Morgunblaðið - 04.06.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Höfnm fyrirliggjandi: HRÍSMJÖL KARTÖFLUMJÖL Munið að tala við okkur er yður vantar ofangreind- ar tegundir. llhjngishðtiðin. Nokkrir menn verða ráðnir sem verðir við Þingvalla- veginn. Upplýsingar þrjá næstu daga, kl. 8 til 9 síðdegis hjá Jóni Ólafssyni, Njarðargötu 47. Atsala á GRAMMÓFÓNPLÖTUM og nótum — MÖRG HUNDR- UÐ PLÖTUR, verða seldar fyrir hálfvirði frá deginum í dag til Hvítasunnu, til að rýma fyrir nýjum vörum. — Ennfremur 10% afsláttur af grammófónum og öllum öðrum vörum. KatrlnViðQi? Hljóðfæraverslun — Lækjargötu 2 — Sími 1815. Beitnsíld. Nýveidd refcaetasíld til sOIn. frystihúsið Snæfell. Klapparstig 8 Bilferðir. Eins og að undanförnu höfum við daglegar ferðir í Grímsnes og Biskupstungur. Einnig í Laugardal, þegar ástæður leyfa. Frá Reykjavík kl. 10 f. h. frá Vatnsleysu klukkan 9 f. hád. Viðkomustaðir eftir óskum farþega. Afgreiðsla í Reykjavík, Laugaveg 33. Sími 221. Kanpfjelag Grímsnesinga. Tófuskinn, hvít og blá, nokkur mjög góð stk. óseld. K. Stefánsson. Sími 1221. Læbningastofa mín í Pósthiísstræti 7 (4. hæð) er opin daglega kl. 10—11 og 5y2—7. Karl Jðnsson, læknir. Sjergrein gigtlækningar (ljós, nudd, sjúkraleikfimi, Díatherme og annað rafmagn). Sími 1066 og heima 2020. Skólahálíðin nyrðra. (Binakskeyti til Mbl.) Akure'yri, 2. júní 1930. Hin norðlenska skólahátíð sem stóð yfir í tvo daga, laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní varð öllum þátttakendum hin á- nægjulegasta. A laugardaginn var hátíðin hald- in á hinu forna skólasetri og höf- uðbóli, Möðruvöllum í Hörgárdal. Þangað komu allir nemendur skól- ans, er hátíðina sóttu og auk þess fjöldi manna úr nærsveitum. Við- búnaður þar á staðnum var sá, að reist var gríðarstórt veitingatjald og staðurinn fánum skrýddur, en á rúst hins brunna skóla var ræðu- pallur. Þar et nú hóll vallgróinn. Bifreiðastöðvar Akureyrar sáu mannfjöldanum, sem þaðan kom fyrir skjótum flutningi, árla dags; nokkrir tugir bíla voru í förum með fólk. Um átta hundruð manns munu hafa sótt hátíðina þann þag. Er liðið var nær hádegi, setti Jónas dómsmálaráðherra samkom- una, en Einar Árnason, fjármála- ráðherra bauð gestina velkomna. Báðir eru þeir, sem kunnugt er utskrifaðir úr skólanum. En liinn ágæti söngflokkur Akure'yrar, Geysir, söng þar hátíðarljóð Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Ljóð þessi eru ágæt, og munu framvegis verða tilvalin skólaljóð hins norðlenska skóla. Páll ísólfs- son hefir samið lög við Ijóð þessi, en söngflokknnm stjórnar Ingi- mundur Árnason frá Grenivík. Er ráðherrarnir höfðu lokið máli sínu og söngflokkurinn sungið Ijóðin, fór fram skólauppsögn. — Sigurður Guðmundsson sagði upp skólanum um leið og hann afhenti 52 gagnfræðingum og 15 stúdent- um skírteini sín. Þessi stúdenta- hópur frá hinum norðlenska menta skóla er hinn efnilegasti, enda fengu 13 þeirra 3. einkunn. Meðal prófdómenda var G^uðmundur Finnbogason landsbókavörður. Að aflokinni skólauppsögn ge'kk mann- fjöldinn allur í kirkjugarð staðar- ins, þar sem Sigurður Guðmunds- son skólameistari lagði blómsveiga á leiði þeirra amtmanna, Stefáns Thorarensen og Bjarna Thoraren- sen, er báðir voru hlyntir endur- reisn Hólaskóla, og gerðu Möðru- vallastað frægan um ske'ið, hver á sína vísu. Allan morguninn hafði veður verið bjart, lygnt og hlýtt og Hörgárdalurinn því eins fallegur og frekast er unt, en nú dimdi í lofti og leit út fyrir veðrabrigði. Gengið var nú í kirkju, en því miður rúmaði Möðruvallakirkja ekki nándarnærri mannfjölda þann er þarna var samankominn og urðu því margir af því að hlýða á hina ágætu og skörulegu ræðu ek síra Sveinn Yíkingur þar flutti, en síra Friðrik Rafnar var fyrir. altarinu. Að guðsþjónustu lokinni var gengið til veitingatjaldsins og sest þar að kaffidrykkju. En um það leyti, sem menn höfðu fengið sjer hressingu birti í lofti og var veður hið ákjósanlegasta alt til kvölds. Hlje þetta notuðu hátíðagestir ó- spart til að leita uppi gamla skóla- bræður og vini og rifja upp fom- ar endurmiunin.gar. Var það á- nægjulegt mjög fyrir gamla skóla- bræður að hittast þarna í góðviðr- inu á Möðruvöllum; margir menn sem komnip eru á efri ár hittu þar forna fje'laga og vini er þeir höfðu aldrei sjeð síðan skólavistin var úti. —* Kl. 4 sýndi leikfimisflokkur skólans íþróttir undir stjórn hins vasldega íþróttakennara, Her- manns Stefánssonar; en að því búnu hófust ræðuhöld að nýju. — Talaði þá Sigurður skólameistari fyrir minni íslands; Valtýr Stef- ánsson talaði mn .nokkur grund- vallaratriði í stefnu þeirra skóla- manna Jóns Hjaltalíns og Stefáns Stefánssonar; Guðm. Finnbogason mælti fyrir minni hinna nýju stú- denta, en Davíð Stefánsson flutti erindi um Möðruvelli. Þvínæst hóf ust frjáls ræðuhöld, þá talaði Þórð ur Gunnarsson í Höfða um Möðru- vallaskólann og áhrif hans. Jónas Jónsson ráðherra um Jón A. Hjaltalín og einkum um hin ensku áhiif er hann ruddi braut í þjóð- lífi voru, en Júlíus Havsteen sýslu maður mælti fyrir minni Eyja- fjarðar. Að loknum ræðum þessum fóru menn að búast til brottferðar, eink um hið eldra fólk. Bílflutningarnir til Akure'yrar gengu sæmilega greiðlega; þeir sem bíða þurftu eftir fari þangað fengu nii fram^ lengt tækifæri til þess að heilsa fleirum og fleirum fornkunningj- um og yngstu gestirnir skemtu sjer við le'iki í vorblíðunni um kvöldið. Allir hurfu ánægðir frá hinu forna skólasetri og bjuggust með .eftirvænting til veisiufagnað- ar næsta dag. Kl. 9 y2 á sunnudagsmorgun söfnuðust hátíðargestirnir saman fyrir framan Akureyrarskólaun. — Var mannfjöldanum skipað í skrúð göngu; meíkisstöng með áleturs- spjaldi var fyrir árgang hvern skólanemenda, árgangar fylktu sjer saman og geligu þeir fyrstir sem elstir voru. Skrúðgangan hjelt frá skólanum niður á Torfunef og síðan suður allan bæinn með lúðra flokk í broddi fylltingar. — Var gengið upp í kirkjugarð; þar lagði Sig. Guðmundsson skólameistari blómsveig á leiði Jóns Hjalt.alín og Stefáns Stefánssonar, um leið og liann mintist æfistarfs þeirra. Síðan sne'ri mannfjöldinn til baka að skólanum. Tjaldað var yfir húsagarðinn vestan við skólann og úr honum gerður veisluskáli og Settust menn nú að snæðingi. Sig. Guðmundsson bauð gesti velkomna, Jónas Jóns son ráðherra talaði um framþróun hins norðlenska skóla; Steingr. Jónsson bæjarfógeti mælti fyrir minni Sig. Guðmundssonar, en hann talaði nokkur orð til stúdent anna. Söngflokkurinn Geýsir skemti veislugestum. Árdegisveisl- unni var lokið kl. 2; gengu þá margir til kirkju og hlýddu á messu hjá síra Friðrik Rafnar. En kl. 71/2 var sest að miðdegisveisl- unni í húsgarði skólans; sátu menn yfir borðum til miðnættis; 22 ræð- ur voru haldnar, auk þess sungið og hátt kveðið, minst látinna skóla meistara og annara starfsmanna og að lokum lesin upp aragrúi af heiilaóskaskeytum ek skólanum bárust úr öllum áttum. Þvi næst, Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyfjabúðum. Verð 2 50 glasið. Rllskonar búsáhöld. Katlar, pottar, margar stærðir. Einnig mjólkurbrúsar, allar stærðir Vald. Ponlsen Klapparstig 29. Sími 24. I kynflara vantar á e. s. Selfoss. Upplýsing- ar um borð hjá fyrsta vjelstjóra H.f. Eimskipafjelog íslands. Anstnr i Vík. Bifreiðaferð austur í Vík í Mýrdal kl. 9^2 árdegis á mánudögum og fimtudög- um með bifreiðum Brands Stefánssonar, Litla Hvammi, Panta má far á Bifreiðastðð Steindðrs. Sími 581 (þi’jár línur.) Á kTöldborðið: Salt dilkakjöt, afbragðs gott. — Reykt kindakjöt, soðinn og súr livalur, riklingur, reyktur rauð- magi, íslenskar kartöflur. Vörur sendar heim. Versl. Bjðrninn. amammmmmmEmmmrammmmmmmmmmmammmmmmm^mmmm Harlmanna- regnfrakkarnlr ern komnir. Fallegir litir og snið. jr/a 'iaíí/u'ijhnaóoti var stiginn dans í sölum skólans til morguns. Þingmaður Akureyrar, Erlingur Friðjónsson, neitaði að taka þátt í hátíðinni vegna þess að skólameist- ari bannaði nemenda einum, Egg- ert Þorbjarnarsyni, form. í fjel. ungra kommúnista, að vera með pólitískar æsingar í skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.