Morgunblaðið - 04.06.1930, Page 5

Morgunblaðið - 04.06.1930, Page 5
Miðviktidag 4. júní 1930. 5 NOTIÐ HREINA SÁPU OG VERNDIÐ KLÆÐNAÐ YÐAR Leiðin til þess að vernda fatnað yðar fyrir þeim skemdum, sem ljeleg sápa veldur, er sú, að velja sápu sem þjer vit- ið að er góð. Gæði SUN- LIGHT sápunnar eru trygð meði 20000 krón- um og greitt þeim sem sannað getur að hún sje ska ðleg. Ef þjer notið SUN- LIGHT sápuna verður þvotturinn hvítur og hreinn. Sunliqht Soap A-S 258-50 LEVER BROTHERS LIMITKD PORT SUNLIGHT, ENGLAND Flntntnoataxti vðrnbífreiða i langferðnm. Frá og með 4. p. m. gildir eftirfarandi flutningataxti um aiian akstur vörubifreiða, í meiri fjarlægð, en 25 kilómetra frá Reykjavik. 1. Fyrir hlass, er vegur alt að 1000 kiló, greiðast 30 aurar fyrir hvern hlaupandi kilómetra, báðar leiðir, sem ekið er. 2. Fyrir hlass, er vegur frá 1000 kíló og alt að 1500 kilóum greiðast 40 aurar fyrir hvern hlaupandi kílómeter báðar ieiðir, sem ekið er. — Taxti pessi giidir ekki um fólksflutninga. Reykjavik, 3. júní 1930. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrún. m Footwear Company. Nýju sjóstígvje, merki „Pacific aa eru búin til úr sjerstaklega endingar- góðu gúmmí. Margreynd að vera hin sterknstn á heimsmarkaðinnm. Aðalumboðsmaður á íslandi Birgðir í Kaupmannahöfn hjá Th.Benjaminsson Bornhard Kjsor Lækjartorg 1. - Reykjavik. Gotbersgade^.^Möntergaarden. Símnefni Holmstrom. Drifanda kaffið «r drýgst Pistlar. 1. Á Þrenningarhátíðmni 15. júní í sumar fer landskjörið fram eins og kunnugt er. Það var forsætis- ráðherra, sem valdi þennan helgi- ; dag til þessarar athafnar, sem hefir í jafnlítinn helgiblæ yfir sjer og þing kosning. Miklar óánægjuraddir liafa komið víðsvegar að um þetta, og sumsstaðar hafa hjeraðsfundir lát ið í ljós vanþóknun sína. Ósennilegt er það ekki, að prestastefnan næsta láti þetta eitthvað til sín taka, því að málið snertir hana mjög. Þær varnir, sem stjórnin hefir fram að bera um þessa misnotkun lögboðins helgidags, eru einungis þær, að sósíalistar heimtuðu þetta og þeirra boði og banni verður stjórnin að hlýða. Þar liggur við líf hennar. Ert krafa sósíalista um þetta sýnir litla virðingu fyrir kirkju og krist- indómi og var það að vonum úr þeim stað. 2. Það eru aðeins 3 menn, sem kjósa á við landskjörið í sumar. Það liefði því mátt ætla. að fremur lít- ið mundi um fundahöld fyrir þessa kosningu, enda hefir verið svo við undanfarin landskjör. En þetta hef ÍL’ farið á annan veg. Það eru allar líkur á, að um 70—80 stjórnmála- fundir verði haldnir til undirbún- ings þessari kosningu, og eru það langflest fundir, sem stofnað er til af hálfu J. J. og hefir hann alstað- ar sósíalista, einn eða tvo og stund- um fleiri með sjer við háborðið. Ýmsir furða sig á þessum mikla igimragangi, en engan þarf aðundra það. Gauragangurinn er af því sprottinn, að bæði J. J. og Har. Guðm. eru smeikir um, að þeir nái ekki kosningu, en hver sje í meiri hættu, er þeim ekki Ijóst. Fyrir því láta þeir nú varðskip ríkisins flýtja sig inn á flesta firði og vík- ur, og lialda þar fundi til útbreiðslu kenningum sínum. Yarðskipin eru jafnvel notuð til þess að smala fólki a fundarstaðina. Fargjald borgar auðvitað enginn, sem ekki er held- ur við að þúast, en „klapp“ er vel 'iegið sem borgun fyrir greiðann. 3. Framsókn og sósíalistar hafa eins og kunnugt er verið í einni sæng íðan um síðustu kosningar. Ætla mætti því, að J. J. og Har. Guðm. þyrftu ekki að fylgjast að á öllum fundum eins og samlokur. IIv þeirra um sig ætti að geta talað fyr- ir hinum sameiginlega málstað. En tilfellið er, að hvorugur trúir öðr- um, og þrátt fyrir hina innilegu -ambúð síðustu ára sitja þeir á svikráðum hvor við annan þegar um það er að ræða, að ná í at- kvæði kjósenda, og látast vera ó- sammála u-m sum atriði. Undir niðri er nagandi áhyggja hvors um sig um þessa spurningu: Hvor okk- ar fær fleiri atkvæði? Har. Guðm hefir sannarlega ástæðu til að spyrja um þetta, því að kunnugt er, að ýmsir sósíalistar kjósa J. J. frekar fyrir foringja sinn en H. G. og nýja bankastjórann. 4. í ræðu á þinginu í vetur skýrði fjármálaráðherra frá því, að rekstr- arkostnaður varðskipanna 1929 hefði verið hjá Óðni 280.000 kr. og hjá Ægi 140.000 kr. í 6 mánuði, sem hann starfaði. Skipin sýnast því jafndýr í rekstri og kostar út gerð hvors um sig 770 kr. á dag. Þetta er lagt í sölurnar fyrir land- helgisgæsluna og þykir sjálfsagt og borga sig vel beinlínis og óbeinlínis. Dómsmálaráðlierra hefir nú haft strandvarnaskip til einkaafnota fvr ir sig og Har. Guðm. um mánað- artíma. Þetta kostar í útlögðum peningum um 23000 kr. aúk óbeins tjóns, sem ómögulegt er að reikní nt. Hver sekur togari greiðir í Landhelgissjóð 15.000—20.000 kr. og hvað marga slíka togara varð- skipið hefði tekið á þeim tíma, sem það var í persónulegri þjónustu J. J. veit enginn. En hitt vita menn, að nú þessa dagana er það varð- skipið sem fæst við strandgæsluna að koma inn með brotleg skip. Strax eftir að þingi sleit fór forsætisráðherrann utan og bráð- lega eftir þingslit fór dómsmála- ráðherrann í kosningaleiðangur. — Nokkru síðar fór fjármálaráðherr- ann norður í Eyjafjörð. Enginn ráðherra hefir því verið á stjórnar- ■rimi um langan tíma. Þetta er mjög óviðkunnanlegt hvað sem fyr- ir kann að koma, en þó verður ekki vart neinnar eiginlegrar óánægju yfir þessu. Það er eins og fólk hugsi sem svo, að þetta muni ekki gera til. Eigin höðlar. Það erum vje'r oft og tíðum á mörgum sviðum. Má þetta íst að mörgu leyti til sanns vegar færa gagnvart saltfiskversluninni. Aflaskýrslurnar eru stórt spor í rjetta átt, sjeu þær rjettar og ná- kvæmar, en sjeu þær það ekki geta þær gert svo mikið ógagn sem agn. Menn eru óprúttnir með það eins og margt aunað. að gefa upp aflann með mikilli ónákvæmni, annað hvort of mikið eða of lítið. Veit jeg um mörg dæmi þar sem alt of mikið er talið. Getur það líka verið mjög bagalegt, engu síður en vantalsð sje. Línuveiðarar gera t. d. oft alt of mikið úr afla sínum, þannig veit jeg að línuveið- ari hefir látið auglýsa að hann hafi fengið 200 skpd. í túr. enda þótt ómögulegt sje' að koma í þetta sama skip nema 150 skpd.. Svona, í alla staði tilgangslausar ýkjur ættu alls ekki að eiga sjer stað, þær auka ekkert þyngd fiskjarins, en geta hinsvegar hjálpað til að lækka verðið óeðlilega mikið, og skapað óeðlilegt afturkast, þegar birgðirnar verða endanlega kunn- ar. — Þó finst mjer að útyfir taki með samtaSaleysið við söluna á fiskin- um. Fvrs^ og fremst er nú engin upp lýsingastöð til og er það mjög baga legt. Það væri mjög mikill fengur fyrir framleiðertdur að eiga að- gang að slíkri upplýsingastöð, með ve' ð og söluhorfur og magn í þeim löndum þar sem fisksins er neytt. Er nú logið sitt á hvað með þetta. Þessu væri vafalaust best fyrir- komið með því að allir framleiðend uj stofni með sjer samlög, smærri fjelög, í einu alsherjar sambandi með skrifstofu og upplýsingastöð í Rvík. Ætti þetta að vera eft- ir því sem þurfa þætti skipulags- oiæný egg 13 anra. c~£ive fjioolj Regnkápur, Regnhlifar, mjðg mikið úrval ifOruháslð. bundið, þannig að fáir einstakling- ar gætu ekki sprengt alt saman og gert ónýtt. Væri sjálfsagt að leggja liæfilegt gjald af verðmæti vörunnar í markaðsleitarsjóð, vara sjóð og til að standast kostnað. Ennfremur og ekki síst væri afar nauðsynlegt að þessi fjelagsskapur, gerði alt sem hægt væri, til að at- huga. möguleikana fyrir því, á hvern hátt fært þætti, helst hægt og bítandi, að koma fisk þeim sem aflast við strendur landsins og- lagður er hjer í land, til neytend- anna í fjölbreyttara ásigkomulagi er nú á sjer stað, þar sem allur fiskurinn fer saltaður. Mörg und- anfarandi ár sýna að framleiðslan fer stöðugt vaxandi frá ári til árs, en markaðurinn vex ekki að sama skapi, endá margir um hann, og allir vilja framleiða sem mest. Þess vegna er ljóst að skynsamlegt er það ekki að láta þetta eins, og margt annað dankast, þar til vjer höfum ef til vill afgangs frá ári til árs máske tugi þúsund skpd., fram yfir það sem mögulegt er að selja, þegar eins og jeg gat um framleiðslan eykst stöðugt bæði hjer og annarsstaðar, en markað- urinn ekki að sama skapi, að því nú ógleymdu að allur heimurinn gerir nú meiri og meiri kröfur til a!i eta nýmeti. Þetta vildi jeg sjer- í lagi benda á með tilliti til þess> að í þessu falli er eitt nauðsyn- legt fyrir okkar þjóðfjelag, en það er, að þannig sje á kortunum haldið ef mögulegt er, að kyrking- ur komist ekki i framleiðslu sjáv- arafurða, eða verðmæti þeirra fari niður fyrir sannvirði, því þá yrði of lítið til að láta í stóru hítina, og þá yrði of inikið eftir að gera af því sem þessi kynslóð ætlar að gera (sem ætlar að gera alt he'Ist á 2—3 árum). Mjer er það vel ljóst að fisk- sölusamlag framleiðenda er nauð- synlegt, miklu hagkvæmara fyrir alla þarta heldur en einokun, en það er jeg viss um, og því skulu mertn eftir taka, að ef fiskfram- leiðendur koma sjer ekki á næst- unni saman um slíkan f jelagsskap, þá verðum vjer innikróaðir í einka sölurjettinni þá og þegar; og dregnir þar milli dilka eftir at- vikum. Þetta vildi jeg biðja þá að at-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.