Morgunblaðið - 25.03.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1930, Blaðsíða 3
II O R G U N B L A Ð 1 Ð irlendar slmfregnlr. London (UP) 22. mars FB. Nýjasta uppgötvun Marconi. iMarconi hcfir tilkynt í viðtali við blaðamenn, að hann muni n.k. miðvikudag kl. 11 f. h. eftir Mið- Evróputíma prófa ný tœki, sem hann hefir fundið upp, til straum- sendinga gegnum loftið. Hefir tækjunum verið komið fyrir í snekkju Marconi’s, „Elektra“, er liggur fyrir akkeri á höfninni í ; Cíenúa. Marconi hygst me'ð tækjum sín- um að senda nægan straum til elektro-teknisku sýningarstöðVar- innar í Sidney, New South Wales, og kveikja þar á þúsundum raf- magnslampa. Kommúnistar handteknir. Frá Sofia er símað: Undanfarna tvo daga hefir lög- rt'glan handtekið þrjú hundruð sextíu og einn kommúnista, en handtökunum er haldið áfram víðs- vegar mn landið. — Lögreglan kveðst hafa haft grun um’ að kom- múnistar væri í þann veginn að stofna til óeirða. Árangur flotaráðstefnunnar enginn? Samkvæmt áreiðanlegum frakk- neskum og ítölskum heimildum í London álíta frakknesku og ítölsku fulltrúarnir á flotamálaráð- stefnunni svo miklum erfiðleikum hundið að jafna flotamálaágrein- ing Italíu og Frakklands, að frek- ari tilraunir, eins og sakir standa, gæti haft áhrif til hins verra á • sambandið milli Italíu og Fraltk- lands. Eftir sömu heimildum er talið, að sá andi ríki á Lundúna- ráðstefnunni, að áhrifin geti ekki talist heppileg til úrlausnar frakk- nesk-ítölskum deilumálum, sem því ætti helst að leiðast til lykta milli- liðalaust milli ítölsku og frakk- ne'sku stjórnarinnar. Radium-náma fundin. Frá Cape Town er símað: Mikla eftirtekt hefir vakið, að „pitchblende“ hefir fundist í jörð á Gordon-svæðinu í Suður-Afríku. Rannsóknir sjerfræðinga hafa leitt í ljós, að radiummagnið er meára en dæmi er til áður, enda ætla mc-nn að hjei sje um merkari fund bergtegundar að ræða, en dæmi eru til áður. (Pitchblende er bergtegund, sem óvíða finst í jörð. Pitchblende inni heldur radium og hefir fundist á nokkrum stöðum í Evrópu og Norður-Ameríku). Kjörskrá Reykjavíkur við lands- kjörið 15. júní í sumar, verður til sýnis í skrifstofu borgarstjóra frá 1.—15. apríl. Fjársukk stjór nar inuar. 0r ræðu Magnúsar Guðmundssonar við eidhúsumræður. Niðurl. Húsnæðislaus og fjelaus banki með 3 bankastjóra. Þá vil jeg minnast nokkrum orð- um á Búnaðarbankann, þennnan banka, sem bæði er húsnæðis- og peningalaus. Það er nú nærri ár síðan lög um hann voru samþ. hjer á þingi. Eftir þeim lögum á hann að starfa í 6 deildum, en aðeins 2 þeirra eru starfandi, Ræktunar- sjóðurinn, sem starfað hefir mörg ár og Byggingar- og landnámssjóð- urinn. Sparisjóðs-, veð-, smábýla- og bústofnslánadeildir e'ru ekki enn teknar til starfa eftir nærri ár. Til samanburðar er nógu fróð- legt að minnast þess, að forðum daga, þegar það drógst nokkra mánuði, að Búnaðarlánadeildin tæki til starfa ætlaði þáve'randi ritstjóri Tímans, núverandi for- sætisráðherra að rifna af vandlæt- ingarsemi og átti hann þó sem meðlimur stjórnar Búnaðarfjl. Is- lands sölt á nokkru af drættinum. Minnir mig að við skiftumst þá á opnum brjefum um þetta og hlægir þáð mig nú að geta mint hann á, að nú hefir hann dregið að homa á fót lánstofnun fyrir landbúnað- inn lengur en þá var gert og þótti h'onum það þó óhæfilegt, en nú telur hann víst alt í bestu reglu. Jeg sagði, að dregist hefði að koma lánsstofnun þessari á fót, en eitt var það, sem ekki dróst, og þáð var að skipa bankastjórana. Þeir fæddust 3 að tölu og er al- ment álitið, að þeir muni ekki vera ofieyndir af störfum. Laun er sagt að þeir hafi rífleg, að minsta kosti 1 þe'k-ra, sumir segja 18000 á ári, aðrir 24000 kr. Hæstv. forsætisrh. hefir verið spvirður um þetta hjer í deildinni og engu svarað. Nú end- urtek jeg spurninguna um þetta og vænti, að hæstv. ráðh. svari, því að slíkt sem þetta á ekki að vera launungarmál. Annars var aðalástæða mín fyrir að hreyfa þessu máli sú, að jeg vildi spyrja hæstv. ráðh. hvenær hinar 4 nefndu deildir bankans muni taka til starfa. Það er atriði, sem varðar fjölda sveitabænda'. Ráðsmenska Tr. Þ. í íslandsbanka. Ur því að jeg er að ræða við hæstv. forsætisráðh. get jeg ’ekki gengið fram hjá hversu honum hef ir farist formenska bankaráðsins í íslandsbanka. Þessu starfi hefir liann gegnt hjer um bil 2y2 ár og gegnir enn. Þetta starf hans hefir borið þann árangur, að bankinn er lokaður eins og kunnugt er og ])ingið hefir neyðst til að leggja fram eða lofa að leggja fram stórfje, til ])ess að bjarga viðskifta lífi landsins og lánstrausti þess. Allan þenna tíma, sem hæstv. ráð- herra (Tr. Þ.) hefir verið formað- ur bankaráðsins hefir verið ein- dæma góðæri, en áður hafði bankanum verið haldið á rjettum kili á neyðarárum dýrtíðar og við- skiftakreppu, án nokkurs fjárfram lags úr ríkissjóði. Hvað er það nú sem veldur þessu? Hvers vegna skiftir svo í tvö horn eftir því hver á heldiir? Jeg he'ld að það sje af því, að fyrri forsætisráðherrar hafa skilið þýðingu bankans fyrir viðskiftin í landinu. Þeir sáu, að bankann þurfti að gtyðja, ekki vegna bank- ans sjálfs — því að bankarnir eru til vegna viðskiftalífsins, en við- skiftalífið ekki vegna bankanna — lieldur vegna almennings í landinu. Þeir liöfðu því stöðugt auga með hag bankans og veittu aðstoð strax og með þurfti. Á þenna hátt var hægt að hjálpa útlátalaust og á þenna hátt hjelt bankinn áfram störfum sínum án áhættu og út- láta fyrir ríkissjóð. En þegar hæst- virtur forsætisráðh. tók við æðstu stjórn bankans, þá brast hann skilninginn á þessu. Hann skildi ekki þýðingu bankans fyrir þjóð- arheildina. Þetta segi jeg ekki út í bláinn nje athugunarlaust. Jeg liefi veitt athygli liug hæstv. ráðli. (Tr. Þ.) til bankans á þingum síð- an 1924 og það hefir jafnan andað kalt frá honum og hans flokki, með nokkrum undantekningum þó, í garð bankans. Jeg kenni, þetta ekki illum vilja heldur skilnings- leysi á nauðsyn þess að halda lífi í bankanum. Jeg tel með því að veita ábyrgð ríkissjóðs á öllum innstæðum í Landsbankanum eins og gert var 1928, undir forystu liæstv. forsæt- isráðli. og í skjóli hins nýskapaða þingmeirihíuta, hafi íslandsbanlta verið veitt svöðusár, enda var strax á það bent í þinginu það ár. Það ge'fur sem sje öllum að skilja, að þegar 2 bankar, og hvorugur sterkur, eru í landinu, þá er þeim þeirra, sem fær ríkisábyrgð á inni- eignum landsmanna, veitt ótvíræð aðstaða til að soga til sín sparifje landsmanna úr hinum bankanum. Menn láta helst fje sitt þar sem það er tryggast. Með þessu eT sog- inn mergurinn úr hinum bankan- nm, því að besta starfsfjeð, sem banltar liafa, að undanskildu eigin fje, er sparifje. Og jeg hefi sjeð fleiri merki skilningsleysisins á þýðingu bank- ans. Jeg hefi sjeð þau á þessu þingi átakanlegast og greinilegast. Jeg hefi sjeð hæstv. forsætisráðh. halda fast við lokun bankans þang- að til brakaði í stólnum undir hon- um. Þá og þá fyrst kendi hann sín og iðraðist t'ins og fálki, sem fæst við rjúpu, sem hann hefir drepið. En þetta skilningsleysi hefir orð ið og verður landsmönnum dýrt, hvernig se'm fer. Lánið til að bjarga bankanum mun hvíla all- þungt á oss fyrst um sinn, en enn- þá verra, langtum verra, hefði það verið að hlaupa ekki undir bagga. Því miður er þetta mál ekki enn þá til lykta leitt. Ennþá er bank- irm lokaður og jeg get ekki neitað því, að ehnþá er jeg eltki ugglaus um lausn málsins, þegar jeg hugsa til skilningsleysisins og þess, hve hæstv. stjórn er háð jafnaðarmönn um, sem alkunnugt er, að hafa barist ósleitilega fyrir lokun bank- ans. Mín skoðun er því sú, að hún hafi orðið oss dýr bankaráðsfor- menska hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) Hann hefir leyft blöðum sínum sýknt og heilagt að rýra og naga traust bankáns, þar til hann fjell, en landsmenn borga brúsann, til þdss að lenda ekki í enn meiri vand- ræðum. Þetta er þá líkræðan yfir banka- ráðsformensku hæstv. ráðh. (Tr. Þ.), því að hvernig sem fer, er sú formenska á enda. Líkræðan er samin eftir bestu vitund, það full- vissa jeg hæstv. ráðh. um. „Fjáraukalögin miklu“ og fjár- aukalögin mestu. Hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) heffir sjaldan hin síðustu 6—7 árin minst á mig án þess að minnast á „fjár- aukalögin miklu“ (fjáraukalögin 1920—1921). í hvert sinni, eða því sem næst, sem okkur hefir lent saman í ræðu eða riti — og það, hefir verið talsvert oft — hefir aðalvopn lians verið fjáraukalögin miklu. Með þeim hefir hann reynt að vega mig sýknt og heilagt. Nii hefir liæstv. ráðh. (Tr. Þ.) verið forsætisráðherra 2 heil ár, árlin 1928 og 1929. Nú er því hægt að bera saman hvor okkar hefir eytt meirn upp á væntanlega auka- fjárveitingu, jeg eða hann. Árin 1920—1921 falla á mitt bak, en árin 1928—1929 á hans. Áður en jeg fer út í nokkurn samanburð um þetta ætla jeg að minna á orð hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) sjálfs, er hann sagði í þinginu 1928, og til þess að sýna, að jeg fer rjett með, skal þess getið, að þessi orð standa í Alþ.tíð. 1928, B. 298. dálki. „Við ætlum ekki að ganga með „fjáraukalögin miklu“ á bakinu; í þær íhaldsspjarir ætl- um við eklci að fara (M. G.: Við sjáum nú til). Nei, það er áreiðan- legt, að við gerum það aldrei' ‘. Eins og hin tilfærðu orð sýna, hefi jeg teldð fram í ræðu hæstv. ráðh. við þetta tækifæri og sagt að við skyldum sjá til, je'g ætla að enda þetta og athuga, hvort hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) getur staðið við þetta eða ekki. Stjórnin hefir nú lagt fyrir þing^ ið frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1928. Þar er farið fram á auka- fjárveitingu að upphæð rúmlega 1.800000 kr. Ennfremur hefir stjórnin gefið bráðabirgðaskýrslu fyrir árið 1929. Bamkvæmt þeirri skýrslu, eru gjöld þess árs rúm- lega 14400000 kr., en fjárveiting fjárl. var* 10850 þús. kr. rúml. Um- fram fjárveitingu hefir því verið greitt á árinu um 3% milj. kr. Þar við bætist sVo það, sem ógreitt var um miðjan jan. í ár af gjöldum ársins 1929. Það áætla jeg % nailj. kr., eða alveg eins og það var í fyrra. Greiðslur umfram fjárveit- ingu verða þá 4 milj. kr. 1929. Nú veit jeg, að ekki kemur öll þessi upphæð á fjáraukalög að ári, en eftir að hafa athugað þetta mál, sem jeg er nauðkunnugur, er jeg viss.um að minna en 2,6 milj. kr. kemur ekki á fjáraukalög fyrir árið 1929, ef fylgt verður sömu reglu og hingað til. Ef gengið er i'J frá þessu og frv. hæst. stjórnar fyrir árið 1928 þá verða fjár- aukalög þessara ára 4,4 milj. kr., S Þjóðsögur Ó afs Davíössonar eru uppseldar. En nokkur eintök eru eftir af eftir- tðldum bókum: Bólu-Hjálmars saga, Rímur af Sörla sterka, Þáttur af Pjalla-Eyvindi, Höllu, Arnea», Abraham og Hirti útileguþjófum, eftir Gísla Konráðsson. Göngu-Hrólfs rímur. IV. bindi af sögusafni ísafoldar. 1 þvt bindi eru eingongu Islenskar sögUT. MeíSal annars: Nafnarnir í Fagurey, FrA ísfeld snikkara, ófreskjan á Jökuldál, Frá Hafnarbræðrum, Eiríkur járnhrygg- ur, í»áttur af Guðbrandi Jónssyni sæ- garpi og Þorsteini sterka syni hans. —• Karla sögur og kerlinga, og margt fletra Seldar á skjrifstofu prentsmiðjunniir. t ísafoldarprentsmiðja h.f. en „fjáraukalögin mikln'' vcrrt* ekki nema 4,3 milj. kr. Hæstv. forsætisráðh. sýnist mjer því hafa sokkið í þann pytt, sem hann svo að segja sór og sárt víð lagði, að hann mnndi ékki gera. Jeg sje ekki betnr en að’ haim muni verða talinn höfiuidur „fjár- aukalaganna mestu‘ ‘* og skilst mjer þá, að stimpillinn, sem hann ætlaði að setja á mig muni lenda á hon- um sjálfum. Ef ráðh. (Tr. Þ.) sk’yldi vilja reyna að verja sig með því, að hann hefði ekki verið fjár- málaráðherra þessi ár, þá vil jeg fyrst og fremst benda honum &, að hann liefir verið fjármálaráð- herra nokkurn hlpta tímabilsi^s og allan tímann hefir hann verið það sem meira er en fjárrnálar.áðh., sem sje forsætisráðli. og ábyrgð hans því mest allra ráðherranna. En það er annað sem gerir árin 1920—1921 og 1928—1929 óSaro- bærileg. — Árin 1920—1921 ern mestu dýrtíðarárin, sem yfir oSB hafa gengið. Gott dæmi til að sýna • mismuninn er það, að' 'árið 1920 var dýrtíðaruppbót embætt- ismanna 120% og 1921 137%, en Í928 og 1929 var hún 40%. Allir sjá hve gífurlegur munur $etta er. Þetta munar miljónum 'fyrir ríkissjóð. Og svona er þetta á öll- um sviðum. Kaupamannskeupið komst t. d. á þessum árum npp í 100 kr. á viku, en nú mun mega telja það um 50 kr., að meðaltali. Til þéssa tók forsætisráðherra ekk- ert tillit, þótt það auðvitað hlyti að koma niður á ríkisbúskapnum í öllum greinum. Enginn þáttur rík isbúskaparins var ósnortinn al þessu. Alstaðar lagði dýrtíðin síng helköldu hönd á. Veg’.*, hrýr, vi-f- ar, símar, skólar, spitalar, énV bættislaun, eftirlaun, póstgðnguk, prentun, söfnin, alt varð um það bil tvöfalt dýrara en það er nú. Mjer dettur í hug að nefna hjer eitt dæmi um hina lamandi hönd dýrt.íðarinnar, sem jég vænti, aj hæstv. forsætisráðh. rengi e'kki. Það er þetta. Jónas Þorbergsson frv. ritstjóri „Tímans“ reit fyrir nokkru og hirti opinherlega æfiágrip Hallgr. sál. Kristinssonar. Þar er sagt frá því, að' á þessum dýrtíðarárum hafi Hallgr. sál. verið hugsandi mjög yfir skuldum þeim, sem hlóð- ust. á kaupfjelögin og Sambandið vegna dýrtíðarinnar. Honum hafi stundum fundist sem lífsverk sitt væri að hrynja til grunna, því að skuldlaus eða skuldlítil verslun var áhugamál hans. Nú spyr jeg: Vill hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) kenna Hallgr. sál. um skuldasöfnuninaí Eða vill hann kenna bændum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.