Morgunblaðið - 06.05.1930, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.05.1930, Qupperneq 3
J. MORGXJNBLAÐIÐ 8 3florgmiblaM$ ÍTtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Rltstjórar: J6n' KJártansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgriiBsla: Austurstræti 8. — Stml 600. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 700. Hei-nasímar: Jðn KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.50 á mánuBl. 1 lausasölu 10 aura eintaklti, 20 aura með Lesbök. Erlendar símfregnir. Astandií versnar í Indlandi. Gandhi handtekinn. London (UP) 4. maí PB. Prá Kalkútta er símað: Stúdent- ar gerðu hverja atrennuna á fætur Ænnari til þess að halda fund nm <*andhi málin og varð lögreglan Joks að beita kylfum sínnm til þess að dreifa hópnum. — Lögreglan dreifði og mannfjölda á Howrah stöðinni. Pundahöld bönnuð. London (TJP) 5. maí PB. Frá Bombay er símað: Gandhi liefir verið handtekinn. Með skír- skotun til ákvæða í lögum frá árinu 1827, verður hann hafður í hældi án þess mál hans verði tek- ið fyrir rjett. Víðtækar ráðstafan- ir hafa verið gerðar um alt landið til þess að koma í veg fyrir óeirðir iit af handtökunni. Síðar: Gandhi var handtekinn í Surat og fluttur snemma í morgun á járnbrautarlest til Borivli nálægt Bombay, en þaðan í bifreið til Yerodafangelsis í Poona. Stjórnin hefir sent út tilkynn- ingu þess efnis, að Gandhi hafi verið handtekinn vegna þess að ólöghlýðnisbaráttan hafi leitt til alvarlegra óeirða og bert hafi ver- ið orðið, að Gandhi var hættur að geta ráðið nokkurn hlut við fylgj- endur sína. Lá við slysi. Á laugardagskvöld- ið stóð flutningabíll á leikvellinum austan við barnaskólann, en bíl- stjórinn Iiafði brugðið sjer eitthvað frá. Drengir munu hafa af fikti farið að rjála við bílinn, og áður en þeir vissu af fór hann af stað. Bíllinn rann síðan stjórnlaust yfir þvert plássið og rakst af afli í vegginn sunnan við það, og laskað ist allmikið. En drengirnir sluppu við meiðsl. Er mjög athyglisvert, ef bílstjórar skilja svo við bíla á almannafæri að' börn og óvit.ar geta sett vjel þeirra á hreyfingu, svo bílar renna stjórnlaust áfram á hvað sem fyrir verður. Prá Armeníu. Prk. kand. mag. Elise Boekelund frá Kaupmanna- höfn ætlar í kvöld kl. 8y2 að flytja erindi um Armeníu og sýna þaðan skuggamyndir í húsi K. F. U. M. hjer í bænum. Kand. Boekelund er ferðafulltrúi skandinavisks kven fjelags („Kvindelige Missions-Ar- bejdere“) sem rekur meðal ann- Urs uppeldisstofnanir og björgun- arheimili a Syrlandi tyrir munað- arleysingja frá Armeníu. Aðgangs- eyrir verður enginn, en tekið verð- ur við gjöfum til björgunarstarfs-- ins. íslenskað verður, ef menn óska. Jónas Sveinsson læknir á Hvammstanga er nýkominn hing- að til bæjarins. t Vígslubiskup dr. theol. Valdimarl Briem F. 1. febr. 1848. — D. 3. maí 1930. 1 I Þegar fregnin um sviplegt fráfall sjera Ólafs V. Briem barst mönnum til eyrna fyrir tæpum hálfum mánuði, má gera ráð fyr- ir að mörgum hafi veitt erfitt að átta sig, að dauðinn skyldi bera niður á honum, sem enn stóð í blóma aldurs síns, en ganga fram hjá hipum. háaldraða föður, sem allir kunnugir vissu hver þörf var orðin á hvíldinni. Og því er ekki að leyna, að fæstir þeirra, sem unnu hinum háaldraða prestahöfðingja á Stóranúpi, hafa í hug sínum getað varist þeirrar óskar honum til handa, að skamt mætti verða til sólseturs svo mjög sem þeir hlutu að kenna í brjósti um hann í einstæðingsskap hans. Sú ósk vina hans hefir rætst fyr en varði. Æfisól Valdimars vígslubiskups Briem er nú gengin til viðar. Biðtíminn fyrir hinn ágæta og þjóðkunna öldung varð einir tólf dagar; mun öllum þykja það gleðiefni fremur en hitt úr því, sem komið var. Nú geta þeir mætu og mik- ilsvirtu Stóranúps-feðgar orðið samferða til síðasta hvílustaðarins eins og þeir urðu samferða á æfileið þeirra. Þegar litið er yfir langan og merkan æfiferil Valdimars vígslubiskups Briem fær engum dulist, þeim er þekkja æfistarf hans, að þar er hniginn í valinn einn af langfremstu ágætismönn um íslensku kirkjunnar og ís- lenskrar prestastjettar um næst- liðna mannsaldra, enda var hann löngu þjóðkunnur orðinn sem höfuðprýði kennimanna- stjettar vorrar. Sem prestur lifði hann að vísu alla tíð lífi hinna „kyrlátu í land inu“ í fremur afskektu presta- kalli sínu; en af orðspori vissu flestir, að samviskusamari mann og skylduræknari í embætti en sjera Valdimar gat ekki þau 45 ár, sem hann stundaði prestskap sem þjónandi prestur, eins og það þá líka var á flestra vitorði, að fáir sveitaprestar hafa áttt meiri vinsældum að fagna af sóknarbörnum sínum en hann; því að ekki mun of mælt, að hann frá fyrstu byrjun prestskapar síns nyti í fylsta mæli elsku og# virðingar þeirra undantekningarlaust. Sóknarmenn hans töldp sjer það blátt áfram sæmd að eiga ann- an eins mannkostamann frir prest og sálusorgara og að mega njóta prestlegrar þjónustu hans. Þeir litu upp til hans sem föð- ur, sem þeir báru hið fylsta traust til, og hins ráðholla leiðtoga bæði í andlegum efnum og tímanlegum. Svo innilegt samband milli prests og safnaðar, sem var milli sjera Valdimars og sókn- arbarna hans, mun mega telja sjaldgæft. Þótt sjálfur gerði hann lítið úr kennimannshæfileikum sínum, þótti hann alla tíð góður kennimaður, og á yngri árum, meðan hann var upp á sitt besta, fór orð af houm sem ágætum prjedikara. Honum fóru yfirleitt öll prestleg störf prýðilega úr hendi, enda var framkomán öll svo prestsleg sem frekast mátti verða. En eins og hann kom fram í kirkjunni og við öll sín embættisstörf, eins var framkoman utan kirkju fyrirmyndarleg í alla staði. En eins og Valdimar vígslubiskup var elskaður og virtur af sóknarbörnum sínum, eins var hann, og engu síður, elskaður og virtur af stjettarbræðrum sínum, sem hann var settur yfir sem prófastur í hjeraði sínu. Hann var að vísu ærið eftirlitssamur um alt það, sem honum bar að hafa eftirlit með sem prófastur, en allri framkomu hans þó svo farið, að komur hans á heimili prest- anna í prófastlegum erindum, voru prestum hjeraðsins jafnan hið mesta tilhlökkunarefni. Einnig í almennur störfum, sem honum voru falin, svo sem oddvita-, sáttasemjara- og sýslunefndarstörfum, sýndi hann mikla skyldurækni og þótti jafnan hinn tillögubesti um öll sveitar- og hjeraðsmál. En þrátt fyrir allar annir, sem á hann hlóðust með embættinu, búskapnum og margháttuðum störfum öðrum í þarfir sveitar- og sýslufjelags, vanst honum þó tími til að sinna öðrum andlegum störfum en þeim, er beinlínis voru embættinu viðkomandi, ]>ví að hann var mikill jðjumaður. Að öðrum kosti hefði ekki legið jafnmikið eftir hann, eins og eftir hann liggur, þótt ekki sje litið á annað en andlegan kveðskap hans, sem þá líka er það sem lengst mun halda uppi nafni hans. Þegar á prestaskólaárum sjera Valdimars vakti hann at- hygli á sjer sem skáldmæltur vel með erfiljóðum, sem hann þá orti eftir einn af fjelögum sínum og bekkjabræðrum. Og á fyrstu prestskaparárum hans bárust við og við frá heimili hans út á meðal manna ljóð í kristilegum anda, er báru þess fagran vott, að hann vildi nota skáldskapargáfu sína í þarfir kristnu trúarinnar, sem honum var orðin hjartans mál bæði sem manni og presti. Þegar því skyldi setja nefnd til að vinna að útgáfu nýrrar sálmabókar handa landsmönnum, var einnig leitað til hins unga Hrepphóla- prests um að taka sæti í nefndinni, og varð hann við þeim til- mælum, þá aðeins þrítugur að aldri. Jeg geri ráð fyrir, að öðrum núlifandi mönnum sje ekki kunnara um það en þeim, sem þetta ritar, með hve miklum áhuga og alúð sjera Valdimar gekk að þessu verki. Á jeg í' fórum mínum fjölda einkabrjefa frá honum til formanns sálmabókarnefndarinnar, sem öll fjalla um þetta mál, og bera vott um hvorttveggja 1 senn, lifandi áhuga sjera Valdimars á verkinu og glöggan skilning á þeim kröfum, sem það gerði til nefndarmanna í starfi þeirra. En hjer skal ekki farið frekar út í það efni. Hins vil jeg ekki láta ógetið, að tilhlökkun al- mennings til útgáfu sálmabókarinnar, stóð ekki síst í sambandi við það, að menn áttu þar von á nýjum sálmum frá sjera Valdimar, sem mörgum trúhneigðum mönnum ljek forvitni á að kynnast. Og þær vonir, sem menn gerðu til sálma hans, urðu þá ekki heldur til skammar. Vitanlega voru sálmar hans í hinni nýju bók ekki jafnágætir allir. Hitt fjekk engum dulist, sem á það vildi líta með sanngirni og skilningi, að á meðal þeirra voru sálmar, sem gera mátti óhikað ráð fyrir að ættu langt líf fyrir höndum, — sálmar, sem til fulls jöfnuðust við hið besta í andlegum kveðskap annara evangeliskra þjóða. Og enn mun það vera samhuga álit flestra, sem nokkurt skyn bera á slíka hluti, að óhugsandi sje, að nokkurn tíma verði gefin út sálmabók á íslenska tungu, sem ekki hafi að geyma meira eða minna af sálmum eftir hann. Með sálmum sínum í sálmábókinni færði sjera Valdimar út verksvið sit't sem kenni- maður. Með þeim hefir hann túlkað fagnaðarmál kristnu trúar- innar fyrir allri þjóðinni nú um 44 ár, og mun lengi gera hjer eftir, þótt nú sje hann hniginn í valinn. Er því ekki að furða þótt hann yrði brátt óskmögur gervals kristnilýðs þessa lands, einriig þeirra, sem aldrei fengu hann augum litið, og einasta þektu hann af trúarvitnisburði hans 1 sálmunum. En sjera Valdimar Briem ljet ekki staðar numið við framlag sitt eitt til sálmabókarinnar. Þessi tegund kveðskapar hafði náð svo föstum tökum á hug hans og hjarta, að andlega ljóðgerðin varð upp frá þessu það starf, sem hann helgaði allar tómstundir sínar. Hve mikilvirkur hann varð í þeirri grein, um það bera verk hans, sem prentuð hafa verið, ljósastan vottinn. Biblíuljóðin, Sálmar út af Davíðssálmum, Jobsljóðin, Barnasálmar, Barnalær- dómur í ljóðum, auk mesta fjölda andlegra ljóða, sem prentuð hafa verið á víð og dreif í tímaritum og blöðum, og erfiljóð eftir látna menn, eru talandi vottur um stórvirkni hans á þessu sviði. Af öllu þessu eru Biblíuljóðin merkasta verkið. Það mun upphaf- lega hafa verið að þakka áhrifum frá biblíuljóðum suður-þýsk* skáldsins Karls Gerok, sem sjera Matthías hafði kynt hjer með snildar-þýðingum sínum, að sjera Valdimar snjeri sjer að sögu- legum yrkisefnum úr heilagri ritningu, þótt síst væri það frá upp- hafi í hugá hans að yrkja annað eins Ijóðasafn og það, sem hjer birtist á prenti í tveim bindum á árunum 1896 og 1897, innihald- andi samtals 209 söguleg biblíuljóð. Það sem sagt var hjer á undan um sálma sjera Valdimars í sálmabókinni, á einnig heima um Biblíuljóð hans: Þau eru ekki öll jafn ágæt — enda getur eng- inn með sanngirni ætlast til að svo sje um jafn mikilfenglegt kvæðasafn. En jafnvíst er, að á meðal þeirra eru mörg kvæði, sem áreiðanlega mundu ágæt talin með hvaða kristinni þjóð sem er, og skipa höfundi þess hefðarsæti meðal skálda hennar. Á síðari árum liefir ríkt meiri þögn um þennan ljóðbálk en við hefði mátt búast um jafn góða gjöf. En því veldur breyttur tíðarandi. Hinsvegar er það engin nýjung í heiminum, að góðar bækur leggist í þagnar- gildi. En það ósannar engan veginn bókmentalegt gildi þeirra. Og það er þá líka spá mín, að þeir tímar muni upp renna, er menn fá aðrar skoðanir á þessu skáldverki en nú virðist ríkjandi með mönn- um, og það þó ef til vill helst með mönnum, sem aldrei hafa lesið Biblíuljóðin. Einnig bækur eru sínum örlögum háðar, og það oft hinar bestu. En margar þeirra eiga sjer uppreisnarvon, og það er trú mín, að svo sje um Biblíuljóðin, þótt núlifandi kynslóð láti sjer fátt um þau finnast.-------- Nú er skáldpresturinn á Stóranúpi horfinn úr tölu lifenda á meðal vor. „Höfuðprýði vor er dottin ofan“, má kristnilýður lands vors segja, er hann minnist þess starfs, sem hann vann í þarfír kristni og kirkju. öll þjóðin er í þakkarskuld við hann fyrir það, sem hann gaf henni af andans-auði sínum þótt hún í bili sje sjer þess ef til'vill ekki svo meðvitandi sem skyldi. Það er að vísu altaf sárt að sjá til moldar borna ágætismenn, en yfir moldum vígslu- biskups Valdimars Briem er ekki ástæða til að hefja upp harma- söngva, því að allir þeir, sem þektu hann best og mátu hann að verð- leikum munu yfir moldum hans geta sagt af fullri sannfæringu, er þeir minnast æfistarfs hans: „Þessi lærisveinn deyr eJcki“. Vígsubiskup Valdimar Briem var Eyfirðingur að uppruna, fæddur að Grund í Eyjafirði 1. febrúar 1848, hinn 8. í röðinni af 14 börnum þeirra valinkunnu sæmdarhjóna ólafs Gunnlögssonar Briem timburmeistara og eiginkonu hans, Dómhildar Þorsteins- dóttur (bónda á Stokkahlöðum Gíslasonar). Tíu ára gamall misti hann báða foreldra sína á sama árinu. Sundraðist heimilið við það og börnin tvístruðust í marga staði. Valdimar varð sá gæfumaður að vera tekinn til fósturs af föðurbróður sínum, Jóhanni prófasti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.