Morgunblaðið - 24.04.1930, Blaðsíða 8
MORGUNBLAPIÐ
Stalin á nndanhaldi.
Nýkomið
Bardinuiau
mikið og smekklegt úrval.
Vöruhúsið
bitlingafóðruðu leigumönnum sín-
tyn að hefja nú sókn að ungum
Sjálfstæðismönnum, ekki sístþegar
þess er gætt, að á sama tíma og
ungir Sjálfstæðismenn eflast og
aukast, gera fjelög ungra stjórnar-
sinna ýmist að standa í stað eða
hraka til muna. Jafnvel fjelag
ungra jafnaðarmanna, sem ann-
ars er skársta fjelag þeirra her-
búða, myndi nú nær dauðateygj-
unum, ef ekki væri það dansinn
sem hjeldi því við.
Þessi afstaða æskunnar er líka
í raun og veru afar eðlileg. Fjelög
eins og fjelög ungra stjórnarsinna,
sem eru bundin innan ákveðinna
skipulagstakmarka, þar sem fje-
iagsstarfseminni er markaður
þröngur bás í samræmi við mis-
jafnlega viturlegar mannasetning-
ar, eru og verða aldrei að skapi
æskunnar. Ungir menn geta vilst
þangað en þeir finna fljótt, að
þarna er ekki þeirra heimili.
Æskumaðurinn víll hafa óbundn-
ar hendur og huga. Hann vill vefra
frjáls að leita þeirra vega, sem
hann telur kleyft. Hann vill ryðja
nýjar brautir, en ekki þræða eftir
reglugerðum og slcrifstofuskipu-
lagi, sem einhver stofugrúskari
hefir getað hnoðað saman og síðan
feíngið aðra enn þröngsýnni menn
til að lögfesta.
Æskan er algerð mótsetning
alíkrar reglugerðatilveru. Hún vill
hugsa og leita frjáls og óháð,
örugg um að lyfta stærri Grettis-
tökum í framtíðinni, en nútíð og
fortíð hefir dreymt um.
Sú æska, sem þannig hugsar
finhur fljótt, að heimkynni hennar
er í Sjálfstæðisflokknum, en ekki
í öðrum flokkum hjer á landi.
Hinsvegar er öðru máli að gegna
um þá menn, sem óska jafnan
handleiðslu annara, sem aldrei
vilja hugsa aðra hugsun en þá,
scm þeim hefir verið kend utan
að, sem þakka guði fyrir að fá
•kipun frá hærri stöðum, til þess
eSns að mega undirgefnast, hlýða
henni (sbr. skipunina til flokks-
manna við prestkjörið).
Slíkir menn eru vitanlega fyrir
fram lögskráðir hjá leiðtogum eins
og „Vigfúsi vert.“
Slíkir æskumenn ganga vitan-
lega aldrei í Sjálfstæðisfiokkinn
— «nda eiga þeir þar ökki heima.
fslenskir æskumenn! Aldrei hef-
ir ykkur verið jafn áríðandi sem
nú að standa á verði um einstak-
lingsfrelsi ykkar og sjálfstæði. Þið
skuluð því ekki láta á ykkur fá,
þótt gerð Verði að ykkur hörð
hríð. Slíkt mun aðeins verða til að
hefrða ykkur í baráttunni.
Guðm. Jóhannsson.
Frjettastofa rússnesku stjórnar-
innar birti nýlega tilskipun frá
Stjórn kommúnistaflokksins rúss-
neska. Flokksstjórnin bannar í
þessari tilskipun að þvinga bænd-
ur til þess að stofna samlagsbú.
Samlagsbúin eru stofnuð og rekin
undir um^jón rússnesku stjórnar-
innar, eins og áður he'fir verið
minst á hjer í blaðinu, og eiga
þau að koma í staðinn fyrir bú
einstaklinganna. Flokksstjórnin
bannar ennfremur að loka kirkj-
um, nema mikill meiri hluti bænd-
anna óski þess. Loks bannar hún
stranglega að særa trúartilfinning-
ar bændanna.
Tilskipun þessi hefir vakið mikla
eftirtekt. í fyrsta lagi er eftir-
te'ktarvert, að Rússar viðurkenna
Stalin.
með tilskipuninni, að ofsóknir
gagnvart bændum og trúuðum hafi
átt sjer stað í Rússlandi undan-
farna mánuði. En Rússar vildu
ekki fram að þessu kannast við
að bændur og trúaðir menn væru
ofsóttir í Rússlandi. Valdhafamir
í Moskva og vinir þeirra í Vestur-
Evrópu þverneituðu, að bændur
væru þvingaðir inn í stamlagsbúin.
Þeir neituðu somuleiðis að trúaðir
menn væru ofsóttir og fullyrtu
að kirkjum væri ekki lokað nema
söfnuðirnir óskuðu þess. Margir
kommúnistar reyndu að te'lja
mönnum trú um það, að allar
ofsóknarfregnir frú Rússlandi
væru uppspuni andkommúnista í
Vestur-Evrópu. En svo kom fram-
annefnd tilskipun og játningin.
í öðru lagi sýnir tilskipunin, að
Stalin er á undanhaldi bæði hvað
baráttuna á móti trúarbrögðunum
og sjálfeignarbændunum snertir.
Rússar hætta þó varla me'ð öllu
baráttunni á móti trúarbrögðunum.
Þeir stefna vafalaúst framvegis
eins og hingað til að því, að út-
rýma allri guðstrú og gera Rússa
að guðleysingjum og efnishyggju-
mönnum. En tilskipun flokks-
stjórnarinnar þýðir, að framvegis
á að nota aðrar og vægari að-
ferðir í baráttunni á móti trúar-
brögðunum.
Stalin hefir einnig orðið að slaka
tii við bændur. Samlagsbúunum
hefir undanfarið fjölgað óðum. —
Þau ráða nú yfir rúmlega 50%
allra jarða í Rússlandi. Rússneska
blaðið Isvestia hefir upp á síð-
kastið varað við því, að halda
stofnun samlagsbúa áfram með
sí>ma hraða og hingað til. Og nú
hefir flokksstjórnin bannað að
þvinga bændur inn í samlags-
búin. Þýðir þetta, að Stalin sje
að gefast upp við þjóðnýtingu
jarðanna, eða ætlar hann að eins
að nema staðar í bili? Vorwárts,
biað þýskra sósíalista, er á þeirri
skoðun, að Stalin sje að hætta við
þjóðnýtingu jarðanna. En þó verð-
ur e'kkert um þetta sagt með
neinni vissu nú sem stendur.
Hvað veldur því, að Stalin er nú
á undanhaldi?
Eins og kunnugt er, hafa yfir-
völdin í Rússlandi lagt svo háa
skatta á bændur, að þeir hafa ekki
getað staðið í skilum, eignir þeirra
hafa verið gerðar upptækar, sam-
lagsbúin fengið jarðir þeirra til
yfirráða og bændur staðið alls-
lausir. Þannig hafa yfirvöldin
þvingað bændur inn í samlags-
búin. — En bændurnir hafa víða
gert uppreisn á móti yfirvöldun-
un, sumsstaðar hafa hermenn
stjómarinnar gengið í lið með
bændum. Þjóðverji, nýkominn
heim frá Kaukasus, segir t. d.
þannig frá:
Embættismenn rússnesku stjórn-
arinnar reyndu að þvinga bænd-
ur í þorpi tíinu inn í samlags-
búin. Bændurnir gripu til vopna
og gerðu uppreisn. Sló í bardaga
milli bænda og stjómarliðsins.
Loks gekk yfirmaður stjórnarliðs-
ins og allmargir manna hans í lið
fjellu og loks urðu stjórnarliðar
skotfæri. Margir stjórnarhermenn
að flýja. Bændur í mörgum öðr-
um þorpum hafa einnig gert upp-
reisn og hafa þeir sumstaðar
myrt starfsmenn rússnesku stjórn-
arinnar.
Bændur hafa víða brent korn
sitt og slátrað öllu biifje sínu, til
þess að það skyldi ekki lenda í
hÖndum skattheimtumannanna. Bú
fjárstofn Rússa hefir því minkað
að miklum mun. Þetta hefir Idtt
af sjer matvælaskort, og rússneska
stjórnin hefir því orðið að lög-
bjóða matvælaskömtun og 10 kjöt-
lausa daga á mánuði hverjum. —
Við þetta bætist að samlagsbúin
hafa langt frá nægilegt af vjelum
og sáðkorni. Vakandi mótspyrna
af hálfu bænda gegn þjóðnýtingu
jarðanna og efnahagslegir erfið-
leikar í landbúnaðinum virðist því
hafa neytt Stalin til undanhalds.
Nýlega frjettist að ung-kom-
múnistar hefði steypt Stalin frá
völdum. Fregnin er þó vafalaust
röng. Hins vegar virðist enginn
vafi vera á því, að undanhald
Stalins hefir aukið sundurlyndið
innan kommúnistaflokksins og að
valdabaráttan milli hægfara og
róttækra kommúnista hefir ágerst.
Undanhald Stalins hefir einkum
vakið mikla óánægju meðal ung-
kommúnista; þeir vilja fram-
kvæma sameignátístefnuna út í
ystu æsar. Hjer skal engu um það
spáð, hverjir muni í þdtta sinn
bera hærri hlut í baráttunni innan
flokksins. En margt virðist benda
til þess, að samlagsbúin muni ekki
geta fullnægt þörfum þjóðarinnar,
og að ríkisstjórnin rússneska verði
fyr eða síðar að hætta algerlega
við þjóðnýtingu jarðanna.
Höfn í mars 1930.
P.
[iíiiiiiiiiiiiiiHiiiiimmiiiiiinmiimnmiiimTTi
mmnig
htttt
nmnnu
Nýkomin blöm I pottum.
Einnig jurtapottar, skrautpottar
og allskonar fræ.
Vald. Ponlseu
Klapparstíg 29. Sími 24.
0
— /. S S’
Nýkomuar vömr: j
Peysufatasilki
Svuntusilki.
Kápur og Xjólar
og margskonar vor- og
sumarvörur.
Verslnnln Vík.
Laugaveg 52. Sími 1485,
Þakkarávarp.
Deu Suhrske Husmoderskole
Köbenhavn.
1. Septbr. be'g. Husmoderskolen
med 10—9 og 4 Mdrs. Kursus m.
og u. Pension.
2 aarig Udd. af Husholdnings-
lærerinder. Maanedskursus afhold-
es i Juni. Statsunderstöttelse kan
söges. Progr. sendes.
Tmsar frjettir.
Dr. Eckener
hefir nú tilkynt blaðamönnum
að byggings loftskipsins, sem nota
á til ferðalaga yfir Atlantsháfið,
sje nú hafin í Friedrichshafen og
muni byggingunni eigi verða lokið
á skemmri tíma en 18 mánuðum.
Fastar loftskipaferðir yfír Atlants
hafið hefjist því e'kki fyr en árið
1932.
Sundar Singh,
trúboðinn alkunni, mun enn þá
vera á lífí, að því er erlend blöð
herma. Hefir hann um langan tíma
dvalið í afskefktu fjallahjeraði, og
hafði því lengi eigi til hans spurst,
svo að margir hjeldu hann dauð-
ann. En nú mun hann ætla að
hverfa aftur í mannabygðir.
í Parlamentinu enska.
Á meðan á umræðunum um
kolafrumvarp jafnaðarmanna-
stjórnarinnar stóð í enská þinginu
fyrir skömmu, var mikill hiti í
mönnum og órói á áheyrendapöll-
unum. Einu sinni var m. a. kast-
að flugritum niður í deildkta og
hrópaði sá, sem kastaði: „Niður
með alríkissinnana! Niður með
jafnaðarmannastjórnina!‘ ‘ Mann-
inum var kastað út. En í flugritinu
var þess krafist, að 31 indverskir
verkstjórar yrðu látnir lausir, sem
verið hafa í fangelsi í Me'erut í
eitt ár.
Af því að jeg í veikindum mín,
um, einstæðingsskap og umkomu-
leysi hefi orðið áðnjótandi þeirraf
miklu gleði og hugarljettis, að
finna samúðina og hlýjuna streyma
að mjer frá svo fjölda mörgun^
finst mjer skylt að þakka þeijn
öllum, sem reynt hafa til að gleðjö.
mig og gera mjer lífið ljettara. Al
fólki hjer syðia ber mjer fyrst qfg
fremst að þakka frú Jóhörtí^|
Proppé og manni hennar. Heflv
frúin ávalt sýnt mjer svo móður-
lega ástúð og umhyggju sem væ*4
jeg hennar eigið barn. Þá er elskl
„nafna“ mín, ekkjufrú Þórunn J6-
hannesdóttir Hansson, er sömule^-
is íiefir sýnít mjer kærleiká Ög
umhyggju í svo rííum mæíi, ÓÉ
frú Helgu Jónsdóttur frænku
minni á ísafirði og manni hennar.
Af Hafnfirðingum má jeg sjerstak-
legá geta þessa fólks og þakká
því: Frú Rúna Jóns og tengda-
móðir hennar Sigríður Tómasdótt-
ir, Kirkjuvegi 23 og frú Kristlá
Guðmundsdóttir, Brekkugötu 3. Af
Þingeyingum þyrfti jeg að neftíá
svo marga, en verð að láta mjÉiÍi
nægja með fáa af þeim, en get eklíi
látið hjá líða að tilgreina þessftí
Fjelögin Goodtemplarastúkan )rPor
túna“, kvdnfjelagið „Yon“, mað
röggsemina sína, myndarskapiiQi
og hugarhlýjuna, þær frúrnar:
Dóru Proppé, Sigurbjörgu Einara-
dóttur, Sigríði Helgadóttur, JÓ-
hönnu Guðmundsdóttur. Ennfrem-
ur fínn jeg að mjer ber að þakka
spítalafólkinu hjema hlýja og að-
laðandi framkomu þess og þó sjer-
staklega cakp. Jakobsen og systur
Dagmar. Guð blessi ykkur öll, settt
hafíð sýnt mjer svo óveyðskuldaða
samúð, göfugmensku og gott hjarta
lag. Jeg þakka ykkur öllum svo
hjartanle'ga og bið Guð að launa
ykkur framkomu ykkar við mig.
Herspítalanum í Hafnarfirði
24. apríl 1930.
Þórnnn J. Sigurðardóttir.