Morgunblaðið - 24.05.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1930, Blaðsíða 3
6 MORGUNBLAÐIÐ Seyðisfj m ðarf undurina í iynaday. Jónas byrjar með gorti og sjálf hóli, en gefst upp er fram í sækir. irlendar símfregnlr. i —^— London»(IJP) 22. maí PB. Handtökumar í Indlandi. Bombay: Dr. Chocksy og sex -aðrir sjálfstjórnarsinnar sem hand te'knir voru í gær, voru dæmdir i misseris fange'lsi fyrir að hafa gef- ið út „Congress Bulletin", en út- koma þessa blaðs hafði verið bönn uð. Einnig voru þeir dæmdir í fjögra máDaða fangelsi fyrir sama brot, þegar Nariman var congress- forseti. Nariman var dæmdur í fjögra mánaða einfalt fangelsi. Graf Zeppelin komið yfir Atlantshaf. Friedrichshaven: Graf Zeppelin hefir sent loftskeyti via Fernando Noronha, sem aðeins United Press hefir ve'rið leyft að birta. „Fórum yfir æqator kl. 9 í morgun og búumst við að komast til Pernam- buco kl. 6 í kvöld, þar sem við munum lenda og verða yfir nótt- íná, ef óheppilegt þykir að halda úfram til Rio de Janeiro. Förum þá til Rio á laugardag. London (UP) 23. maí FB. Pernambuco: Graf Zeppelin kom til Giquia loftskipastöðvarinnar kl. 7.30 e'. h. og var fagnað af tutt- ugu og fimm þúsund manns Æðstu embættismenn landsins voru viðstaddir til þess að óská >dr. Eckener til hamingju með flug- ið. Tilkynt var, að 1 ‘tskipið myndi halda áfram til Rio de Janeiro kl. 8, þegar teknar hefðu verið nýjar olíúbirgðir. —-----««»--------- Frá Siylufirði. Siglufirði, FB. 23. maí. Suðvestan ofsarok í gær og dag. Margir bátar voru á sjó í gær, en komust allir klakklaust í höfn. Afli undanfarið ágætur. Manninum, sem grunaður var um peningastuldinn á Akureyri, var strax sjept, því hann reyndist saklaus. Fróði og fleiri línubátar liggja hjer inni. Seyðisfirði 23. maí. Dómsmálaráðherra boðaði hjer fund kl. 3 í gær. En fundurinn hófst ekki fyrri en kl. 4þ^ því ráðherrann sótti 40 manns til Loð- mundarfjarðar, og seinkaði það ferð Óðins. Þe'ssa 40 farþega var mælt að Jónas hefði sótt til að fá þá til að klappa fyrir sjer á fund- inum. Yegna þessara aðkomu- manna var fundurinn heldur fólks fleiri en fundurinn er hjer var á dögunum. Fundarstjóri var Ari Arnalds bæjarfógeti. Dómsmálaráðh. hóf umræður. Var hann í upphafi furðu stilli- legur og talaði me'ð hógværð. En síðari ræður hans á fundinum voru látlausar persónulegar svívirðing- ar á andstæðingana og ósanninda- vefur með ívafi af gorti og sjálf- hóli. Sagði hann m. a. að alstaðar væru fundir þessir sóttir sín vegna, og sagðist nú fá helmingi fleiri at- kvæði en fyrir 8 árum. þá væri baráttan háð um það, hvort hann kæmist að, eða frú Guðrún Lárusdóttir. Af hálfu Sjálfstæðismanna tal- aði Árni Jónsson frá Múla. Vítti hann harðle'ga stjórnarfarið í land inu, einkum gerðir dómsmálaráð- herrans, misnotkun hans á varð- skipunum, lögbrot hans og ofsókn ir á hendur einstökum mönnum svo og hlutdrægni þessa rangláta handhafa rjettvísinnar. Væri rjett armeðvitund almennings sljófguð, þá ætti dómsmálaráðherrann sök á því. Sýnilegt var, að ráðherrann sveið undan rje'ttmætum ásökun- um Árna. Sig. Arngrímsson talaði nokkur orð um sjálfstæðismálið og Fjarð arheiðarveginn. Er leið á fundinn virtist dregið af Jónasi, og úr honum allur „móð urinn“, og fjekk hann Karl Finn- hogason og Svein í Firði til að tala síðustu ræðutímana, e'n að þv: búnu var öllum bannað að taka til Landsbókasafnið. — Árið 1929 komu alls 12030 iesendur á lestr- arsalinn og voru lánaðar bækur 13942, en handrit 2745; starfdagar voru 302. — Sjerlestrarstofan var opin 302 daga, lesendur 370, lán- aðar bækur 182, lánuð handrit 133. Auk þess vorú lánaðar á Þjóð- skjalasafn og Þjóðminjasafn 257 bækur og 240 handrit. Af útláns- sal voru lánuð 7012 bindi, lán- takendur 530. Botnía fór frá Færeyjum í gær um hfdegi. Væntanleg hingað í fyrramálið. Haraldur Guðmundsson hje'lt máls, og því borið við, að Óðinn skörulegar ræður. Bað hann kjós- þyrfti að fara með þá úr Loð endtir að láta e'kki Tímann villa mundarfirðinum kl. 10y2. En Óð- sjer sýn við ltosningu þessa; því inn fór ekki fyrri en kl. 12. í raun og veru væru ekki nema í dag eru fundir í Borgarfirði tveir flokkar í landinu sósíalistar og Vopnafirði. Á þeim fundum er og sjálfstæðismenn. En eins og Árni Jónsson frá Múla fyrir hönd flokkaskiftingunni nú væri háttað, Sjálfstæðismanna. Rikislannaðar hosningasmali. Jónas Þorbergsson var ráðirm útvarpSstjóri frá síðustu áramót- um. Að vísu hafði hann ekkert að gera ’ þeirri stöðu og hefir ekki fyr en seint á þessu ári, því út- varpsstöðin verður ekki fyr komin upp. En Jónas Þorbergsson var orðinn gersamlega óþolandi við rit stjórn Tímans, vegna þess hve lilutdrægur hann var. Þessi ljóti löstur ritstjórans bitnaði grimmi- legast á. Tryggva Þórhallssyni, for sætisráðherra. Hann hafði frá því fyrsta að hann tók við ritstjórn Tímans látlaust níðst á Tr. Þ., beinlínis og óbeinlínis. Þetta gat Tr. Þ. ekki þolað lengur. Þá grípur Tr. Þ. það ráð, að kaupa sig undan þessari ósvinnu Jónasar Þorbergs- sonar og skipar hann útvarpsstjóra Þannig var útvarpsstjórinn valinn, ekki vegna kostanna sem sá maður þurfti framar öðru að hafa, held- u ■ vegna lastanna. Útvarpsráðið skyldi ákveða laun útvarpsstjóra; það ákvað launin 7500 kr. Sýndist þetta nægileg borgun, m. k. me'ðan útvarpsstjór- inn hafði ekkert að gera. En Jón- asi Þorbergssyni þótti launin of lág og hann sneri sjer til sinna pólitísku samherja á Alþingi og bað þá uni að hækka launin. Þeir áttu ilt með að neita bóninni, en þorðu hinsvegar ekki að verja at- hæfið gagnv. þjóðinni. Launin hæk uðu þeir upp í 9300 kr., en reyndu að fela þau undir öðrum lið í fjár- lögunum. Feluleikurinn komst upp og útvarpsstjórinn, sem enga hefir útvarpsstöðina, er skráður með 9300 kr. árslaunum. Verðlanna- samkeppni. En útvarpsstjórinn þurfti að sjálfsögðu að sigla sjer til skemt- unar og hressingar. Hann leitaði til stjórnarinnar um styrk til far arinnar. Og stjórnin rjetti hon- um 5000 krónur úr ríkissjóði. Eftir að útvarpsstjórinn kom heim úr siglingunni, fór hann aft ur að skrifa í Tímann. Og veslings forsætisráðherrann verðum enn þegjandi að horfa á sömu hlut- drægnina og ósvífnina og áður. Svo langt gengur frekja J. Þorb., að hann hikar ekki við að eigná nafna sínum frá Hriflu mál, sem sjálfur forsætisráðherrann hefir flutt á Alþingi, sbr. alþýðuskól- inn að Reykjum í Hrútafirði. Þar sem hlutdrægnin kemst svona langt, þarf engan að undra þótt slíkur maður hnupli málum frá mönnum úr andstæðingaflokki, þegar hann þarf á því að halda til þess að ljúga lofi á vin sinn og samherja, dómsmálaráðherrann. Euda er hann óspar á þetta, sem best sje'st á því, er hann telur Landsspítalann, varðskipið Ægi, Hótel Borg, lögregluna í Reykja- vík o. fl. vera verk Jónasar frá Hriflu. Nú er þessi ríkislaunaði kosn- ingasmali Jónasar frá Hriflu far- inn í mánaðar leiðangur um Norð- urland. Er það gott að almenning- ur fær tækifæri til að kynnast vinnuaðfe'rð þessa manns áður en hann fær útvarpsstöðina í þjón- ustu iðju sinnar. Oft heyrist það nefnt hjer í ræðu og riti, að Reykjavíkurbær lifi fyrst og fremst á sjávarút- veginum, og afkoma bæjarmanna fari fyrst og fremst eftir þvi, hveTnig sjómönnum vorum tekst veiðiskapuriun úti á miðunum. Tilfinnanle'gt er það því fyrir „landkrabbana", sem aldrei hafa af eigin reynd kynst lífi og starfi sjómannanna, úti á miðunum, hve óljósa grein þeir geta gert sjer fvrir l>ví, hvernig lífi sjómannanna er háttað. Me*nn sem áratugum saman vappa daglega hjerna niður á hafnarbakkann, og sjá til skip- anna, þegar þau koma og fara, vita raargir hverjir lítið sem ekkert um iað, hvernig líf sjómanna er, frá því þeir fara og þangað til þeir koma aftur. Orfáir menn, sem þe'kt liafa sjó- mannalíf af eigin reynslu, hafa stungið niður penna og lýst fisk- veiðunum, daglega lífinu í togur- unum, — hættunum, erfiðinu, veiðigleðinni, kappinu, þreytunni, heimþránni, hafa lýst því hvernig það er að ve’ra sjómaður við stiendur íslands um háveturinn. Er eklri meðal íslenskra sjó- manna einhver ritliöfundur, ein- liver ritfær maður, sem setja vill á pappírinn slíkar lýsingar, eða smásögur sem lýsa æfi sjómann- anna? Morgunblaðið hefir ákveðið að reyna að komast eftir þessu með því að efna til verðlaunasamkepni og heitir 100 kr. vetðlaunum fyrir bestu lýsinguna, sem blaðinu verð- ur send frá þessu sviði atvinnulífs- ins. Handritin þurfa að vera kom- i ’ til blaðsins fyrir 15. júlí næst- komandi. Dagbók. Úr Austfjarðaleiðangrinum eTu væntanlegir um hádegi í dag, þeir Ólafur Thors og Magnús Jónsson. Kinnarhvolssystur verða leiknar annað kvöld. □ Edda 59305267 = 2 Veðrið (föstúdagSfetÖÍd kl. 5): Hreg1 S gola og þykkt loft á SV- landi og hefir rignt lítilsháttar seinni partinn í dag. Á öllu N og A-landi er hæg V-átt og þurt veð ur. Lóftþrýsting er mest um Fær- eyjar (774 in. m.), en einnig há hjer á landi (um 770 m. m.). Yfir hafinu vestur af Bretlandseyjum eV grunn lægð, sem virðist vera á hægri hreyfingu norður eftir. — Hiti er 8—10 st. suðvestan lands en víðast 12—14 st. á N og A-landi Veðurútlit í Rvík í dag: SA- gola. Skýjað loft en úrkomulítið. Messur á morgun: Engin messa í dómltirkjunni vegna viðgerðar á ltirkjunni. 1 fríkirkjunni kl. 2 e. h. síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. h. (Altarisganga). Síra Ól. Ólafsson. Hótel Borg. Gistihúsið tekur til starfa í fyrramálið. Goðafoss fer á morgun til Hull og Hamborgar. 60 ára er í dag Vilhjálmur G. Gunnarsson, Grjótagötu 7. Aðalfundur Sláturfjelags Suður- lands stendur yfir þessa dagana hjer í bænum; verður sennilega lokið í dag. Knattspyrnumót II. fl. hefst á morgun. Næturhljómleikar. f kvöld kl. 11 ætla þeir Gellin og Borgström að skemta í Gamla Bíó með að- stoð Hótel ísland hljómsveitarinn- ar. Er það nýstárlegt hjer á landi að hljómleikar sjeu haldnir á þes»- um tíma, en þetta inun þó tíðkast allmikið erlendis. Frá höfninni. Fisktökuskipið Union fór í gær. Fylla kom í gær. Benedikt B. Guðmundsson, sonur Guðtti. Sigurðssonar hjer í bænum hefir nú í vetur lokið 2 námskeið- um, fyrst við Teknologisk Instition Khöfn og að því loknu fór hann til Þýskalands á Minkschens Fleis- cherschule Leipzig og lauk þar námi 15. mars með mjög lofsam- legum vitnisburði í munnlegri og verklegri kunnáttu. Þess skal getið að skóli þessi er sóttur frá 23 löndum árlega. B'enedikt hefir áð- ur lært iðn sína i Fredericia í Danmörku í 3Vý ár. — Síðan starf- aði hann eitt ár hjá Sláturfjelagi Suðurlands, en nú ferðast hann um Þýskaland, til þess að kynna sjev ýmsar sjergreinar sem að kjöt- framleiðslu lúta. M. a. niðursuðu á kjöti og fyrirkomulag sláturhúsa Mun enginn íslendingur hafa aflað sjer jafn víðtækrar þekkingar í þessari grein sem hann. Landsbókasafnið verður lokað þangað til um miðjan næsta mán- uð, vegna aðgerðar á lestrarsal og útlánasal. Þeir sem eiga óskilað bókum eru beðnir að skila þeim á skrifstofu safnsins, sem ef opin hvern virkan dag kl. 1—4 e. h. Enginn fær lánaðar bækur aftnr fyr en hann hefir gert full skil. f frásögninni um andlát frú Sig- itrbjargar Matthíasdóttur í Hraun- gerði, sem birtist í blaðinu í gær, hafði í nokkru af upplagi blaðs- ins misprentast nafn hennar. Ritaukaskrá Landsbókasafnsins 1929 er nýkomin út. Við árslox 1929 var bókaeign safnsins talin' 123035 bindi, en handrit 7962 bindi Af prentuðum ritum hefir safnið á árinu eignast 1975 bindi, þar af, auk skyldueintaka, 898 gefins. Handritasafnið hefir á árinu auk- ist um 66 bindi, þar af 13 gefins. Dánarfregn. Föstudaginn 16. þ. m. andaðist að heimili sínu á Eyr- arbakka Þórarinn Einarsson sjó- maður, mesti dugnaðarmaður. — Hann var tœplega hálffertugur og , . , , , Tjætur hann. þvi a besta skch,*. _ e'ftir sig konu og 7 börn.Þórarinn sál. verður jarðsunginn að Eyrar- bakka á morgun kl. 2 e. h. Rafmagnið. Lokað verður fyrir rafmagnið í nótt frá kl. 1 til kl. 8 í fyrramálið. Auglýsingar í blað- ið á morgun verða því að vera komnar í síðasta lagi kl. 2 í dag. Trúlofnn sína hafa opmberað Ása Benediktsdóttir og Jóhannes Guðmundsson, Teigi í Dölum. Knattspyrnumót III. fl., Kapp- leikurinn í fyrrakvöld fór þannig að Valur vann Fram með 2:0. Úr- slitakappleikir mótsins verða háð- ir í kvöld. Kl. 8 keppa Fram og Víkingur og kl. 9þ4 úrslit milli Vals og K.R. Sjúkrastyrktarfjelag Lágafells- sóknar er nú ársgamalt. Fjelagar eru 85. Formaður sjúkrasamlags þessa er Helga Magnúsdóttir ljós- móðir að Laxnesi. Fjárliagur sam- lagsins er þröngur, og hefir stjórn þess því ákveðið að halda hluta- ve'ltu á morgun að Brúarlandi. Frú Martha Kalman heldur skemtun í Iðnó á morgun kl. 3 fyrir börn. Ætlar hún að segja börnunum nokkur æfintýri eftir H. C. Andersen og lesa fyrsta kafl- ann úr „Nils Holgersen“ eftir Selmu Lagerlöf. Ennfremur ætlar hún að syngja nokkrar bamavísur Altof lítið er um það hugsað hjefr í bænum, að sjá bömunum fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.