Morgunblaðið - 21.08.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Frá dðgum Jörundar hundadagakóngs Endurminningar frá sýsiumannsheimili. 1 sumar kom út bók hjá Levin og Munksgaards forlagi í Höfn, sem á erindi til íslenskra lesenda. Bókin heitir: Pru Gytha Thorla- cius. Erindringer fra Island i Aarene 1807—1815. Er þetta 2. útgáfa af endurminningum þess- um. Fyrsta útgáfa kom út í Ring- köbing 1845. Er sú útgáfa til hjer í Landsbókasafninu, en fáum kunnug. Höfundur endurminninga þess- ara , Gytha Thorlaeius var fædd í „Stjernekroen“ í Lundbyvester á Amager 1782, dóttir Matthíasar Steffensen Howitz gestgjafa. Hún giftist árið 1801 Theódór Thorla- cius er það ár hafði fengið veit- ingu fyrir Suður-Mvilasýslu. Theó- dór Thorlacius var sonur Skúla Thorlaciusar rektors við Frúar- skóla í Höfn. Theódór Thorlacius tók við sýsl- unni 1801 og var sýslumaður Sunnmýlinga í 12 ár. Árið 1813 fekk hann Árnessýslu, en fluttist skömmu síðar til Danmerkur. — Hann dó 1850, en kona hans, er ■endurminningarnar reit frá Islands veru sinni dó tíu árum síðar. Tengdasonur þeirra, Yictor Bloek sóknarprestur annaðist út- gáfu endurminninganna í Ring- köbing 1845. En útgáfunni var þannig hagað, að útgefandinn stytti handrit höfundar að mun ■og breytti frásögninni eftir sínu höfði. Frásögn höf. þar sem hún helst óbreytt, er að vísu nokkuð langdregin, og mærðarfull, og er því aðferð tengdasonarins skilj- anleg. En hætt er við, að all- rnildð af merkilegum og skemti- legum atriðum endurmininganna hafi glatast í þessari meðferð. Frumrit höfundar týndist í bruna árið 1881. Þessar endurminningar gest- gjafadótturinnar frá Amager bera það vitanlega með sjer að öllu leyti, að hún kemur hingað öllum lífsskilyrðum og landsháttum ó- kunnug. Frásögn hennar lesa menn með það í huga, að hinni erlendu korfu hafi vaxið ýmsir erfiðleikar í augum, meira en ef hún hefði verið borin og barnfædd hjer. En ein- mitt vegna þess, að hún kemur hingað sem gestur og framandi verður í hennar augum ýmislegt það sögulegt og frásagnarvert, er landsmenn hafa þá skoðað, r sem sjálfsagðan hlut. En fyrir nútímafólk, sem eigi hefir kynt sjer hver voru lífskjör manna hjer á íslandi fyrir 100 árum, er það einkennilegt að heyra hvílík örbirgð og vesaldómur var hjer þá. Þegar sýslumannskonan í Eskifirði, sem endurminningarn- ar skrifar, fær t .d. að gjöf 2 lóð af hvítasykri, og er gjöfin svo mikils virði, að gefandinn ákveður að böggulinn megi ekki opna fyr •en á tilteknum hátíðisdegi. Frá harðindavorinu 1811 segir m. a. Vorið var hart, og lá haf- ísinn við landið fram á sumar, svo eigi varð róið til íiskjar Margir fátæklingar liðu skort. Sýslumannshjónin gáfu til kynna, að þau mundu geta gefið fátæku fólki spónamat. G. Th. segir frá því, að fátæklingur hafi komið einn dag og beðið um að gefa sjer að borða. Honum var lofað að hann skyldi fá að vera um kyrt í nokkra daga. Frú G. Th. segir frá: Daginn eftir heyrði jeg hundgá og lít út um gluggann. Sá jeg þá mann koma gangandi og setj- ast á garðinn. Jeg fer iit og ætla íið spyrja um erindi hans. En er jeg kem til hans, fölnar hann upp og er örendur. Fólk safnast utan um hann. Ilann lá liðið lík með poka sinn á bakinu. Álitið var að liiinn hcfði ekki þolað áreynsluna að ganga eftir svellunum. Við bár- um líkið niður í naust, og sungum sálma yfir því. Förumaðurinn, er hjá okkur var, fylgdi líka. Hann dó þrem dögum seinna. Talið var að hann hefði ekki þolað breyt- inguna á matarhæfinu. Lík hans var sett í naustið. Nokkru seinna sá sýslumanns- konan menn koma að bænum. Þeir voru með sjúkling er þeir fluttu hreppaflutningi. Níu manns voru í heimili þar sem hann liafði verið, og matbjörg ekki önnur en mjólkurdropi úr einni kú. Er ferðamenn ætluðu að leggja á stað aftur, var þurfalingurinn meðvit- undarlaus. G. Th. bað þá hvergi fara með hann. Var nú búið um hann. Hann fekk aldrei meðvit- mid, og gaf upp öndina nokkrum dögum síðar. Þá bættist þriðja lík- kistan við í naustið. Margs konar lýsi’ngar fær mað- ur í bók þessari um hin óskaplegu samgönguvandræði á þessum ár- um, þegar strandferðir voru vit- aniega engar, Jlandferðir ákaf- lega erfiðar og samgöngur við látlönd mjög óviss vegna sjóræn- ingja og siglingabanns á ófriðar- árunum. En sýslumannshjónin ljetu það ekki á sig fá, og fóru bæði til út- landa á þessum árum, og eins landveg landshorna á milli. Margt bar til á ferðum þeirra, bæði innanlands og utan. Skip hrekj- ast landa á milli, lenda í ís og í höndum sjóræningja. Og eitt sinn er sýslumaður var á ferð um Skaftafellssýslu, ætlaði bóndi þar, sem sýslumaður hafði sektað, að taka. sýslumann fastan og hefna sín á honum. Er skringi- leg frásögn um þá viðureign. Þá er og eftirtektarverður kafl- inn um Jörund hundadagakonung. Sjest vel af þeirri frásögn, hve mikið hefir verið um fyrir fólki hjer á þeim dögum, því hjer er auðsjáanlega sagt hreinskilnislega og satt frá viðhorfi því, sem þá blasti við hinni ráðþrota, bjargar- lausu þjóð. Kaflinn um Jörund er svohljóð- andi í orðrjettri þýðingu: Það var sumarið 1809, að gerð var einkennilega voguð tilraun til þess að ná Islandi úr sambandi við Danmörku, hvort heldur sem það var tilgangurinn með þessu æfin- týralega tiltæki að gera ísland að sjálfstæðu ríki, ellegar að setja það undir enska stjórn. Hafnarbúi einn, Jörgen Jörgensen, sem vetur- inn áður hafði verið á íslandi, en annars dvalið undanfarin ár í Eng- landi, kom til Reykjavíkur á ensku skipi, hertók bæinn, og ljet út- nefna sig sem Islands „Behersker og Beskytter“. Lausafregn kom um þetta til Thorlaciusar sýslu- manns, en hann lagði ekki trúnað á það. En daginn eftir kom ’P. Guð- mundsson sýslumaður og fær.ði Thorlacius skjöl sem fullkomlega staðfestu fregnina. Jörgen Jörgen- sen gaf þar til kynna, að hann væri landsstjóri íslands. Hann skipaði Thorlacius sýslumanni að senda til sín hraðboða, er yrði að vera kominn til sín að 6 vikum liðnum, með ákveðna yfirlýsingu um það, að hann segði dönsku stjórninni upp trú og hollustu og þjónaði Jörgensen. Að öðrum kosti mætti Thorlacius búast við því, að hann yrði að leggja niður embætti sitt -— og þar eð hann væri ekki innfæddur íslendingur þá yrði hann að flytjast sem fangi til Vestmannaeyja á skipi því, sem Jörgensen ætlaði að senda til Eski- fjarðar með vistir. Sýslumanni var fyrirskipað að segja til um það livaða vörur menn vanhagaði mest um í verslunarstöðunum eystra, svo hægt væri að senda þær þang- að. En ef það kæmi fyrir, að danskt skip kæmi til Austfjarða, og það sannaðist, að einhver hefði verslað við Dani þar, þá væri það dauða- sök. Það myndi verða auðvelt að komast á snoðir um það, ef slíkt kæmi fyrir, sagði liinn voldugi landsfaðir ,því hann hefði skip á sveimi kringum landið til þess að reka dönsk skip frá landinu. — Ef tíð hjeldist góð, árnar væru reiðar, ætlaði hann sjálfur að koma austur. Það voru vissulega engin gleði- tíðindi fyrir sýslumannshjónin, og lijer þurfti bæði djörfung og sjálfs afneitun til þess að standast freist inguna, því vel hefði það komið. sjer að fá allar nauðsynjavörur sem menn þá vanliagaði um, og hve ógurleg tilhugsun var það ekki á hinn bóginn að vera fluttur sem fangi til Vestmannaeyja? Hve fánýtur og árangurslaus var ekki allur mótþrói, þíw eð ekki var annað sýnilegt en Jörgensen hefði alt vald í sínum höndum, og allir beygðu sig fyrir því. Sunnlending- ar höfðu játast undir yfirráð Jörg- ensens, og enginn virtist ætla að sýna mótþróa. Ottinn um það, að Jörgensen hefði mikið leynilegt vald í bakhöndinni virtist hafa lamað alla andstöðu og andmæli, því hinn mikli Valdsmaður hafði lofað þeim miklum verðlaunum, sem sögðu honum frá einhverjum er efuðust um vald hans. Aðeins á næturna þorði frú Thorlacius að tala við mann sinn um þetta mál, eins og henni bjó í brjósti, og kom þeim saman um að líkindi væru til þess, að Jörgensen væri ekki annað en loddari og svik- ari, sem þó gæti gert öllum Dön- um á fslandi mikið til miska, því hann hefði tök á því, að ráða landinu eftir vild sinni, og klekkja á andstæðingum sínum, áður en nokkuð frjettist um aðfarir hans til Danmerkur. Thorlacius sýslumaður var þó ekki í efa um það, hvað hann ætti að gera, hann ætlaði ekki að bregðast konungi sínum, og var hann reiðubúinn til þess að leggja niður embætti sitt, fara í farigavist með konu sinni til Vest- mannaeyja. Yfirlýsingin um það efni hafði hann skrifað, og sendimaður Iians var ferðbúinn Utanáskriftin var: „Til hr. Jörgen Jörgensen“, í stað- inn fyrir þá fyrirskipuðu (sem víst flestir notuðu). „Til hans há- göfgi Herra J.örgen Jörgensen, hæstráðandi yfir eynni fslandi, til lands og sjávar og verndari henn- ar.“ Frúin varð mjög óttaslegin er hún sá utanáskrift þessa, því hún bjóst við, að hin einfalda ut,- anáskrift mundi æsa valdsmann þenna að óþörfu móti þeim, og íta iindir hann að hefna sín. Hún bað því mann sinn mjög eindregið um að hafa hina fyrirskipuðu ut- anáskrift á brjefinu, en sjálfur mætti hann ráða því, livað hann skrifaði í brjefinu sjálfu, jafnvel þó hann þar nefndi Jörgensen föðurlandssvikara. Hún grjet og knjekraup fyrir manni sínum, og bað liann breyta utanáskriftinni, en hann sat við sinn keip, eins og rjett var. Sendimaðurinn lagði af stað. Nú gatu nienn átt von á Jörg- ensen hvenær sem vera skyldi, ef eigi var orðið of áliðið fyrir hann til að ferðast. Og hvers var þó að vænta af hinum ágæta lífverði hans; þar voru meðal annars þrír menn er Thorlacius hafði dæmt í tugthúsið fyrir kirkjuþjófnað. Það var mikil hugarhægð fyrir frú Thorlacius, að hún átti mynd af bróður Jörgensens. „Mynd þessa“, segir hún, „skoðaði jeg sem verndargrip minn og geymdi hana eins og sjáaldur auga míns. Sagt var að Jörgensen væri í rauninni brjóstgóður maður, og því bjóst jeg við, að ef hann kæmi til okkar og sæi myndina af bróður sínum, mundi hann meta hana svo mikils, að hann mundi ekki verða okkur illur við- ureignar. Myndina skyldi jeg liafa meðferðis hvert sem jeg færi. Oft hugsaði jeg um það, hvílíkt happ það var, að Jörgensen skyldi hafa setið fyrir, svo mynd hans gat orðið til hughreystingar fyrir mig í raunum mínum.“ Vegna þess að menn gátu vænst þess versta, höfðu sýslumannshjón- in hugsað fyrir því, að koma börn- um sínum í fóstur hjá íslensku fólki, og var bundið fastmælum um það, ef til kæmi. En um leið, og einnig vegna þess, að þau vildu tryggja sjer eitt og annað, sem þeim fanst ráðlegt að taka með sjer í fangelsisvistina í Vest- mannaeyjum, urðu þau að láta af liendi hitt og annað, af húsmun- um sínum. En brátt breyttist alt og endir varð bundinn á vand- ræði þeirra. „Það bar til í september“, skrif- ar frú Thorlacius", að við frjett- um að yfirvald landsins hafi gefið Reykjavíkurkaupmanni einum Seyðisfjörð, og kaupmaður þessi hafi þegar tekið við eigninni. Guð- mundur Ogmundsson faktor og maðurinn minn komu sjer saman um að fara til Seyðisfjarðar svo lítið bæri á, til að fá fregnir af þessu. — Um sólsetur sama dag og þeir lögðu á stað í ferð þessa, sá jeg að maðurinn minn kemur í þeysireið innan dalinn. Nýkomið mikið úrval af tækifærisgjðfnm. Hjðkrnnardelldln, Austurstræti 16. Sími 60 og 1060. 3 herbergi og eldhús óskast-1. október, 4 fullorðnir í heimili. Upplýsingar í síma 1615. Geiftreylur fallegt og fjölbreytt úrval á fullorðna og böm. Manchester. Binn hransti nær i viðskiftin. Besta rá<lt tu viðhalds heilsnnni er dagleg notk- nn a! „Helloggs'V flll Bran. Reynið einn pakka strax í dag. ] ALL-BRAN Ready-to-eat Alao makmrm of KELLOGG'S CORN FLAKES Soldby mií Grocers—(fi thm Rod mnd Grecn Pmckaim í því hann staðnæmist spyr jeg óttasleginn hvort hann hafi mætt Jörgensen. Hann neitar því. Hann er mjög glaður í bragði. Hann segir mjer nú, að þeir Guð- mundur og hann hafi verið komnir yfir Eskifjarðarheiði og Slingru- dal og verið að leggja upp á Seyð- isfjarðarheiði, er þeir hafi komið auga á ríðandi mann, er kom uiður Tungudal. Þeir staðnæmast og bíða eftir manni þessum. Þeir spyrja manninn af ferðum hans, en hann svarar að liann komi að norðan, sje á leið til Eskifjarðar til Thorlaciusar sýslumanns, og — konungur okkar er farinn til helv. ... Jeg hefi mörg brjef til sýslumannsins frá Suður- og Norð- urlandi. „Komdu með þau“, sagði maðurinn minn. „Jeg er Thorlacius sýslumaður.“ Sendimaður hans til Jörgensens hafði komist til Ste- fáns Thorarensens konferensráðs á Möðruvöllum. Nú fengum við brjef frá Höfn og víðar, og urðum him- inlifandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.