Morgunblaðið - 02.03.1930, Blaðsíða 8
/
8
MORGUNBLAÐIÐ
Huglísingadaglzók
Yiðskifa
Nýir ávextir og sælgæti, alls-
konar í miklu úrvali í Tóbakshús-
inu, Austurstræti 17.
Spa<5höggið dilkakjöt á 70 aura.
Viktoríubaunir, 40 aura % kg.
Bjellands fiskibollur, Re'ykt síld
og Appitet síld, Ansjósur, Sardín-
ur frá 0.35 dósin. Salitfiskur,
prima. Ódýrast á Freyjugötu 26,
*ími 432.
Fiskur, nýr, reyktur, útvatnaður
og verkaður saltfiskur fæst í Fisk-
'búðinni í Kolasundi. Pöntunum fyr
ir mánudaga veitt móttaka frá kl.
9—11% á sunnudögum. Sími 655.
B. Benonýsson.
Begúníur í pottum í Hellusundi
8. Sent heim ef óskað er. Sími 230.
Taoað. — Fundið.
Demantshringur tapaðist laugar-
dagskvöldið 22. fe'br. inni á kven-
snyrtiherberginu á Hótel Borg.
Finnandi beðinn skila honum á
Sólvallagötu 1, sími 1123, gegn
fundarlaunum.
Vinna.
►
Rösk stúlka getur fengið vinnu
atrax við eldhúsverk og þvotta.
Upplýsingar í matsöluhúsinu á
Ingólfshvoli.
Mkons
óskast strax í Lauganesspítala.
Upplýsingar gefur yfirhjúkrun-
arkonan,
H. Kjær.
Allskonar
kálmeti
nýkomið i
NÝLENDÐVÖRUDEILD
JES ZIMSEN.
H bolíudaginn
er kökubúðin opnuö
kk 7.
Heitar bollur allan
/ daginn.
Pantið í tíma.
Sími 549.
Sent nm alian bæ.
Sk|aldbrel0
MnnlðA.S.!É.
í*eir treystu því ríst, áð mats-
mönnunum mundi takast að út-
mála hag bankans með svartari
litum en raun varð á.
En síðan matið kom fram hafa
þeir breytt herópinu. Nú heyrist
e'kki annað en: „Hatið', hatið.“
Er það hvöt til flokksmanna og
fylgismanna að láta flokkshatrið
stjórna athöfnum sínum og gieyma
þjóðarsóma, þjóðarvelferð.
Aldrei hefir andi hins íslenska
sósíalisma komið eins skýrt fram
í híbýlum hins aldraða Alþingis,
eins og einmitt í þessu máli.
Fjármálaráðherrannm, Einari
Árnasyni varð á sú „skyssa“, að
hann símaði niðurstöðutöltir úr
mati bankanefndarinnar, áður en
nokkur fjekk á þeim frekari skýr-
ingar. Tölurnar sýndu þó ekki
hina eiginlegu niðurstöðu nefnd-
arinnar. Vanhagaði ráðherrann
á því stigi málsins um ýmislegar
aðrar upplýsingar tíl skýringar á
hag bankans, er síðar komu fram.
Selmilega hefir hann þá skipað
matsnefndina til að rannsaka hag
bankans, í þeim tilgangi, að sem
fyllstar, gleggstar og rjettastar
upplýsingar fengjust nm hag hans.
Þessi vika mun lengi talin nokk-
uð merkileg í stjórmálasögu lands-
ins. Þessa daga gerðist sá atburð-
ur, að sjálfur dómsmálaráðherrann
kvað npp úr með það' í 10 dálka
grein, er hann ne'fndi opið brjef
til dr. Helga Tómassonar, að læknar
landsins, einkum þeir er hefðu sál-
fræði að sjergrein, hefðu látið svo
um mælt, að hann, sjálfur dóms-
málaráðherrann væri geðveikur.
Tilgangurinn með grein ráðherr
ans er nokkuð dularfullur, og
merkile'gt að vinir hans og vanda-
menn skyldu ekki sporna við því
í lengstu lög, að grein þessi yrði
birt.
Helst verður að líta svo á, sem
ráðherrann hafi ætlað með þessnm
10 dálknm að sanna að hann væri
„normaT ‘, og jafnframt gefa það
í skyn, að eitthvað væri bogið við
læknana. Slík skoðun mnn eigi
vera óalgeng meðal þe'ss fólks, sem
sálsýkisfræðingar hafa til meðferð
ar og umönnunar.
í svari sínu segir dr. Helgi Tóm-
asson frá grun sínum um það', að
ráðherrann hafi bilaða heilsu. Skýr
ir hann frá því, að grunur sinn sje
orðinn svo sterkur í því efni, að
hann hafi talið það skyldu sína að
benda vinum og vandamönnum ráð
herraus á, að ástæða væri til þess,
að fullkomin rannsókn. færi fram
í því efni.
Sjer hvert mannsbam, að úr því
se'm komið er, er aðeins um eina
leið að ræða, að' bendingum dr.
Helga verði fylgt, og rannsókn
sjerfræðinga fari fram á sálará-
standi ráðherrans. Eftir því sem
inenn gera sjer meira annt nm
framtíð hans og flokks hans, eftir
því ættu þeir að leggja meiri á-
herslu á að sú rannsókn færi fram
scm fyrst. .
Landskjörsdagur er nú ákveðinn
á Trínitatis-hátíð þ. 15. júní. Mun
v.era einsdæmi að helgur dagur sje
valinn til kosninga. Furðulegt áð
forsætisráðherra skuli hafa orðið
ti’ þess að' berja það fram.
Vafalaust ætlar Framsókn áð
skáka þar fram dómsmálaráðherr-
anum. Það er þó ekki svo, að
Tryggvi Þórhallsson telji það eins
konar trúarathöfn að kjósa hálf-
vitlausan mann á Alþing árið
1930?
Mikið gleðiefni e'r það Sjálf-
stæðismönnum, hve áhugi ungra
manna vex fyrir málefnum flokks-
ins. Fjelag ungra Sjálfstæðis-
manna, Heimdallur, bjelt aðalfund
á sunnudaginn var. Fjöldi fjelaga
gekk í fjelagið. Ákveðið var þar,
að fjelagið efndi til blaðaútgáfu.
Er það vel farið, og ber vott um
vakandi áhuga, að f jelagsmenn ráð
ist í að koma sjer upp málgagni,
þar se'm þeir ræða áhugamál sín.
Formaður fjelagsins sem fyrri Pjet
ur Hafstein cand. jur.
Ferðafjelag íslands hjelt
aðalfund sinn á föstudaginn. Hefir
hágur fjelagsins farið batnandi
undapfarið ár, og er nú sem fje-
lagið sje komið yfir verstu byrjun
arerfiðleikana.
170 gengn í fjelagið árið 1929.
Aðalverkefnið á þessu ári verður
það að reisa sælnhús við Hvítár-
vatn. Hafa fjelaginu safnast til
þess gjafir og loforð, svo talið er
trygt að húsið komist upp. Þar
eiga að vera áhöld og húsrúm í
besta lagi, og opið fyrir vegfarend
ur. Verður merkilegt að vita hvort
íslenskir fe'rðamenn standast það
próf, að ganga vel nm hús þetta,
eða Ferðamannafjelagið verður
að loka húsinu fyrir þeim skríls-
hætti sem einkent hefir umgengni
sæluhús á íslandi.
Mikill vágestur landbúnaðarins,
er f járpest sú, sem gripið hefir um
sig í Borgarfirði og á Mýrum síð-
astliðið ár. í greinargerð Ásgeirs
Þ. Ólafssonar, se'm birtist hjer í
blaðinu í dag, er skýrt frá því,
hve veiki þessi er alvarleg. Niels
Dungal læknir fer nú til Borg-
arfjarðar að nýjn samkv. ósk
bænda í hjeraðinu til þess að halda
áfram tilraunum með bólusetn-
ingu, er þegar hafa gefið góðar
vonir um árangur.
Þegar jarð'ræktarlögin komust í
gegnum þingið, fjekkst þingmeiri-
hlutinn til þess að samþykkja lög-
in með því skilyrði, að landbúnað-
arnefndir þingsins rjeðu tveim
mönnum í stjórn fjelagsins. Þing-
mönnum þótti- þá, sem vald Bún-
aðarfje'lagsins ykist svo með þvi,
að fjelagið hefði nmsjón með fram
kv. jarðræktarlaganna, svo þing
ið þyrfti þar að hafa meira hönd
í bagga en áður. Búnaðárþingið
ljet á hinn bóginn undan þessari
kröfu Alþingis, vegna þess að það
leit svo á, að Jarðræktarlögin
gerðu bændum svo mikið gagn, að
ekki mætti sjá í það, þó nokkur
glundroði kæmist í bili á stjórn-
skipun fjelagsins. Fjelagið sem sje
fórnaði sjer fyrir velferð jarðrækt
arinnar, og gat ehginn haft á móti
því.
En hitt var mönnum Ijóst frá
upphafi, að hjer væri aðeins nm
bráðabirgðar fyrirkomulag að'
ræða. Þegar Búnaðarfjelagið hefði
sýnt að það færi vel með fram-
kvæmdir Jarðræktarlagánna, þá
yrði það að fá aftur ,sjálfsforræði‘,
vald til að kjósa stjórn sína.
Síðan þessi skipun komst á, bef-
ir verið nokkur glundroði í Búnað-
arfjel., búnaðarmálastjórar orðnir
tveir, þvert ofaní gildandi fjelags-
lög, og hefir starfsemi fjelagsins
baft af því baga.
Síðasta búnaðarþing kaus milli-
þinganefnd til þe'ss að semja til-
lögur um stjórn og skipulag bún-
aðarmálanna. Þar er m. a. farið
fram á, að fjelagið eða fulltrúaráð
þess (Búnaðarþingið) kjósi alla
stjórnina. Flytur Bjarni Ásgeirs-
son frv. um breyting á Jarðræktar
lögunum, svo sú skipun geti kom-
ist á nú þegar.
En meðan Búnaðarfjelag íslands
starfar undir merki glundroðans,
meo' búnaðarmálastjórana tvo, og
meðan eigi er sýnt hvernig því
tekst að koma umbótatillögum
milliþingane’fndarinnar í fram-
kvæmd, mun það verða álitamál
hvort Alþingi á að afsala «jer
þeiíri íhlutun um málefni fjelaga-
irs er það fjekk með Jarðræktar-
lögunum.
Dagbók.
Veðrið (laugardagskvÖld kl. 5) :
Lægð við A-strönd Grænlands, en
háþrýstisvæði fyrir suðvestan ís-
land. S-áttin er nú orðin fremur
hæg því nær allstaðar hjer á landi
og hitinn 6—8 st. (á Seyðisfirði 13
sc. og var 15 um hádegið). Á Græn
landi er N-átt og 10—20 st. frost
-og eru líkur til að hjer kólni nokk
uð í veðri, einkum á NV-landi.
Nokkrar líkur eru til þess áð há-
þrýstisvæðið fyrir suðvestan land-
ið haldi áfram að breiðast norð-
vestur á bóginn svo veður fari að
stilla hjer um slóðir.
Veðnrútlit í Rvík í dag: SV-
kaldi. Skúrir öðru hvoru og heldur
kólnandi í \eðri.
Sprengidagsfagnað heldur stúk-
an Verðandi nr. 9 n. k. þriðjudags
kvöld í gamla Goodtemplarahúsinu
Um borgarstjórastöðuna hafa
þessir sótt; Kn. Eimsen núv. borg-
arstjóri, Maggi Magnús læknir og
Hallbjörn Halldórsson prentsmiðju
stjóri.
Árni G. Eylands ráðunautur hef-
ir ritað laglegan og lærilegan bækl
ing um tilbúinn áburð, notkun
hans og framleiðslu. Er mjög mikil
þörf fyrir glöggar leiðbeiningar
um notkun áburðarins, e'r notkunin
eykst svo hröðum skrefum sem
raun er á. Flutt var inn á síðastl.
ári fyrir % miljón króna.
Þingvallakórinn. Æfing mánu-
dagskvöld; sopran log alt kl. 8%,
tenor og bassi kl. 9.
Kristileg samkoma á Njálsgötu
1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.
Gnðni Albertsson syngur í G.T.-
húsinu í Hafnarfirði í kvöld kl.
sy2-
Þorsteimn frá Hrafntóftnm held-
ur fyrirlestur um sálræn efni í
Nýja Bíó kl. 2 síðd. í dag. Hann
talar nm nýjustu fyrirbrigði bjer
í bænum. Nýjar frjettir frá Jóni
forseta Sigurðssyni o. fl. Öllum Al-
þingismönnum er boðið.
Til Strandarkirkju frá konu 2
kr„ I. E. 5. kr., Þ. E. 5 kr., G. S.
25 kr., stúlku 5 kr., N. N. 2 kr.,
G. P. B. L. 3 kr., ónefndum 2 kr.,
ýmsum Patreksfirðingum 25 kr.
Bankamálin á þingi. Frv. Ásg.
Ásg. um endurreisn íslandsbanka
var á dagskrá Nd. í gær. En for-
sætisráðhe'rra hafði mælst til, að
málið yrði tekið út af dagskrá og
var það gert. Er það fyrsta mal
á dagskrá á morgun.
Togaramir. Andri, Skallagrímur,
Ólafur og Skúli fógeti eru nýlega
ísl. egg
oy rjómabássmjör
fæst í
Nýlenduvörudeild
JES ZIMSEN*
komnir af veiðum. Á veiðar em
farnir Hannes ráðhera og Hilmir í
fyrrakvöld og Andri og Tryggri
gamli í gær.
Fjöldi línuveiðara iog mótorbáta
bafa komið í böfn með góðan afla,
Erindi um endurholdgun flytur
frú Kristín Matthíasson í Nýja Bíó
í dag kl. 3% e. h.
. Björnsbakarí efnir til verðlaun*
getraunar um hve margar bollur
það se'lji á holludaginn, samkv.
auglýsingu í blaðinu í dag.
Á ísafirði hefir gefið á sjó síð-
ustu daga, og hefir afli verið f
besta lagi. Hafa sumir bátar haft
alt að 8 tonnum síðustu daga.
Hvasst er, en landátt, svo að sjór
er lítill. Úkoma hefir verið mikil
síðustu daga, og hefir mestallam
snjó tekið af láglendi.
í Vestmannaeyjum eru ágætar
gæftir, þegar fært er á sjó. Engir
bátar re'ru í gær, en í fyrradag
reru flestir bátar og öfluðu vel.
í grein dr. Helga Tómassonar í
Mgbl. í fyrradag fjell niður orS
Úr síðasta hluta III. kafla. Átti
setningin að bljóða þannig: „Gög»
mín fyrir þessum grun er jeg fú*
til að leggja fram fyrir þá, sem
bærir eru um að dæma, t. d. nefnd
erlendra sjerfræðinga, er Alþingi
fengl hingað til að rannsaka and-
lega heilbrigði ráðherrans1 ‘. — Orð
i'o „hingað“ hafði fallið niður. —
Þess skal getið, að ritstjóri Tímanfc
neitaði að birta svar dr. H. T. í
blaði sínu.
Kvenfjelagið Keðjan heldur aðal
fund sinn í K.R.-húsinu annaS
kvöld kl. 8%.
Jón Kaldal sýnir ljósmyndir í
dag í gluggum versl. Jóns Bjöms-
sonar & Co.
Leikfjelagið sýnir Ljenharð fó-
geta í kvöld kl. 8.
Ókeypis far til útlanda. Menta-
málaráð hefir auglýst, að náms-
menn, kennarar, listamenn og aðr-
ir, er til útlanda leita til náms,
geti sótt um ókeypis far á skipnm
Eimskipafje'lagsins á þessu -ári. Um
sóknir skulu stílaðar til Mentamála
ráðs og sendar skrifstofu Alþingis
fyrir 15. apríl 1930.
Hlutaveltu heldur verslunar-
mannafjelagið „Merkúr“ í K.R.-
húsinu í dag, og hefst hún kl. 4.
Aðaldansleikur f. R. fer fram á
Hótel Borg laugardaginn 15. þ. m.
Framh. á 12. síðu.