Morgunblaðið - 18.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S 3fi0rðuubia$t2> Útgef.: H.f. Árvakur, Keykjavlk Bltatjörar: Jön KJartanaaon. Valtýr StefAnsaon. Rttstjórn og afgriiBsla: Austuratrœti 8. — Simi 500. Augrlýslngastjóri: E. Hafberg. Augrlýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Simi 700. Hei-aaslmar: Jön KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafbergr nr. 770. Áakriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuöl. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. f lausasölu 10 aura eintakit), 20 aura meö Lesbök. Hosningafrjettir. í gær bárust Mbl. eftirfarandi frjettir af þátttöku í landskjörinu. Á Seyðisfirði voru greidd 267 atkv., af 317 á kjörskrá. Strandasýsla: Þar voru alls greidd 367 atkv. Vestur-Húnavatnssýsla: Kirkju- hvammshr. 100, Þorkelshólshr. 26, Þverárhr. 30, Premri Torfastaða- hr. 47, Staðarhr. 36, Ytri Torfust,- hr. 64; samtals í sýslunni 303 atkv. Austur-Húnavatnssýsla: Blöndu- •óshr. 85, Torfalækjarhr. 46, Engi- hlíðarhr. 44, Svínavatnshr. 46, Vindhælishr. 140, Bólstaðarhl.hr. S8, ! Áshr. 51, SveiHstaðahr. 46; «amtals í sýslunni 516. S.-Þingeyjarsýsla: Húsavíkurhr. 253, Tjörne'shr. 42, Reykjahverfi 28; ófrjett úr öðrum hreppum. N.-Þingeyjarsýsla: Engar tölur hafa borist þaðan ennþá, en þátt- takan þar var mikil, um 70% sum- staðar. Norður-Múlasýsla: Vopnafj.hr. 136, Jökuldalshr. (3d;ri) 25, Hlíð- arhr. 40, Borgarfj.hr. 90, Loðmund arfjarðarhr. 19, Seyðisfj.hr. 38; samtals frjett um 348 at.kv., en ó- frjett úr 5 hreppum. Suður-Múlasýsla: Eiðahr. 48, Mjóafj.hr. 54, Helgust.hr. 40, Eski- fj.hr. 143, Reyðarfj.hr. 121, Pá- skrúðsfj.hr. 66, Búðahr. 150, Stöðv arhr. 31, Breiðdalshr. 70; samtals frjett um 723 atkv., eii ófrjett úr 5 hreppum. Austur-Skaftafellssýsla: Þar hafa alls kosið 314. Rangárvaálasýsla: Fljótshlíðar- hr. 112, Hvolhr. 72, Ásahr. 77, Er þá frjett um 676 atkv. úr sýslunni, •en ófrjett úr tveimur hreppum. Eru þá lcomnar fregnir um 19937 :atkv., en frjettir enn ókomnar úr jnokkrum kjördæmum. Alþingishátíðin. Konungurinn og <drotningin lögðu af stað frá Kaup- mannahöfn með „Niels Juel“ í gær áleiðis til Færeyja og íslands. Þau lögðu af stað kl. 11 að morgni. Föstudag þ. 20. koma þau til Fugla f jarðar í Færeyjum og daginn eftir halda þaii áfram til Þórshafnar. Sunnudagskvöld þ. 22. leggja þau af stað frá Færeyjum og koma hingað til Rvíkur fyrir hádegi þ. 25. Hjer verða þau um Alþingis- hátíðina, en fara til Hvalfjarðar, laugardagsmorgun þ. 28. Koma aft ur til Rvíkur 1. júlí, fara hjeðan daginn eftir áleiðis til Danmerkur. — Baron Bbxen Fineche verður me'ð konunginum sem gestur hans. Auk þess eru í .fylgd konungsins, Scheste'd hirðmær, Juel hirðmar- • skálkur o. fl. —-•—-----------— 17. júní. Veður var fremur kalt í allan gærdag, talsve'rð gola, smá skúrir öðru hvoru en sólskin við og við. Alþingishátíðamót í. S. f. hófst me'ð prjedikun í dómkirkjunni. Friðrik Hallgrímsson talaði úr stólnum. Kl. 2 ljek Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur lög á Austur- velli. Síðan var gengið i skrúð- göngu suður að leiði Jóns Sigurðs- sonar forseta. Lagði stjórn í. S. í. krans á leiði hans, en Sveinn Björnsson sendihe'rra talaði nokk- ur orð um Jón forseta, um gildi hans fyrir sjálfstæði landsins og fyrir þjóðina í heild. Að ræðu sendiherrans lokinni ljek Lúðra- sveitin: Ó, guð vors lands. Kl. var orðin 3 þegar hjer var komið og var nú haldið suður á íþróttavöllinn. Forseti 1. S. 1. setti íþróttamótið með góðri ræðu. Mintist hann fyrst Jóns Sigurðssonar og að ísienskir íþróttamenn liefði helgað afmælis- degi hans hið árlega íslenska 4- þróttamót. Ennfremur talaði hann um hina hraustu og harðfengu forfeður vora og brýndi íslendinga til að temja sjer íþróttir, það væri Dlátt áfiam lífsnauðsyn, einkum þó fyrir fólk, sem hefði miklar innisetur. „Vjer eigum að keúna íþróttir í barnaskólanum, sagði hann, eng- an á að ferma nema hann hafi lært sund, leikfimi og glímu. Vjer Islendingar erum ásakaðir fyrir stjórnleysi og agaleysi — og það er þjóðarlöstur. íþróttir eru be'sta meðalið til þess að hjálpa þessu við“. Að lokum beindi hann orðum. sínum til íþróttamanna og hvatti þá til þess að sýna drengskap í hverjum leik. Eftir ræðuna sýndi fimleikaflokkur K.R.-kvenna leik- fimi undir stjórn Unnar Jónsdótt- ur .Vakti sú sýning afarmikla at- hygli hjá áhorfendum, enda tókst sýningin prýðilega — Kalt var mjög meðan á sýningunni stóð, og þc að stúlkunum tækist ágætlega, hefði mátt vænta enn meira af þeim, ef hlýtt hefði ve'rið í veðri. 10 stúlkur voru í sýningarflokkn- um og hafa þær aðeins æft síðan í febrúar s. 1. vetur. íþróttakepnin. Þegar fimleikasýningunni var lokið hófst íþróttakepnin. Átta íþróttafje'lög taka þátt í móti því, sem yfir stendur: Glímu- fjel. Ármann (Á), Glímufjelag Reykjavíkur (GR), íþróttafjelag Reykjavíkur (ÍR), Knattspyrnu- fjelag Reykjavíkur (KR), Knatt- spyrnufjelag Vestmannaeyja (KV), Knattspyrnufjelagið Þjálfi Hafn- arfirði (Þ), Sundfjelagið Ægir, R- vík (Æ), Ungmennafjelagið Dreng ur, Kjós (D). Alls eru 92 þátttak- endur á mótinu. Hjer fara á eftir iirslit mótsins í gær: lt)0 m. klaup (8 þátttakendur) .■ 1. verðl. Stefán Bjarnason (Á) 11,4 sek. 2. verðl. Ingvar Ólafsson (KR) 11.7 sek. 3. verðl. Sveinbjörn Ingimundarson (ÍR) 11,7 sek. íslensk glíma. I. flokkur (5 þátttakeúdur): I. verðl. Georg Þorsteinsson (Á). 2 verðl. Jörgen Þorbergsson (Á). 3. verðl. Tómas Guðmundss. (KR). II. flokkur (6 þátttakendur): 1. verðl. Ólafur Þorleifsson (K- R). 2. verðl. Haraldur Oddsson (K R). 3. verðl. Ásgeir Einarsson (Á). Langstökk (7 þátttakendur): 1. ve'rðl. Sveinbjöm Ingimundar- son (ÍR) 6,52 m. 2. verðl. Grímur Grímsson (Á) 6,34 m. 3. verðl. Ingvar Ólafsson (KR) 6,06 m. Boðhlaupunum, sem stóðu á dag skránni var frestað. Hlaup 80 stikur (fyrir stúlkur: í hlaupi þessu keptu aðeins tvær stúlkur og voru þær jafnar á fyrsta spretti og urðu því að hlaupa aftur. Úrslit fjellu á þá leið, að Heiðbjört Pjetursdóttir (K R) sigraði á 11,2 sek., Dagmar Bjarnadóttir (Á) 11,4 sek. 5000 m. hlaup (7 þátttakendur); 1. verðl. Jóhann Jóhannesson (Á) 17 mín. 22,2 sek. 2. vefðl. Magnús Guðbjörnsson (KR) 17 mín. 44 sek. 3. verðl. Sigurður Run ólfsson (KR) 18 mín. 12,4 sek. Spjótkast (5 þátttakendur) : 1. verðl. Ingvar Ólafsson (KR) 44,57 m. 2. verðl. Magnús Einars- son (KR) 38,98 m. 3. verðl. Marinó Kristinsson (Á) 38,67 m. Stangarstökk (7 þátttakendur): 1. verðl. Ásmundur Steinsson (K V) 3,20 m. 2. verðl. Hallsteinn Hin- riksson (Þ) 3,10 m. 3. verðl. Grím- ui Grímsson (Á) 3.00 m. Mótið hefst áftur kl. átta í kvöld. Verður þá kept í 200 m. hlaupi, hástökki (stúlkur), 1500 m. hlaupi, hástökki (karlar), kúlu- varpi, 400 m. hlaupi og boðhlaup- um. — Myndir frá íþróttamótinu verða til sýnis í glugga Morgunblaðsins í dag. Til fundarkonunnar á fllftanesinu. Háttvirta frú „fundarkona". Þó mjer leiðist að eiga tal við huldufólk, neyðist jeg til þe'ss í þetta skifti, til þess að bera af mjer miður „drengilegar“ getsakir yðar, sem Alþbl. birtir í dag, svo sem ábæti á eftir öllu kryddmet- inu, er það he'fir borið á borð les- enda sinna að undanförnu, og tengt við nafnið mitt að meiru eð- ur minnu leyti. Þjer segið „fundarkona“ góð, að jeg hafi boðað til landsmálafundar á Álftanesi í kyrþey, beðið kven- fje'lag þar, sem'raunar telji aðeins 5 f jelaga, um að boða til fundarins á laun. Jeg hlýt að spyrja yður, dul- klædda frú, hvers vegna leyfið þjer yður að staðhæfa svona ó- sannindi? Því það er langt frá þvi að jeg hafi boðað eða látið boða nokkurn landsmálafund á Álfta- nesi. Jeg kom þangað kölluð og tilkvödd af Helga bónda á Brekku, se'm talaði við mig í síma og spurði hvort jeg vildi skreppa suður á Álftane's og tala þar nokkur orð á fundi, sem Álftnesingar, mjer skild ist, bæði karlar og konur, væru að hugsa um að halda. Helgi sagði einnig að Ólafur Thors yrði beðinn að koma á fundinn, og þótti mjer það ekki nema eðlilegt, þar e'ð hann er þingmaður sýslunnar og þa auðvitað einnig þingmaður Áíft nesinga. Það er þá tvent, sem þjer berið mjer á brýn, livort tveggja alget- lega tilhæfulaust, jeg hefi hvorki boðað til ftmdarins nj'e heldur feng ið Ólaf Thors, — sem þjer farið annars fremur ,fínum‘ og frúarleg um orðum um, — til að koma með mjer á fundinn. Hinum þremur lokaspurningum yðar hefi jeg þá svarað hjer með, og að engu gert, með því að segja bláberan sannleikann. Að lokum beini jeg þeim spurn- ingum til yðar sjálfrar: 1. Er það „drengilegt" að bera fram rangar ásakanir? 2. Hefði yður ekki verið sæmra að afla yður betri upplýsinga um fundinn og undirbúning hans, áður en þjer rituðuð greinarstúf yðar, sem ber helst til merki pólitískrar geðshræringar ? 3. Hvers vegna andmæltuð þjer ekki Ólafi Thors á fundinum, úr því hann fór með svo herfilega rangt mál, að yðar dómi? Það hefði verið miklu héiðarlegri aðferð og gagnle'gri fyrir yðar málstað, heldur en að vega að mjer dul- klædd og brigsla mjer um lymsku og ódrengskap. Reykjavík, 17. júní 1930. Guðrún Lárusdóttir. Gissur BergsiBlnsson sendir stefnuvotta. Þegar ritstjóra Tímans langar til að fræðast um það, hve'rnig haga eigi bókhaldi á skrifstofum, fær hann dómsmálaráðhérrann til að fyrirskipa sakamálsrannsókn til að komast að því. Skrifsofustjóri dómsmálaráðuneytisins, Gissur Bergsteinsson, er víst ekki alve'g eins hátt settur í stjórnarliðinu, því að hann fær ekki að nota lög- reglustjórann, heldur bara stefnu- vottana í sínar sendiferðir. Nú langar hann til að vita, hvar hann sjálfur hafi viðhaft sjerstök orð, sem fyrir löngu eúu búin að gera hann landfrægan. Er þetta því und arlegra, sem likur eru til, að hann hafi viðhaft þessi ummæli á fleiri en einum stað. í þessu skyni sendi hann þó stefnuvottana til Morgun- blaðsins í fyrradag, með kröfu um að blaðið birti eftirfarandi plögg: „ Leiðrjetting. Síðastliðinn laugardag, 14. þ. m. eru ummæli nokkur höfð eftir mjer um cand. jur. Torfa Hjartarson. Lýsi jeg það tilhæfulaust og ósatt að jeg hafi nokkurn tíma viðhaft þessi ummæli og skora á Morgun- blaðið að birta nöfn heimildar- manna, ef nokkrir eru. Reykjavík, 16. júní 1930. Gissur Bergsteinsson. Það er dálítið kynlegt, að Gissur skuli nú fyrst finna hvöt hjá sjeT til að fara af stað með þessa „leið- rjettingu“, því að fyrir rjettum tveim mánuðum voru í blaðinu Heimdalli höfð eftir honum sömu orðin: „Jeg er alveg steinhissa á honum Torfa Hjartarsyni, atvinnu- lausum manninum, að hafa skrifað þessa grein' ‘. Auk þe'ss sem þessi ummæli hafa í tvo mánuði staðið ómótmælt af hendi Gissurar, hefir blaðið átt tal' við mann, sem kveðst reiðubúinn að bera það fyrir rjetti, að ummæl- in sjeu rjett höfð eftir Gissuri. — Þessi maður var ekki farinn að segja Yieinum orðin e'ftir Gissuri, þegár hann frjetti þau úr annari átt og má því ætla að skrifstofu- Soossa «rn bestu egypiku Cigaretturmar, 20 st. pakki á kr. 1.25. Hndlitspúður, Hndlitscream, • Hndlitssápur s ng Ilmvötn ♦ op éwalt ódýrast og best f • Bananar Eplí, Appelsínur, margar teg. Citrónur. Laugaveg 12. Sími 203L 30III (0 iGIVDdlr af kexi og kaffibrauði í heil- um kössum og lausri vigt. ódýrt. TIRiTONDl Laugaveg 63. Sími 2393 Nýir ávextir: Epli, Delicious Glóaldin, stór og sæt Grape fruit Gulaldin og Bjúgaldin — Harlmannaföt, Hyk- og regnfrakkar Mjög fallegt úrval tekið upp síðustu daga. Vöruhúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.