Morgunblaðið - 07.09.1930, Blaðsíða 12
12
MOP.GTINBLAÐlf)
GiíetterakvielablöS
U. S. A. ogKanadisk eru
nýkomin.
Verðið lækkað!
1 sk. 0.35, 5 stk. pk. 1.65.
10 stk. 3,30. .
Rakvjelar
stórt og- ódýrt úrval.
JÁRNVÖRUDEILD
JES ZIMSEN
Grindavik.
Erum byrjaðir á reglubundnum
ferSum til- Oríndavíkur. -— Frá
Reykjavík kl. 6 e. h. á virkum
dögum en kl. 9 e. h. á helgum.
Frá Grindavík kl. 10 f. h. alla
virka daga.
Btfreiðastðð Steindórs.
Símar 580—581—582.
Greiðnr
og
Geroko-greiðuhreinsarar.
Nýkomið í
Ejnkrunardeildina
Austurstræti 16.
Símar 60 og 1060.
Smælki.
Hefir Amy Johnson verið
móðguð?
1 einu stórblaði Lundúna stóð
þessi klausa um Amy Johnson:
„Hún iítur alveg eins út og hún
væri ritvjelarstúlka í Lundúnum“.
Daginn eftir ljetu ekki aðdá-
endur Amy á sjer standa. — Það
var skrifað á þá leið um liana, að
hún væri óþekta stúlkan, sem
liorfið hefði í himininn og væri
nú komin aftur með geisladjásn
iim liöfuðið, svo að jafnvel sólin
sjálf mætti öfunda hana.
Henni hefir verið líkt við Kleo-
pötru og meyna frá Orleans. Þótt
þessar samlíkingar hafi nú verið
allvillandi, þá hefir höfundum ver-
ið fyrirgefið það alt. En að nefna
slíka kvenhetju í sambandi við
ritvjelarstúlku og bera hið fágæta
afreksverk saman við hversdags-
legt strit, það hleypti hugum fjöld-
ans í bál og brand.
Amy Johnson hefir verið móðg-
uð, skrifaði einn rithöfundurinn
öskuvondur, en gleymdi því, að
um leið móðgaði hann kvenliet.jur
hversdagsannanna þúsundum sam-
an, sem vinna fyrir daglegu brauði
bæði sjálfra sín og fátækra mæðra
og systkina. Eitt blaðið sneri sjer
til Amy Johnson og spurði hana
bvort hún liti á ummælin sem
móðgun.
Hún svaraði að hún vildi gjaman
líkjast ritvjelarstúlku, og útlit
hennar gæti einmitt vel bent á
að hún væri það, og hún liti
þannig á þetta mál, að hún væri
hvorki verri nje betri en þær
stúlkur, sem ynnu dyggilega og
með baki brotnu fyrir lífinu.
John D. Rockefeller,
sem einu sinni var ríkasti maður
í heimi, er nú orðinn 91 árs. Eigur
hans voru fyrir nokkrum árum
400 miljónir sterlingspund. Nú hef-
ir sonur hans tekið við fjárfor-
ræðinu, en gamli Rockefeller býr
á jörðum sínum við Hudsonfljótið.
Þar „spilar“ hann golf daglega
og skreppur á hestbak við og við.
Þessi gamli auðkýfingur var mjög
hataður á yngri árum, en er nú
mjög vel sjeður af nágrönnum sín-
Fegurðardrotningar. Myndin sýnir sjö fegurðardrotning^r, sem
nýlega ftku þátt í samkepni um f egurðartign í Texas. Þær eru full-
trúar Tyrklands, Þýskalands, JJng verjalands, Suður-Rúmeníu, Rúss-
lands, Norður-Rúmeníu og Frakkl ands.
um. Meðal annars hefir hann kom-
ið á fót hinni heimskunnu Rocke-
feller stofnun, og gaf til henn-
ar 200 miljónir sterlingspunda,
í þakkarskyni fyrir uppskurð á
honum, sem hepnaðist vel. — Við
það tækifæri settu bestu sjerfræð-
ingar í magasjúkdómum nýjan
maga í hann, og síðan hefir Rocke-
feller einskis mátt neyta nema kex
og mjólkur. —. Annar stærsti við-
burður í lífi hans var þegar hann
var dæmdur til þesi að greiða
Standard Oil & Co., 30 miljónir
sterlingspunda. Við það fóru Roc-
kefellers fjelögin í mola.
Gamli maðurinn hefir góða von
um að verða 100 ára gamall, og
enginn, sem þekkir hann, efast um
það eftir útliti hans að dæma, að
svo geti orðið.
(
Þýsk fjárglæfrakona. — Hár-
greiðslukona í Köln, frú Felschner
að nafni hefir talið fjölda manna
trú um, að hún gæti ávaxtað fje
þeirra með hagkvæmu móti. Hefir
hún flekað ýmsa menn til að
greiða sjer um 1 miljón marka.
Til þess að styrkja viðskiftamenn-
ina, í trúnpi, liefir hún greitt þeim
við og við fjárhæðir nokkrar, sem
áttu að vera ágóði af innstæðu
því sem innborgað hefir verið. —
Peningana sem hún fjekk í hendur
geymdi hún í kommóðu sinni.
Fyrir nokkru varð frúin ástfang
in,í ungum manni að nafni Glo-
winka. Hann notaði sjer af því, og
narraði út iir henni 100.000 mörk.
Fjenu sóaði hann á veðhlaupa-
brautum. Hann varð leiður á öllu
saman og skaut sig. Frú Felschner
var í íbúð hans er hann framdi
sjálfsmorðið. Lögreglan grunaði
hana um morð. Hún var því liand-
tekin. Þá komst jipp um fjársvik
hennar.
Frá Rússlandi.
Vísindamaður einn að nafni
Platonov var tekinn fastur fyrir
nokkru í Leningrad, og varpað í
fangelsi. Síðan var hann fluttur
til Moskva, og þar dó hann í hönd-
um böðla sinna.
Ástæðan fyrir því að hann var
tekinn var ókunn fyrst í stað. En
siðar frjettist að bolsar hefðu læst
klóm sínum í hann vegna þess að
fundist hefði í fórum hans yfir-
lýsing frá Nikulási keisara og
Mikael stórfursta um það að þeir
afsöluðu sjer rjettinum til vald-
anna. En það töldu bolsar dauða-
sök, að halda því plaggi leyndu.
Saðunah.
las það út úr svip hans að orð-
rómi eiginmanns hennar væri borg-
ið hjá honum.
Refsinornin nálgaðist hann og
hinn dauða sektarfjelaga hennar
hröðum skrefum. Hún var seld
blekkingunni á vald.
26. kafli.
Jeg get jafnvel fundið þetta!
Wansford lávarðúr hafði heitið
ttjálfum sjer því, að skemta sjer
dáljtinn tíma, í hinni glaðværu
bo^g, París, og fá þannig uppbót
fyrir hina döpru daga í höllinni.
Jaffray og Laroche höfðu ým-
isleg erindi á höndum í Parín,
se«í stóð í sambandi við May,
og er þeir höfðu lokið þeim, hjeldu
þeár aftur til Lundúna.
Er þeir voru í þann veginn að
skifcja hjá Charing Cross, þá mint-
ist málafærslumaðurinn af tilvilj-
ur á málefni, sem var mjög mik-
ilsyarðandi fyrir hann, og sem
I/aroche hlaut að verða gert að-
Tftgt með fyr eða seinna.
— Mjer er ókunnugt um hvort
þjer vitið nokkuð um það, eða
hvort frú May hefir minst á það
við yður, en jeg á .hálfa miljón
inni í dánarbúinu fyrir dálítið
sem jeg leysti af hendi fyrir May.
— Það hefir enginn smágreiði
verið, ef það hefir kostað liálfa
miljón, svaraði Laroche. Hvers
konar starf var þetta? Ætli jeg
finni nokkuð í skjölunum viðvíkj-
andi þessu?
Jaffray varð reiðari en nokliru
sinni áður, yfir því að frúin skyldi
hafa trúað þessum slægvitra skrif-
ara fyrir öllum þýðingarmestu
skjölum dánarbúsins. Ef hann
hefði verið í liennar sporum, hefði
hann ekki treyst honum til þess.
Honum geðjaðist ekki að útliti
lians.
Það var þýðingarlaust að fara
að skrökva upp einhverri sögu.
Það varð að leggja fram gögn
fyrir því að hann færi með rjett
mál.
— Jeg efast ekki um, að þjer
munuð finna þau. — Jeg veit að
veslings gamli May tók eftirrit af
skjalinu á sínum tíma, en auðvit-
að, sýni jeg yður mitt, ef hans
hefir glatast á einhvern hátt.
— Og eðlilega viljið þjer fá
upphæðina svo fljótt sem unt er,
sagði Laroche alúðlega.
— Já, það vildi jeg umfram
alt. Jeg varð að borga úr mínum
eigin vasa, þareð bráðan bar að.
— Hvenær var skjalið dagsett?
spurði skrifarinn. Grunur hans
liafði þá verið á rökum bygður
að sumu leyti. May hafði ekki
verið eins ríkur og alment var
haljið, annars hefði hann ekki
fengið hálfa miljón að» láni hjá
Jaffray. Og hann var þannig næst-
um alveg viss að hinn slungni
málafærslumaður hefði látið vin
sinn borga lánið ríflega.
— Jeg man ekki dagsetninguna
nákvæmlega, en það var rjett
eftir morðið á veslings gamla"
Judd; í síðasta sinn, sem jeg var
í höllinni meðan May var á lífi.
—- Jeg vænti að skjalið skýri
frá því, sem þjer hafið gert?
Það var ekkert sjerkennilegt við
framkomu Laroche, þegar hann
setti fram spurningar sínar.
Hann gerði ekki nema það, sem
kaupsýslumanni sæmdi, að rann-
saka það að krafan, sem gerð
var til dánarbús húsbónda hans
væri rjettmæt og ófölsuð.
Jaffray datt margt í hug, undir
þessari rólegu yfirheyrslu.
Það var vissulega mikið ólán
fyrir Iiann, að May hafði dáið á
þessum tímamótum.
— Sjáið þjer nú til, það er
eins gott að þjer vitið það htrax
eins og seinna. Þjer hafið heyrt
eitthvað um Fan Farigoul málið,
býst jeg við?
— Jeg veit að May og þjer
höfðuð mikinn áhuga fyrir því,
en einstök atriði þess máls sagði
May engum manni. Jeg man ekki
til þess, að jeg liafi nokkru sinni
skrifað eitt brjef um þessi efni.
En jeg ímyndaði mjer altaf, samt
sem áður, að hann væri dálítið
kvíðandi út af því. Laroche hætti
á að láta sjer þetta um munn
fara.
— Já, það var nú ekki sem
heillavænlegast, sagði Jaffray og
talaði eins kæruleysislega og hon-
um var unt.
Reckitts
Þvottablámi
C jbrir I i n i d
f ann hvitt
EGGERT CLAESSEN
hæstaxj ettarmálaflutnlngsmaíJnr.
Skrifstofa: Hafnarstræti 5.
31mi 871. ViCtalstími 10—12 f. &
Snmarkápnr
og kjólar.
*
Alt sem eftír er, verður
selt með miklum afslættk
Verslnninni Vík.
Laugav. 52. — Sími 1485
Nýkomið:
afar mikíð úival.
Kíkomið:
fyrir kaupmenn, kaupfjelög.
og kjötverslanir.
Kjötsagir, 3 stærðir
Kjötaxir 5 stærðir
Kjötdeigsspaðar
Kjötdeigsausur
Kjöttrog
Skálar alskonar
Sláturhnífar
Söx ,ryðfrí
Stálbrýni
Kjötkrókar, alum.
Búðarvogir 5, 10, 15 kg. •
Lóð frá 1 gramm—10 kg_
Decimal vogir
Mæliker 1 dl.—11.
Mælikvarðar x/i m., 1 m.
Balar og fötur
Kjöthakkavjelar
Káljárn o. m. m. fl.
sem er nýkomið í
JÁRNVÖRUDEILD
JES ZIISEK