Morgunblaðið - 15.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Landskjörið
og k o n u r .
100 kvenkjósendur á Akranesi
og nágrenninu skora á íslenskar
konur að fylkja sjer um frú
Guðrúnu Lárusdóttur við
Iandskjörið.
Hvaðanæfa utan af landi ber-
ast þær fregnir, að konur sjeu
ákveðnar og samhuga um að
fylkja sjer um frú Guðrúnu
Xiárusdóttur við landskjörið, er
fram fer á morgun. Frú Guð-
rúnu hefir borist fjöldi áskor-
ana og hvatningabrjefa frá kon-
um úr öllum hjeruðum landsins
-og öllum stjórnmálaflokkum.
í gær barst Morgunblaðinu á-
varp, undirskrrfað af 100 kven-
kjósendum á Akranesi og ná-
grenni. — Ávarp þettá er svo
kljóðandi:
„Vjer undirritaðar konur á
Akranesi og í grend, lýsum yf-
ir, að vjer erum samþykkar á-
varpi því frá kvenkjósendum í
Reykjavík', sem birtist í Morg-
unblaðinu 20. þ. m., og skorum
á konur um land alt að fylkja
sjer um frú Guðrúnu Lárus-
dóttitr.
Akranesi, 30. maí 1930“.
(Eiginhanda undirskriftir 100
kvenkjósenda).
l>að er í dag, sem úr því verður
skorið, hvort íslenskar konur
vilja hafa fulltrúa úr sínum hóp
á Alþingi. Frú Guðrún Lárus-
dóttir í Ási, einhver merkasta
og gáfaðasta kona þessa lands.
or í kjöri. Geta konur verið
stoltar af þeim frambjóðanda.
Mannúðarmálin eru mál kon-
unnar fyrst og fremst. Ekki þó
þannig, að konan sje áí og æ að
auglýsa góðverkin, er hún gerir
og lætur gera, á torgum og
gatnamótum, eins og hinir póli-
tísku glamrarar gera; slíkir
menn eru rjettnefndir hræsn-
arar, því að þeir nota mannúð-
armálin aðeins til að skreyta
sig á um kosningar.
Góð kona hugsar meira um
að starfa og framkvæma, og
talar minna. Hún er hinn sanni
mannúðarvinur. Slík kona er
frú Guðrún í Ási. Þess vegna er
það skylda íslenskra kvenna, að
fylkja sjer um frú Guðrúnu Lár-
usdóttur nú við landskjörið og
kjósa C-listann!
Sjálfstæðibmenn!
Skylödn kailar. ~
Eins og vænta mátti, varð
kosningabaráttan með eindæm-
um hörð, og að ýmsu leyti með
öðrum hætti en venja er til.
Sjálfstæðismenn fóru um land
ið eldi og skáru upp herör í nafni
skoðanafrelsis og rjettlætis, en
dómsmálaráðh. fylkti málaliði
sínu til gagnsóknar. Um úrslit
er alt óvissara fyrir það, að for-
kólfar sósíalista stríða milli
holds og anda, milli Karls Marx
og mammons, milli skyldunnar
við flokk 3Ínn og matarástarinn-
ar á Jónasi.
Flestir kjósendur hafa hug-
boð um, að mikið sje í húfi, en
fæstir hafa þó gert sjer fulla
grein fyrir því, að stjómarfarið
í landinu í næstu 8 ár veltur að
miklu á þessum kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn á nú
einn landskj. þingmann. Verði að
þessu sinni kosnir tveir af lista
flokksins, ræður flokkurinn yf-
ir 3 landkjörnum þingsætum og
þarf því aðeins að geta komið 4
hjeraðskjömum upp í efri deild
til þess að hafa synjunarvald í
deildinni, þ. e. a. s. að geta
hindrað sjerhverja löggjöf, sem
flokknum er ógeðfeld. Og þótt
rjett sje að vera ekki um of
bjartsýnn, má þó telja fremur
vissu en spá, að næstu almenn-
ar kosningar fari aldrei ver en
svo, að Sjálfstæðisflokkurinn
bæti við sig tveim þingsætum;
en það nægir til þess að öðlast
umgetið synjunarvald í efri
deild Alþingis, ef flokkurinn
fær tvo kosna af lista sínum nú
við landkjörið.
Kosningatölur síðari ára sýna
og sanna, að flokkurinn á nægi-
legt atkvæðamagn til slíks kosn-
ingasigurs. Alt veltur á því,
hvort Sjálfstæðismenn sækja
kosninguna eða sitja heima. Og
skal ekki að óreyndu borið á
flokksmenn, að sinnuleysi og
fáskifti þeirra fái ráðið, að rang
læti og spilling megi haldast í
hásæti hjer á landi enn um
margra ára bil.
Úrslit kosninganna geta vel
oltið á atkvæði eins kjósanda, er
ekki hefir framtak til að skila
atkvæði sínu á kjördag.
II.
Hver vill taka á sig ábyrgð-
ina? Jónas Jónsson lofaði að
búa skuldlaust, ljetta af skött-
um, fækka embættum, ryðja ,á-
fenginu út úr landinu, gerast
frömuður menta og mannúðar
o. s. frv.
Þrjú ár hefir hann haft til að
efna loforðin. Hverjar hafa efnd-
írnar orðið?
Skuldirnar hafa aukist úr 11
miljónum upp í 26 miljónir. —
Skattana þyngdi hann strax á
fyrsta valdaþingi um yfir miljón
á ári. Nýjum og nýjum embætt-
um klekur hann út með hverju
tungli —- flest til þess eins að
útvega Samvinnuskólapiltum
bein. Áfengissalan dafnar nú
svo vel, að ríkistekjurnar af vín-
inu eru hvorki meira nje minna
en heilli miljón króna meiri en
hæst hafði verið áætlað. Og sjálf
mentamálin hafa sætt þeirri
meðferð J. J., að Mentaskólinn
er sumpart lokaður sveitapiltum
og sumpart gereitraður vegna ó-
stjórnar Pálma Hannessonar. —
Heimavistafrumvarp Magnúsar
Guðmundssonar og samskóla-
hugmynd Jóns Ófeigssonar —
stærsta og glæsilegasta skóla-
hugmynd, sem hjer hefir verið
fram borin — bæði þessi þrifa-
mál hafa sætt sömu örlögum —
að falla fyrir skotum menta-
málaráðherra.
En um mannúðarmanninn frá
Hriflu er það að segja, að eng-
inn ráðandi stjórnmálamaður
hjer á landi hefir fyr nje síðar
reynst þeim sjúku og bágstöddu
ver en hann. Nægir þar að
minna á meðferð hans á berkla
veikum mönnum og á sjúkling
unum á Kleppi.
III.
„Annarsvegar loforð — hins
vegar svik“, sagði Bólu-Hjálm-
ar. Svipað má segja um Jónas
frá Hriflu.
En þó er þetta svipur hjá sjón
hjá ýmsu öðru, sem J. J. hefir
aðhafst.
Hvaða Sjálfstæðismaður vill
nú bera ábyrgð á gerðum J. J.?
Hver vill nú með því að sitja
heima, veita þeim manni óbein
an stuðning, sem hafið hefir
stöðugar og skipulagsbundnar
árásir á Hæstarjett þjóðarinnar;
— ofsótt borgarana, svo að hver
sá, sem ekki vill krjúpa í duft-
ið og tjá Jónasi fylgi, má eiga
von á atvinnumissi og jafnvel
sakamálsrannsókn; — brotið
lög landsins, svo sem varðskipa-
lögin og lög og fyrirmæli um
veiting prestakalla; — sóað rík-
isfje sjer til fylgis, svo að hann
sjálfur hefir í blaði sínu látið í
ljósi undrun yfir, að kjósendur
í landinu skuli senda sjer heil-
brigðisvottorð „enda þótt jeg
hafi ekkert fyrir þá gert“; —
sníkt sjer fylgi hjá sambands-
þjóðinni með því að rægja
stærsta flokk landsins og fara
samtímis með smjaður og daður
við Dani; — gerst flugumaður
sósíalista í þeim tilgangi að
sníkja og vjela bændur til fylg-
is við jarðránsmennina — o. fl.
o. fl.
Hver vill lengur bera ábyrgð
á þessum manni?
Ekki vill Tryggvi Þórhallsson
gera það.
Hann skortir ekkert nema
manndóm til þess að losa sig
við ánauð J. J.
Ekki vill Ásgeir Ásgeirsson
gera það, og ekki Benedikt
Sveinsson. I eigin herbúðum J.
J. er uppreisnin að breiðast út.
Hann er orðinn valdalaus á
þingi. Ásgeir hefir tekið foryst-
una í uppreisnarliðinu, — tek-
ið völdin af J. J.
Það sýnir kosning forseta sam
einaðs þings. Það sýnir ömmu-
frumvarpið. Það sýnir kvik-
myndafrumvarpið. Það sýnir
fimmtardómurinn. Það sýnir Is-
landsbankamálið. Og þetta sjest
yfirleitt á öllum þeim málum,
sem J. J. ber fram og brenni-
Leiðbeiningar fyrir kjósendur.
Kosningin hjer í Reyk avík fer fram í barnaskólanm við Fríkirkjuveg og hefst
kl. 12 á hádegi. Er áríðandi að kjósendur Sjálfstæðisflokksins mæti snemma á kjör-
fundi, því það ljettir mjög starf skrifstofunnar. Hjer birtist sýnishorn af kjörseðl-
inum, til leiðbeiningar fyrir kjósendur. j
Kiörseöiil
við hlutbundnar kosningar 15. júní 1930.
A-llstl B-tisti *TV x ^
Haraldar Huðmnndsson, ritstj. Rvik. Erlingur Friðjdnsson, framkvstj. Ak. ‘ D&víð Kristjánfson trjesm meist. Hf. Elisabet Eiriksdóttir, kensluk. Aknreyri Gunnl. Jónasson, bæjarftr. Seyðisf. Finnur Jónsson, framkv.stj. ísafirði. Jónas Jónsson, dómsmálaráðh. Rvik. Jakob O. Lárusson, prestnr, Holti. Jón Hannesson, bóndi Deildartnngu. Þorst. JónBson, kaupfjelstj. Reyðarf. Kristinn Gaðlautrsson, bóndi, Nnpi. Tryggvi Þórhallsson fors ráðh. Rvlk Pjetur Magnásson, bnnaðarbankastj. IGuðrún Lárusdóttir, húsfreyja Ási Kári Sigurjónss. bóndi, Hallbjst. Tjörnesi Skúli Thorarensen, bóndi, Móeiðarhvoli Signrður Kristjánsson, ritstj. Ísafirði Magnús Gislason, sýslum. Eskifirði.
Sjálfstæðismenn! — Mætið
tímanlega á kjörfundi í dag!
Kjósið C-listann!
Þannig lítur kjörseðillinn út eftir að listi Sjálfstæðismanna hefir verið kosinn.
Sjálfstæðismenn og konur! Munið að setja krossinn fyrir framan C-listann eins
og hjer er sýnt, en hvergi annarsstaðar. Fjölmennið á kjörfund!
merkt eru soramerki hans.
En úr því hans eigin flokks-
bræður eru orðnir myrkfælnrr
við skuggann frá Hriflu — hver
Sjálfstæðismaður vill þá taka. á
sig ábyrgðina?
Sjálfstæðismenn! Gleymið því
ekki, að sá sem situr heima á'
kjördag, getur ráðið úrslitum.
Sá, sem situr heima, getur með
því tekið á sig ábyrgðina á spill-
ingunni, sem nú ríkir í þjóðfje-
laginu.
Gerið ykkur þetta ljóst —
mætið á kjördag. Þá er sigurinn
vís!
Kjósið C-listann!
Skattamálin
Á öllum þeim fundum, sem
Haraldur Guðmundsson hefir
mætt á, hefir hann haldið sömu
ræðurnar — alls 4, — spilað 4
plötur. — Ein ,,platan“ er um
skattamálin. Læst H. G. vilja
Ijetta sköttum af alþýðu, en
færa yfir á þá „ríku“ með þvi
að hækka tekjuskattinn.
H. G. veit raunar vel sjálf-
ur, að tekjuskattur og útsvar
eru hjer mikið hærri en í ná-
grannalöndunum, þar á meðal
Englandi og Danmörku, en í
báðum þeim löndum fara jafn-
aðarmenn með völd. Hafa þó
jafnaðarmannastjórnir þessara
landa ekki þorað að hækka
beinu skattana. Meira að segja
hefir nefnd enskra sjerfræðinga
úr hópi jafnaðarmanna komist
að þeirri niðurstöðu, að háir bein
ir skattar lami framtakið, skapi
atvinnuleysi og lendi því að lok-
um þyngst á verkalýðnum.
Hitt veit H. G. einnig, að hjer
á landi verður einmitt að beita
beinum sköttum með sjerstakri
varfærni, vegna þess hve efna-
hagsstarfsemi þjóðarinnar er
skamt á veg komin. Hjer verður
löggjafinn að gjalda sjerstaks
varhuga við að draga úr við-
leitni til efnaaukningar. En
fnaaukning skeður aðeins fyrir
sparnað og aukið framtak.
Skattastefna Islendinga verð-
ur því að miða að því að hvetja
til sparnaðar og framtaks. Því
marki er best náð með tollum
a óþarfa. Þeir leiða til sparnað-
ar. Beinir skattar leiða aftur á
móti til þess að dnaga úr fram-
taki. Það er ekki von, að menn
vilji ráðast í örðuga baráttu við
óblíða náttúru og íslenskt mis-
æri, ef þeir vita, að í' góðæri er
mestur hluti ágóðans af þeim
tekinn. Með því hafa atvinnu-
rekendur ekkert til að standast
reksturshalla í slæmu árferði,
og slæmt árferði fylgir góðæri
hjer á landi eins og nótt degi.
Skattastefna H. G. miðar til
niðurdreps og atvinnuleysis og
H. G. hefir sýnt í reyndinni, að
honum er þetta ljóst.
Á þinginu 1928 þóttist stjórn-
arliðið þurfa að seilast dýpra í
pyngju borgaranna. Þá voru
lagðir nýir skattar á þjóðina, er
ætlað var að næmu 865 þús. kr.
á ári, en í reyndinni hafa orðið
um ll/2 miljón kr. árlega.
Skattar þessir voru ekki lagð-
ir á þá „ríku“, sem H. G. talar
nú mest um. Beinu skattarnir á
„breiðu bökunum" voru ekki
hækkaðir. Neí ýmsir tollar voru