow-klaustrið í Moskva.
Myndiruar lijer að ofan eru teknar á undan sprengingunni og eftir hana. Efst til hægri er mynd
af klaustrinu, eins og það var, Á iVtðju er mynd er sýnir það, er „rauðir“ hermdnn bera altaris-
töflur, hefga muni og dýrgripi út úr klaustrinu, áður en þaí er sprengt. Neðsta myndin er tekin eft-
ir sprenginguna. Stendur þa ekki steinn yfir steini, þar sem hin fagra bygging var. — Á rústum
klaustursins á að reisa nýja byggingu fyrir „öreiga-menningu“.