Morgunblaðið - 04.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ O .... ' ~ -Iti' Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk I Rltstjörar: Jön Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjörn og afgrjlösla: Austurstrœtl 8. — Slml 500. | Auglýsingastjöri: E. Hafberg. j Auglýsingaskrlf stof a: Austurstræti 17. — Slmi 700. \ HeiAasImar: Jön KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. t lausasölu 10, aura eintaklB, 20 aura meB Lesbök. e.^-n — ......... ..... ■ SrSendar símfrsanir. London (UP) 2. júní FB. Vimmstöðvun í kopamámnin í Þýskalandi. Vinna hefir stöðvast í námum ■og verksmiðjum Mansfeld-fjelags- ins, sem framleiðir næstum allan kopar, se'm framleiddur er í Þýska- landi. 1 Halle hafa 14 þús. verkamenn mist atvinnu sína í hili vegna stöðvunarinnar. „Grraf Zeppelin" heldur heimleiðis. London (UP) 3. júní FB. Lakehurst: — Loftskipið Graf Zeppelin lagði af stað i morgun til Friedrichshafen via Sevilla og er þetta seinasti áfangi hins sögu- lega flugs, sem farið er til þess að koma á loftskipasambandi milli þriggja heimsálfa. Dr. Eckener býst við, að ferðin muni standa yfir í 70 klukku- stundir. Veðuriiorfur,. voru taldar mjög góðar, er loftskipið lagði af stað. Hermál Norðmanna. Stjórnin hefir borið fram frum- vörp um breytingar á herlögunum, til að samræma þau lækkun her- málaútgjaldanna úr 46 í 32 milj. króna. Að austan. Norðfirði, FB 3. júní. Ágætur afli undanfarna daga á ‘Stærri og smærri báta. Síldveiði nokkur hjer á Norðfirði, annárs staðar ekki síldar vart. Tíðarfar ágætt. Nýlega var byrjað á barnaskóla- byggingu hjer, sem ætlað er að kosti 150.000 krónur og sltal lokið í ágúst næsta ár. Opið brjef til ritstjóra Tímans. Ási, 3. júní 1930. Hr. ritstjóri. Mjer er það bæði ljúft og skylt að þakka yður fyrir langt og ,fróð- legt‘ brjef í Tímanum á laugardag- inn var. Jeg dáist að því, hve ant þjeT látið yður um að vekja athygli kjósenda landsins á mjer; jeg kalla það beinlínis vel gert af yður að fylla tvisvar sinnum 7 dálka í blaði yðar til þess eins. Reyndar kygg jeg, að færri 0rð hefðu dug- að betur, jeg er sem sje hrædcf úm að sveitakonurnar með um- svifamiklu störfin, hafi tæplega ^íma til að lesa jafn langt mál og krjef yðar er, sem þar að auki °kkar á milli sagt, getur ekki bein- línis kallast „skemtilestur.“ Jeg virði það mikils, að allflest í brje'fi yðar kemur mjer ekkert við, og þarf jeg því ekki að eyða tíma til þess að svara því. Jeg nenni helst ekki að eltast við spurningar yðar um „stefnuskrá“ mína, sem þjer látist þakka yður að vissu leyti, eli jeg vil einungis benda yður á það, að jeg hefi þeg- ar tekið þátt í ýmsum verklegum framkvæmdum til hjálpar börnum og gamalmennum. í því sambandi leyfi jeg mjer að minnast á Barna- vinafjelagið Sumargjöf, eT um nokkur ár hefir undirbúið dag- heimilisstofnun og vinnustofu fyr- ir börn; jeg hefi eftir megni, tekið þátt í þeirri starfsemi, og þykist með því, meðal annars, hafa sýnt „stefnuskrá“ mína í ve'rki, og það hygg jeg að gera framvegis, hvort sem jeg verð kosin á Alþing eða ekki, og hvernig sem yður, hr. ritstjóri þóknast að meta það. Jeg býst við að þjer farið nærri um það, hiærs virði mjér er álit yðar á „þingmenskuhæfileikum“ mínum, auðvitað skiftir það engu máli; en brosleg þótti mjer .setn- ing í laugardagsbrjefi yðar, er svo hljóðar: „í þriðju ástæðunni fe'lst raunar dálítíð hrós um mig, en hvergi nærri nóg til þess að sanna þing- menskuhæfileika yðar.“ (!!) Ef yður langar til að skrifa mjer eitt brjef enn, þá væri það líklega heppilegast að geTa það ekki fyr en rjett fyrir kosningar, til þess að kjósendum gleymist það síður, að Tíminn hefir biiist við mjer inn á Alþing. Guðrún Lárusdóttir. Böðlar Bæjarbúar eru ekki vanir því, að sjá Ólaf Friðriksson hafa mildð fyrir lífinu daglega. En undan- farna daga virðist Ólafur hafa haft óvenju annríkt. Hjeðinn olíukóng- ur hafði skipað Ólafi, að fara á milli atvinnureliendanna í bænum og fá upplýst hvaða kaup þeir greiddu föstum starfsmönnum. Þó legði Hjeðinn ríkt á við Ólaf, að ganga fram hjá Olíuversl. fslands, því verið gæti að þar fyndi hann mann, með svo bágbornum laun- um, að liann neyðist til að þiggja styrk af bænum. En þar sem Ólafur kom, lagði hann ríkt á við atvinnurekendur, að þeir greiddu kaup samkvæmt taxta verkamannafjelagsins Dags- brúnar. Og ef starfsmenn voru einhverstaðar ráðnir fyrir lægra kaup, en Dagsbrúnartaxta, bannaði Ólafur vinnu hjá slíkuin „lögbrjót- um“, og hann fyrirskipaði verk- fall. Auglýsti hann eitt slíkt verk- fall í Alþýðublaðinu í gær. Ekkert væri við þessu rápi Ólafs að segja, ef það væri umhyggjan fyrir velferð verkafólksins, sem ræki hann af stað; því það er ár iðanlega einlæg ósk allra að v erkamenn, sem aðrir borgarar þjóðfjelagsins, beri sem mest úr býtum fyrir vinnu síná. En hvenær hefir Ólafur Frið- riksson sýnt í verki að hann — og hann einn — sje hinn sanni vel- gerðarmaður verkafólksins ? Hefir hann nokkurntíma unnið ærlegt handartak með verkafólki þessa bæjar? Hefir hann nokkurntíma verið fyrstur til að hlaupa undir Hestamannafjel. Fáknr. Adaj- kappr eid ar fjelagsins vería háðar á Skeiðvelinum við Elliðaárnar annan Hvítasunnudag og hef- jast klukkkan 3 síðdegis. Fjöldi gæðinga, sem keppa eiga á Þingvallakappreiðunum, koma nú fram á völlinn. Lokaæfing fer fram á Skeiðvellinum klukkan 8 síðdegis á fimtudag. Stjórnin. bagga til hjálpar bágstöddum, þeg- ar mikið hefir þurft við ? Hefir hann yfirleitt nokkurntíma gert annað en að heimta af öðrum? — Heimta það, sem hann sjálfur aldrei gerir. Hefir hans „vinna“ ekki eingöngu snúist um það, að spilla vinnufrið heiðvirðs verka- fólks? — Slíkir menn eru böðlar þjóðfjelagsins. Hátíðaskap Mjer er næst að halda, að fæstir Reykvíkingar sjeu í verule'gu há- tíðaskapi um þessar mundir. Sumir geta ekki'um annað hugsað en inn- anlandsstyrjöldina um völdin og fjeð og þeir halda að heimsendir komi, ef sú stjórn situr ekki við völdin, sem eT þeim mest að skapi. Hinir ná ekki upp í nefið á sjer yfir öllum þessum flokkaáflogum og öllum þeim hneykslum sem þau valda — rjett þegar þessi fræga hátíð stendur fyrir dyrum. Og þó er það eins og þéssi bless- uð hátíð hafi vakið allskonar hug- myndir hjá fjölda manna, sem fjær búa, og komið þeim í hátíða- skap. Þannig hefir mjer nýlega verið sýnt langt kvæði eftir fjör- gamlan mann í Ameríku fult af ýmsum hugsunum um þessi tíma- mót, þó ekki væri það fallið til þess að birtast í blöðum. Annar gamall landi, vestur á Kyrrahafs- strönd, Sigtýr Jónsson, Se'attle, skrifar mjer drauma sína, og þýðir þá svo, að við eigum að eyða deil- um vorum með því að menn sverj- ist að fornum sið í fóstbræðralag og taki aftur upp fornan átrúnað. Vill hann láta okkur reisa veglegt hof með líkneskjum eftir EinarJóns son af okltar fornu goðum, Þór og óðni, því kristna trúin sje á fall- andi fæti og hæfi ékki vorri öld. Areiðanlega myndu mönnum þykja það tíðindi ef dr. Helgi og Jónas ráðherra sværust að fornum sið í fóstbræðralag eða þeir nafnarnir Jónas Kristjánsson og Jónas Jðns- son en ekki hefi jeg trú á að þetta komist í kring á Alþingis^ hátíðinni. Hitt hefir fleirum dottið í hug að skárri sje ásatrúin en krist.indómurinn, því margir Þjóð- verjar halda þessu fram og þýða Eddu líkt og klerkar biblíuna, fá út úr henni allskonar visku, sem KiöL íslenskt kindakjöt og kæfa. Danskt Medister og Bay- erskar pylsur. Buff, Gulasch. Kjötbollur. Soðið nautakjöt Skilpadde, Svína- sulta, Skinke, Lifr- arkæfa. Enskt Corned Beef. Roast Beef. Roast Mutton Sauch Toungues. g Handhægur og ágætur matur og ekki dýrt. | Verslun G. Zoega. Prentmyidaieriln vantar húsnæði sem fyrst, helst í miðbænum., Slmi 1003. .• ‘ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.