Morgunblaðið - 03.05.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ - ■•== i Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Ritstjórar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Rltstjórn og afgriitSsla: Austurstræti 8. — Slmi 500. Auglýsingastjðri: B. Hafberg. Augiýsingaskrif stofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. Hei..’aslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. i Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Xnnanlands kr. 2.00 á mánuiSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuði. T lausasölu 10 aura- eintakiS, 20 aura með Lesbðk. Erlendar símfregnir. London (UP) 1. inaí PB. Barátta Indverja. Frá Bombay er símað: Þrjátíu helstu þjóðþingkonur í Gujarat ihafa sent brjef til vieekonungsins yfir Indlandi og láta þær þar í ljós samúð með ólöghlýðnisstefn- unni. Ennfremur lýsa þær því yfir. að það sje skylda ríkisstjórnar- innar að banna framleiðslu og sölu áfengis og eiturlyfja, svo og inn- flutning á erlendri vefnaðarvöru, sem hafi leitt af sjer eymd í fjölda bæja. Nefnd þjóðþingsmanna í Bom- Ifcs'y hefir átt tal við Gandhi og heðið hann að koma til Bombay til þcss að hafa fyrirsögn h\ ’ruig 'hcga skuli ólöghlýðnisbaráttunni grgnvart breskum yfier-öldum. Gandhi kvað haf.i fallist á að koma til Bombay í þessu skyni, •>vo fremi að hann fengi hundrað þúsund sjálfboðal'ða til yfirráða cg þeir væri látnir vinna heit að því, að beita ekki valdi í barátt- trnni. V axtalækkun. Frá New York City er símað: Forvextir hafa verið lækkaðir nið- ur í 3%. London (UP) 1. maí FB. Frá París er símað: Frakldands- banki hefir lækkað forvexti um %%, niður í 2M>%. London: Englandsbanki hefir lækkað forvexti um %% niður í 3%. Litlar óspektir 1. maí. London: Fjórir fascistar meidd- ust lítilsháttar, er fimtán fascistum og atvinnuleysingjum á mótmæla- fundi í Hyde Park lenti saman. New York: Giskað er á, að tíu þúsund uppgjafahermenn hafi tek- ið þátt í skrúðgöngu, sem efnt var til í þeim tilgangi að hvetja út- lendinga, sem ekki hafa borgara- brjef, til þess að gerast ameríska borgara. í skrúðgöngunni voru 3— 400 hvít-Rússar og á meðal þeirra 500 menn, sex fet á hæð, og þar yfir, sem barist höfðu með Wrang- el. Fyrirliði þeirra var Yladimir Sokoloff lierdeildarforingi, sem er sex fet og fjórir þumlunar. Eitt hundrað rússneskar konur gengu aftastar. Skrúðgangan fór fram án þess nokkuð óvænt kæmi fyrir. Moskva: Yoroschiloff og Stalin voru viðstaddir skrúðgöngu verka- manna. Þátttaka verkamanna var svo mikil, að engu var líkara en að fylgingarnar ætluðu aldrei að enda. Sólskin var á og fagurt veð- ur og var skrúðgangan tilkomu- mikiþ Mergð rauðra fána var bor- in í fylkingunum. Shanghai: — Lögreglan dreifði nokkrum fylkingum kröfugöngu- manna í alþjóða borgarhlutanum. Nokkrir menn handteknir. Ekkert uppnám. Síðar: New York: Lögreglan handtók 19 * kommúnista, sem dreifðu út ritlingum til þess að hvetja menn til verkfalls fyrsta maí. Flestir þeirra voru látnir lausir gegn tryggingu. Berlín: Flestar prentsmiðjur, sem dagblöð eru prentuð í, voru lokaðar í dag, nema blaðanna Ger- mania og Deutsche Zeitung. — Unnið var i öllum stærstu verk- smiðjunum í borginni, enda þótt margir verkamenn væru fjarver- andi. Kröfuganga jafnaðarmanna fór fram seinni hluta dags. Þátt- taka minni en búist var við, um 100.000 manns. Lögreglan kom í veg fyrir að sósíalistum og kom- múnistum lenti saman. Sósíalistar eigi síður en kommúnistar báru mergð rauðra fána. Ekkert þýskt flagg sást í kröfugöngunum. Sofia: Þrjátíu leiðtogar verka- manna voru handteknir víðsvegar í landinu. 150 menn voru hand- teknir, þegar lögreglan dreifði | verkamönnum á aðalgötunni í Sof- ia, en þeir höfðu háfið ræðuhöld á 5 stöðum á götunni. Kleppsmálið. „Læknirinn“, sem veit engin deili á sjúklingunum og ekkert hvað gera skal. Vonandi tekst með kostgæfni og árvekni hjúkrunar fólksins, að afstýra bráðum voða. Ólafur Thorlacius kom inn á Nýja Klepp í gær; kóm og fór, eins og daginn áður, eins og að- komumaður, með kurteisara bragði þó en daginn áður; spurði hjúkr- unarfólkið ekki með þjósti, spurði t. d. um hvaða meðul myudi eiga að gefa sjúklingum þeim, sem bág- ast eru staddir; spurði sjúkling- ana hvort þeir hefðu sofið — og fann auðsjáanlega til þess, að það væri þeim fyrip bestu — að sofa — og gleyma því, sem á daga þeirra hefir drifið síðustu daga — gleyma því, að þeir eru sviftir umönnun annafi en þeirri er hjúkrunarfólkið getur í tje látið. Og meðan uppgjafalæknirinn úr Áfengisversluninni gefur sjer tíma til að vera á spítalanum, reynir hjúkrunarfólkið að segja honum eitt og annað um sjúklingana. — Þegar til dæmis sjúklingur tekur Thorlacius tali, og spyr hvort hann megi ekki fara út, þá er Thorla- cius kurteis, og segir jú; því skyld- uð þjer ekki mega fara út. En nærstödd hjúkrunarkona verður að1 kippa í taumana, og láta „læknirinn" vita, að hjer sje maður sem sje í haldi og megi hvergi fara. Og „læknirinn“ veit, að hjúkr- unarfólkið veit betur en hann, og lofar fanganum ekki að fara út. Maður einn verður óður. Eftir langa mæðu næ»t í Thorlacius. — Thorlacius nálgast. Maðurinn verð- ur ennþá óðari. Thorlacius er ekki vanur þess háttar. Thorlacius verð- ur hræddur. Hann fær mannsöfnuð til að handsama sjúklinginn. — Hann nálgast með sprautu, og handleikur hana. Hjúkrunarfóllc kennir handbrögðin. Olafur Thorlacius uppgjafa- læknir er ekki lengur drembilegur. Um 20 sjúklingar hafa komist burtu af spítalanum. Þeim hefir sumum verið holað niður í aðra spítala. Aðrir hafa getað farið til venslafólksins. En sjúklingar se meftir eru í hinum læknislausa spítala og eru með sjálfum sjer, geta ekki tára bundist. En er þeir hafá grátið í vonleysi sínu, missa sumir þeirra stjórn á sjer með köflum, verða óðir og uppvægir, og Thorlacius verður smeykur. Thorlacius kemur tvisvar á dag á spítalann. — Hann gengur um sjúkrastofurnar. Hann gengur þar ekki um fylgdarlaust. Læknaskólastúdent, Kristinn Ste- fánsson að nafni, venslaður Thor- lacius, er nú kominn að Kleppi til aðstoðar. Hann á að vera þar allan sólarhringinn. Væntanlega getur hann orðið að einhverju liði — méira liði en Thorlacius. Læknaskólastúdentinn er sem stendur eiginlega eftirmaður dr. Helga Tómassonar. Hann hefir þó vitanlega enga ábyrgð á spítalan- um. Hann gerir það, sem hann get- ur. Sjerþekkingu hefir hann senni- lega mátulega handa Hriflu-Jón-. asi, og ekki meir. — Og hjúkrunarfólkið gerir sem það getur, til þess að afstýra bráð- um voða og Vandræðum, það reyn- ir að hlynna að sjúklingunum þó læknishendur vanti. Vinnufólk flest er farið. Sjúk- lingarnir sem eftir eru og fótaferð hafa, verða þá að annast hrein- gerningar og önnur hússtörf. Alt er reynt, eins og þegar menn lenda i sjávarháska. Ást.andið á Kleppsspítala er líka þessa dagana svipað eins og á skipi í sjávarháska — þar sem háskinn stafar af því, að úrræðalaus og þekkingarsnauður maður er á stjórnpallinum. Skökk utanáskrift. Er Daníel dyravörður kom á hrossi inn að Kleppi á miðviku- daginn, hafði hann brjef meðferðis til Jórunnar Bergsteinsdóttur, að Kleppi. — Engin er þar með því nafni. En yfirhjúkrunarkorian á gamla spítalanum heitir Jórunn Bjarnadóttir. Eftir nokkra vafn- inga var henni afhent brjefið. Það var frá þeim ,heilsuhrausta‘ í Stjórnarráðinu. Með brjefi þessu var Jórunni falið að taka að sjer yfirhjúkrunarkonustörf að Nýja Kleppi. Ekki hirti „sá heilsuhrausti“ um það, að tilkynna yfirhjúkrunarkon- unni á Nýja Kleppi, að önnur mundi ráðin 1 hennar stað. . .! Ekki hirti hann heldur um að ganga úr skugga um hvort kona þessi, sem hann ekki þekkir meira en það, að hann veit ekki föður- nafn hennar, vildi taka. að sjer starfið á Nýja Kleppi. Hver á að verða læknir á nýja Kleppi? Þegar Ólafur Thorlacius kom inn á Klepp eldsnemma á fimtu- dagsmorgun, sagði hann starfsfólk- inu að hann ætti að hafa stjórn spítalans á hendi til 14. maí. Ekki mintist hann á það, hver tæki þá við. En stjórnleysistímabil spítal- ans, sem kent verður við Thorla- éius hefir upphaflega ekki átt að vera nema hálfan mánuð. En hver á þá að taka við. Kvik- sögur gengu um bæinn um það, að Lárus Jónsson settur hjeraðslækn- ir í Hornafirði væri væntanlegur hingað til bæjarins, og hann ætti að taka við spítalanum. Jafnvel frjettist, að varðskip yrði sent af stað til að sækja hann, o. s. frv. Mgbl. sendi Lárusi því skeyti á fimtudag, og spurði hvort hann taki við spítalanum, og ef svo væri, þá frá hvaða tíma. En vegna þess að svar kom ekki samdægurs átti Mbl. tal við Lár- us í síma á föstudag. Súntal við Lárus Jónsson. Lárus gat þess í upphafi, að hann hefði ekki fengið fyrirspurn- arskeytið fyrri en á föstudagsmorg un, því hann hefði verið á ferða- lagi. En um stöðuna á Kleppi sagði hann að ,ekkert væri fastákveðið' ; þó það hefði komið til orða að hann tæki að sjer yfirlæknisstarfið þar. — Hann sagði ennfremur: Jeg hefi ekkert vitað um þetta mál, nema það sem jeg hefi lesið í blöðunum; óg nú að jeg heyri að dr. Helgi er rekinn þaðan burtu. — Er nokkuð til í því að senda eigi skip til þess að sækja yður? — Eins og nú er ástatt með heilsufar hjer í hjeraðinu get jeg ekki hjeðan farið, því hjer má ekki vera læknislaust. En hvenær er von á Hinrik Er- lendssyni þangað austur? — Landlæknir skrifaði mjer um daginn að Hinrik Eelendsson kæmi hingað 14. maí. Fyr get jeg ekki farið hjeðan eftir því sem jeg frekast veit. — En er ekki einhver maður kominn að Kleppií — Það er nú eftir því hvernig á það er litið. Ólafur Thorlacius kom þangað tvisvar í gær. — Nú ekki öðruvísi. — En jeg get ekki annað sagt en það, sagði Lárus, að þetta hefir komið til mála með mig, en ekkcrt er ákve ið. Annars hefðuð þjer getað feng- ið alt um þetta að vita hjá Lækna- fjelaginu. Jeg hefi símað pví og sagt því alla málavöxtu. Orðsending til sjúklinga, sem voru á nýja spí- talanum á Kleppi og aðstand- enda þeirra. Að gefnu tilefni vil jeg hjer með láta þess getið, að jeg er fús til að stunda ókeypis þá sjúklinga, sem dvelja í Reykjavík og ná- grenninu og farið hafa af nýja spítalanum á Kleppi vegna lækna- skiftanna, svo framarlega sem þeir óska þess. Mig er að hitta fyrst um sinn í síma 433, eða 2386 ('iækningastofunni). Helgi Tómasson. * Sðngtíminn. Söngleikur í 2 þáttum eftir C. Gandrup. Söngleikur þessi (með áherslu á fyrra eða scinna atkvæði, eftir vild), er saminn „fyrir fólkið" og fellur því eflaust vel í geð, eigi síst hinu eldra. Það heyrir fyrir sjer lög, sem það lærði á barnsaldri og sem því hefir verið hlýtt til jafnan síðan, eftir Heise, Weyse o. fl. o. fl. „Det var* en Aften i Tivoli“ mun koma nota- lega við gamla, þaulsækna Tivoli- gesti og af þeim var vafalaust tölu- vert einnig hjer. Slegið er mjög á hina viðkvæmu strengi, svo að í niðurlagi leiksins er jafnvel stofn- að til táraflóðs meðal þeirra, sem eru veikastir fyrir. Er það reynd- ar ekki ákaflega furðulegt, ef leik- inn á að skoða sem ofurlítið brot úr aldarfarslýsingu eða eins og dá- lítið sýnishorn af skáldskap og sönglist um miðbik 19. aldar, sjer- staklega í Danmörku. Frá efni leiksins hefir annars verið skýrt nýlega í Morgunblaðinu, og mrin ekki þörf á að bæta -vi§ þá frá- sögn. Persónurnar eru tvær, söng- kennari (prófessorinn) og nemandi hans. Per Biöm óperusöngvari fer með það fyrra, en frú Alice Terp óperusöngkona með hið síðara. Frúin er bersýnilega fjölhæf kona. Yar látæði hennar svo fjörlegt og eðlilegt, bæði sem byrjanda (1 1. þætti) og eins þegar hún er orð- in „útlærð“ söngkona (í 2. þætti), að allir höfðu mestu skemtun af. Og söngur hennar er mjög prýði- legur. — Hina hóglátu framkomu „prófessorsins" kunna menn og að meta, en söngurinn var nokkuð fjærri því að vera lýtalaus. Húsið var troðfult og leiknum vel tekið. Sigf. E. Á fðrnnm vegi. Mjer varð reikað framhjá Aust- ui-velli 1. maí um það leyti sem sósíalistabroddar þessa bæjar höfð- ust þar við. Mjer varð litið á flögg in rauðu og áletursspjöldin. Suxri þeirra voru gömul og rykfallin orðin, eins og t. d. „Lifi heimsbylt- ingin“. Það spjald hefir vafalaust verið við lýði á þeim tímum er sósíalistabroddarnir voru ekki orðnir of þungir á sjer til þess að ganga í broddi fylkingar um götur bæjarins með hornablæstri og yfir- læti. Aftur var á öðrum sú stafagerð og stafsetning, sem ber augljósan vott um, að „æskan“ hefði verið að verki — sú æska sem- að kunn- áttu stendur bernskunni nærri. — Utarlega í hinum fámenna hnapp sem stóð þarna utanum Jón Bald og Thorvaldsen voru nokkrir menn, sem auðsjáanlega titu sjálfir svo á, að þeir væru einskonar boð- slettur. Höfðu þeir meðferðis m. a. áletursspjald lítið og stóð á því „Niður með þjóðabandalagið* ‘. En á næstu grösum var maður með spjald er hafði áletruuina: „Lifi sovjet Rússland“. Bæði þessi spjöld áttu. sammerkt í því, að sá sem á þau hefir ritað er nýlega þættur að skrifa eftir forskrift. p • '• • .»■ vr.-K* Yoru hjer sendimenn hins „unga lslands“ ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.