Morgunblaðið - 03.05.1930, Qupperneq 5
Laugardag 3. maí 1930.
i
r«
Landsspitalinii.
Ætlar ríkisstjórnin að rjúfa gerða samninga við stjórn
• Landsspítalasjóðsins?
Hvað segja íslenskar konur?
Þingsályktunartillag'an frá 1925.
Á Alþingi 1925 var samþykt
þingsályktunartillaga viðvíkjandi
fcyggingu Landsspítala, þar sem
m. a. þetta var fram tekið:
„Árið 1926 veitist stjórninni
heimild til að verja alt að 100
þús. kr. úr ríkissjóði til bygging-
ar Landsspítala; gegn jafnmiklu
framlagi úr Landsspítalasjóðnum,
enda hafi á árinu 1925 verið varið
til hennar að minsta kosti 100 þús.
kr. úr þeim sjóði. Þingið gerir ráð
fyrir, að þessu verki verði hagað
samkvæmt síðari spítalateiknun
húsameistara ríkisins, með þeirri
breytingu, er síðar kynni að þykja
nauðsynleg og framkvæmanleg án
verulegs viðbótarkostnaðar. Enn-
fremur ætlast þingið til þess, að
verkinu verði haldlið áfram á
næstu árum, og byggingunni lokið
í árslok 1929, ef ekki ófyrirsjáan-
leg fjárhagsvandræði ríkisins gera
óldeyft að halda henni áfram.“
Samningur milli ríkisst j ómarinnar
og stjómar Landsspítalasjóðsins.
Samkvæmt tjeðri þingsályktun
gerði svo ríkisstjórnin samning við
stjórn Landsspítalasjóðsins, sem
var undirskrifaður 24. apríl 1925.
1 samningi þessum var m. a. þetta
tekið fram:
„Af fje því, er Landsspítala-
sjóðnum hefir þegar áskotnast, og
safnast kann að verða meðan á
byggingu Landsspítalans stendur,
og ætlað er að nema muni að
minsta kosti 300.000 kr., lofar
stjórn Landsspítalasjóðsins að
leggja fram þ. á. alt að 75000 kr.
og á næsta ári 1926, 100000 kr.,
en síðan það, sem eftir verður þá
af fje sjóðsins á þann hátt, sem
eí8ar segir.“ — —
Ennfremur segir svo í samn-
ingnum:
„Af hálfu gefendanna eru þessi
ekilyrði sett:
1. Ríkisstjórnin lætur á þessu
ári byrja á undirbúningi og bygg-
ingu Landsspítalans samkvæmt
þeirri teikningu, br húsameistari
ríkisins hefir gert af byggingunni
-------------Það skal tekið fram
ejerstaklega, að hæfilega stórri
fæðingadeild skal komið fyrir í
spítalanum, og hún starfrækt frá
þeim tíma, er spítalinn verður tek-
inn til notkunar.------------------
2. Um framlög til spítalabygg-
ingarinnar eru þessi skilyrði sett:
a. Gegn framlagi spítalasjóðs þ.
á., alt að 75000 kr., er ekki krafist
neinnar greiðslu úr ríkissjóði.
b. Árið 1926 skal varið til bygg-
ingarinnar úr ríkissjóði að minsta
kosti svo miklu fje, að jafngildi
framlagi sjóðsins, eða 100000 kr.,
þannig, að varið verði til bygging-
arinnar það ár ekki minna en 200-
000 kr. alls.--------
0. Síðan skal byggingunni hrað-
að svo sem frekast er unt, þar til
henni er lokið, og skal hvert ár
greiða til framhalds verksins að
minsta kosti 200000 kr. Fje það,
sem til þess þarf, skal greitt úr
ríkissjóði, að fiádregnu framlagi
Land sp't'dasjóðsins, er sjóðsstjórn
in lofar að greiða tii verksins að
jöfnu við ríkissjóð, meðan fje
landsspítalasjóðsins endist. Til
þessa telst ekki Minningargjafa-
sjóður Landsspítalans.
d. Bygging Landsspítalans skal
lokið og útbúningi hans svo fljótt,
að hann verði tekinn til afnota ár-
ið 1930.
Ríkisstjómin samþykkir framan-
skráða ráðstöfun á fje Landsspít-
alasjóðsins, tekur umgetnu boði
stjómar hans og gengur að þeim
skilyrðum er sett eru af hálfu gef-
endanna“.
Samningur þessi er undirskrif-
aður af þáverandi ráðherram,
þeim Jóni Magnússyni, Jón Þor-
lákssyni og Magnúsi Guðmunds-
syni og stjórn Landsspítalasjóðs-
ins, en hana skipuðu: Ingibjörg H.
Bjaraason, Ágústa Sigfúsdóttir,
Laufey Vilhjálmsdóttir, Lilja
Kristjánsdóttir, Jónína Jónatans-
dóttir, Elín M. Jónatansdóttir og
Hólmfríður Rósenkranz.
Þessi samningur við sjóm Lands
spítalasjóðsins var gerður með full
um vilja og vitund Alþingis. Hann
er gerður samkv. fyrirmælum
þingsályktunartill. er nefnd var
hjer að framan. Auk þess hefir
Alþingi margsinnis staðfest samn-
inginn. Þannig er vitnað í hann í
fjárlögum undanfarinna ára.
Fyrsta samningsrofs-tilraunin af
hálfu Framsóknarmaama.
Forkólfar Framsóknarflokksins
hafa gert nokkrar tilraunir til þess
að rjúfa þenna samning við stjórn
Landsspítalasjóðsins. Fyrstu til-
raunina í þá átt gerðu þeir á Al-
þingi 1927. í fjárlögum þeim, sem
lágu fyrir því þingi, fyrir árið
1928, voru áætlaðar 150 þús. kr.
til byggingar Landsspítala. For-
ingjar' Framsóknar lögðu til, að
þessi upphæð yrði storikuð út og
að frestað yrði byggingu Lands-
spítalans um óákveðinn tíma.
Tryggvi Þórhallsson, núverandi
forsætisráðherra, hafði forystuna í
þcssari herferð gegn Landsspítal-
anum á þinginu 1927. En tilræðið
hepnaðist ekki; tillaga Tr. Þ. var
feld.
Hvað líður Landsspítalanum?
Eftir kosningarnar 1927 urðu
stjóraarskifti, svo sem kunnugt er.
Þá settust þeir menn í valdastól,
er minstan höfðu áhuga á Lands-
spítalamálinu. Enda hafa fram-
kvæmdip orðið hægfara síðan.
Samkvæmt áður nefndum samn-
ingi milli fyrverandi stjórnar og
stjómar Landsspítalasjóðsins, á
spítalinn að taka til starfa á þessu
ári. En eru nokkrar líkur til að
svo verði ? Hvað segir ríkisstjóm-
iní
Á nýafstöðnu þingi bar Ingi-
björg H. Bjarnason fram svohljóð-
andi fyrirspura til ríkisstjómar-
innar:
„1. Er það ekki tilætlun ríkis-
stjórnarinnar, að Landsspítalinn
verði tekinn til afnota fyrir al-
menning og til háskólakenslu
haustið 1930, svo sem samningur
stendur til? Ef svo er:
2. Hvar skal þá fje taka til
kaupa á öllum áhöldum og innan-
stokksmunum, og hvar rekstrarfje,
úr því það er ekki talið í fjárlög-
um?“
Svo sem sjá má á fyrirspurn
þessari, hafði stjórnin ekkert fje
áætlað í fjárlögum fyrir árið 1930
eða 1931 til þess að kaupa fyrir
áhöld handa Landsspítalanum og
ekki heldur neitt rekstrarlán til
spítalans.
Dómsmálaráðherrann átti að
svara fyrirspurn I. H. B. En það
fór eins og endranær, að ekkert
varð byggjandi á hans svari. Hann
kom með alskonar vífilengjur, ger-
samlega óviðkomandi málinu og
skæting til fyrirspyrjanda.
Oll svör ráðherrans voru út í
hött. Þannig sagði hann, að Lands-
spítalinn yrði tilbúinn eftir svo
sem mánaðartíma handa Vestur-
íslendingum ! En þegar ráðherrann
var um það spurður, hvenær spít-
alinn yrði tilbúinn til afnota fyrir
almenning, var svar hans á þessa
leið: Getur verið um nýár; getur
verið eftir nýár, alt óákveðið um
það, um það er ekkert tímatak-
mark ákveðið.
Fyrirspyrjandi minti ráðherrann
þá á samninginn frá 1925, þar sem
tilskilið er, að Landsspítalinn verði
tekinn til afnota á árinu 1930.
Ráðherrann sagði, að þessi samn-
ingur væri núverandi stjóra óvið-
komandi og sig varðaði ekkert um
ákvæði hans.
Af þessum ummælum dómsmála-
ráðherrans er það sýnilegt, að
núverandi stjórn ætlar að rjúfa
samninginn, sem gerður var með
fullum vilja og vitund Alþingis.
Hvað segja íslenskar konur um
þetta atferli stjórnarinnar. Lands-
spítalinn er fyrst og fremst þeirra
mál. Þær hafa með atorku og dugn
aði safnað miklu fje í þetta þjóð-
þrifafyrirtæki, og afhenti ríkis-
stjórninni fjeð með því fortaks-
lausa skilyrði, að spítalinn yrði
tekinn til afnota á árinu 1930. Nú-
verandi stjórn virðir vettugi þeHi'
skilyrði og rýfur gerða samninga.
Láta íslenskar konur sig þetta
gerræði stjórnarinnar engu skifta?
Alþingi fer nú innan skamms
að halda hátíðlegt 1000 ára af-
mæli sitt. Ekki getur það talist
glæsileg tilhugsun, að á því merkis
ári skuli sitja við stýrið stjórn á
svo lágu siðferðis- og menningar-
stigi, að hún svíkur gerða samn-
inga um stærsta menningarmál
þjóðarinnar.
-------------------
Ástandið á Spáni.
Eins og menn muna urðu mikl-
ar viðsjár á Spáni skömmu eftir
fall Rivera, og leit svo út um tíma
sem dagar spanskrar konungs-
stjórnar væru taldir. Ástandið er
ennþá ískyggilegt, og jafnvel hálfu
verra nú, þar sem ýmsir merkir
stjórnmálamenn spanskir hafa
gerst lýðræðissinnar síðan Beren-
guer tók við völdum. Herma er-
lend blöð að þeir gerist nú æ fleiri
sem snúist á sveif með lýðræð-
ismönnum, og að ýmsar viðsjár
sjeu með konungsmönnum, annars
vegar og lýðræðismönnum hins-
vegar.
Frúin: Af hverjr. var yður sagt
upp vistinni, hjá ræðismanninum.
Stúlkan: Jeg lileraði við dvrnar.
Frúin: Það máttuð þjer ekki
gera. En hvað var það annars sem
þjer heyrðuð.
Duyleg stúlka
getur fengið að taka að sjer mjólkur- og brauðabúð á besta stað I
í bænum.-Hátt kaup!
Eigin handar umsókn ásamt mynd, sendist A. S. í., merkt: —*
„Sjálfstæð atvinna."
FyrirSiggjandi:
Niðursoðið kindakjöt í 1/10, l/2 dósum. — Fiskabollur
mjög ódýrar.
Eggert Kristjánsson & Co.
Símar 1317 og 1400.
Nýtt úrval af
Regnfrökkum
Árni & Bjarni.
Læriingur.
Duglegur sveitapiltur, sem hefir löngún til að læra
mjólkurgerð, getur fengið pláss sem lærlingur, frá maí
mánaðar lokum þ. á. — Aldur 17—19 ára.
Heifbrigðisvottorð og ef til eru önnur vottorð, sendist
fyrir 15. maí.
Mjólkurbú ölvesinga, Hveragerði.
SCOTTS’s heimsfræga
ávaxtasnlta
jainan fyrirliggjandi.
I. Brynjólfsson & Kraran.
inimnuniuiuuininnuiiiinimuniinmmmmui
111 sftlu.
Dpplýsingar á Lanfásveg 4,
sfml 492.
fslensknr matnr:
Hangið hrossakjöt, saltkjðt,
rúílupylsa, — kæfa, — egg, —
smjör, skyr, tólg og súrhvalur.
Versl. Bjðrnlnn.
Bergstaðastræti 35. Rfmi 1091.