Morgunblaðið - 07.09.1930, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ
V
8
Sprenghlœgilegar gamanvísur,
„Giftingarþankar Slggu og Nana“, verða seldar á götunum í dag og næstu daga.
Drengir og telpur sem vilja selja þær komi á Frakkastig 24.
H var
ætlið þjer að láta myuda yðnr
eða börutn?
Loftnr
í Nýja Bíó
svarar þvi milli kl. I og 4 snunnd.
>
Afskornair rósir og falleg garð-
blóm í Miðstræti 6.
JFasteignastofan, Hafnarstræti 15
Ivefir enn til sölu nokkur hús með
lausum íbúðum 1. okt.
Jónas H. Jónsson. -
Símar 327 og 1327.
Saltfiskbúðin hefir glænýja rauð-
sprettu og stóra liiðu. Sími 2098
og 1456.
Hárgreiðslustofan, Laugaveg 42,
opin daglega frá 8—7. Sími 1262.
Falleg sumarblóm og afskorin
blóm, einnig plöntur í pottum.
Hellusundi 6. Sími 230.
<
Leiga.
>
Jeg vil leigja verkstæðispláss eða
geymslu. Nýlendugötu 4. Jónas
lot.tsveinsson.
Vefrarkðpur
og kápnskinn nýkomið,
fallegt úrval.
Verslnntn Vik.
Laugaveg 52. — Sími 1485.
Giarðalðrn
gaiv. og svart,
fast ná í
JÁRNVÖRUDEILD
Jes Zimsert.
Hnnið A. s. I.
Orgel
frá hinni ágætu verksmiðju
J. P. Andresen.
höfum við fyrirliggjandi í
miklu úrvali.
Ágætir greiðsluskilmálar.
Notuð hljóðfæri tekin í
skift-um.
KötrTnViðac
Hljóðfæraverslim.
Lækjargötu.
Ifíistinddmsofsóknir
kemmúnista.
Úr skýrslu breska sendiherrans i
Moskva.
örænmetl:
Hvítkál.
Gulrætur.
Rauðrófur.
Blaðlaukur.
Selja.
Rauðaldin.
Gulrófur (ísl.).
Laukur.
Blómkál (ísl.).
Jarðepli (innl. og útl.).
N ýlend u vörudeild
JES ZIMSEIi
Um þetta leyti fyrir 15 árum
höfðu síldarskip hjer við land
aflað síld í 279.000 tunnur.
Til Strandarkirkju frá Þ. S.,
Hafnarfirði 5 kr. B. S. 5 kr. S.
H. 2 kr. Keflavík 15 kr. H. 15
kr. N. N. 5 kr. O. K. 10 kr. Göml-
um manni fyrir vestan bæ 10 kr.
V. K. 5 kr. Ónefndum 2 kr.
Til fátæka drengsins frá N. N.
10 kr. E. S. 5 kr. G. 2 kr. S. H.
2 krónur.
| Veiðibjallan flýgur til Isafjarðar
í dag, ef veður leyfir.
• Sig. Guðmundsson skólameistari
lá Akureyri er staddur í bænum.
Allmikið hefir menn greint á um
afstöðn Sovietstjómarinnar til
kristindómsins, og sumir látið mik-
ið af ofsóknnm hennar í garð
kristninnar, en aðrir hafa borið til
baka og sagt róg einn og illmælgi.
Sannleikurinn mun vera sá, að
sumt af ofsóknarsögunum er orð-
iim aukið, en enginn vafi er á því,
að stjórnin leitast við svo mikið
sem henni er mögulegt, að uppræta
kristindóm, en innræta „Lenin
dom“, og er þá vitanlega ekkert
fyrir það að sverja, hvað ofstækis-
fullir Lenin-sinnar kunna að aðhaf
ast, þó stjórnarvöldin beri ekki
beinlínis sökina á neinum hryðju-
verkum. Skýrsla frá breska sendi-
lierranum í Moskva til ensku
stjórnarinar nm þessi efni, munu
skýra nokkurnveginn hlutdrægnis-
laust frá málavöxtum, og frásögn
hans er á þessa leið:
„Mönnum er frjálst að biðjast
fyrir, skíra hörn sín, giftast og
greftrast eftir kristnum sið, og
samskonar frelsi liafa Gyðingar og
Múhameðstrúarmenn. En ef hins
vegar kommúnisti, sem tillieyrir
kristinni fjölskyldu deyr, krefjast
flokksbræður hans að fá að grafa
hann samkvæmt þeirra siðum. Það
er að segja, foringi eða fulltrúi
lcommúnista flokksins er viðstadd-
ur og eys hann moldu og heldur
um leið ræðu um blessun og ágæti
stjómarbyltingarinnar. Og þar sem
guðsafneitun er eitt af inngöngu-
skilyrðum í kommúnistaflokkinn,
þá er það álitið að þetta hljóti að
vera samkvæmt vilja og óskum
hins látna.
Það er öllum knnnngt, að Soviet
stjórnin er andstæð trúarbrögðum,
enda gerir hún ekkert leyndarmál
af því. Er það álit hennar, að trú-
ar brögð yfirleitt, og þó einkum
kristindómurinn, sjeu í beinni and-
stöðu við undirstöðuatriði kommfin
ismans. — Þeir sem nú sitja að
völdum, játa það hreinskilnislega,
áð fyrir þeim vaki fullkomin út-
1‘ýming triiarbragða úr Rússlandi
og eins og sjá má af nýútkomnum
lögum, vænta þeir, að þessum ár-
angri verði náð með því að hanna
alla trúarbragðafræðslu meðal ung
menna innan 18 ára aldurs. Eftir
þann tíma má hver afla sjer þeirr
ar trúarbragðafræðslu, sem hann
æskir. — Prestar eru rændir öllum
borgaralegum rjettindum svo sem
kosningarjetti. Verða söfnuðurnir
að sjá fyrir þeim og lifir hávaði
þeirra sæmilegu lífi, þótt allmargir
hafi auðvitað mist atvinnu sína og
komist á vergang. En ef prestar
sýna af sjer einhvern fjandskap
eða mótspyrnu við stjórnina, geng
ur auðvitað hið sama yfir þá og
aðra, að þeir eru skotnir, settir í
fangelsi eða reknir í útlegð til Sí-
beríu. Ekki hafa þeir rjett til
venjulegs skólauppeldis, og gengur
það sama yfir þá að þessu leyti
og fyrverandi aðalsmenn og þjóna
keisarastjórnarinnar, nema þeir
gangi Sovietstjórninni á hönd. Er
þannig í sjálfu sjer ekki þröngvað
athafnafrelsi kristinna að því er
guðsþjónustugerð snertir. En í
sjálfu sjer verður því ekki neitað,
að þetta er ákveðin mótspyrna
gegn trúarbrögðum, og hljóta prest
arnir næstnm því stöðu sinnar
vegna, að andmæla stjórnarvöldun
um, en það verður þeim svo aftur
að ltegningarsök. Er þá ljóst, liver
endirinn hlýtur að verða.
Þannig mælir sendiherrann, og
mun það vera mála sannast, að öll
viðhöfnin við smurningu Lenins,
hafi gert hann í vitund þjóðarinn-
ar að þeim frelsara, sem hún nú
hefir tekið trú á í stað hinna
gömlu guða. En öll trúarbrögð
skapa andlega kyrstöðu, ef þau
eru einsýn og ofsaleg. Og þannig
virðist einmitt dauðatak þessa rúss
neska násmyrlings, er án efa var
stórmenni á sinni tíð, vera að sliga
heilbrigða þróun jafnaðarstefnunn
ar í Rússlandi. Bestu menn þjóðar
innar eru reknir í útlegð, en mið-
lungsmennirnir, sem ekki eru færir
um að benda á neinar nýjar leiðir
og aðrar en þær, sem Lenin var
með fyrir 10—20 árum síðan undir
alt öðrum kringumstæðum, sitja
við stjórnvölinn, og öll alþýða
manna fellur fram við kistu Len-
ins og gerir bæn sína af samskon-
ar hjátrú og fjálgleik og hún til-
bað dýrlingana áður. í stað svo
nefnds kristindóms er kominn
„Lenindómur* ‘.
(Heimskringla.)
------■íílí’jÞ——
Neðansjávar pólförin er engin
glæfraför.
Þegar það frjettist að pólfarinn
Wilkins ætlaði að úthúa kaf-
nökkva og fara í honum nndir
hafinu alla leið norður á pól, þá
litu menn alment svo á, sem hjer
væri um að ræða amerískt hug-
mýndaflug til þess eins gert að
láta á sjer bera. Og þeir sem færu
í ferð þessa færu fyrst og fremst
í opinn dauðann.
Nú hefir norski vísindamaðurinn
H. U. Sverdrup prófessor látið í
ljósi þá slcoðun sína, að ferð þessi
gæti orðið mjög hættulaus. Yerið
er að útbúa kafnökkvann.
Á dekki nökkvans verða ýms
rannsóknaráhöld í vatnsþjettum
hólfum. Nökkvanum verður stýrt
eftir magnetiskum kompás. Glugg-
ar verða á nökkvanum fyrir þá
sem framkvæma eiga ýmsar at-
huganir.
í nökkvanum verða borar, sem
Iiægt verður að bora með gegnum
göt á dekkinu og gegnnm 6 álna
þykkan ís. Einn af borum þessum
er 75 sm. í þvermál. Gegnum hor-
gatið getur maður farið upp á
ísinn.
Lagt verður af stað í ferð þessa
frá Svalbarða næsta vor.
Fiskiveiðarannsóknir við Jan
Mayen.
Norðmenn hafa sent skip til Jan
Máyen til að athuga hvort þar sje
sá veiðiskapur að það borgi sig að
senda þangað skip. Veiðst hefir
þar bæði þorskur og síld, en veiðin
er svo lítil að eigi er ráðlegt að
senda veiðiskip þangað. Drykkjar-
vatn er erfitt að fá þar, og láta
þeir sem þangað fóru yfirleitt illa
yfir því að vera þar.
Þeirv
sem hafa í hyggju að fá sjer
til vetrarins hið ágæta spað-
saltaða dilkakjöt frá Kaup-
fjelagi Nauteyrarhrepps, eru
beðnir að koma sem fyrst
með pantanir sínar til undir-
ritaðs, sem veitir þeim mót-
töku fyrir fjelagsins hönd
hjer, því það byrjar að slátra
nokkru fyr en alment gerist.
NB.
Þeir sem eiga góðar eikar-
tunnur geta sent þær til fje-
lagsins, merktar sínu nafni
að Arngerðareyri, pr. Isa-
fjörð.
Snorri Jóhannsson,
sími 503.
2—3 herbergi og eldhús óskast;
til leigu, í nýju húsi, frá miðjum
vetri eða fyr.
Fyrir fram greiðsla, að eiu-
hverju leyti, getur komið tií
greina.
Tilboð í lokuðu umslagi leggist
inn á A. S. 1. merkt „18“.
Silv®
silfurfægilögur
er óviðjafnan-
legur á silfur,
plet, nickel og
alumineum
Fæst í öllum
helstu verslun-
um.
járnvörudeild
JES ZIRR8EN