Morgunblaðið - 20.06.1930, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Li_____Si^-»----------------=g
Það tilkynnist hjer með að konan min elskuleg, móðir og tengda-
móðir okkar, Sigríður Jónsdóttir, andaðist í morgun.
Reykjavík, 19. júní 1930.
Ólafur Kristjánsson. Steingrímur Jónsson. Lára Arnadóttir.
Jónína Guðmundsdóttir andaðist á Landakotsspítala 18. þ. m.
Aðstandendur.
Þökkur hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför Gerðar
litlu dóttur okkar.
Ragnheiður Grímsdóttir. Jón Hj. Sigurðsson.
Jarðarför móður minnar, ekkjunnar Guðnýjar Þorsteinsdóttur, frá
Miðey í Landeýjum, fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 21. þ. m.
og hefst með bæn frá Fálkagötu 36 kl. 11 f. h.
Jón Jónsson.
Hjer me'ð tilkynnist að bróðir okkar o gmágur, Halldór Eyjólfsson,
andaðist að heimili sínu Hólmi í Hornafirði 17. þ. m.
Fyrir hönd fjarstaddra ástvina.
Stefán Sandholt.
Innilegar hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall
•g jarðarför okkar hjartkæru eiginkonu og móður, Kristínar Árna-
Sóttur.
Einar Markússon og börn.
Vegna jarðarfarar verða verslanir
okkar lokaðar f dag frá 1-3.
Mnawallaafcslur.
í DAG
kl. 4 e. h. verðnr byrjað að selja far-
miða fyrir dagana 24. og 25. jání
til Þingvalla.
Öknskrifstofan,
(í Mjólkurfjelagshúsinu) Hafnarstræti.
Isleitsk spil
með myndum úr íslendingasög-
unum eftir Tryggva Magnússon
í vetur hefir Tryggvi Magn-
ússon málari unnið að því, að
fullgera íslensk spil, sem nú eru
komin á markaðinn. Hefir hann
lagt í þetta-mikla vinnu.
Um spil þessi farast honum
þannig orð:
Spil þessi, sem jeg hefi ráð-
ist í að teikna og gefa út, og nú
eru komin á markaðinn, hefi jog
reynt að gjöra þannig úr garði,
að með sem mestum rjetti sje
hægt að kalla þau íslensk, þó þau
sjeu prentuð erlendis — því
annars var ekki kostur. — Það,
sem vakað hefir fyrir mjer með
útgáfu þessari, er meðal annars
það, að gefa hinum erlendu gest-
um, sem hingað koma í sumar,
kost á að taka heim með sjer
eitthvað það, er vakið gæti at-
hygli þeirra á íslenskri sögu og
menningu til forna, enda er það
nú efst á baugi í sambandi við
Alþingishátíðina. — Þess vegna
hefi jeg valið ýmsa þekta menn
frá söguöldinni á mannspilin, og
til þess að koma fleiri myndum
að. hefi jeg teiknað sinn mann-
inn á hvorn enda á hverju spili.
Myndirnar á mannspilunum
verða þannig 24 í stað 12 eins
og venjulegast er. Þetta. hefir að
vísu næstum því tvöfaldað út-
gáfukostnaðinn. Á ásunum eru
myndir af íslensku landslagi, og
gæti það ef til vill vakið löngun
sumra útlendinga til þess að sjá
Island með eigin augum.
í öðru lagi — og raunar miklu
fremur — hefi jeg með þessu
viljað stefna að því, að vekja á-
huga Islendinga sjálfra á Islend-
ingasögunum. En það þætti mjer
vel mega vera, að ýmsa unglinga
er sjá myndirnar, sem þeim er
sagt að sjeu af vissum köppum
eða höfðingjum „gullaldarinn-
ar“, myndi langa til að vita eitt-
hvað meira um þessa menn, og
máske langaði suma þeirra svo
mikið til þess, að þeir færu að
blcða í íslendingasögunum og
þætti mjer þá ekki til einskis
unnið.
Sökum þess, hve hár útgáfu-
kostnaðurinn er, hefi jeg orðið
að hafa upplagið miklu minna
en jeg hefði viljað, en af því
leiðir aftur það, að hvert eintak
verður dýrara en æskilegt hefði
verið. Þó hefi jeg heldur kosið
ð hafa útgáfuna vandaða þó
bað yrði dýrara og sjálfsagt ó-
hagkvæmara.
Spilin eru af tvenskonar gerð,
og verður vandaðri útgáfan seld
á 10 krónur, en hin er helmingi
ódýrari. Upplag spilanna er lít-
ið, því að útgef. hefir ekki haft
tök á að leggja í meiri kostnað.
Má búast við, að þessi fyrsta
útgáfa seljist upp á skömmum
tíma. — Spilin eru prentuð í
einni helstu verksmiðju Þýska-
lands. Frágangur þeirra er að
dómi blaðsins hinn besti, bæði
frá hendi höfundar og verk-
smiðjunnar. Þau eru til sýnis í
glugga Morgunblaðsins.
——-—
D A G B Ó K
Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5):
Lægðin fyrir suðvestan landið virð
ist nú vera á liægri hreyfingu aust
ur eftir og því útlit fyrir að áttin
færist smám saman í A og NA hjer
um slóðir. Ennfremur er loftþrýst-
ing orðin allhá yfir N-Grænlandi.
Veðurútlit í Rvik í dag: Breyti-
leg átt og hægviðri. Nokkrar skúra
leiðingar, en úrkomulítið.
Ársþing Sambands ísl. kennara
hefst á morgun kl. 10 f. m. í Iðnó
uppi.
Fertugsafmæli á í dag Fridtiof
Nielsen heildsali.
Gistingu og fæði geta nokkrir
gestir fengið fram yfir Alþingis-
hátíð í Nýja Elliheimilinu. Eru all-
ar nánari upplýsingar gefnar þar
allan daginn.
Trúlofun sína hafa nýlega opin-
berað Elín Þorláksdóttir ljósmóðir
á Hrauni í Ölfusi og Sigurjón Guð
mundsson bílstjóri, Þingholtsstr. 8.
Leiðarvísir fyrir vegfarendur
heitir smábæklingur er gefinn he'f-
ir verið út að tilhlutun lögreglu-
stjórans í Reykjavík. Eru í honum
hollar bendingar fyrir vegfarend-
ur um það hvernig umferð sje hag-
að á fjölförnum götum, þannig að
auðveldast sje að komast hjá slys-
um. Auk þe'ss eru þar ýmsar bend-
ingar er bílstjóra.r mættu skrifa á
bak við eyrað. Bæklingurinn fæst
ókeypis á lögregluvarðstofunni.
Móttaka Vestur-íslendinga'. Kl.
4 á morgún (laugardág) verður
haldin móttökusamkoma í Nýja
Bíó fyrir Vestur-íslendinga þá sem
hingað eru komnir. Allir Vestur-
íslendingar sem til næst fá að-
göngu að samkomunni; og væri
æskilegt að þeir gæfu sig fram
annað hvort í Landsspítalanum eða
Elliheimilinu, því þangað verða að-
göngumiðar sendir. Er aðkomu-
mennirnir verða komnir inn í hús-
ið, fá vinir og vandamenn þeirra
aðgang, eftir því sem húsrúm leyf-
ir. Aðgangseyrir enginn, þar eð
eigendur Nýja Bíó lána húsið ó-
keypís.
Morgunblaðið er 8 síður í dag.
Lamdssýningin ve'rður opnuð í
Mentaskólanum í dag kl. 5 e. h.
fyrir almenning.
Fluglð. Veiðibjallan var reynd í
gærmorgun, flaug hún yfir bæinn
nokkra hringi. í dag ínun hún fara
norður á Akureyri ef veður leyfir
og koma aftur í kvöld eða á
morgun.
Vestmannaeyingar, sem taka
ætla þátt í Alþingishátíðinni eru
farnir að búa sig til farar og flytja
sig yfir til Stokkseyrar. Þaðan
fara þeir á Þipgvöll.
Skólaáhöld í bamaskólanum
nýja. Á skólanefndarfundi nýlega
var samþ. að fela Sig. Jónssyni
skólastjóra, og Helga Elíassyni
kennara að fara utan til að kaupa
skólaáhöld. Áætlað er að þau kosti
63 þús. kr.
Byggingamefnd samþykti ný-
lega að viðurkenna þá til að standa
fyrir húsasmíði í Reykjavík, Böðv-
ar Stephensen Bjarnason trjesmið,
Laugaveg 20 B. Valdimar Runólfs-
son trjesmið, Urðarstíg 8 og Teit
Júlíus Jónsson trjesmið, Spítala-
stíg 10.
Á Alþingishátíðinni veróa kvöld-
iin notuð til ýmiskonar íþrótta-
skemtana og fundahalda ,en um
þau efni er eigi útgefin ákveðin
tilhögunarskrá. Lokaveisla verður
haldin á Þingvöllum sunnudaginn
29. júní ög hefst kl. 12 á hádegi.
Hinn ágæti kvenfimle'ikaflokkur
frá Akureyri sýnir fimleika í Good
templarahúsinu í Hafnarfirði n. k.
laugardagskvöld.
Nýkomnir
Sumarkjólar
í fjölbreyttn
nrvali.
Brauns-Verslun
fEttai tðlulsök
sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglu-
firði kemur út, þegar nægur á-
skrifendafjöldi er fenginn:
Ásltrifendur fá bókina fyrir 10
krónur. Bókhlöðuve'rð er ákveðið
15 krónur.
Áskrifendalistar liggja frammi
hjá Kolbeini Þorsteinssyni skip-
stjóra, Hverfisgötu 53, Einari Þor-
steinssyni í Söluturninum, Kjart-
ani Sveinssyni í Safnakúsinu, Ár-
sæli Ámasyni bóksala, Sveini Kaup
manni Jónssyni í Kirkjustræti 10,
Guðjóni Jónssyni bryta Elliheimil-
inu og Morgunblaðinu.
s iiinii mireio
til sölu með sjerstöku tækifæris-
verði til sölu í dag frá kl. 1 e. h.
við bifreiðastöð.
Magnðsar Skaftfeld.
Sími 695.
„Boðafoss“
fer hjeðan á hádegi
f dag til Vestijarða
I stað kl. 6 síðd. sem áðnr
bafði verið auglýst).
Kristilegt erindi flytur síra Frið-
rik Hallgrímsson í dómkirkjunni
kl. 814 í kvöld: Kirkjan og þjóðin.
Suðurland kom frá Borgarnesi í
fyrrinótt og fór til Borgarf jarðar
í gær.
Fjalla-Eyvindur vár leikinn fyr-
ir troðfullu húsi í gærkvöldi. —
Montcalm er væntanlegt í kvöld
kl. 9. Var búist við að það kæmi
um hádegi, eta því hefir seinkað
vegna óveðurs.
Alþingishátíðatjöldin. Þeir sem
pantað hafa tjöld eða ábreiður til
afnota á Þingvöllum yfir hátíðina,
ern beðnir að vitja ávísunar á þau
og greiða leiguna í dag og næstu
daga á skrifstofu nefndarinnar í
húsi Mjólkurfjelagsins í Hafnar-
stræti.