Morgunblaðið - 25.03.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1930, Blaðsíða 2
2 Dagbók. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): 1 dag hefir komið alldjúp lægð euðvestan úr hafi uppundir Reykja nes, en hjeðan af virðist lægðin ætla að hreyfast austur með suður- ströndinni. Kl. 5 í kvöld var snarp iir austanvindur og snjókomá með 0 st. hita Á SV-landi en stilt veður og yfirleitt úrkomulaust fyrir norð an og austan. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass NA. Urkomulaust. Kaldara. Hafís. Á sunnudagskvöldið fekk veðurstofan fregnir frá Grímsey tun ísbreiðu, sem stefndi að landi með hálfrar sjómílu hraða á klst. A Húnaflóa var ísinn kominn inn fyrir Kálfshamarsvík, en sást ó- gerla vegna þokumóðu. Úti fyrir Aðalvik var einnig sagður íshroði á reki - austur eftir. í gærmorgun (mánud.) var ísinn snúinn við hjá Grímsey og rak til hafs með 1 sjóm. hraða á vöku og var því nær horfinn sjónum í gærkvöldi. Á Húnaflóa hafði ísinn ekki færst innar, en jakastangl var uppi und- ir landi við Kalfshamarsvík. Úti fyrir ísafjarðardjúpi var íshroði og jakastangl inn undir Bolungar- vík. — Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Heimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna he'ldur fund í kvöld kl. 8y2 í Varðarhúsinu. Sjá nánar í augl. í blaðinu í dag. ' Athygli skal vakin á auglýsingu frá Upplýsingaskrifstofu stúdenta- ráðsins í blaðinu í dag um útvegun kenslu fyrir prófin í vor. ' Danisskóli Rigmor Hanson. Skenítidansæfing i kvöld fyrir nem endur og ge'sti þeirra á vanaleg- um stað og tíma. Laugardaginn 12. apríl verður lokadansleikur fyrir nemendur þá í vetur og undan- farna vetur, börn unglinga og full ■orðna og gesti þeirra. Áskrifenda- listi liggur frammi á æfingum og tekið á móti pöntun í síma 159 eins og auglýst var í sunnudags- blaðinu. Dansskólinn heldur áfram fram i miðjan apríl. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jenny Jónsdóttir og Páll B. Oddsson trjesmiður. ísland erlendis. í febrúarheftinu af tímaritinu „Flyv“ sem er gefið út af konunglega danska flugfje- laginu birtist alllöng grein um flug ferðir á íslandi. Hefir blaðið feng- ð upplýsingar hjá sendiherra vor- nm, Sveini Bjömssyni, en sumt er tekið upp úr íslenskum blöðum. í viðtali við dr. Alexander Jóhann- esson segir frá gerðum Flugfje- lagsins, gagnsemi þess^og framtíð- aráætlunum. Greininni fylgja íiokkrar myndir. Aflinn, sem Belgaum hafði þegar ■Ægir tók hann, var ekki seldur á uppboði, heldur afhentur útgerðar fjelaginu. Voru þeir skipstjóramir Geir Sigurðsson og Hjalti Jónsson fengnir til að meta hann. Var mat þeirra um 11.700 krónur, en það þótti of lágt, svo að ríkisstjómin skipaði nýja matsnefnd, til að gera yfirmat. Voru i henni Júlíus Guð- mundsson kaupm., Sigurjón Ólafs- son alþm., Kristján Bergsson for- stjóri Fiskifjelagsins og Hafsteinn Bergþórsson skipstj. Mun mat þeirra hafa verið eitthvað á 5. þús. kr. hærra en hinna. Einax E. Maxkan köngvari fór á sunnudaginn suður til Vífilsstaða og söng fyrir sjúklinga. Var hann öllum aufúsugestur og voru menn MORGUNBLAÐIÐ afarhrifnir af söng hans. — Á morgun ætlar Markan að syngja opinberlega hjer • í Reykjavík. Verður það í seinasta sinni, nú um skeið, að hann, lætur til sín heyra. A söngskránni verða eingöngu ís- lensk lög. Dronning Alexandrine kom frá útlöndum í gærmorgun. Meðal far þega voru: Ben. S. Þórarinsson kaupm., John Fenger aðalræðism., Eiríkur S. Beck verksmiðjustj. og frú, Svavar Guðmundsson fulltrúi, Guðm. Bergsson póstm., Axel Ket- ilsson vCrslunarstj., Soffía Jóhann- esdóttir, ungfrú Unnur Briem, Maja Ólafsson, V. Ólafsson, Fr. Vathan stórkaupm., ungfrú Ástríð- ur Faaberg, Haraldur Ólafsson, Theodór Johnsson fyrv. bryti o. fl. Skipið fer í kvöld kl. 6 til Norð- urlandsins. Gamlax bækur. Nokkrar bækur, sem nú eru á þrotum, auglýsir ísafoldarprentsmiðja hjer í blað- inu í dag. Sjá auglýsingu. Togararnir. Þessir togarar komu af veiðum um helgina og í gær: Otur með 115 tunnur, Baldur 114, Maí 104, Snorri goði 120, Max Pemberton 100 og Sindri með 60 tunnur. Botnía kom hingað frá Leith á sunnudagskvöld/ Með henni kom síra Rögnvaldur Pjetursson, frá Vesturheimi. Skipaferðir. Brúarfoss kom að vestan í gærkvöldi og fer hjeðan til útlanda á fimtudaginn. Ytra fer h'ann í þurkví til þess að rann- sakað verði hvort nokkrar skemd- ir hafi orðið á hónum við strandið. — Goðafoss kom til Hamborgar í gærmorgun og Lagarfoss til Kaup- mannahafnar á sunnudaginn, Gull- foss fór frá Leith á laugardag á- lciðis til Kaupmannahafnar. Iðnaðaxmaimafjeiagið heldur fund í kvöld kl. 8% og flytur Vig- fils Grænlandsfari þar erindi og sýnir skuggamyndir. Dámaxfregn. Nýlátinn er, eftir langa vanheilsu, Páll Vigfússon, Hjörleifssonar prests, sem lengi þjónaði Skinnastað í Öxarfirði og Tjörn í Svarfaðardal. Vigfús faðir Páls heitins bjó lengi á Ferju- bakka í Öxarfirði, og ferjaði yfir Tökulsá, þangað til hún var brúúð. Gunnlaugur Blöndai málari hefir nýskeð haft málverkasýningu hjá Johansen & Jæger í Vesterbrogade 70 í Kaupmannahöfn. He'fir hann fengið góða dóma í blöðunum. Heiðursmerki. Kammerherrafrú Astrid Stampe Feddersen hefir ný- lega verið sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar, í viðurkenningar- skyni fyrir það, sem hún hefir skrifað um ísland og fyrir það að hún hefir altaf te'kið málstað ís- lendinga. Sambandsþing Verslunarmanna- fjelaga fslands hefir staðið yfir hjer í bænum undanfama daga, og var því slitið í gær. Hefir það rætt ýms mál stjettarinnar, og samþykt Ijiokkrar tillögur til Alþingis þeim viðvíkjandi. f stjórn Sambandsins fyrir næsta ár voru kosnir, forseti Egill Guttormsson og meðstjórn- endur Frímann Ólafsson verslunar- stjóri og Ásgeir Ásgeirsson full- trúi. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband ung. frú Gyða Hermannsson (Jóns Her- mannssonar tollstjóra) og LorCntz Thors. Vonda samvilsku hafa Sigurjón Ólafsson og Alþýðublaðið út af því hvernig farið var með farþegana á Esju og skipið tafið að óþörfu hálfan sólarhring hj,er í höfn. Sig- urjón kemur með heillangt yfir- klór í Alþbl. í gær, og blaðið sjálft með tvær smágreinir í sama anda. En hvergi er minst á það, hvernig á því stóð, að skipverjar á Esju fengu ekki leyfi til þess að koma um borð póstinum og þeim fáu olíu tunnum, sem alt stóð á. Vill ekki þerra „afgreiðslumaðurinn“ Sigur- jón alþm. skýra frá hvernig á því stóð? Annars ber þeim Sigurjóni og Alþbl. ekki saman. Sigurjón segir, að svo litlu hafi munað að alt yrði komið um borð kl. 10 að hann hafi ekki treyst sjer að gera farþegum aðvart með nægum fyrir vara, að för skipsins yrði frestað, En Alþbl. se'gir að það hafi að minsta kosti verið klukkutíma verk eftir við skipið — og þá að sjálfsögðu miðað við þann vinnu- kraft, sem var um daginn. Hjer mun Sigurjón fara með rjettara mál, enda ólíklegt, þótt Alþbl. vilji klína því á hann, að hann sje svo skyni skroppinn að hann geti ekki sjeð hvort nokkurra mínútna verk hafi verið eftir, eða klukkutíma- verk. Nei, það munaði sama sem engu að alt kæmist um borð fyrir kl. 10. Og vegna þess að þá voru eftir nokkrir póstpokar á vagni við skipshlið og nokkrar olíutunn- ur, sem líka voru við skipshlið, og skipverjum var bannað að flytja það um borð, voru hundruð farþega rekin í land úr skipinu og það tafið um hálfan sólarhring. Skíðafjelagið fór skemtiferð á sunnudaginn upp að Skálafelli. Veðrið var afbragðsgott og förin hin ánægjulegasta. Milli 70 og 80 manns voru í hópnum, karlar og konur. Skíðafærið var betra en það hafði ve'rið tvo seinustu sunnudaga á undan, því að nýsnævi var víðast á leiðinni. Ýmsar stúlkur, sem aldrei höfðu stigið á skíði fyr, voru með í förinni. Voru þær fyrst í stað heldur hugdeigar og sem á nálum, en er komið var til bílanna aftur eftir 5 stunda göngu, voru þær eins og þaulvanir skíðamenn og gátu ekki nógsamlega dáðst að þessari ágætu og skemtilegu íþrótt. Alt skíðafólkið ge'kk í fylkingu gegnum bæinn er heim kom, og varð bæjarbúum heldur en ekki starsýnt á þann fríða hóp, en mesta undrun vakti það þó er margir streymdu inn í veitingasal- inn á Hótel ísland og tóku þar þátt í dansinum, í skíðafötum sín- um og skíðastígvjelum. Árshátíð K.R. fór fram í Iþrótta- húsi fjelagsins síðastliðið laugar- dagskvöld. Fjelagar K.R., bæði karlar og konur, fjölmentu og var hvert sæti fullskipað. Ræður fluttu Erlendur Pjetursson, fyrir minni fjelagsins, Guðm. Björnson land- læknir, fyrir minni íslands og Hjalti Jónsson framkvstj., fyrir minni kvenna. Kristján L. Gests- son form. fjelagsins hjelt ræðu fyr- ir minni ritara fjelagsins Erlendar Pjeturssonar, sem átti 15 ára rit- araafmæli í fjelaginu. Þakkaði for- maður honum fyrir hans marg- bætta starf í þágu K.R. um 15 ára skeið og afhenti'Erlendi frá fjelag- inu heiðurspening úr gulli í viður- kenningarskyni. Að því loknu söng Erlingur Ólafsson nokkur lög, sem tókst ágætlega, þá fór fram fim- 'eikasýning nokkurra smámeyja og var mjög ánægjulegt að sjá þenn- an yngsta fimleikaflokk borgarinn ar. Ungfrú Unnur Jónsdóttir fim- leikakennari stjórnaði sýningunni og .sýndi á eftir nokkrar fimleika- æf'ingar kvenna. Þessu næst var leikin ný K.R. „re'vy“ sem heitir SCOTTS’s heimsfræga ávaxtasulta jatnan fyrirliggjandi. I. Brynjólfsson & Kvaran. Húseign mei bygglnoaHfið tii sölu á ágætum stað i Austurbænum. Útborgun um 11 þús. kr. Upp- lýsingar hjá Jóni Þorlákssyni verkfr., Bankastr. 11, sími 2383. Við- staddur venjulega kl. 11—12 árdegis. Tiboð óskast í brotnar marmaragrindur (grátur). Þær verða til sýnis í kvöld kl. 5 hjá Landakotskirkju. Tilboð óskast send til Friðriks Gunnarssonar, Skólavörðustíg 16, fyrir hádegi á morgun (26. mars). Kensla fyrir prófin i vor. Þegar vorprófin í skólunum fara að nálgast, þurfa fleiri og færri nemendur að fá sjer aukatíma í ýmsum námsgreinum. Getur Upplýs- ingaskrifstofa stúdentaráðsins (Kirkjutorg 4 kl, 6—7 síðd. sími 1292) í vor eins og að undanförnu bent Iskólanemendum á ódýra og góða kenslu í öllum helstu námsgreinum. Þakpappi. Höfum fyrirliggjandi margar teg. af þakpappa frá A/S Tagpapfabriken Phonix. Afgreiðum einnig beinar pantanir. Verðið hvergi lægra. Eggert Kristiánsson & Co. „Húsið þitt“ og samið hefir Er- ler.dur Pjetursson. Voru leikend- srnir, höfundurinn sjálfur, Harald- ur Á. Sigurðsson og kona hans Magnea Sigurðsson, Guðjón Einars :on-, ungfrú Fríða Gísladóttir, Jón ms og Guðni Guðbjartsson (12 ára). Haraldur var leiðbeinandi og lcikstjóri. „Revyan“ var mjög ikemtileg og vel leikin og þökkuðu áhorfendur le'ikurunum og höfundi með dynjandi lófaklappi. Að lok- um var dans stiginn til kl. 4. Á sunnudagsk-völdið var skemtun fyr ir yngri flokka fjelagsins og var )ar einnig mjög fjölment. Morgunblaðið er 6 síður í dag. Esperantistafjelagið heldur fund í K.R.-húsinu kl. 8y2 í kvöld. Eldhúsumræður hjeldu áfram í gær og fram á nótt. Fyrst notuðu ráðherrarnir þrír nál. þrjár klst. og nokkru betur til þess að svara ræðu Magmisar Jónssonar er hann hjelt á laugardaginn var. Hjeðinn. Valdimarsson hjelt stutta ræðu, og sagði m. a. að landsstjórnin væri farin að svæfa áhugamál sósíalista, m. ö. o. orðin „þyngri í tauminn“, en í upphafi. En Tryggvi Þórhalls- son vildi ekki viðurke'nna að svo væri; lofaði því þó að athuga mál- ið, því ef ásökun H. Vald. væri á rökum bygð, þá væri sannarlega á- stæða til þéss fyrir jstjórnina að gefa henni gaum. — Ýmislegt kom fram í ræðrpn ráðherranna, sem eft.irtektarvert var, og ástæða til að athuga við tækifæri. Kl. 5 byrj- aði Pjetur Otteseú á fyrstu ræðu sinni. Hjelt hann langa ræðu og snjalla. Að henni lokinni tóku ráð- herrarnir til máls og glímdu við að svara Pjetri fram á nótt. Eldhús- umræður halda áfram í dag. —• Hefir aldrei á noklirum eldhúsdegi verið annað eins úrval af allskon- ar umræðuefni eins og nú. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.