Morgunblaðið - 24.04.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1930, Blaðsíða 3
MÖEÖ^NáLAÐlÐ JtlorðUttblaMÖ Crtgef.: H.f. ÁrvaUur, Reykjavtk Rltstjðrar: Jðn KJartansson. Valtýr Stefánsson. Rttstjðrn ogr afgrilðsla: Austurstrœtl 8. — Stmt B00. Auglýslngastjörl: B. Hafberg. Auglýsingaskrlf stofa: Austurstrætl 17. — Stml 700. Helinastmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBt. Utanlands kr. 2.50 á mánutSl. í lausasölu 10 aura elntakUS, 20 aura meö Lesbðk. Erlendar símfregnir. Pjórveldasaarmmgur um flotamáli!n Brnni á ísafirði. Kvikmyndahúsið brennur til grunna. London (UP) 23. apríl PB. Bandaríkin, Bretland, Japan og Prakkland hafa skrifað undir flota málasamning. StórKosflegur fangelsisbruni Maimtjón yfir 300. Frá •Columbus, Ohio, er símað: Giskað er á að 300 menn hafi beðið bana, en 200 meiðst, þegar eldur kom upp í ríkisfangelsinu í Ohio. Yfirvöldin halda því fram, að fáng amir hafi kveikt í byggingunni með það fyrir angum, að strjúka, þegar alt væri komið í uppnám ,og ’hafi miklum hluta fanganna verið kunnugt, um þessa ráðage'rð. En ráðagerðin mistókst algerlega vegna þess hve ört eldurinn breidd ist út. Fangarnir voru lostnir skelf ingu og æptu á varðmenn til að hleypa sjer út, en þegar varðmenn irnir neituðu því, þá rjeðust þeir fangarnir, sem ekki voru lok- aðir inm í klefum, á varðmennina, tóku af þeim klefalyklana, og hleyptu út mörgum föngum, sem söfnuðust saman í fangagarðinum. Fangarnir vorn sumir gripnir æði og fangavörðurinn skipaði varð- mönnunnm að skjóta til bana hvern þann, sem gerði tilraun til þess að flýja, en ekki dugði að ógna föngunum með því. Varð- me*nnirnir tóku sjer þa skotstöðu á veggjum fangelsisgarðsins, er fang arnir gerðu tilrann til þess að koma í veg fyrir að slökkviliðs- menn gæti slökt eldinn. Landvarn- arliðið kom nú á véttvang og dreifði föngunum. Settu landvarn- arliðsmennirnir stingina á byssur ■sínar áður en þeir tóku til þess starfa. Sumir fanganna aðstoðnðn nú varðmenn og hermeún til þess að hjálpa þeim föngum, sem enn voru í klefum. Sumir fanganna höfðu brjálast, en af sumum voru hendur alveg brunnar, sem gæti bent til að þeir hafi í æði hrist hurðargrindumar, uns þeir hnigu meðvitundarlausir niður, Og hend urnar svo brunnið. • Fangelsið var hygt yfir 2200 fanga, en 1 því voru nú 4950. - Eldurinn var slöktur að lokum, é'n tvær álmur fangelsisins brimnu. Síðar: Þrjú hundruð og seytján menn biðu bana í brunanum. Siðari fregnir. London (UP). 23. apr. FB. Frá Columbus Ohio er símað: Læknar segja, að margir þeirra sem hlutu brunasár, muni deyja af sárunum. Hinsvegar er talið að allmargir þeirra, sem fórust hafi beðið bana af köfnun. Talið er, að tjónið af fang- ‘elsisbyggingunni muni aðeins (Eftir símtali við ísafjörð). Kl. um 2 í gær urðu menn þess varir, að eldur var kominn í kvikmyndahúsið á ísafirði. — Eldurinn virtist uppi í þaki, því mikinn reyk lagði upp úr þak- inu og með þakskegginu beggja megin. Magnaðist eldurinn ört, því norðvestan stormur var og hríðarveður. Varð húsið brátt al- elda og engin tiltök að bjarga neinu úr því. Átti slökkviliðið fult í fangi með að verja nær- liggjandi hús, en það tókst að mestu; þó skemdust mikið tvö næstu húsin; voru það íbúðar- hús, annað eign Guðjóns Jóns- sonar hafnsögumanns, en hitt eign Sigríðar Valdimarsdóttur. Einnig urðu stórskemdir á inn- búi manna við flutning úr hús- unurn, vegna þess, hve veðrið var vont. Kvikmyndahúsið brann til grunna á skömmum tíma. Engin íbúð var í húsinu, en Leikfjelag Isafjarðar átti þar sín tæki og leikútbúnað (óvátrygt) og brann það alt. Er það tilfinnanlegt tjón, sem Leikfjelagið hefir beð- ið. — Kvikmyndahúsið var eign þeirra fjelaga Helga Guðbjarts sonar og Matthíasar Sveinsson- ar. Brunabótavirðing hússins var kr. 76.800.00, og var sú virðing fjögra ára. En í fyrra sumar fór fram mikil viðgerð á húsinu. Er tjón þeirra fjelaga tilfinnanlegt, ekki síst þar sem búast má við, að núverandi bæjarstjórn á ísa- firði veiti þeim ekki leyfi til kvikmyndareksturs áfram. Rjettarrannsókn út af brun- anum hófst í gær, og er talið víst, að kviknað hafi út frá raf- magnsleiðslu. Eldsins varð fyrsi; vart uppi á rjáfri, þar sem raf- magnsleiðslan kom inn í húsið. nema fimtán þúsund dollurum. Griswold, fulltrúi stjórnarinnar í Ohio, kom á vettvang eftir miðnætti, og hóf yfirheyrslur. Vitni báru það, að fangar í G og H deildum fangelsisins fór- ust, þar eð eigi var komist til þeirra vegna elds og reykhafs- ins. -— Rannsóknardómari hjeraðsins hefir farið fram á það, að gerðar verði ráðstafanír til þess að koma fram ábyrgð á hendur þeim, sem valdir voru að elds- uppkomunni. Vinnnfriðnr f VestmMnaeyjum. Vestmannaeyjum, FB. 23. apr. Atvinnurekendur hafa samiS við verkamenn. Verkfallið hætt. Mikill afli í fyrradag. Áfengisútsalan lok- uð. Þýsku botnvörpungarnir sekt- aðir um 12.500 kr. hvor, alt upp- tækt. Báðir áfrýjuðu. Landlega í gær. Norðanstormur. Eftir því sem Mghl. var skýrt frá í gær, höfðu tveir atvinnurek- endur, þe'ir Gísli Johnsen og Helgi Benediktsson samið við kommún- ista, en allir aðrir atvinnurekend- ■ sömdu við svokallaða „hæg- fara“ leiðtoga verkamanna, enda höfðu þeir náð hagkvæmari samn- ingum. — Miklar æsingar eru nú í liði kommúnista, hóta þeir öllu illu; einkum ráðast þeir dólgslega á flokkshræður sína úr „hægfara" liðinu. Vorið er komlð B.S.A. Roadstei' Bicycte með sameiginlegri ósk allra þeirra ungu, að eignast reiðhjól. — Hefi gert sjerstaklega hagkvæm inn- kanp á hinum heimsfrægu B. S. 11., Hamlet og Nr reiðhjólum, sem fyrir löngu eru orðin þjóðkunn fyrir gæði. SIGDRÞÓR. Fyrirligg jandi s Appelsfnnr. Epii. Lanknr. Kartðflnr. Steinlansar Sveskjnr. Eggert Krist|ánsson & Co. Minnedosha, skip Canadaian Pac ific-fjelagsins, kemur hingar fyrir Alþingishátíðina og fer hjeðan 4. ágúst beint til Canada. Farþegar sem óska að taka sjer far me'ð skipinn snúi sjer til Eimskipafje- lagsins, sem er í sambandi við Canadian Pacific og gefur allar upplýsingar. Henri Marteau heldur fjórðu hljómleika sína annað kvöld í Gamla bíó. Barnndagnrlnn er í dag. — Fjelagið Sumargjöf gengst á þessrnn degi eins og að undanförnu fyrir ýmiskonar skemt unum, til fjársöfnunar fyrir dag heimili barna, er væntanlega verð- ur byrjað að re'isa í sumar. Hátíðahöldin hefjast með skrúð göngu barna frá barnaskólanum til Austurvallar. Þar sýna drengir knattleik undir stjórn Aðalsteins Hallssonar fimleikakennara. Kl. 2 hefst víðavangshlaupið, og verðnr hlje á meðan. Kl. 2% flytur Pálmi Hannesson rektor ræðu af svölum Alþingishússins, Kl. 3 verðnr síðan skemtun í Nýja Bíó. Guðmundur Kamhan les upp, ungfrú Margrjet Eiríksdóttir leák- ur á piano, 10 £rá gamall drengur, Jónas Haraldsson, Níelssonar próf. les upp. Söngflokkur undir stjóm Hallgríms Þorsteinssonar syngur, og loks kveða nokkur börn úr kvæðamannafjelaginu Iðunn. Eftir skemtunina verður dregið um aðgöngumiðana, og eru menn þvi beðnir að gæta þeirra vand- lega. Sá, sem situr í lukkusætinu, hlýtur hnossið, en e'kki skal sagt, hvað það er. Á sama tíma verður skemtun í Gamla Bíó. Þar leikur hljómsveit barua undir stjórn Þór. Guðmunds- sonar. Leika þar mörg böm, og verður það án efa nýstárleg skemt- un. Nemendur ungfrú R. Hanson sýna dans og drengir úr Ámiann og K. R. sýna bændaglímu. Kl. 4hefst skemtun í Iðnó. Sýnir þar 1. flokkur úr K. R. leik- fimi undir stjórn Júlíusar Magn- ússonar íþróttakePnara. Þá verður fiðlusóló með .píanóundirleik (Kaja og Gígja) og danssýning nndir stjórn Sig. Guðmnndssonar. Þá sýna loks nokkrar smámeyjar úr bamaískólanum leikfimi nndir stjórn frú Sínu Ásbjörnsd. Sýndi þi ssi flokkur í fyrra og þótti tak- ast mjög vel. Kl. 8 í kvöld leikur Leikfje- lagið „Hreysiköttinn" í allra síð- asta si'nn t.il ágóða fyrir starfsemi fjelagsins. Hlutavelta hamadagsina verðnr Gúmmíðbrelða gerir gamalt skrifborð yðar viðunandi og nýja skrifbodl ið enn prýðilegra og þægilegra. Gúmmí-reglustrikur og skrifborðsblokkir með gúmml- botni eru einnig til sparnaðar og þæginda á hverri skril- stofu. Fæst í Bðkaversl. Sigfðsar Eymnndssonar. Ný verðlækknn á smJðrL Allar vörur okkar fást nú daglega í búðum okkar ái Týsgötu 3 og Vesturgötu 17.. Smjör og ostar í heildsölu hjá Sláturf jelagi Suðurlands. rajólkiirbn Flóamanna. opnuð í K. R. húsinn kl. 5 í dag. Þar verða ýmsir ágætir drættir, svo sem flugferðir, farse'ðlar til Akureyrar og Borgamess og til baka, ávísanir á ljósmyndatöknr, matvörnr og ýmislegt fleira. Eru margir drættirnir all-verðmiklir. Engin núll verða á hlutaveltunni. Merki dagsins verða seld allan daginn á götunum, sömuleiðis barnaljóðin „Sólskin", eftir Sig. Júl. Jóhannesson. Það er margt sem fje'lagið Sum- argjöf býður bæjarbúum í dag, og því verður ekki neitað, að mikið fje þarf fjelagið td að geta haldið áfram starfsemi sinni. Málefnið er gott, og það er ætíð einhver meiri ánægja við það að verja því fje, e'r maður eyðir í skemtanir, til góðgerðastarfs. Það þarf því ekki að efa, að skemtanir dagsins í dag verða vel sóttar. Blaðið Heimdallnr kemnr út í dag. Flytnr m. a. grein um póst- ritaráemhættið eftir Magnús Joe- humsson. Söludrengir komi í Varð arhúsið í dag kl. 10 f. h. Hversvegna kaupa menn helst BLÚNDAHLS Menthol-K aramellur ? Af því að þær reynast af- bragðs meðal við hósta og eru ljúffengari en aðrar Menthol-Karamellur. Myndin hjer að ofan sýnir hvemig dósimar líta út, sem þær eru seldar í. Varist eftirlíkingar. MSIII. 8. ÍIÉM ll,í. Vonarstræti 4B. Sími 2359.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.