Morgunblaðið - 14.09.1930, Side 8

Morgunblaðið - 14.09.1930, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þessi mynd sýnir almenningi glögt þá yfirburði, sem P. H. lampinn hefir yfir aðra lampa, og er mikið betra sönnunargagn en alt þref manna á milli, — þar eð þessi samanburðarmynd er gerð af einni hinni alþektustu ljósrannsóknarstofu heimsins, „Lichttechnisches Institut Karlsrube“, en auk þess er altaf hægt að fá ná- kvæmar upplýsingar hjá Beleuchtungstechnisches Laboratorium der technischen Hochschule, Berlin; Geheimer Regierungsrat prófessor Dr. Wedding, Berlín; Vorstand der deutschen lichttechnischen Gesell- schaft, sem einnig hefir gert mjög nákvæma rannsókn á lampanum, og sem er að sjálfsögðu alveg hlut- laus í þessu máli. — Við viljum aðallega vekja athygli á þeisum tveimur lömpum nr. 2 og nr. 3 í röðinni. P. H.-lampa höfum við altaf í fjölbreyttu úrvali. — Þjer, sem látið yður ant um augu yðar og ættingja ættuð að veita þessu athygli. — Auk þess höfum við úrval af öðrum lömpum, alt keypt frá fyrstu hendi, frá löndum svo sem: Hollandi, Tjekkóslóvakíu og Þýskalan’i. Það er þessi tilhögun á innkaupum, sem veldur því að við getum selt ódýrara en aðrir. — Þá er enn ný leið að fá ljósakrónur ódýrari heldur en á útsölustöðum hjer í bænum, en hún er sú, að athuga hið fjölbreytta verðlista úrval okkar, þar er eitthvað fyrir alla og veröið ótrúlega lágt. , Óðinsgötu 25. t f 1 Y* C C Atl Hafnarstræti 11 Símar: 867 og 1867. U1 W Ui I 1111 11110 O vl 11« Símar: 867 og 1867. wmaæamm i'm—Bii1 n11' ii' —mwnn ———bmwm—■—a———h———— Notið tækilærið! Varðveitið auguDt Saöunah. seta fyrir Fan Farigoul fjelaginu. Jeg hefi enga ástæðu til að rengja orð herra Jaffray, en mig langaði þó að spyrja yður, hvort þetta sje rjett hermt. — Þessi maður, sem þjer minnist á borgaði mjer upphæð, og sá sami maður hefir kvittað frá fjelaginu fyrir henni — hreytti Skotinn út úr sjer. Laroche stóð á fætur eins og samtalinu væri lokið. — Kærar þakkir fyrir. Þar sem jeg hefi fjárreiður dánarbúsins á hendi, verð jeg að vera svo varfærinn sem mjer er unt. Herra Jaffray sagði mjer, að þjer hefðuð ætlað að hefja mál gegn hinum látna húsbónda mínum. — Mál, sögðuð þjer það, herra Laroche. Hann barði hnefanum í borðið og sagði bálvondur: — Jeg ætla bara að segja yður það herra Laroche, ef peningarnir hefðu ekki fengist, þá mundi þessi smjaðurs- fulli bófi, Jaffray, (þjer megið segja honum óbreytt orð mín, ef yður líst), vera kominn á hausinn. Þá mundi hafa illa farið fyrir honum. — Þakka yður fyrir. Verið þjer sælir, sagði Laroche jafn ró- lega og áður. Hann titraði af æsingu en tókst furðanlega að fela það. Þessa sömu nótt vakti Laroche óvenjulega lengi og braut heilann um vandamálið. Allir höfðu gengið út frá því sem vissu, að þjónninn hefði myrt miljónamæringinn gamla, í drykkjuæði. Og samt þafði hann áður verið maður til þess að bjarga lífi húsbónda síns með því að hætta sínu eigin lífi. Laroche tók ennþá einu sinni upp úr vasa sínum borða einn, sem hann hafði fundið í húsinu þar sem morðið var framið. Hann rannsakaði borðann vand- lega, og brosti síðan, og sagði í hálfum hljóðum: Mjer tekst jafn vel að leysa gátuna að lokum. 27. kafli. Rannsóknirnar, Laroche ljek njósnarhlutverk sitt, en þó má segja honum það til hróss, að hann var ekki ein- ungis knúinn til þess af peninga- legum ástæðum, eins og Jaffray mundi hafa verið, undir svipuðum kringiimstæðum. Tilgangur hans var fyrst og fremst sá, að varna þess að þau Editha og Sandown næðu saman. Hann var sannfærður um það, að Clifton Judd hefði ekki verið d)-opinn af þjóninum, heldur af ættingjum hans. Hann gat ennþá ekki skorið úr því, hvort það hefði verið May eða Sadunah, sem hefði hleypt af byssunni. Yfirleitt hallaðist hann frekar að því, að skella þeirri skuld á Sadunah, að minsta kosti hvað upptök glæpsins snerti. Þjónninn hafði ekki drýgt morðið, enda þótt skammbyssan hefði fundist í hendi hans. Hún hefði verið látin þar. Hefði Sadunah ekki gert það j sjálf, þá bar hún ábyrgðina á að( það hafði verið gert. Til mála gat það að vísu komið, að May hefði ákveðið að fram- kvæma morðið án vitundar konu sinnar, en við nánari rannsókn mælti þó margt á móti því. Það var ómögulegt, að hann hefði farið út úr herbergi Sad- unah fyrir 1 eða 2 klukkutímum án þess að hún yrði vör við það. Og þó, undir yfirskini lasleika, gat hann hafa sagt henni, að hann ætlaði að eyða kvöldin í búnings- herbergi sínu, en hefði svo laum- ast þaðan burt í hinum glæpsam- legu erindum, án þess að hún tæki eftir því. En hvað hafði hún sjer til máls- bóta, þegar borði af kjólum henn- ar fanst inni í herberginu þar sem morðið var framið? Þetta var alt að vísu erfitt við- fangs, en þó mátti þreyfa sig áfram í málinu, stig af ,stigi. Laroche hafði mikið ímyndun- arafl, og hann rakti viðburðina með sjálfum sjer, frá þeim degi að May hefði fengið að vita um mál- sóknina, er yfir honum vofði og alt til þess kvölds, er morðið var framið, er hann hafði trygt sjer miljónirnar hans föðurbróður síns, og sent Jaffray í skyndi til þess að múta Fergusson. Fáeinum dögum seinna hafði hann farið til borgarinnar. Banka- stjórar Sadunah sendu honum á- vísun á 20 þúsund pund, en það var upphæðin, sem Mostyn May hafði lofað honum. Hún var morðinginn, p.8 minsta kosti meðsek, annað hvort undan eða eftir að , verknaðurinn hafði verið framinn; um það var hann alveg sannfærður. En þrátt fyrir alt var hún heiðarleg í peninga- viðskiftum. Það varð hann að játa. Laroche var hefnigjam að eðl- isfari, og hann gat aldrei fyrir- gefið henni, að hún hafði spilt fyrir honum við Edithu. Hvað morðið sjálft snerti, á þessum veikbygða, gamla manni, þá tók hann sjer það ekki nærri Það var ragmenskulegt bragð, er hann fann, að hann hefði aldrei getað látið eftir sig liggja, jafn vel ekki þó að Editha hefði verið í boði! Dálítilli rjettlætiskend skaut upp í huga hans og batt enda á þessar fyrri hugsanir hans í bili. Mundi hann hafa hikað við að stytta Sandown aldur, ef hann hefði fengið tækifæri til þess, án þess upp kæmist. Nei, hann varð að játa það, að hann mundi ekki hafa hikað við það. En hann hafði enga löngun til þess að ofsækja þessa óhamingju- sömu konu. Hann hafði nægilega glöggskygni til þess að sjá, að í raun og véru var það ástin til barns hennar, sem hafði komið henni til að drýgja þetta ódæði. Hún hafði sjeð að lífslán dóttur hennar var hætta búin, og hún hafði tekið til skjótra ráða að víkja hættunni á bug. Komið og fáið yður drátt á „Fram“- hlutaveltunni í G. T.-húsinu í dag. EfiGrEBT CLAESSEN hæstarj ettarmálaflutnlngsmaður. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. 3ími 871. YiCtalBtimi 10—12 f. k. Skafffelfingur hleður til Víkur næstkom- andi þriðjudag. Vörur afhendist á mánudag. Skipantgerð Riktsins. m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.