Morgunblaðið - 30.09.1930, Síða 3
M DKGl MBUÐIÐ
1
^ftorgtmHoHð
Crtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk =
Rltatjörar: Jön KjartanMon.
Valtýr Stefánaaon.
Ritstjörn og afgreiBala:
Aueturatrœtl 8. — Slml 500. p
AUKljrsingastjörl: E. Hafborgr.
Auglýslngaskrlfstofa:
Austurstrætl 17. — Sími 700. =
Helmaalmar:
Jön KJartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg- nr. 770.
Áakriftagjald:
Innanlanda kr. 2.00 á mánuBl. =
Utanlanda kr. 2.50 á mánuði. E
1 lausasölu 10 aura eintakiB,
20 aura me» Lesbök. £
■miniiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniiiiiiiii
Undirjónas
útvarpsstjóri, sendi mjer nokkur
■orð í síðasta tbl. Tímans, þar sem
hann fer þess á leit með þeirri
,kurteisi“, sem lionum er lagin,
að jeg bendi sjer á einhver þau
ummæli úr 10 ára blaðamensku
lians, er „sanni“ það, að hann
sje fjandmaður eignarrjettarins í
landinu.
Þó Jónas Þorbergsson sje meira
■en í meðaliagi fljótfær maður og
grannvitur, hlýtur hann að sjá,
að sannanir fyrir því máli fást
ekki betri en hans eigin orð. Að
hve miklu leyti hugur fylgir máli,
«r hann ræðir um viðskiftamál og
eignaforráð, verða eigi aðrir til
frásagna en hann sjálfur.
En um viðskiftamálin og eigna-
■öfhin með núverancli þjóðskipu-
3agi, liafa honum meðal ánnars
farist þannig ’orð:
„Samlcepnin (þ. e. eins og hún
viðgengst á landi hjer í daglegu
lífi), er yfirgangsstefna, sjergóð,
hóflaus og rangsleitin....... Sam-
kepnismaðurinn (en það nafn ber
mikill hluti þjóðarinnar á Tíma-
máli), er um hugarfar og lífs-
skoðun, arftaki frumþjóða, xneð
J>eim einum mun að feimulaus og
skefjalaus hnefarjettur er í við-
skiftum nútíðarmanna færður í
umgerð löghelgaðra rána, bak-
ftrli og þjófnaðar." (Tíminn 1928)
Eftir þessum orðum hans hefi
jeg fult lejrfi til þess að álíta að
hann sje því mótfallinn, að menn
eignist noklmð í almennum við-
skiftum, eins og þeim, að lians
sögn, er háttað i landinu.
Jeg hefi satt að segja haldið,
úð Jóstas Þorbergsson væri a. m.
k. í orði kveðnu fjandmaður alls
þess, er liann teldi eiga rót, sína
,að rekja til þjófnaðar og rána.
En vilji hann heldur að almenn-
ingur líti svo á, að hann.sje vernd-
ari og velunnari ránsskapar og
gripdeilda, þá er honum það marg
velkomið fyrir mjer.
Valtýr Stefánsson.
-------—-—
Rausnarleg gjöf.
London UP 29. sept. FB.
í viðurkenningarskyni fyrir
-dugnað og útheldni Breta í heims-
styrjöldinni, hefir Edward Hark-
ness, járnbrautakóngur U. S. A.,
gefið tvær miljónir sterlings-
|)unda til Bretlands, föðurlands
•síns. Sjóðnum, sem verður kall-
aður, „Pilgrim Trust“, stjórnar
fimm manna nefnd. Vöxtunum af
sjóðnum verður varið í þarfir
uytjamála í Bretiandi.
----—-------------—
Dagbðk Andrðe.
Útdráttnr birtnr nr henni.
arnar sýna það, að þeim hefir
sama sem ekkert miðað austur
á bóginn, því að ísinn rak til
vesturs. Hinn 4. ágúst gáfust
þeir því upp — voru þá á 82.
gr. 17 mín. norðurbreiddar og
29. gr. 43. mín. austurlengdar
Dagbók Andrées er 142 blað-
síður þjettskrifaðar. Eru nokkr-
ar fyrstu blaðsíðurnar lítt læsi-
legar, en búist er við, að hægt
sje að komast fram úr öllu. f
dagbókinni kennir margra
grasa; þar eru stjörnumælingar
og krónómeterstöflur, staðmæl-
ingar, lýsingar á fuglum, athug-
anir viðvíkjandi ísreki og verð-
ur Andrée talsvert tíðrætt um
það. En innan um eru gaman-
samar setningar um ferðalagið
og þá fjelaga.
í dagbók Strindbergs var að
nokkru lýst fluginu, dagana 11.
—14. júlí, og sú frásaga verður
nú miklu ítarlegri er því ei
skeytt við, sem Andrée hefir
skrifað um það sjer til minnis.
Það er sannað, að ísing lagðist
á flugbelginn og keyrði hann
niður, svo að dagana 12. og 13.
júlí rakst „karfan“ hvað eftir
annað á ísinn og var það ekki
þægilegt fyrir þá fjelaga. Kl. 7
að kvöldi hins-13. júlí kom eld-
ur upp í „körfunni", en þeir
gátu undir eins slökkt hann.
Það kemur ekki skýrt fram,
hvernig á því stóð, að þeir fje-
lagar tæmdu loftbelginn að
morgni\hins 14. júlí og settust
á ísinn. Þeir voru þá staddir á
83. gr. norðurbreiddar og 30.
gr. austurlengdar. Verður ekki
hægt að skera úr því, hvers
vegna þeir lentu þarna, fyr en
allar bækur hafa verið bornar
saman. En því, sem seinna hef-
ir drifið á daga þeirra, er lýst
í dagbók Andrées.
Kofarústornar sem „ísbjörns“-leiðangurinn fann á Hvíteyju. —
Kiðri í klakanum sjer á líkið, sem þeir fundu -þar, dúðað í fötum
og við hliðina á því sjest seglfestn-karfan.
En í dagbókinni 30. júlí kemur
fyrsta upplýsingin um það og
kollvarpar hún þeim ágiskun-
um, sem menn höfðu áður gert
um fyrirætlanir þeirra. Menn
hjeldu, að þeir myndu þegar
hafa lagt af stað til norður-
strandar Svalbarða, því að þar
áttu þeir vistaforða geymdan
á þremur stöðum. Næsta vista-
geymslan var á Sjöeyjum. En
það er langt frá því, að þeir f je-
lagar hafi fyrst hugsað um að
Á þilfari „ísbjörns“. Þar sjest, ýmislegt af því, sem leiðang-
ursmenn fundu á Hvíteyju, t. d. sleði. þrúgur, dúkur úr loftbelg
i i
„Arnarins“ og ýmislegt fleira.
Dagana 14.—21. júlí bjuggu
þeir sig undir sleðaferðina og
völdu úr þann farangur, sem
þeir vildu helst hafa með sjer.
Og seinni hluta dags 22. júlí
lögðu þeir svo á stað. í byrj-
un ferðarinnar hefir Andrée
látið sjer nægja að skrifa sjer
til minnis og eru það skamm-
stafanir og tölur að mestu leyti
Verður fyrst ekki sjeð, hvað
þeir fjelagar hafa ætlast fyrir.
ná þangað, heldur ætluðu þeir
sjer að kanna ókunna stigu til
austurs og fara fyrir norðan
Franz Jósefs land.
En ferðalagið austur á bóg-
inn gekk seint. ísinn var slæm-
ur yfirferðar og djúpar leys-
ingatjarnir voru víða og eins
vakir, sem þeir urðu að fara
yfir á segldúksbátnum. Dag-
leiðirnar urðu mjög misjafn-
lega langar og stjörnumæling-
— og sneru við og ljetu ísinn
bera sig til vesturs. Ætluðu
þeir nú að ná Sjöeyjum.
Matvæli þau, sem þeir höfðu
með sjer, voru heldur af skorm
um skamti. Þeir áttu því alt
undir því, að þeir rækjust á
„umferða-kjötbúðirnar“, eins og
Andrée kallar ísbirnina. 1 hvert
sinn, sem þeir geta lagt björn
að velli, batna horfurnar; ann-
ars verða þeir að spara mat-
inn. ísinn er sæmilega góður
yfirferðar að öðru leyti en því,
að hann „skrúfast upp“. Og
það er undir blám og vökum
komið, hve Iangar eru dagleið-
irnar. Þeir falla til skiftis í blár
og vakir, og auk þess hefir þá
Strindberg og Fraenkel kalið á
íotum, en þeir eru þó í góðu
skapi og bera sig karlmann-
lega.
Þrátt fyrir strit og stríð hef-
ir Andrée gefið sjer tíma til
þess að skrifa blaðsíðu eftir
blaðsíðu af dagbók sinni og
gera ýmsar vísindalegar rann-
sóknir. Hann safnar 20 sýnis-
hornum af leir, möl, mosa, blöð-
um og rekavið, sem hann rekst
á í ísnum. Eitt sýnishomið þurk-
ar hann á beru brjóstinu, og
hvað eftir annað kemur fram í
dagbókinni umhyggja hans fyr-
ir þessum sýnishornum. Þau
eru nú komin í hendur sjer-
fræðinga eftir aldarþriðjung, og
má vel vera, að þau reynist
mikilsverð fyrir rannsóknir á
ísrekinu frá norðurströndum Sí-
beríu yfir pólhafið.
Með hverjum deginum sem
liður nálgast þeir fjelagar norð
urströnd Svalbarða. Tvisvar
sinnum gátu þeir hlaðið öllum
farangrinum á bátinn og róið
alllangan veg eftir vökum
ísnum og það voru þeim sann
kallaðar gleðistundir, j
En er þeir komu inn í grunna
hafið skamt frá norðurströttc
Norðausturlandsin-s, bréytir ís:
rekið stefnu, og var þess því
enginn kostur að ná til Sjöeyja.
Dagana 12.—17. september
hrakti þá 100 kílómetra til
suðausturs. Tók þá veður og að
kólna og afrjeðu þeir að hafa
vetursetu á stórum ísjaka. Tóku
þeir nú til óspiltra málanna að
byggja sjer snjóhús. Hinn 1 í.
september sáu þeir Hvítey og
kölluðu hana „Nýja ísland“.
Höfðu þeir þá ekki sjeð land
síðan 11. júlí. Hinn 18. septem-
ber skutu þeir fyrsta selinn,
daginn eftir tvo seli og stóran
kóp. Og 20. september skutu
þeir ísbjörn. Andrée gerði þá
ráð fyrir því, að þeir hefðu nægi-,
leg matvæli fram í aprílmánuð.
Hinn 28. september fluttu
þeir’ inn í snjóhúsið .og höfðu
búíð þar vel um sig. Snjóhúsið
kölluðu þeir ,,Hem“. En að
morgni hins 2. október vöknuðu
þeir við brak og bresti. Jakinn
hafði þá brotnað sundur í
marga hluta og snjóhúsið var
að hrynja. Farangur þeirra og
veiðiskapur, sem þeir ætluðu
sjer til lífsviðurværis, var á
reki á ýmsum litlum ísjökum.
Hjer varð að hafa hraðan á að
bjarga, og lýsingunni á því,
hvernig það gekk, lýkur And-
rée með þessum orðum: „Með
slíkum fjelögum ætti maður að
geta bjargað sjer, hvað sem á
gengur“. Þar með lýkur þeirri
dagbók.
Vilhlðlmur Stefðnsson
heldur, að „prímusinn“ hafi
orðið valdur að dauða þeirra
Andrée.
Vilhjálmur Stefánsson hefir
ritað grein í „Times“ um fund-
inn á Hvíteyju. Hyggur hann,
að hin sorglegu afdrif þeirra
fjelaga megi rekja til þess, að
þeir bygðu kofa sinn upp að
kletti. Hann segir frá því, að svip-
að slys hafi komið fyrir á Her-
ald-eyju 1914, þar sem 4 menn
gerðu sjer kofa undir þver-
hnýptum kletti. Hann minnist
líka á dæmi frá einni af rann-
sóknaferðum sínum, þar sem 4
af mönnum hans voru nærri ,
því dauðir af kol-ilte-eitrun —
vegna þess, að þeir höfðu látið
loga á prímus inni hjá sjer, en
gættu þess ekki, að nóg loft-
ræsting væri. Hann ségir, að ef
Andrée og fjelagar hans hafi
ekki dáið þjáningarlaust í
svefni, eða meðan þeir sátu um-
hverfis „prímusinn“, geti mað-
ur hugsað sjer að æfilok þeirra
íafi orðið þessi:
Eftir því sem meiri snjó hlóð
niður á kofann og umhverfis
hann, hefir loftræstingin versn-
að. Þeir hafa þá máske tekið
eftir þvi, að þeir voru að missa
allan þrótt og hafa þá brotist
út úr kofanum til þess að anda
að sjer fersku lofti. Þeir hafa
farið út illa klæddir, og vegna
þess hvað þeir voru máttvana,
hefir kuldinn yfirbugað þá. Og
það er altaf nokkur huggun,
segir Vilhjálmur, að vitá það,
að þessir hraustu menn hafa
dáið þjáningalaust.