Morgunblaðið - 02.03.1930, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1930, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐTT) 7 i Bollur, Bollur, I Bollur, Hin árlega vaxandi sala, er besta sönnun þess, að viðskiftavinirnir em ánægðir með vör- ur okkar. Nú er bolludagurinn á morgun, og kapp- kostum við að hafa bestu bollurnar í borginni. Sent heim. Pantið í tíma. — Allar búðimar opnaðár kl. 7 f. h. — Sími 524. Bnðirnar: . Laugaveg 36. Laugaveg 68. Grettisgötu 44. Bergþórugötu 2. Þórsgötu 17. Urðarstíg 9. Týsgötu 1. (Hornhúsið á Skólav.stíg). Uppsalír, G. Ólafsson & Sandholt. n DEEP NIBHTU klúbburiim heldur fyrsta dansleik sinn í K.R.-húsinu laug'ardaginn 8. mars kl. 10. e. h. Jazz-band Reykjavíkur (9 menn). Meðlimir sæki aðgbngumiða sína, í K.R.-húsið frá 4 til 7 á föstudag, og 2 til 7 á laugardag 8. Nokkur skírteini klúbbsins geta nýir meðlimir fengið á sama tíma. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«••••, *••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< Bolludagurinn. Hvergi í borginni vei'ða betri bollur á boð- stólum en frá mjer, þær eru búnar til úr því besta efni útlendu og innlendú, sem fáanlegt er. T. d. nota jeg eingöngu íslenskt smjör. Verðið er sem hjer segir: Rúsínu- og cream-bollur kosta 12 aura Romm- og súkkulaði-bollur kosta 15 aura Berlínar- og Punce-bollur kosta 15 aura Frá kl. 6 f. h. getið þið fegið heitar bollur, komið eðá símið í 232. Fást einnig á Bergstaðastræti 3. Virðingarfylst. Sveinn M. Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••, ••••••••••••••••••■••••••••••••••••••••••••••••••, Stofnmndl: Vilh Flnisn. Bt*«f»ndl: FJ«l*ar 1 R«ykJ»r!k. ftítntjðrnr: J6n KJartanaion. Valtýr 8tefán«0oa. ft.eslfeinsa»í36rl: B. Haíb*rjt. Skrlfatofa Auaturstrscti S. Siaal nr. E00. AfearlfslnK&ekrtfstofm nr. 700. %«>!»a«la«ar: J6n KJartanaaon nr. ÍS* Valtfr Bteftnaoon at. IÍS9. S Hafbsr* nr. 770- isfertf»a.«rj*.ld' Innanlands kr j.nn a oín-ttt níand* tr. S SO —— ,rtln 10 aurs Loknu jslandsbanba og endnrreisn. Hver þátturinn rekur annan í Islandsbankamálinu. Fyrst bar- áttan á undan lokuninni fyrir því, að bankinn yrði ekki stöðvaður. Sú barátta endaði nóttina 3. febrúar. Hún endaði með ósigri bankans. Stjórnarmeirihlutinn þóttist ekki geta bygt hjálp til bankans á bráðabirgðamati bankaumsjÓnarmannsins og bankastjóra Pjeturs Magnússon- ar. Ósigur bankans varð ósigur þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn sýndu fram á þetta á næturfundinum. Dag frá degi sjest þetta betur og betur. Nýtt mat hefir farið fram á bank anum. Trúnaðarmenn stjórnar- innar úr báðum flokkum fram- kvæmdu þetta mat. Allir vissu að það yrði strangt. Niðurstaðan af matinu hefir þó orðið sú, þeg- ar tekið er tillit til viðbótarskýrslu bankamatsnefndarinnar og upp- lýsinga ba*ikastjóra Islands- banka, að matið er líkt bráða- birgðamatinu. — Matið sýnir að bráðabirgðamatið var tryggur grundvöllur undir öllum björgun arráðstöfunum vegna bankans. Baráttan fyrir endurreisn bankans var hafin jafnskjótt og bankanum var lokað. Niðurstað- an af þeirri baráttu utan þings, er sú, að nú er á boðstólum inn- lent hlutafje ca. kr. 1.800.000.00, og erlent hlutafje ca. kr. 1.100.- 000.00. Samtals kr. 2.900.000.00, gegn 3 miljóna hlutafje frá rík- issjóði. En auk þess fá sparisjóðs eigendur örugga tryggingu fyrir innieignum sínum, þar sem ríkis- sjóðurinn danskl mun hafa boð- ið, að láta kröfu sína á bankann, sem nú er danskar kr. 3.900.000.- 00, koma á eftir sparisjóðsfjenu. En hvað gerir þingið? Frumvarp um endurreisn bank ans er komið fram frá 3 þing- mönnum Framsóknarflokksins, Ásgeiri Ásgeirssyni, Bjarna Ás- geirssyni og Lárusi Helgasyni. Frv. gerir ríkissjóði að skyldu að leggja fram 3 miljónir kr. í hlutafje, gegn þeim framlögum annarsstaðar frá sem getur um hjer að framan. Ætla mætti nú, að baráttunni um íslandsbanka væri lokið, þegar skilyrði þau, eru fengin fyrir endurreisninni, sem um getur í frumvarpinu. — Ætla mætti að frumvarpið hefði hraðbyri gegnum þingið. En hvað skeður? Forsætisráðherra biður um að málið sje tekið út af dagskrá í gær. Nýr dráttur. Fullyrt er að stjórnin sje enn andvíg endur- reisn bankans, andvíg frumvarp- inu. Hún berst gegn því, að lagt sje í bankann íslenskt hlutafje tæpar 2 miljónir. — Hún berst gegn því, að erlent hlutafje 1 miljón sje lögð í bankann. Hún btrst gegn því, að sparisjóðs- eigendur fái innieignir sínar. — Hún berst gegn því, að láns- traustið sje endurreist. — Hún berst gegn því, að framleiðsla þjóðarinnar geti haldið áfram á líkum grundvelli og áður. Hun berst gegn sjálfri sjer. Ef bankinn verður ekki endur- reistur eftir að slík boð liggja fyr ir, sem frumvarpið byggist á, þá getur engin stjórn sloppið lifandi úr þeim eldi, sem hún mundi kveikja alstaðar í kring um sig, með því, að gera sig seka í þeim endemum, að slá á framrjettar hendur úr öllum áttum til við- reisnar bankanum. Er það rjett að stjórnin eggi sína menn gegn frv. nýja með því að segja að bankinn sje sein- asta vígi „íhaldsins“ og að það vígi verði að falla (!) Getur þetta verið satt? Ef svo væri, þá sjá allir að völdin í höndum slíkra manna eru eins og hnífurinn í höndum óvitans. Ef fjárhagslegt hrun andstæðinganna er orðið að stefnskráratriði, þá er stefnt svo djúpt niður á við, að furðu sætir. — Ef það er stefnskráratriði að andstæðingar stjórnarinnar missi sparisjóðsfje sitt og verði stöðv- aðir í heilbrigðri starfsemi sinni, þá er svo langt komið að allir heilbrigðir menn í öllum flokk- um verða að segja: „Hingað og ekki lengra“. Auðvitað eru það hrein ósann- indi að það sjeu aðeins Sjálfstæð- ismenn sem skifta við Islands- banka. Menn úr öllum flokkum skifta við hann. Menn úr öllum flokkum eig-a inni hjá honum. — Hann er ekki banki neins sjer- staks flokks, heldur aðeins þjóð- arinnar. Það er vitað, að sex Framsókn arþingmenn vilja endurreisa bankann. En hvernig má vera að þeir eru ekki fleiri? Geta rólynd- ir og góðir bændur úr Framsókn- arflokknum horft þegjandi á, að fjármálalíf þjóðarinnar sje lagt í rústir. Getur nokkur flokk- ur lifað ef hann spilar svo djarft áhættuspil um lánstrast þjóðar- innar, að hann þrátt fyrir aðvar- anir þektra erlendra fjármála- manna vinni gegn endurreisn annars höfuðbanka þjóðarinnar, þar sem landið þó aðeins þarf að leggja 3 miljónir fram gegn jafn- miklu annarsstaðar frá. — Land, sem flytur út fyrir 60 miljónir á ári þarf aðeins að leggja 3 mil- jónir fram til þess að bjarga öðr- um höfuðbankanum. Jafnaðarmenn heimta að bank- inn sje drepinn. Það er skilyrði fyrir stuðningi við stjórnina. — Hvílíkt skilyrði!! Jafnaðarmanna foringjarnir vita vel hvað hrun- ið þýðir. Þeir skilja það. Það er samskonar hljóð í þeim yfir vænt anlegu hruni eins og hröfnunum þegar þeir vita af einhverju æti, sem þeir geta sest að. Krunkið í jafnaðarmönnum yfir hruni íslandsbanka, er til- hlökkun yfir því, að geta bráðum sest að krásunum á rústum hrundra fyrirtækja. Sumir segja að jafnaðarmannaforingjarnir sjeu farnir að horfa fast á sum- ar verðmætustu eignirnar í bæn- um í þeirri von, að geta lagt þær undir sig þegar búið er að murka lífið fjárhagslega úr eigendun- um. En víst er að verkafólkið mun finna allra mest til sársauk- ans af stöðvuninni. Hún birtist í atvinnleysi og lágu kaupi.. Þegar foringjarnir heimta krásirnar á borðið fyrir sjálfa sig, þá eru þeir að svíkja verkafólkið. Ef ríkisstjórninni tekst að koma í veg fyrir endurreisn ís- landsbanka á heilbrigðum grund- velli, á þeim grundvelli, sem nú er lagður, þá skrifar stjórnin nafn sitt með svörtum stöfum hrunsins í fjármálasögu þjóðar- innar. Hún skrifar þar nafn böð- ulsins sem engu vægir. Vikan 23. febrúar — 1 .mars. Hláka og þýðviðri, hjelst svo til óslitið um allar bygðir landsins þessa viku, með sunnan og suð- austan átt. Eftir þeim fregnum, sem Yeðurstofan hefir fengið, 'mun nú vera auð jörð um allar lág- sveitir landsins. Á fimtudagskvöld sneáist til norðanáttar með nokk- urra stiga frosti á Norðurlandi. — Gerði þá föl um núttina, er hvarf aftur næsta dag. Mjög breyttist til batnaðar þessa viku með aflasæld. Góðnr afli Jiessa viku fyrir öllu Vesturlandi og Suð-Vesturlandi þegar á sjó hef ir gefið. Hafa flestir línubátar komið inn þessa viku með dágóðan afla. Togarar hafa veitt dável í Jökuldjúpinu og víðar. Síðustu farmar af afla fyrra árs eru nú á leið eða á förum til Suð- urlands. Er það venju fyr á árinu, að fyrra árs afli er seldur og far- inn. Fiskbirgðir litlar á Spáni, og því fre'mur gott útlit með fískverð nú. Afli x Noregi er helmingi minni en um sáma leyti í fyrra. En það sem skyggir á í þessu efni er, hve ískyggilegt útlit er ineð stjórnarfarið á Spáni. Búist við róstum og uppreisn hvenær sem vera skal. Má búast við, að gengi pesetans, e'r farið hefir lækk andi undanfarið, hrapi þá stórum, ef alt fer þar í blossa. En óstöðugt og lágt gengi pesetans gerir fisk- verslunina erfiðari. Yfir störfum þingsins hefir ver- ið sama de'yfðin og áður. Vikuna á undan var beðið eftir áliti mats- nefndarinnar, er meta skyldi hag íslandsbanka. Nú er það komið fiam. Og sem rökrjett afleiðing af því mati, er frumvarp nú lagt fyrir þingið um endurreisn bankans. Það er víst. alveg óhætt að full- yrða, að mat rannsóknarnefndar- innar staðfesti vonir hinna bjart- sýnustu manna um hag bankans: Vitað er, að matsmennimir höfðu matið svo strangt sem fre'kast. var fært. Samt er niðnrstaða þeirra injög svipuð niðurstöðu skýndi- matsins, er þeir Jakob Möller og Pjetur Magnússon framkvæmdu á einum sólarhring; með aðstoð bankastjóranna. Munurinn á hinni fyrri matsgerð og hinni .síðari er sá, að hin fyrra matsgerð er fullkomlega miðuð við það, að bankinn fái að starfa á- fram. En hinir sósíalistisku mats- menn miða mat sitt hálft í hvoru við stöðvun starfseminnar. Með því móti, og sumpart ve'gna ókunn- ugleika tekst matsmönilunnm síð- an að áæt.la. mögulegt tap bank- ans 3y<z miljón umfram hlutafje. En samkv. þeirra eigin álitsgerð, 0“ upplýsingum, er síðar hafa kom ið fram, er hagur bankans sá, ef hann fær að starfa áfram, að vafi leikur á, hvort. tap hans verði nokkuð verulegt. umfram hluta- fjeð. En árið sem leið var rekstrar- ágóði af bankastarfseminni 440 þúsund krónur. Með matgerð þessari er því ger- samlega burtu máð öll sanngirni og allar skynsamlegar ástæður til þess að kyrkja st.arfsemi bankans, og gera með' því atvinnnvegum landsmanna, velmegnn og áliti þjóðarinnar stórfelt tjón. Áður en mat sósíalistanna var birt, hrópuðu andstæðingar bank- ans í sífellu á „matið“, „matið.“ Alt átti á því að velta um afstöðu þeirra til bankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.