Morgunblaðið - 12.08.1930, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.08.1930, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirliggandi: Þurkaðir ávextir: Epli. Aprikosur. Bl. ávextir. Kaupmenn! Talið við okkur áður. en þið festið kaup annarsstaðar. P.W.Jacobsen 4k Sön. Stofnuð 1824. Slmnefnii Granfuru — Carl-i.undsgade, Kckenhawn C. Selnr timbur í itærri og mnærrí sendingum frá Kanpm.hðfn. Eik til BkipaamíCa. — Bnnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hef verslað við ísland í 80 ár. is Tilbúinn úr hinu tárhreina Gvendarbrunnavatni, alt- af fyrirliggjandi, hvort heldur mulinn eða í stykkjum. Svensk-Islándska Fryseri Aktiebolagri Símar: 2361—2362. Reykjavík. Símnefndi: Sifa. “| SCOTT’s beimsiræga fávaxtasnlta jafnan fyrirliggjandi. I. Bryajólfsson & Kvaran. Barnaleikföng: Bílar — Bangsar — Dúkkur — Kaffi-, Matar-, Þvottastell — Mublur — Skopparakringlur — Eldjám — Eldavjelar — Smíða- tól — Útsögunaráhöld — Trommur — Hundar — Kettir — Hestar — Asnar — Lúðrar — Flautur — Munnhörpur — Úr — Myndabækur — Burstasett — Hringlur — Spiladósir — Boltar — Flugvjelar — Jámbrautir — Fiðlur — Gítarar — Skip — Vigtir — Sparigrísir — Skóflur — Berjafötur — Fuglar — Fiskar — Rellur — Átómatar — Nóaarkir — Töfraflautur og margt fleira. K. Einarsson & Bjðrnsson, Bankastræti 11. Ojöri uppdrætti að jámbentri steinsteypu og nuðstöðvarhitunum. * Til viðtals kl. &-8. Sigurður Flygenring, verkfr. Ljósvallag. 16. Sími 2192. Nýkomið: ísL Gnlrófnr. — Rabarbari. Hvítkál. Kartöflnr. TIRiF/lNDt Laugaveg 63. Indland. Álit Simon-nefndarinnar. Baráttan í Indlandi heldur á- fram. — Er þetta vafalaust ein stærsta barátta á vorum tímum. Annars vegar berst 300 miljóna þjóð fyrir því að fá sjálfstæði. Hins vegar berst heimsríki fyrir tilveru sinni. Gandhi og fylgis- menn hans heimta að Indverjar fái fullkomið sjálfstæði. En Eng- lendingar vilja ekki sleppa Ind- landi úr greipum sjer. Indland er kjarninn úr hreska heimsveld- inu, „the brightest jewelin, the brithish crown“, segja Englend- ingar. Iðnaður og verslun Eng- lendinga, vald þeirra og áhrif í Austurlöndum byggist að miklu leyti á yfirráðum þeirra yfir Ind- landi. Englendingum hefir þó lengi verið ljóst, að þeir verða að slaka eitthvað til við Indverja. Enska stjórnin skipaði því fyrir nokkrum árum nefnd, til þess að reyna að finna einhverja millileið, sem bæði Englendingar og Indverjar gætu unað við. Nefndin var skipuð full- trúum allra flokka í Englandi, og var Sir John Simon formaður hennar. Nefndin hefir nýlega af- hent ensku stjóminni einróma nefndarálit. Það er stór bók, að sögn 12 miljónir orða. Þar er gert ítarlega grein fyrir ástandinu í Indlandi. — Sýnir nefndarálitið greinilega, hve afskaploga flókin Indlandsmálin eru og erfið iir- lausnar. Nefndin skýrir fyrst frá þjóð- unum í Indlandi. Eins og kunnugt er búa þar margar gagnólíkar þjóðir, og er mikil sundurþykkja á milli þeirra. Alls eru töluð 222 tungumál í Indlandi. I rauninni mætti líkja Indlandi við heims- álfu, hvað þjóðafjölda snertir. Langur kafli í nefndarálitinu fjallar um trúarbrögðin í Indlandi. Hindúar (Brahmatrúarmenn) eru fjölmennastir, 216 miljónir að tölu. Þar næst koma Múhameðstrúar- menn, 70 milj. Trúarhatrið milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna er eitt hið mesta vandamál í Ind- landi. Fjandskapur milli þeirra er svo mikill, að lítið þarf út af að bera, til þess að alvarlegar óeirðir hefjist. Til dæmis eru kýr heilög dýr að áliti Hindúa, en Múhameðs- trúarmenn fórna oft kúm við há- tíðleg tækifæri. Þetta veldur oft alvarlegum uppþotum. 450 hafa beðið bana og 5000 særst í trúar- bragðaóeirðum á 5 árum (1923 —1927). Búast má við alvarlegri valda- baráttu milli Hindúa og Múha- meðstrúarmanna, ef Indverjar fengju sjálfstæði. Bæði Hindúar og Múhameðstrúarmenn eru dreifð ir um alt landið. Það er því ó- mögulegt að skilja þá að og gefa þeim sjálfstjóm hvorum fyrir sig. Nefndin lýsir ítarlega stjetta- skiftingunni í Indlandi. Hindúar skiftast í 2300 stjettir. Stjetta- skiftingin hefir stórkostleg áhrif á lífernishætti og hugsunarhátt Hindúa. Sjerhver Hindúi verður að halda sjer alla æfi innan stjett- ar föður síns. Ekkert getur breytt þessu, hvorki 'auðæfi, andlegir hæfileikar nje annað. 60 miljónir Hindúa eru stjett- leysingjar. Á ensku eru þeir kall- aðir „untouchables". — Hindúar halda að þeir saiirgi alt, er þeir komi við. Þeir mega ekki um- gangast menn af öðrum stjettum, ekki nota opinbera brunna, ekk.i ganga í almenna skóla o. m. fl. Stjettleysingjar eru flestir óment- aðir. Sums staðar hafa Englend- ingar þó stofnað sjerskóla handa þeim. í sumum hjeruðum halda Hindúar, að jafnvel sknggi stjett- leysingja saurgi menn af öðrum stjettum. — Merknr rithöfundur gagnkunnugur Hindúum segir frá því að 2 ára drengur, sonur ríks Hindúa hafi dottið í brunn. Móðir drengsins var viðstödd, en gat ekki bjargað honum. Stjettleys- ingi kom þarna að og bauðst til þess að b.jarga drengnnm. En móðirin afþakkaði boðið; hún vildi heldur láta drenginn drukkna, en að láta stjettleysingja hjarga honum. Stjettahöftin liindra mjög fram- farir í Indlandi og valda miklu stjettahatri. Eymdarkjör stjettleys ingja valda eðlilega mikilli óá- nægju meðal þeirra og skapa und- irróðri Rússa góð skilyrði í Ind- landi. Nefndin getur þess, að 85% allra Indverja sjeu ólæsir. Englendingar óttast með rjettu að blóðugt borgarastríð mundi hefjast í Indlandi, ef þeir veittu Indverjum sjálfstjórn nú þegar. Stórveldin, fyrst og fremst Rússar, mundu þá skerast í leikinn. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu, að Indverjar sjeu enn of óþroskaðir og innbyrðis sundur- lyndir, til þess að geta stjórnað sjer sjálfir. Indverjar gætu hvorki varðveitt friðinn innanlands nje varist árásum utan að. Nefndin segir að allir mentaðir Indverjar sjeix sannnála um að heimta sjálfstæði við Evrópuþjóðir og sjálfsákvörðunarrjett fyrir Ind- verja. Þetta sje eðlileg afleiðing þjóðarvakningarinnar í Asíu. Eng- lendingar hljóti að hafa samúð með sjálfstjórnarkröfum Indverja og það sje skylda Englendinga að hjálpa þeim. En böl Indverja eigi rót sína að rekja til gamalla ind- verskra þjóðlífsvenja. Þær verður að uppræta, en Indverjar verði sjálfir að eiga upptökin að því. Framfarir hafi orðið á ýmsum sviðum í Indlandi á undanförnum árum, stjettaböndin byrjuð að losna, alþýðufræðsla í framför, en mikið þó enn ógert. Nefndin hefir samið tilllögur um breytingar á stjórnarfari Indlands. Tillögurnar miða að því að gera Indland að bandaríkjum. Indland skiftist stjórnarfarslega í hreska Indland og indversku ríkin. Þau eru næst um 600 að tölu. Eru það furstaríki, en Bretar hafa þar æðstu völd. Breska Indland skiftist í níu fylki. Nefndin leggur til að sjálf- stjórn fylkjanna verði aukin og kosningarjettur rýmkaður, svo að 10% íbúanna fái kosningarjett. Nú hafa aðeins 23á% kosningarjett. — Fylkisstjórnirnar eiga að bera á- byrgð gagnvart, fylkisþingunum. Enginn veit | Hvenær slys ber að höndum. Líftryggið yður í Andvöku, Lækjartorg 1. Sími 1250. Bnrstasett, margar gerðir og fallegir litir. Verð frá kr. 8.00 til 55.00. Hiáfcrnnardeildin Austurstræti 16. Sími 60 og 1060. íbúð 2 til 3 herbergi og eldhús óskast 1. október eða síðar. Tilboð merkt „ábj-ggileg greiðsla“, sendist A. S. 1. — En förende Fabrik i Köbenliavn i Hatte, Huer og Kasketter, söger en Repræsentant som imod Provision kan inedtage en Koílektion. Billet mrk. 5088 modtager De Forenede Annoncebureauer, Köbenhavn K. Fyrir ferðafólk: Tjðld, svefnpokar, bakpokar, ferðafatnaðnr svo sem: Sportjakkar, sportbnxnr og sokkar. Ferðaáhöld ýmiskonar: Hitnnartæki, hitabrúsar, mETA-eldiviðnrinn (smá- töflnr), ferðapelar o.m.H. flatci/Uuúflznaóor* Ennfremur á Indland að hafa sambandsþing og sambandsstjórn. Fylkisþingin kjósa menn á sam- bandsþingið og vísikonunguriim skipar ráðherra í sambandsstjórn- ina. Hún ber ábyrgð gagnvart vísi- kóngnum. Það vantar því mikið á að Indland eigi að fá strax sjálf- stjórn eins og til dæmis Kanada. Nefndin gerir ráð fyrir að sjálf-- stjórn Indverja verði aukin smátt og smátt,. Foringjar indverskra þjóðernis- sinna eru mjög óánægðir með þess- ar tillögur, álíta þær algerlega ónógar. Ráðstefna um málið verð- ur haldin í London í október en vafasamt hvort indverskir þjóðern issinnar senda fulltrúa þangað. Höfn í júlí 1930. P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.