Morgunblaðið - 20.06.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1930, Blaðsíða 5
Föstudaginn 20. júní 1930. 5 Qkuskrifstoía tllbina sliátlðarTnnar tilkynnir Reglur um akstnr á Þiasvailaveginnni nm Alþingishátíáina. Frá 25. júní að morgni til 29. júní að kvöldi gilda eftirfarandi reglur um akstur á báðum Þing- vallavegunum. 1. Hinn 25., 26. og 27. júní eiga allar bifreiðar að aka austur eftir gamla veginum og suður eftir nýja veginum. 28. og 29. júní verður þessu snúið við. Þá verður ekið suður eftir gamla veginum, og austur eftir nýja ve'ginum. Varð- menn verða á öllum vegamótum til þess að sjá um að þessu verði hlýtt. 2. Fólksflutningur frá ökuskrif stofunni gengur fyrir öllum öðrum akstri um veginn 25.—29. júní. Þess vegna verða þeir sem ætía að annast að efinhverju leyti fólks- flutning til Þingvalla úr öðrum hje'ruðum þessa daga, að liaga ferð um sínum í samráði við ökuskrif- stofuna. 3. Þessa daga frá kl. 6 að morgni til kl. 12 að kveldi, verður engum bifreiðum með vöruflutning leyft að fara um veginn. Allur vöruflutningur fer fram á nótt- unni frá kl. 12—6. Kl. 6 að morgni má engin vöruflutningabifreið vera á veginum. 4. Bifreiðum einstakra manna verður aðeins leyft að fara um veginn hvern dag svo sem hjer segir: Frá Reykjavík kl. 7—9 árd. — ----- — 1—2 e. h. — ----- — 6—7 e. h. Frá Þinvöllum kl. 9—10 árd. — ----- — 3— 4 e. h. — ----- —10—11 e .h. • Á öðrum tímum verður umfe'rð einkabifreiða ekki leyfð um veg- inn. 5. Þeir bifreiðaeigendur sem hafa liugsað sjer að aka fólki til eða frá Þingvöllum gegn gjaldi, ve'rða að láta bifreiðar sínar til nmráða ökuskrifstofunnar, að öðr- um kosti verður þeim ekki heimil- að að aka um veginn. 6. Bngum bifreiðum verður leyfð umferð um veginn nema þær sjeu í fullkomnu standi, svo að um- ferðin verði e'kki heft vegna bilana sem stafa af ljelegu ástandi bif- reiðanna. 7. Engin bifreið má aka fram lir annari áu | css að sjerstaklega standi á, svo sem ef bifreið bilar á veginum. Bifreiðarstjórar verða að gæta hinnar ýtrustu varúðar í hvívetna. Isleniklr munlr .teknir til sölu á skrifstofu Ferðafjelagsins Heklu. (Frá 21. þ. m. í Mjólkurfjelagshúsinu niðri). nmingishðiiðin. I VALHÖLL vatnar fjórar stúlkur við uppþvott, og nokkrar viS framreiðslu. Upplýsingar hjá frú Theódóru Sveinsdóttur, Kirkju- torgi 4. Theodor Johnsson. ísinnsku snilii með myaiium nr (slendingasögnnnm, ern komin. Kaupmenn og kaupf jelög geta pantað þau hjá Tryggva Magnússyni, Grundarstíg 2. — Sími 2176. Friðiintur GBðifinssun. 40 ára leikafmæli. í dag á einhver elsti og merk- asti leikari þessa lands, 40 ára leikafmæli. Kannast hver einasti Reykvíkingur, sem kominn er til vits og ára við manninn, því ekki erú þær svo fáar ánægju- stundirnar, sem Friðfinnur Guo- jónsson hefir veitt leikhúsgest- um þessa bæjar, en hlutverkin, sem hann hefir leikið um dag- ana verða vart með tölum talin, og efa jeg, að nokkur annar ís- lenskur leikari hafi leikið fleiri hlutverk en hann. Mann furðar á því, að Frið- finnur skuli vera orðinn svona gamall. — Fæstir leikarar geta litið um öxl og bent á 40 ára ó- slitið starf í þágu listarinnar. — Fáum er svo mikill starfsþrótt- Friðfinnur Guðjónsson ur gefinn, og sjaldgæfir eru slík- ir áhugamenn, að þeir gefist ekki upp, þó á skemmra skeiði væri. En Friðfinnur er enn í dag ungur í anda og áhugi hans er óbilandi. Á síðastliðnu hausti tók hann að sjer formannsstörf- fn í Leikfjelagi Reykjavíkur, því fjelaginu, sem hann hefir starf- að með frá því að það var stofn- að, og sýnir það eitt með öðru á- huga hans, að hann, gamall mað- urinn, tekur að sjer umsvifa- mikil og þreytandi formanns- störf. En á síðari árum hefir hann hvað eftir annað sýnt það, að hann á enn gnógt skapandi hæfileika, sem leikarí. Fyrsta hlutverkið, sem Frið- finnur ljek, var lítið hlutverk 1 sjónleiknum „Helga magra“ eft- ir Matthías Jochumsson. — Var sjónleikurinn sýndur á Akureyri 20. júní 1890 í sambandi við þús und ára minnig Eyjafjarðarbygð ar, en í fyrsta skifti, sem hann ljek hjer í Reykjavík, var tveim- ur árum síðar. Á síðari árum hefir Friðfinnur Guðjónsson leik ið sum bestu hlutverk sín, vil jeg sjerstaklega nefna Argcm í 1- myndunarveikinni eftir Moliere. Hefi jeg haft tækifæri til þess að gera samanburð á meðferð Friðfinns á þessu hlutverki og meðferð danska leikarans Ein- irs Juels á sama hlutverkinu, og hallaði síst á íslenska leikarann. í örsmáum hlutverkum hefir Friðfinnur skapað lifandi per- sónur, sem minnisstæðar munu þeim, er sjeð hafa. Mætti nefna Jón bónda í Fjalla Eyvindi, en um það hlutverk hefir Bjarni Jónsson frá Vogi sagt, „að þeim karli hefði hann viljað kynnast betur", svo saknaði hann karls- ins, er hann hvarf af leiksvið- nu eftir að hafa hinar fáu, ó- Tleymanlegu setningar um há- ''arlinn, brennivínið og kvenfólk- ið, sem skáídið leggur honum í munn; en hlutverk þetta leikur Friðfinnur nú á 40 ára leikaf- mæli sínu í kvöld. L. S. íslenska songmóíið. Eins og mörgum er kunnugt var stofnað hjer samband íslenskra karlakóra árið 1929. Til þessa lief- ir verið allhljótt um starfsemi sam- . bandsins, en nú á Alþingishátíðinni verður þögnin rofin með djarfle'g- um söng 150 karlmanna. Áður en Sambandið varð til, sungu kórin hvert í sínu horni, um beina sam- vinnu milli þeirra var ekki að ræða og sundin milli landshlutanna voru að þessu leyti óbrúuð. Verður það að teljast mildð framfaraspor í hljómlistarviðleitni Islendinga að úr þessu hefir verið bætt. Fyrst og fremst geta landsmenn vænst þess lijer e'ftir að fá að heyra stórfenglegri söng en liingað til hefir verið kóstur á, en um le'ið er trygð samvinna og viðltynning þeirra manna, sem eiga sönglistina sem sameiginlegt áhugamál. í sambandi íslenskra karlakóra eru þessi sex lcarlakór: Karlakór Isafjarðar, söngstjóri Jónas Tómas son tónskáld, meðlimir 20. Karla- kór Siglufjarðar, söngstjóri Þor- móður Eyjólfsson ræðismaður, með limir 20. Söngfjelagið Geysir Ak- ureyri, söngstjóri Ingimundur Árnason frá Grenivík, meðlimir 28. Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri Sigurður Þórðarson, meðlimir 34. Karlakór K. F. U. M., söngstjóri Jón Halldórsson ríkisfjehirðir, með limir 38. Söngfjelag Stúdenta, söngstjóri Páll Isólfsson organleik- ari, meðlimir 14. Til þessa he'fir starf Sambands- ins einkum verið það, að undirbúa og’ hrinda í framkvæmd söngmót- inu-nú x sumar. í allan vetur hefir verið sleitulaust unnið. Flestir af söngmönnunum hafa notið kenslú Sig. Birkis söngkennara að meira eða rninna leyti, en auk þe'ss æft þau lög, sem sungin verða, hver í sínu fjelagi. Tilhögun mótsins verð ur í stuttu máli þessi: Sungið verð ur á Þingvöllum síðasta dag Al- þingishátíðar og syngja þá öll kór- in saman undir stjórn Jóns Hall- dórssonar ríkisfjehirðis, en hann hefir verið kjörinn sem söngstjóri þá er öll kórin syngja saman. Þe'ss má geta, að hann sókti xitanbæjar- kórin heim á síðastliðnum vetri, og lauk hann lofsorði á söng þeirra Aðal-söngmótið verður síðan háð í Reykjavík dagana 2. og 3. júlí. Sungið verður í Gamla Bíó að kvöldi báða dagana. Eftir samsöng inn verður veisla á Hótel Borg fyr- ir söngmennina. Á þessum 2 sam- söngvum syngja allir söngmennirn ir (um 150 meún) saman 10—12 Jög undir stjórn Jóns Halldórsson- ar, en auk þess kemur hvert kór fram sjerstaklega undir stjórn síns söngstjóra. Alls munu vera á tak- teinum 40—50 lög og mörg þeirra góðir kunningjar og gullfalleg. Það má því vera bæjarbúum ó- blandið fagnaðarefni að eiga von á þessari sjaldgæfu og stórfenglegu skemtxm, þar sem þetta verður stærsta karlakór ,sem sungið hefir hjer á landi. Alþingishátíðargest- irnir geta líka hlakkað til, að fá að heyra þennan söng í hinni veg- legustu sönghöll ísleúskrar nátt- úru — hamraborginni á Þingvöll- i um. Auk þess hefir Sambandið heit Saltkjöt í tunnum og smærri vigt. Hangi- kjöt. Frosin dilkalæri. Silungur. Reyktur rauðmagi. Nýsoðinn og súrsaður hvalur. Sauðatólg. Yörur sendar heim. Versl. BjiðrniiKn. Bergsstaðastræti 35. Sími 1091» ppSMKBRl Nokkrar stúlkur geta fengið at- vinnu hjer í bænum dagana 23. til 30. júní. Gott kaup. Httfnm ávalt fyrirliggjandi: Gr. Ertur Extra fínar. Gr. Ertur Fínar. Gr. Ertur Miðlungs. Gr. Ertur Grófar. Belgjabaunir. Tomato Purée. Champignous. Carotter. Asparger. Capers. Bouillon. H, Ólafsson & Beruböft. Símar 2090 og 1609. Hásgagnaverslnn Reykjavíbnr. Vatnsstíg 3. -Sími 1940. Mikið úrval af alls konar hús- gögnum: Reykborð, Stofuborð (úr eik og mahogni), Stráborð, Bam- busborð, Strástólar, Borðstofuborð og stólar, Bamakerrur, vagnar og vöggur. — Alls konar leikföng, Ferðatöskur, Beddar, Borð og Stólar í tjöldin á Þingvöllum. —- ---Alt með lægsta verði. - Soussa eru bestu egypsku Oignrettursar, 20 st. pabki á kr. 1.25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.